Þjóðviljinn - 09.07.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.07.1960, Blaðsíða 10
B), — ÓSKASTUNDIN ÓSKASTUNDIN — X3 BAKARADÓTTIRIN hún hafi gert! Mér gremst að segja frá því. Framhald af l.'síðu. stærðar pappaskel með sykurrósum og kremi ut- an á, og það var þess vegna sem bakarinn vildi ekki selja hana. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig veizlan fór. Hvernig gestirnir pískr- uðu og flissuðu, hvernig Karmelíta grét og bak- aradóttirin roðnaði meira og meira og saug upp í nefið, og hvernig móðir Karmelítu reyndi að gera allt gott og láta eins og jþetta væri bara fyndið. Og fyrirtaks skemmtiat- riði í afmælisveiziu. En Karmelítu fannst j.etta ekki fyndið. Hún gat aldrei, aldrei fyrir- gefið bakaradótturinni að hún skyldi eyðileggja af- mælisveizluna hennar. í iangan tíma talaði hún ekki stakt orð við hana. En hinir krakkarnir voru vön að segja, ef þau mættu Karmelítu eða bakar adótturinni: ,,0g nú skulum við öll smakka á tertunni!“ Þú heldur kannski að SKRÍTL A Sigga: Kisa mín getur talað. Mamma: Ertu nú viss um það, Sigga min. Sigga: Já, ég spurði friana, hvað verður eftir. ef þú dregur 2 af 2. Hún sagði ekkert. bakaradóttirin hafi tek- ið sig á eftir þetta. Ó, nei það var nú eitthvað ann- að. Ég mætti henni í fyrradag, hún rigsaði á gangstéttinni hnakkakert- ari en nokkru sinni fyrr. Um leið og ég gekk framhjá henni hvíslaði ég: „Nú skulum við öll smakka á tertunni!" Og hvað heldurðu að Hún rak — út — úr — sér — tunguna! Nú e.r önnur terta í glugga bakarans. Hún er skreytt með grænu kremi og bleikum rósum, en tvær litlar sykurdúf- ur sitja á toppnum á henni. Hún er jafnvel enn stórkostlegri en hin og endist líklega helmingi lengur. Nema, auðvitað ef einhver annar héldi afmælisveizlu. AUMINGJ A T R É N — — — Howard Beinteinn Dav- is er fjögra ára gamall. Hann á heima í Kingston. New York. Eins og nafn- ið bendir til er hann aí blönduðu þjóðerni. Móðir hans er íslenzk en faðir hans er amerískur. How- ard Beinteinn talár ekki íslenzku ennþá, en þegar hann og mamma hans eru tvö ein í næði tala þau saman á íslenzku. Hann á líka margar íslenzkar bækur. Howard Beinteinn hefur enga litla stráka til að leika sér við, þess vegna er hann stundum einmana í sandhrúgunni sinni fyrir utan eldhús- gluggann. Hann talar við sjálfan sig og býr 'til vís- ur, sem hann syngur. Móðir hans hlustar oft á hann og festir í minni það, sem hann segir. Þetta söng hann fyrir tréð: Aumingja tré, af hverju hefur þú ekki fætur eins og ég, svo þú getir leikið þér í sandinum með mér. Aumingja tré, af hverju hefur þú ekki munn, svo þú getir talað við mig. Það er ekki gott að borða mold með rótunum. Howárd Beinteinn eigri- aðist vinkonu, en hún er dálítið eldri. Hún er orð- in sex ára. Hún er kaþ- ólsk og íer í kirkju á hverjpm sunnudegi. Þar lærir hún margt um guð og Jesú. Þau tala oft um þá. Nú syngur Howard Beinteinn fyrir Jesú: l Ég byggði hús úr sandi handa Jesú og beið eftir honum í hálfan dag, en hann kom ekki. Kannski vill hann ekki liús, sem er byggt úr sandi. SKRÍTLUR Engar karamellur „Styddu á hnappinn og þá kemur karamella". sagði strákur i Köln við 6 ára leiksýstur sína, er þau stóðu við brunaboða. Það kom engin kara- mella. en aftur á móti kom