Þjóðviljinn - 24.07.1960, Side 6

Þjóðviljinn - 24.07.1960, Side 6
ÞJÓÐVILJINN — Sunmidagur 24. júlí 1960 6) :HSfi£.u™íí* k:s biomnuiNN Útgefandl: Saraeinlngarflokkur alþýBu - Bóstallstaflokkurlnn. — RltstJ(u-ar: Magnús Kjartansson (&b.), Magnús Torfl Olaísson. Blg- urður Quðmundsson. — FréttarltstJórar: Ivar H. Jónsson, Jón BJarnaso:;. - Auglýslngastjórl: Ouðgelr Magnússon. - Rltstjórn, afgreiBsia auglýslngar, prentsmiðja: SkólavörSustig 19. — Biml 17-BOO (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 & m&n. - Lausasöluv. kx. 3.00. PrentsmlSJa PJóSviiians. Sókn ;egll herstöðvum r.« Oin nýju samtök gegn bandarísku hersetunni á íslandi og ávarp þeirra er eindreginn vott- ur þess, að nú er að myndast víðtækari sam- staða um hina íslenzku sjálfstæðisbaráttu en verið hefur, að ný sókn er að hefjast til að firra íslenzku þjóðina smáninni og hættunum af er- lendum herstöðvum á íslandi. Ávarpið hefur vakiþ mikla athygli, enda þótt blöð stjórnar- flokkanna reyni að láta sem minnst á því bera, að ný sókn er hafin til að vekja þjóðina af and- varaleysi til baráttu fyrir íslenzka málstaðinn í herstöðvamálinu. trt; cr* Ovað vilja hin nýju samtök, sem hafa nú á- kveðið að kveðja saman Þingvallafund í haust, til að skipuleggja betur baráttuna gegn erlendu hersetunni? í ávarpi þeirra, er undirrit- uðu á þriðja hundrað manna úr öllum stéttum og stjórnmálaflokkum og utan flokka, segir svo: „Við undirrituð höfum ólíkar skoðanir á mörg- um málum, en eigum það sammerkt, að her og herstöðvar viljum við ekki hafa í landi okkar, að við teljum œvarandi hlutleysi íslands í hern- aðarátökum í mestu samræmi við fortíð þjóðar- innar og framtíðarheill. Við minnum á þá sér- stöðu íslendinga meðal þjóðanna að þeir hafa ekki um aldir borið vopn né iðkað vígaferli, að þeir hafa aldrei átt í vopnuðum ófriði við aðr- ar þjóðir. Við viljum að Islendingar varðveiti þessa sérstöðu sína á ókomnum tímum, að þeir verði að því leyti öðrum þjóðum fordæmi, er . friðflytjendur í öllum löndum geti með sanni vitnað til sem fyrirmyndar“. mt ua ¥Tm hætturnar af herstöðvunum segir í ávarp- ^ inu: „Við vekjum athygli á því að í her- stöðvum er engin vörn eins og vopnabúnaði er nú háttað, að herstöðvar hljóta alltaf að skoðast sem ögrun við einhverja þjóð sem telur þeim stefnt gegn sér, að jafnvel á friðartímum stafar mikill háski af herstöðvum, en í heimsstríði bein tortímingarhætta, þar eð þær yrðu fyrstu skotmörk eldflauga, sem flytja vetnissprengjur, að þjóðinni er nauðsyn á að gera sér grein fyrir þeim ógnum er yfir hana geta dunið á ófriðar- timum vegna herstöðva í landinu. Við teljum af þessum sökum og öðrum fleiri að herseta og herstöðvar á íslandi samrýmist ekki því hlut- skipti sem við ætlum íslendingum: að vera vopn- laus þjóð í friðlýstu landi“. Jm /¥g ávarpsmenn lýsa því yfir, að þeir hafi á '“iramangreindum grundvelli „bundizt heitum um að halda áfram þeirri baráttu sem háð hefur verið undanfarið fyrir uppsögn herverndarsamn- ingsins við Bandaríki Norður-Ameríku og brott- för hersins“. Heimsviðburðirnir undaníarna daga og vikur sýna betur en flest annað hve mikið