Þjóðviljinn - 02.07.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.07.1960, Blaðsíða 6
$£) -t- ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 2. júlí 1960 Sósíallstaflokkurlnji. — iús Torfi Ólafsson, Bi8- Útgefandi: Samelningarflokkur alþýSu RitstJóí-ar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús urður Guðmundsson. — Fréttaritstiórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnaso:'.. - Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Siml 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmiðJa ÞJóðviljans. Hættulegt ástand Sérmenntun og sérhæfing eru einkenni nútím- ans. Þjóðirnar keppast við að 'koma sér upp sem flestum menntuðum mönnum, einkanlega í raunvísindum, og telja framþróun sína háða störfum þeirra, og árangurinn hefur birzt í undraverðum afrekum tækni og vísinda. Hefur þetta ekki sízt sannazt á ótrúlega skömmum tíma í Sovétríkjunum, ■ þar sem vísindamönnum og hverskyns sérfræðin-gum fjölgar nú örar en í nokkru öðru landi heims og þeir hafa betri starfs- skilyrði en dæmi eru til. Vísindi og tækni eru að opna mannkyninu nýja heima. TJver einasta þjóð heims verður að fylgjast með á þessari þróunarbraut eftir getu sinni. Þetta á einnig við um smáþjóð eins og okkur íslendinga. Og það er engum efa bundið að á þessu sviði verðum við að taka okkur tak svo að um muni. Skólakerfi okkar allt er að dragast mikið aftur úr þeim þjóðum sem fremstar standa, ekki sízt á sviði raunvísinda. íslendingar sem stunda nám í sérgreinum á sviði tækni og vísinda eiga flestir í miklum erfiðleikum með að fá að námi loknu störf iþar sem þeir geti not- ið þekkingar sinnar og hæfileika. Allt of marg- ir þeirra verða að eyða orku sinni í brauðstrit, sem er fjarri áhugamálum þeirra og getu. Starfs- skilyrði raunvísindamanna eru mjög frumstæð, og skilningsleysi valdhafanna nánast ótrúlegt. Að sjálfsögðu hlýtur smáþjóð alltaf að eiga í erfiðleikum að fylgjast með á þessum sviðum, og hún getur ekki lagt í þau stórvirki sem stór- þjóðirnar glíma við. En við íslendingar getum gert margfalt betur en við höfum gert. Við gæt- um notað sérfræðinga okkar á miklu fleiri svið- um atvinnulífsins en nú er gert og tryggt með því skynsamlegri vinnubrögð og meiri afköst í þágu þjóðarheildarinnar. Helzta torfæran á þessu sviði sem öðrum er skipulagsleysið, sú skrum- skæling á „frelsi“ sem hér er talin til dyggða. Engar áætlanir eru gerðar um það í hvaða grein- ar rétt sé að beina íslenzkum námsmönnum, ekk- ert er gert til þess að tryggja það að kunnátta og hæfileikar þeirra sem nárni ljúka nýtist þjóð- félaginu; allt er háð tilviljunum, áhuga einstakra manna og tregðu margfalt fleiri. Cérmenntaðir menn hafa að undanförnu ' mót- ^ mælt þessu ástandi í vaxandi mæli. Stærsti hópurinn, verkfræðingarnir, hafa nú lausa kjara- samninga og bera fram kröfur um stórhækkað kaup og betri vinnuskilyrði með fullum rökum, en æ fleiri íslenzkir verkfræðingar hverfa til annarra landa þar sem sótzt er eftir starfskröft- um þeirra. Undirtektir valdhafanna hafa hingað til verið algerlega neikvæðar, og sömu skamm- sýnu viðhorfin birtast í því að þessa dagana ráðast íhaldsblöðin með fúkyrðum á íslenzka flugmenn vegna þess að þeir vilja ekki una því að vera langtum verr settir með kaupgjald og vinnuskilyrði en starfsbræður þeirra í nálægustu löndum. Ef ráðamenn landsins ætl-a að halda slíkum viðhorfum til streitu eru þeir að leiða miklar hættur yfir þjóðina og dæma hana úr leik í þeirri framþróun tækni og vísinda sem á sér stað allt í 'krmgum okkur. Tregðan er rök- studd með því að efnahagur þjóðarinnar rísi ekki undir sérfræðingunum, en auðvitað er stað- : reyndin sú að því aðeins blómgast efnahagur þjóðarinnar að sérfræðingar á sviði tækni og , vísinda fái sem bezt skilyrði til starfa- — m. TTJt ua §1 MOSKVUBRÉF FRÁ ÁRNA BERGMANN Heimsóknir Nú í vor og sumar hef- ur verið mikið um heimsókn'r allkonar. Ameríkanar komu með My fair Lady, englend- ingar komu með málverka- sýningu, fransmenn komu með leikhúsið Vieux