Þjóðviljinn - 05.07.1960, Qupperneq 7
Þriðjuiagur 5 júlí 1960 — ÞJÖÐVILJINN — (7
Andi og auðvald
Eítir Jón Leiís
Keilavíkurílugvelli
j*
Morgunblaðið ræðst í gær
með tveim ritstjórnargreinum
gegn undirrituðum vegna við-
tals í Þjóðviljanum.
Um útúrsnúinga hinnar
svokölluðu forystugreinar
Morgunblaðsins vil ég ekki
ræða í bili, en til að útiloka
misskilning vil ég taka það
greinilega fram að sú skoð-
un mín, sem birtist í viðtali
við Morgunblaðið í fyrra, er
óbreytt, þ.e. að hin æðri list
geti ekki þrrazt nema auð-
vald sé að baki:
Fyrst var það auðvald
kirkjunnar, sem gerði hina-
stórbrotnu list mögulega til
forna. Síðan var það auðvald
hinna veraldlegu höfðingja,
sem stóð að baki og hafði
færi á að kosta leikhús og
tónleika,, myndlist og húsa-
gerðarlist með ótakmörkuðum
framlögum.
Eftir fvrri heimsófriðinn
hrundi veldi höfðingjanna og
borgararnir tóku við. Þeir
sviku í raun og veru listina,
— því að nú átti hún að vera
fjárgróðavegur.
Austan „járntjalds" er hins
Þegar ráðstjórnin kallaði
ber sinn burt af Porkkala-
s-væðinu finnska hér á árun-
um, var hvarvetna í blöðum
og útvarpi vesturblakkarinnar
útmálað með hneykslun, að
'þetta væri eitt áróðursbragð-
ið þeirra rússnesku; þeir
gerðu þetta til að bæta
diplómatíska aðstöðu sina út
á við, en annar væri tilgang-
urinn ekki,
Síðan hefur ráðstjórnin
dregið til miina úr herstyrk
sínum, bæði í öðrum löndum
og heimafyrir, — jafnan við
þær undirtektir vestan-
manna, að slíkt væru áróðurs-
aðgerðir einar. En hvað um
íþað, — ef sovétmönnum tekst
að haida uppi áróðri fyrir sér
með aðgerðum sem þeim að
láta af hendi herstöðvar og
draga úr liðstyrk, mætti ætla
að fleiri ríkjum en Ráðstjórn-
arríkjunum mætti koma
samskonar aðgerðir að notum
— tildæmis Bandaríkjum
'Norðurameriku.
Nú verður því sízt í móti
mælt, að aðstaða vesturveld-
anna hefur á undanförnum
árum veikzt allverulega víðs-
vegar um heim; þau hsfa
mörg hver orðið að láta af
hendi stór landssvæði til
þeirra þjcða, sem hafa byggt
þau frá fornu fari, — gamlar
nýlendur, grónar herstöðvar.
En þetta hefur því miður ekki
gerzt hávaða- og átakalaust;
ekki orðið vegna þess að við-
komandi stórveldi hafi að
fyrra bragði boðizt til að
víkja. Síður en svo. Þau hafa
verið þvinguð til þess, þá
sjaldan það hefur tekizt. Og
víðast hvar sitja, þau enn sem
fastast, þar sem þau hafa á
annað borð hreiðrað um sig.
En er nú nema von, að
wenn sem fylgjast sæmilega
og að staðaldri með heims-
fréttunum spyrji sem svo:
Hvers vegna geta ekki þessi
ágætu lýðræðissinnuðu vest-
urveldi gert tilraun til að
fara að dæmi hinna sovézku
— í ,,áróðurs“-skyni fyrir
sjálf sig? Hvers vegna láta
þau kommúnistaríkin sífellt
hafa forustuna í „áróðrin-
um“ ?