liggur við, að íslendingum takist að losna við herstöðvarnar úr landi sínu. Eitt þeirra ríkja sem ísland er í hernaðarbandalagi við, Atlanz- hafsbandalagsríkið Belgía, hefur teflt heimsfriðn- um í hættu með svívirðilegri árás á Afríkuríkið Kongó. Þátttaka íslands í Nató og bandarísku herstöðvarnar á íslandi geta 'hvenær sem er leitt tortímingarhættu yfir þjóðina. Nýju samtökin gegn herstöðvunum sanna ört vaxandi skilning á staðreyndum herstöðvamálsins og aðstöðu íslands í heiminum. — s. 4-r* n rjia:: j', n(T*lSC Um þessar mundir eru liðiri 60 ár frá því nýíendan ísland var á heimssýningu, „nýlendu- sýningunni". og í sumar eru liðin 55 ár í'Vá því ísHnd var á „Skrœlirigjasýningunm“ í Kaupmannahöfn. Já, þið lásuð rétt. bað var nýlendan ísland, landið' nkkar. Árið 1900 sýndu Danir hinar þrjár nýlendur sínar: Græn- land, ísland og Færevjar á heimssýningunni í París Þetta skyldu vera sögul egar sýning- ar frá nýlendunum 02 aðallega um rannsóknir Dana.i löndum þessara „frumstæðu“ nýlendu- þjóða. Það þót.ti fara vel á að taka þátt í slíkri sýningu e'nmitt árið 1900, níu öldum eftir kristnitöku á íslandi, til að ,,sýna þá menningu sem flutti kristnina til íslands, bjó um sig í Grænlandi og sendi fyrstu landnemana til Ame- ríku.“ Dönum þótti það einn:g tilvalið að á sýningu þessari væri „deild er. sýndi hinn góða árangur sem náðst hefur með nýlendustjórn yfir Eskimóum á Danska-Grænlandi“, eins og þeir komust sjálf'r að orði. Það þótti því nauðsynlegt og sjálfsagt að Grænlandsverzl- unin danska tæki þátt í sýn- ingunni, „þvií stjórn vor á Grænlandi er éinstæð, það er eini staðurinn í heiminum þar sem frumstæð þjóð er fráskd- in umheiminum, samtímis því að fólkinu er lyft á hærra stig með því að láta því í té menn- ingu í beim mæli sem hentar því bezt.“ (M.a. brennivín, berkla og syflis). Nýlendusmalar heim- sækja ísland Menntamálaráðuneyti Dana veitti 25 þús. kr. til þátttöku í Parísarsýningunni, en 12 þús. kr. þurfti til viðbótar og veitti danska þingið þá fjárhæð með því skilyrði að allir gripir á sýningunni frá ,nýlendunum“ yrðu eign danska þjóðminja- safnsins. Daniel Bruun kap- teinn, sem var íslendingum að góðu kunnur, og málarinn Klein voru sendir til Færeyja og íslands. Þeir féiagar tóku land í'‘Vestmánnaeytúm 5. júlí 1898 og Léfólii grósseri flutti þá til „Örebak“ (Eyrarbakka) en þar tók Nielsen faktor á móti þeim. Þaðan héldu þeir út Reýkjanesið, til Krýsuvíkur, ljósmynduðu og söfnuðu sýn- ingargripum. í Reykjavík hafði verið sett á íaggirnar sýningarnefnd og skipuðu hana þessir menn: H-avstgen amtmaður, Hallgrímur Sveins- son biskup, Eiríkur Briem dósent, Pálmi Pálsson. og Jón Jakobsén alþm. og safnvörður. Þe:r létu gera eftirlíkingar af ýmsum -gripum í Þjóðmin.ja- safninu hér — og biskup'nn yfir íslandi lánaði nokkra kirkjugripi. Þess er getið að „íslenzka ferðafélagið!' og .for- maður þess, Ditlev Thorrisen konsúll hafi ve!tl góða aðstoð. Kirkjugripir — kvon- skraut Frá Reykjavík fóru þeir fé- lagar vestur að Skarði á Skarðsströnd —■ og reiddu þaðan altaristöfluna á klökk- um; hún skvldi nú forframast á nýlendusýningunni í París. í