brunabíll á fleygi- ferð. Faðir stráksins var sektaður um 100 mörk. — Eiríkur minn. hvað er að sjá þig'. Kemurðu nú ekki enn heim með glóðarauga. Ég var búin að segja þér að telja upp að 100, ef þú reidd- ist. • *— Já, ég veit það mamma, en mamma hins stráksins hafði bara sagt honum að telja upp að 50! SÖNGUR ENGLANNA Þrír englar smáir sungu einn söng, hann liljómaði um gjörvöll himinsins göng. Og allir lilýddu þar hugfangnir á. svo bjartur og fagur var söngurinn sá. Og Sankti-Pétur sofnaði við og gleymdi að láta’ aftur himinsins hlið. Úr bókinni 50 fyrstu söngvar. 10) _ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 9. júlí 1960 Iþrottir Frambald af 9. síðu. ■> : fara útaf, það sem eftir var hálf- i ieiksins, en Helgi Dan. kom í t lians stað, og fyrsta verk hans , var að bjarga er Sveinn Jóns- son var kominn einn innfyrir, en Helgi kom út og lokaði mark- inu og skaut Sveinn í Helga. f síðari hluta fyrri hálfleiks voru KR-ingar heldur að sækja í sig veðrið og náðu oft hættu- iegum áhlaupum,. og í síðari hálfleik héldu þeir áfram sókn sinni og þegar á fyrstu mínút- utu síðari hálfleiks skorar Ellert enn með skalla úr þröngri að- stöðu: 4:3. Nokkru síðar, fær Þórður Þórðarson mjög hnitmiðaða send- íngu fram völlinn frá Bill Dodg- in miðframverði, sem Þórður not- færir sér mjög vel og einleikur fyrst en skaut svo hörku skoti óverjandi fyrir Heimir. KR-ingar eru stöðugt ágengir við mark Akraness, og á 15. min. á Þórólfur hörku skot á markið, en Kelsey varði snilldarlega, Á næstu mínútu eru það Ak- urnesingar eða Clapton sem er kominn innfyrir en skaut fram- hjá. Rétt á eftir sækja KR-ingar ^ast og undirbýr Þórólfur vel ‘vrir Svein Jónsson sem skorar 4 mark KR. Staðan 5:4. Þórólfur hafði nærri jafnað úr aukaspyrnu rétt fyrir utan ítateig, en þá sýndi Kelsey hví- líkur snillingur hann er og fékk bjargað í ho.rn. Þó liðin skiptust nokkuð á með áhlaup voru KR-ingar hættulegri, án þess þó að skapa sér opin tækifæri, og leit út fyr- ir að leikurinn ætlaði að enda með naumum sigri Akraness- Arsenal. En á 43. minútu fær Þórólfur knöttinn og leikur á þrjá va.rnarmenn og skaut síð- an hörku skoti, sem hafnaði út við stöng og óverjandi var fyrir hinn ágæta markmann. Var það mjög vel af sér vik- ið af KR-ingum að jafna eftir að leikar höfðu staðið 4:1 eftir 20 min leik. Framlína KR var oft mjög skemmtileg, sérstaklega Þórólf- ur, Gunnar og Öm. Samleikur liðsins í heild var líka oft með ágætum. Akranesliðið átti líka oft mjög góða leikkafla, og Þórður Þórðarson eins og hann lék að þessu sinni er mikill styrkur fyrir liðið. Báðir út- herjarnir óttu góðan leik. ,ló- hannes meðan hans naut við og eins Ingvar Elísson. Kristinn Gunnlaugsson lék nú framvörð og gerði þvi góð skil, enda í betri þjálfun en nokkru sinni fyrr. Annars var Sveinn Teits- son bezti maður Akranesliðsins. I heild mjög skemmtilegur leik- ur. Dómari var Baldur Þórðarson, og leit út fyrir að þetta væri fyrsti stórleikur hans sem dóm- ara. Bæjarpósturinn Framhald af 4, síðu. þæginda mun nokkum tíma sækjast verulega eftir að koma hingað. Þess vegna held ég, að við ættum frek- ar að miða undirbúning okk- ar undir það, að taka á móti erlendum ferðamönnum við þá, sem minni fjárráð hafa, en vilja raunvemlega leggja það á sig að ferðast um landið. Tvær mínútur að reyta fuglinn Framhald af 12. síðu verður að röyta hana af með höndunum? ” —* Það má ganga mikið nær þessu en ég geri og hamurinn skaddast ekkert þótt hann snerti hjólin. Annars er fugl- inn yfirleitt sviðinn á eftir. — Viltu skýra dálítið nán- ar frá, hvernig reytarinn vinn- ur? — Eins og þú sérð snúast íslenzk tunga Framh. 