Þjóðviljinn - 05.07.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.07.1960, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5. júlí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 =iu eii !HK & 1 iOJÍ ni5 aiH Ritstjóri: Frímann Helgason KR lék sér að Val í síðari hálileik og sigraði með 6:0 Bandaríska meistaramótið Það verður ekki sagt að veð- ur hafi verið gott til að leika knattspyrnu, þegar KR og Val- ur mættu til leiks í Islandsmót- inu á sunnudaginn á Laugar- dalsvellinum, þvi hellirigning var, og suðaustan kaldi. Áður hafði frá því um miðjan dag verið úrhellir, sem gerði gras- völlinn svo blautan, að hann var eins og svampur, og skvettist vatnið í allar áttir þegar knött- urinn datt niður á völlinn. Þetta gerði það líka að verkum, að J'njög erfitt var að standa á fót- unum á þessari hálku. Þó var það mesta furða hvað margir leikmanna fótuðu sig og virðist sá tími að nálgast að afsakanir fyrir því, að leikmenn kunni ekki á grasvelli í rign- ingu séu ekki lengur fyrir hendi. Ástand vallarins mun samt hafa, fengið marga til að velta því fyr- ir sér hvort völlurinn væri nógu 1. Agusta i og 3. sœti í Rostock Þær fréttir liafa borizt frá Itostock að Islenzka sund- fólkið keppti J>ar í fyrra- dag og náði Ágústa lang- beztum árangri, vann eitt sund og varð þriðja í öðru. I 100 m skriðsundi kvenna sigraði Ágú&ta á 1,07,8. Hún varð nr. 3 í 400 im skriðsundi á 5,36,6. Pétur Kristjáasson varð 13. í 100 m skriðsundi karla á 1.03.4. Einar Kristinsson varð 9. í 100 m bringusundi á 1.19.3 og 11. í 200 m bringusundi á 2.55.6. Sigurður Sigurðsson varð 10. í 100 m bringusundi bg 12. í 200 m bringusundi. sandborinn til þess að „gleypa,, vætuna. Fyrri liálfleikur jafn. Til að byrja með var leikurinn jafn og mátti varla á milli sjá hvor mundi bera sigur af hólmi. Þau tækifæri sem gáfust voru ekki mörg. Má segja að KR hafi skapað sér opnari möguleika. Liðinn var hálftími þegar KR skoraði fyrsta markið, og var það Þorsteinn Kristjánsson v. útherjinn sem það gerði eftir mjög gott áhlaup KR-inga, þar sem knötturinn gekk á milli margra manna áður en Þorsteinn skaut, þá kominn inn á miðju vallarins. Litlu síðar hafði Valur nærri jafnað er Ormar Skeggjason skaut í slá marksins. KR-ingai; voru heldur í sókn það sem eft- ir var hálfleiksins án þess að skapa verulega hættu. Fimm: Núll Valsmenn byrja heldur vel í síðari hálfleik og er Heimir svo aðklemmdur að hann verður að bjarga í horn. Nú eru það KR- ingar, sem taka leikinn í sínar hendu.r. og með góðum samleik og dálitlum hreyfanleik tókst þeim að leika vörn Vals „sundur og saman“ eins og það er svo faglega orðað. Skora þeir nú fimm mörk án þess að Valsmenn fái við nokkuð ráðið, eða geti svarað fyrir sig eða ógnað marki KR svo að nokkru gagni kæmi. Fyrst er það Gunnar Guð- mannsson sem skorar á 8. mín. og ekki leið á löngu áður en þriðja markið kom. Þórólfur ein- lék fram völlinn og skaut að marki; markmaður hálf-varði þannig að knötturinn hrökk til Þorsteins Kristjánssonar sem stóð fyrir opnu marki og skor- aði vægðarlaust. Fjórða markið skoraði Helgi Jónsson með mjög fallegu skoti uppundir slá. Fimmta markið undirbjó Örn Steinsen meistaralega, en sendi knöttinn síðan til Þorsteins Kristjánssonar sem skoraði. Síðasta markið kom úr víta- spyrnu sem Sveinn Jónsson tók og skoraði örugglega. Ekki verð- ur annað sagt en að þetta hafi verið strangur dómur. Skeði þetta 3 min íyrir leikslok. Framhald á 10. síðu Bandíaríska meistaramótið í frjálsum íþróttum fór fram i Bakersfiekl á dögunum. Margt glæsilegra árangra jiáðist á mótinu. I hástökki setti John Thom- as heimsmet, stökk 2,184 m Fyrra metið átti hann og var það 2.16.8 m. Með þessu stökki kemst Thomas í sér- flokk hástökkvara og virðist enginn geta ógnað Ólympíusigri hans. Aðrir eftirtektarverðir ár- angrar: I þrístökki hafa Bandaríkjamenn fundið góðan stökkvara, Ira Davis, sem stökk 16,26 metra á mótinu, en það er jafnt og íslandsmet Vilhjálms. O’Conolly kastaði sleggjunni 68,38 metra, sem er aðeins 30 sm lakara en metið sem hann á sjálfur. Cantello kastaði spjóti 82,88 metra. Kúluvarpararnir hafa verið mikið til umræðu í sumar. „Tríóið“ náði góðum árangri nú sem fyrr, en O’Brien varð sigurvegari með 19,06, Nieder ekki langt á eft- ir með 19,05 og vöðvafjallið Dave Davis þriðji með 18,95 m. I kringlunni eigraði A1 