Dölum leituðu þeir einnig gripa í Hvammi, Hjarðarholti, Hvítadal og Ólafsdal. Að lok- inni för um Norðurland lagði lestin upp frá Gilhaga í Skaga- firði 12. ágúst 1898 og suður um Kjöl og notaði Bruun tækifærið til að hlaða vörður á Kili, og efna þannig gamalt loforð við Briem amtmann. „Vegna þess hve sýningarleið- angrinum var vel ágengt“ var ákveðið að senda Bruun aðra gripasöfnunarferð sumarið eft- ir. Segir í skýrslu Dana um þetta, að gripir þeir sem lán- aðir voru hafi verið 6000 kr. lítaristaflan frá Skarði — reidd á klökkum lil forfrömunar li aí m ccvnincn Það þarf að takast beti r milli Islendinga og F< Fréttamaðurinn hitti þau hjónin á. heimil Stefáns Ög- mundssonar. prentara, og spjall- aði þar við þau stundarkorn. Hvorugt þeirra heíur lcomið til íslands áður en þeim líkaði dvölin hér ágætlega og rómuðu mjög allar móttökur og vin- gjarnleik þann, sem þau hefðu hvarvetna mætt. — Háfið þið ferðazt mikið um landið? — Við höfum ferðazt dálítið, segir Ólafur. Annars er það eins og ég' sagði einum kunn- ingja mínum, að þjóðin er fólk- ið en ekki landdagið og við viljum vera þar sem flest er af fólkinu. —- I-Ivað getyrðu sagt mér um atvinnulífið í Færeyjum? — Fiskurinn er aðalútflutn- ingsvara Færeyinga eins og ís- lendinga og eiginlega má segja, að hún sé sú eina. Stærsta vandamál okkar hefur verið at- vinnuleysið. Margir hafa orðið að leita sér annars staðar að atvinnu, mest á íslandi á tog- urunum og einnig á þýzkum togurum. Svo eru líka margir á dönskum og norskum verzlun- arskipum, t.d. stór hluti af þeim, sem hafa stýrimanna- próf. Fiskiskipaflotinn er- nú í end- urnýjun. Við höfum fengið á síðustu árum nokkra nýja tog- ara, t.d. 5 portúgalska og bera þeir stærstu 600 tonn af salt- fiski. Þá eru nú 30 íiskiskip í byggingu í Belgíu. Þörfin er hins vegar svo mikil, að þótt allt komi, ^em nú er búið að leggja drög að, þá er það ekki nægilegt. Það þarf að byggja flotann alveg upp. Hann , er bæðí orðinn gamali og úr sér genginn og svo er íólksíjölgun- in auk þess mikil. Það er ekki um margt annað að velja íyrir færeyska pilta en að fara á sjó- inn. — Stundið þið ekki líka land- búnað og iðnað? — Jú, landbúnaður er nokkuð stundaður en iðnaður er sama og enginn. Það er ekki nema ögn af fiskiðnaði en það er allt- of lítið. — Hvernig er með markaði fyrir fiskinn? — Allir viðskiptahættir okk- { ' • ' 1, ' ar Færeyinga eru einkennandi fyrir nýlenduþjóð. Norðurlanda- þjóðirnar, sem eru svo mikið umtalaðar fyrir írélsishugsjón- ir, ættu að’ vita, hverníg' þeir. Síðasta hálfan mámið hafa dvalið hér á landi færeysk hjón, Katrín og Ólafur Michelsen frá Þórshöfn. Er Ólafur ritstjóri blaðsins 14. SEPTEMBER ásamt Er- lendi Paturssyn',, en það er sem kunnugt er aðalmálgagn Þjóðveldisflokksins, sem er skeleggasti flokkurinn í baráttunni fyrir fullu sjálfstœði Fœreyja og bœttum kjörum alpýðunnar þar í landi. Þau hjónin œtluðu að halda heimleiðis til Fœreyja um helgina, en í síðustu viku átti fréttamaður frá Þjóðviljanum viötal við pau um Færeyjar og þau málefni, sem þar eru nú efst á haugi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.