Fátt væri t.d. hagkvæmara
og heillavænlegra en ef
Bandaríkin uppgötvuðu það
,,áróðursbragð“ að hverfa héð-
an með her sinn og afskipti
öll. Eg fæ ekki betur séð en
að þarna eigi þau ónotað
tromp á hendi í heimspóli-
tíska pókernum sínum, —
tromp, sem hvorki Rússar né
aðrir kommúnistar gætu
nokkuð í móti sagt. í aðra
hc,nd myndu þeir U.S.A.-
menn hljóta aukna virðingu
um heim allan (líka í Sovét).
Þeir myndti með því sýna,
betur en á flestan annan
hátt, að þeir vilji „koma til
móts við Ráðstjórnarríkin"
— eins og Eisenhower komst
svo fallega að orði hér á dög-
unum.
Elías Mar.
ÆSisakstur
P'rfimhalrl af 3 síðu
Hreyfilsbílstjórinn, sem sá
þessar aðfarir. gerði lögreglunni
þegar aðvart, en hann þekkti
eiganda bifreiðarinnar. Hafði
lögreglan brátt upp á eigandan-
um, sem var alidrukkinn, og við-
urkenndi hann. að félagar hans
tveir hefðu einnig verið drukkn-
ir. Lögreglan hefur nú einnig
haít hendur í hári þeirra beggja.
Allmikið var um ölvun við
akstur um helgina svo og fleiri
umferðarbrot.
vegar til orðið nýtt auðvald,
ríkisvald, sem sparar ekk-
ert þegar skal reisa við list-
ir og vísindi. Árangurinn er
að verða greinilegri með ári
hverju.
Sú skoðun mín er líka ó-
breytt, að hin æðsta list geti
aldrei orðið alþýðleg í eigin-
legustu merkingu. Til er sag-
an um að Lenín hafi farið
grátandi úr óperuleikhúsi við
tilhugsunina um hve langan
tima það mundi taka þangað
til verkamennirnir gætu met-
ið slíka list. Það eru von-
lausir draumórar að allir
skilji allt, — en margt má
gera til að brúa djúpið milli
alþýðu og æðri listar, og slíkt
er nú reynt þar eystra með
íevaxandi árangri.
Það er forkastanlegt að
láta listina niðurlægja sig og
skríða fyrir lægstu livötum.
Hver dómbær maður getur
hins vegar athugað og úr-
skurðað í hvaða löndum slíkt
muni helzt vera tízka.
Reykjavík, 4. júlí 1960
Jón Leifs.
Fjölskyldan og orustuþotan — Telpumar
við flugskýlið — ..„Skurðlæknar64 að starfi
Þetta eru svipmyndir frá
hátíð bar.daríska hernáms-
liðsins á Keflavíkurflugvelli
sl. sunnudag.
Efsta myndin var tekin á
fiugbrautinni utan við stóra
skýlið, þar sem vopnabún-
aðurinn var sýndur. Fjöl-
skyldan gengur í góðviðrinu
fram hjá orustuþotu.
Hernámsliðið bauð Islend-
ingurn til hátíðar sinnar til
þess m.a. að koma á kynn-
um hermannanna og Is-
lendinga. Á myndinni í mið-
ið, hér við hliðina, sjást
þjár ungar stúlkur sem
þágu heimboð hernámsstjór-
ans, vart komnar af ferm-
ingaraldri; í baksýn er flug
skýlið mikla.
Myndin neðst: Hernáms-
liðið sýiir ekki eingöngu
vopnabúnað, heldur og
hverskonar útbúnað annan
sem herliði er samfara. M.
a. var í sýningarskálanum
komið fyrir „skurðstofu“
með tilheyrandi lækningaá-
'höidum. Þar sýndu tveir
grímuklæc > Jir „skurð!æknar“
rétt handtök við skurðað-
gerðir. Áhorfendur tóku
eftir því að annar „lækn-
anna“ (til vinstri) jórtraði
í ákafa tyggigúmi innan við
grisjugrímuna meðan liann
var að sauma saman „hol-
skurðinn". (Ljósm. Þjóðv.)