Oer- ter með glæsilegu kasti 59 m. 1 stöng vann Dooley með 4.59 m Gutowsky varð 6. m i Heimsmethafinn í hástökki John 'Thomas, Kem ^tökk 2,18,4 fyrir sköinmu, lætur skammt stórra bögga á milli. Hann seKi nýtt heims- met á úrtökumóti í>TÍr OL- leikana, sem lialdið var í £>tanford í Kaliforníu og stökk hvorki ineira né minna en 2,22 m. í fréttinni segir að liann liafi stokldð af grasbrauc og það sé í fyrslia skipti sem hann hafi stokkið af slíkri braut. Ekki er AÍtað hvort metið verður staðfest, en sýnt þyldr að enginn muni ógna honum á OL-leikunum í Kóm. Norðmaður keppir við Krist- leif í 3 þús. m á ÍR-mótinu Þetta er hópurinn sem „kom, sá og sigraði“. ikemintileiasf var dönsku - erfíðast við þær norsku Fyrri dagur ÍR-mótsins í frjálsum í])róttum hefstíkvöld ld. 20.30 á Laugardalsvellinum. Norskur gestur tekur þátt í þessu móti, Ole Ellefsæter, 21 árs, og mun hann hlaupa 3000 m. Hann hefur hlaupið þá ýegalengd á 8.29.00 í sumar, en aðalkeppinautur 'hans Krist- leifur hefur hlaupið á 8.46.08 en íslenzka metið er 8.21.00, eem Kristleifur á. Má því bú- ast við skemmtilegri keppni milli þeirra. I kvöld verður keppt í þess- um greinum: 400 m grinda'hl., 200 m hlaupi, 800 m hlaupi, 3000 m hlaupi, 4x100 m boðhl., þrístökki, stangarstökki, sleggjukasti, kringlukasti og 100 m hlaupi sveina. Allir heztu íþróttamenn okk- ar taka þátt í þessu móti. Stjórn handknattleikssam- bands íslands bauð í gær hinum sigursælu handknatt- leiksstúlkum, fararstjórum, þjálfara og fréttamönnum til kaffidrykkju. — Þar héldu margir stutt ávörp og lýstu yfir hrifningu sinni af frammistöðu stúlknanna og prýðilegri framkomu þeirra á erlendri grund. Ásbjörn Sigurjónsson sagði m.a. að árangur stúlknanna hefði sett okkur hærra í meta- stigann, undirtektir hefðu verið daufar, þegar í byrjun var tal- að um að halda næsta norður- Iandamót hér 1964, en eftir þennan glæslega árangur stúlknanna, hefði komið allt annað hljóð í strokkinn og allir lýst sig fylgjandi því að mótið yrði haldið hér. Svo býður ykkar heimsmeistara- keppnin 1962 og þarf strax að fara að undirbúa þau mót. Ásbjörn hafði sem formaður handknattleikssamhandsins sent stúlkunum skeyti, sem því miður komst ekki til þeirra. Það hljóðaði svo: Öll þjóðin samgleðst árangri ykkar. Knús- andi kveðjur. Ásbjörn. Axel Einarsson rakti gang keppninnar og hrósaði öllum ið var skemmtilegastur, en þar aðbúnað ytra. Hann sagði að 5 nýjar landliðskonur hefðu bætzt í hópinn í þessari ferð og hefðu 23 stúlkur nú leikið í landsliði. Þar af hafa tvær þeirra Rut Guðmundsdóttir og Sigríður Lúthersdóttir leikið 11 landsleiki. Axel sagði ennfremur að all- ir ytra hefðu verið á einu máli að framför liðsins hefði. verið mikil og sögðu að ísland myndi vinna næst. Liðið vakti athygli fyrir taktískan leik. Rúnar Bjarnason kvaðst þakka Axel og þjálfara liðsins Pétri og svo stúlkunum fyrir mjög skemmtilega ferð og ánægjulega samvinnu. Benedikt G. Waage kvað það merkilegt vera, hvað stúlkurn- ar héldu áfram á sömu braut og óskaði þeim áframlialdandi velgengni — afrek og ágæti færi ekki eftir mannfjölda. Fréttamaður síðunnar spiall- aði þvínæst við nokkrar stúlk- ur og sögðu þær að erfiðast liefði verið að leika seinni hálf- leik við norska liðið, því þá var svo mikill spenningur í báð- um liðum. Sá leikur varð jafn- tefli. Leikurinn við danska lið- stóðu leikar 7:7 er 5 min. voru til leiksloka. Þjálfarinn Pétur hafði við orð fyrir leikinn að hann myndi éta heilan vindil ef þær sigruðu. Stúlkurnar sögðu ennfremur að þær hefðu ekki átt von á svo góðri frammistöðu, en þær hefðu fengið aukið sjálfstraust er þær sáu leikinn á milli Nor- egs og Danmerkur, því norsku stúlkurnar léku ekki vel í þeim leik. Þeim kom saman um að danska liðið hefði verið lan.g- bezt. Þær sögðu að þær befðd spilað mun rólegar og ákveðn- ar en hin liðin, sem hefðu Dat meira upp úr hraða, sem þær síðan réðu ekki við. Þær kváð- ust ekki hafa fundið til rrnk- illar þreytu eftir leikina )uí þær hefðu verið mjög vel und- irbúnar. Þær lögðu mikla áherzir ú að samvinna hefði verið miklu betri en þær hefðu getað gert sér í hugarlund áður en þær lögðu upp í þessa ferð. Því má bæta við að lokurt að margar stúlknanna gætu náð langt í annarskonar samkeppni því þetta er sérstaklega fríð- ur og föngulegur hópur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.