7. síðu hefur fjallið þá fyrst heitið Löðmundarfjall, sbr. að Þor- bjarnarfell hjá Grindavík er venjulega kallað Þorbjöm í daglegu tali: Orðmyndin Loð- mundur, dregin af því hversu loðið er í fjallinu, væri og heldur óvenjuleg samsetning í íslenzku. Áður en ég skilst við þátt- Kongó SKIPULAG Framhald af 12. síðu. mál verða tekið fyrir í bæjar- stjórnum og hreppsnefndum. Prófessor Bredsdorff mun ekki aðeins fjalla um skipulagið á hinum fjarlægari byggingarsvæð- um, heldur einnig athuga tillög- ur sem fyrir liggja um skipulag miðbæjarins. Framhald af 1. siðu. að hafa áfram herstöðvar í Jandinu. Be'gísid herinn þar hefur J.ó enga heimild til að skipta sér af innanlandsdeilum nema með samþykki stjómar lýðveldisins. Útgöngubann var sett i Leo- poldville kl. 18 í gær. Tassfréttastofan skýrði frá því í gær að stjórnir Kongó og Sovétríkjanna hefðu ákveð- ið að taka upp stjórnmála- samband og sk’ptast á sendi- herrum. inn í þetta sinn, vil ég benda á annað örnefni sem ferða- menn fara venjulega rang- lega með. Það er Giljareitur- inn í Norðuránial í Skaga- firði, þar sem farið er upp á Öxnadalkheiði. Staðurinn heit- ir Giljareitur (= reitur með i mörgum giljum), en ekki Giljareitir, eftir því sem kunnugir tjá mér. Þeir sem leiðbeina ferðamönnum á þessari leið, ættu að gæta þessa. Misnefnið er hvim- leitt hér sem annars staðar. Sex sovézki; gest- ir Alþingis Framhald ai 1 síftu Alexander Strúéfí, prófessor Theodór Lindal og Karl Guð- jónsson alþingismaður. Þuríður Pálsdóttir syngur einsöng við undirleik Páls ísólfssonar. Stjórn- andi samkomunnar verður Jón Múli Ámason. þessi tvö hjól hvort á móti öðru og þau snertast aðeins. Bilið á milli þeirra er still- legt og þau láta undan eins og ég sagði áðan. Þegar fuglinn er borinn að hjólunum grípa þau í fiðrið, sem siðan snýst með þeim og reytist af. Út- koman er :em sagt nákvæmlega eins og reytt væri með höndun- um. Fanimar haldast óskemmd- ar og engin hætta á að legg- urinn brotni svo dúnninn held- ur sveigjanleika sínum og er jafn fjaðrandi eftir sem áður. Dúnninn fer siðan niður í til þess ætlaðan poka undir hjól- unum. — Hefurðu hugsað þér að framleiða mikið af reytaranum. —Eftir þörfum. Það eru nú þegar komnar fyrirspurnir frá Vestmannaeyjum, Vigur og austan af landi. — Þú fannst líka upp og framleiðir dúnhreinsara og dúnþurrkara. Heíurðu selt mik- ið af þeim? — Mig minnir að seldir séu 20 dúnhreinsarar, en hve marg- ir dúnþurrkarar eru seldir man ég ekki. SÍS er með þrjár tegundir af dúnþurrkurum til sölu, ég hef reynt að endur- bæta þá nokkuð frá því fyrsta. — Álíturðu að eftirspurn eftir reytaranum verði mikil? —- Það tel ég vafalaust. Hann eyðir mjög litlu rafmagni, er auðveldur í notkun og ég tel að hann þurfi ekki að vera ýkja dýr, ef eitthvað verður framleitt að ráði. — D.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.