Þjóðviljinn - 23.07.1960, Side 4

Þjóðviljinn - 23.07.1960, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 23. júlí 1960 Vald verkalýðshreyfingarinnar ríkissíjórniii gjörsafflalega Sú var tíðin, au islenzk verkalýðshreyfing var ekki mikils megnug, enda þá ung að árum og skipulagslega veik. Það var á þeim tíma s.em verkalýðsstéttin skildi ekki mátt samtakanna og ótt- aðist ofurvald kaupmanna og atvinnurekepda, sem þá virt- ust öllu ráða í landinu. En nú er orðin breyting á þessu. Allir landsmenn vita, að verkalýðshreyfingin er nú valdamesta f jöldahreyfingin á íslandi. Úr „Austurlandi", blaði austíirzkra sósíalista Nú hefur vinnandi fólk, jafnt verkamenn, sjómenn og iðnaðarmenn, áttáð sig á gildi samtakanna og veit að eina tryggingin sem það á til að v^rnda lífskjörin, er máttur verkalýðshreyfingarinnar. Þessi staðreynd verður i mönnum sérstaklega ljós nú, þegar allt vinnandi fólk ræðir um það, svo að segja daglega, hvenær og hvernig skuli lirinda árásum núverandi rík- isstjórnar á lífskjör almenn- ings. Öllum er ljóst, að það er máttur verkalýðshreyfingar- innar, sem verður að hrinda árásinni. Það skiptir engu máli, í hyaða stjórnmálaflokki latm- þeginn er, sem ræðir um nauð- syn þess, að brjóta á bak aftur kauplækkunar- og dýr- tíðarstefnu ríkisstjórnarinn- ar, allir eru þeir sammála um það, að aðeins verkalýðs- hreyfingin sé megnug þess að rétta hlut vinnustétóanna. Framsóknarflokkurinn stend- hr vanmegnugur gegn árás- um ríkisvaldsins og atvinnu- rekenda. Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur ekkert vald í þessum efnum og eng- in íhaldssinnuð samtök geta hér rönd við reist. En allir vita, að verkalýðs- hreyfingin hefur valdið, hún ræður yfir því afli, sem dug- ar til þess að brjóta niður árásarpólitík rikisvaldsins og atvinnurekenda. Kauplækkunarstefna núver- andi ríkisstjórnar er geigvæn- leg árás á hagsmuni vinnandi almennings. Stefna ríkisstjórn- arinnar er að halda föstu öllu kaupgjaldi, en fram- kvæma á sama tíma stór- kostlega verðlækkun á öllum sviðum. Öll matvara stór- hækkar í verði. Allar bygg- ingarvörur etórhækka, og öll þjónusta stórhækkar. Margar vörutegundir, sem almenningur verður að nota, hafa hækkað í verði um 30— 50% í tíð núverandi rikis- stjórnar. Með þessari dýtóíðarstefnu er verið að framkvæma stór- kostlega kauplækkun. Þetta er hin beina kjara-v>- skerðing, sem allir launþegar verða fyrir. En svo kemur hin óbeina kjaraskerðing, sem fyrst og fremst bitnar á almennum ■ verkamönnum. f aC ' er i ú kjaraskerðing, 5e;n verðar vegna minnkandi framkvæmda — vegnaminnk- andi atvinnu. Hin gífurlega dýrtíð og nýja bankapólitík með 11— 12% útlánsvöxtum, gerir það að verkum að fyrirtæki og einstaklingar, hætta við framkvæmdir, og atvinnu dregst saman. Við höfum þegar hér á Austurlandi mörg dæmi um þetta. Framkvæmdir, sem höfðu verið undirbúnar og jafnvel byrjað á, voru stöðv- aðar vegna þessarar nýju afturhaldsstefnu. Ýmsar þess- ar framkvæmdir voru í beinu sambandi við framleiðsluna og stöðvun þeirra dregur úr heildartekjum þjóðarinnar. Glöggt dæmi um þetta eru framkvæmdir á vegum síldar- verksmiðjanna hér eystra. Allir vissu, að það var að- kallandi að halda áfram upp- byggingu síldarverksmiðj- anna á Norðfirði, Seyðisfirði og Vopnafirði, en allar voru verksmiðjurnar á þessum stöðum vanbúnar í ýmsum efnum. En hin nýja stefna ríkis- stjórnarinnar stöðvaði að mes*tu þessar framkvæmdir. Af þessum ástæðum hefur atvinna verkafólks og iðnað- armanna orðið minni, en auk þess verður aðstaða sjómanna til tekjuöflunar verri og að- staða útgerðarinnar til þess að bera sig líka verri og heildartekjur þjóðarinnar — verða minni, vegna aftur- haldsstefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum. Samdráttarstefnan mun vissu lega segja til sín í versnandi efnahag vinnandi fólks. Ein megin ástæðan til þess að almennir verkamenn hafa haft sæmilegt árskaup á undanförnum árum er sú, að atvinna hefur verið mikil og þeir hafa unnið mikla eftir- og næturvinnu. Minnki atvinna, eins; og stefna ríkisstjórnarinnar mið- ar að, stórlækkár árskaup verkamanna beinlínis í krón- um talið. Og hvemig á meðalheimili þá að lifa á verkamannakaupi í allri þeirri dýrtíð, sem nú er orðin? Ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksin» ðg Slgýðuflokksins reynir ekki að svara þeirri spurningu. Hugur hennar snýst ekki um áhyggjuefni al- mennings. Það er vegna þessa ástands, sem vinnandi fólk í landinu mænir nú til verkalýðssam- takanna og treystir á að það- an komi hjálpin. Frammi fyrir samstilltum samtökum verkalýðsins er máttlaus. Leggi verkamenn Og. sjómenn niður sín, störf og heimti leiðréttingu sinná mála, duga ríkisstjórninni engin bráðabirgðalög. 'Bann hennar við verkföllum verð- ur þá hlægilegt. Verkamenn og ejómenn verða ekki skyldaðir til vinnu. Hætti þeir störfum, stöðvast blátt áfram allt. Þá verður lítið úr kaupmannaliði ríkisstjórnarinnar. Þá verður lítið úr skrifstofu- og emb- ættisliði stjórnarinnar. Leggi vinnustéttirnar niður vinnu, þá stöðvast allt í þjóð- félaginu og braskaraiiðið verður hlægilegt. Þá kemur í Ijós, hver það raunverulega er, sem Wdur þjóðfélaginu gangandi, — lvver það raunverulega, er^ sem allt veltur á. Verkalýðesamtökin I land- inu hafa ákveðið að hrinda kauplækkunarárás ríkis- stjórnarinnar og það munu þau gera. Yfir sandöldum Góbí-eyðimerkurinnar í Kína svífur flugvéL Ilún flýgur lágt, ekki þó af því að flugmaðurinn liyggí á nauðlendingu, heldur til þess að farmur hennar dreifist rétt yfir sandinn. Fhigmaðurmn er þarna á ferðum í sandgræðsluerindum, ur vélinni dreifir hann blöndu af fræi þeirra gras- tegunda sem hæfastar eru til að spíra og festa rætur við lítinn raka og binda sandinn. Sáð í sandhafið Srijall þulur Ef þú lesandi góður, hef- ur lilustað á lýsingu á fjögurralanda keppninni sl. miðvikudagskvöld, hefur þú vafalaust skemmt þér vel. Þulurinn var bráðskemmti- legur eins og venjulega. Honum er það mjög vel lag- ! ið að lifa sig inn í keppni sem hann lýsir og fáir eru spenntari en ein- mitt hann sjálfur. Svo er hann svo bráðsnjall að koma fyrir sig orði, til dæm- is sagði hann um einn lang- hlauparann okkar, sem hú- izt var við að tæki glæsilcg- an endasprett: „Hann virð- ist hafa bilað í endann". Það má segja að þetta væru orð að sönnu. Um \ annan landa okkar sagði hann þetta, (en sá var einn- ig að hlaupa). „Ég held að hann sé alveg örugglega síð- astur “!!! Teygðir og togaðir Hvernig stendur á því að íþróttamenn okkar eru hvað eftir annað sendir til keppni erlendis meira og minna teygðir og togaðir? Hvað veldur því að forráða- menn íþróttahreyfingarinn- ar, sjá aldrei að sér með að senda „ónothæfa“ menn til keppni á erlendri grund, þar sem svo mikið er í húfi að þessir menn séu landi sínu til sóma? Það liefur hvað eftir annað komið fyr- ir að íslenzkir íþróttamenn séu sendir út til keppni þó fyrirfram liafi verið vitað að þeir væru tognaðir, og þar með óhæfir til keppni. Þegar mikið er í húfi gera þessir menn sitt bezta en þola ekki áreynsluna og taka þá gömul meiðsli sig upp og þar með eru stigin sem þeir jafnvel hefðu feng- ið, rokin út í veður og vimd. Hér ættu hlutaðeigendur að athuga sinn gang betur, næst þegar þeir velja lið til keppni erlendis, og koma þannig í veg fyrir fleiri mis- tök af þessu tagi. Völlur og sandur Um daginn var Pósturinn viðstaddiur knattspyrnu- kappleik upp á Akranesi, milli Akurnesinga og KR. Ekki er það meining hans að lýsa leiknum, eða spjalla um hann, (hann var svosem ágætur), en það sem minnzt skal á í þessu sambandi er m. a. völlur þeirra Skagamanna. Völlurinn stendur utan við bæinn, eða nánar til tekið uppi á bakkanum við Langasand. Þarna var áður malarvöllur. Skagamenn ræktuðu hann upp og er nú kominn þarna hinn ágætasti gras- völlur. Áhorfendasvæðið er norðan við völlinn (fjær sjónum), og eru þar upp- hækkaðir grasstallar sem áhorfendur geta setið á. Völlur þossi er þeim Skaga- mönnum til mikils sóma, til hans er vel vandað, enda eru knattspymukappleikir vel sóttir þar efra (þótt til þess liggi máske fleiri ástæður). Langisandur er baðströnd Akurnesinga, og hafa þeir óspart notið þar góðviðris undanfarinna daga. Mikið væri það nú indælt fyrir Reykvíkinga ef eitthvað af þessum bað- strandarsandi væri kominn í Nauthólsvíkina þeirra, svo þeir þyrftu ekki lengur að ganga á flöskunum (gos- drykkjar), þegar þeir eru búnir að drekka úr þeim, (og síðan einhverjir prakk- arar búnir að mylja þær niður í fjöruna þeirra).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.