Colom- bier, austurríkismenn komu með skautarevíu, Isaac Stern kom með fiðlu sína. Og nú er bandaríski píanðie:karinn Van Cliburn kominn aftur til Moskvu, en hann er vinsæl- asti útlendingurinn, sem þetta land hefur heimsótt að undanförnu. Rússar urðu stórhrifnir af leik hans og framkomu á Tsjækovskísam- keppninni 1958. Síðan hafa verið gefnar út um hann bækur og bæklingar, og plöt- ur hans hafa verið rifnar út. Mun Van Cliburn fara sigur- för um landið. Hver skyldi koma næst van Cliburn að vinsældum? Lík- lega rithöfundurinn Erich Maria Remarque. Hann hefur alltaf verið vinsæll hér í Sov- ét, en hefur unnið á jafnt og þétt síðustu ár, einkum eftir að „Þrír féiagar“ var þýdd. Svo mjög, að talað er um áhrif hans á ýmsar síðustu striíðsskáldsögur rússneskra höfunda. Það er einna helzt Hemingway, sem reynist Remarque skeinuhættur. Þyk- ir þá aðdáendum Heming- Van Clibum með fangið luilt af biómum eftir tónleika í Moskvu. ways oft lítið til Remargque koma, og eru verðleikar þess- ara tveggja höfunda mikið deiluefni meðal lesenda. Annað vinsældarfólk, mjög ofarlega á blaði: Pablo Pi- casso og Giulietta Masina. Leskhús Helzti leiklistarviðburður Ivetrarins var „Saga frá írk- útsk“ eftir Arbúzof. Þetta leik_ rit sýndu tvö beztu leikhús borgarinnar, Majakovskíleik- húsið og Vakhtangofleikhusið. I þessu verki segir frá styrk ástarinnar, hvernig hún gjörbreytir manninum. Bezt að minnast aðeins á sögu- þráðinn, þótt skáldverki verði reyndar ekki meiri cgreiði gerður en endursegja það í fáum orðum. Nýbyggingar í Síberíu. Þar er Valja, hálf- gerð meUa með allskonar rusl í kollinum. Þar er Viktor, sæmilegasti strákur, en hef- ur þungbæra reynslu, og fyrir- 'lítur konur og ástir. Þau eru saman. Þar er Sergei, góður maður og göfugur. Nema hvað Sergei fær ást á Valju, eft'r nokkra mæðu giftast þau, eignast börn, og hún er allt önnur manneskja. Þá slysast svo til, að Sergei drukknar, Valja er ein eftir með börnin, félagar hans hj.ílpa henni. Lengi lifir hún alein í sorg sinni og fyrir sorg sína, en að lokum hefur hún þrótt til að fara að for- dæ;n! manns síns, sem sagði einhverju sinni: Verk manrs- ins eiga alltaf að vera betri en hann sjálfur. Það gerist margt fleira, Viktor breyt- ist I.íka, því í þessu leikriti gerist það, að afbrýð'ssemi bvggir unn mann, í stað þess að brjóta hann niður. T eikritíð er mik’u betra en þetta yfirlit gæti gefið til kynna, en það er mjög mis- jafnt, ágætar senur í því, en fellur n;ður á köf’um Kann- ske vegnn þess. að það er alltof miklu dembt inn á leik- sviðið af aukaatvikum, hlið- ar’ínum. Kan-ske af þvi, að það er of oft og of snögg- lega hlaupið úr því tragíska yfir í það kómiska og öfugt.- Formið er athyglisvert. Ar-' búzof er hér kaúaður 'lýr- iskt leikritaskáld. Hann hef- ur gaman að þvi að leika sér að tímanum, stöðva rás við- burða og láta svipi fort'ðar og framtíðar reika um svið- ið. Einnig n:tar hann kór, ert kcrfólkið hefur það hlutverk að gera athugasemdir við at- hafnir persónanna. ,eðá eiga. við þær trúnaðartal. Og leikr'tið var frábær ega vel sett á svið í báðum leik- húsunum, beztu leikkraxtar þeirra í hlutverkum, og le'k- stjórar fullir af hugmyndum, mörgum ágætum. Þykir nú enginn maður með mönnum, sem ekki hefur séð Sögu frá írkútsk. !P"-.' Kvikmynclir Bezta kvikmynd vetrarins var „Kvæðið um hermann- inn“, myndin um hermann- inn Aljosu, sem fékk stutt leyfi til að heimsækja móð- ur dna, en tafðist á leiðinni: fylgdi særðum félaga heim. bar kveðju og sendingu til gamals föður, ók í lest, sem varð fyrir sprengjukasti. Fundur þeirra mæðgina var örstuttur. Hann varð að fara að stríða, og hann kom aldrei aftur. Þetta var ágæt mynd, gerð af hugviti og nærfærni, en samt varð hún ekki sérlega. vinsæl, ekki mikið sótt. Hvers vegna? Leikstjórinn Tsjúk- bræ kom fram í sjónvarpi og talaði um bréf, sém hann. Júlía Borisova og V. Úljanoff í hlutverkum Velju og Sergeis í sýningu Vakhtangof-Ieikhússins á „Sögu frá írkútsk”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.