Þjóðviljinn - 24.07.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.07.1960, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. júlí 1960 ÞJÓÐVILJINN (7 Virði -— eftir’ þáverandi gildi peninga. Safnað var einkum listiðn- aði, svo sem útskurði, skápum, töskum, drykkjarhornum, knippiingaskrinum, rúmfjöl- ufn o. fl. slíku. Nokkuð af gripum var lánað en mest var af eftirlíkingum frá Þjóð- minjasafninu, og skar Stefán Eiriksson flestar eftirlíking- arnar Þá var heldur ekki gleymt ltvenskrauti úr gulli og silfri. Og „nokkrar fslenzkar konur lánuðu dýrgripi síná enda þótt þær vissu að þær yrðu að vera án þeirra bvo ó árum skipti“. Snæbjörn í Hergilsey lánaði hálsfesti með krossi, sr. Þorvaldur á Mel- stað lánaði langspil og kotru. Af landbúnaði voru teknar myndir og fengin nokkur verkfæri. Síðast en ekki sízt var svo safnað kirkjugripum á sýninguna, m. a. messuhökl- um frá Skálholti og Þingeyr- um, kaleik frá Odda, ljósa- stjökum og oblátuöskjum — og sr. Ste'ndór Briem í Hruna lagði til Guðbrandarbiblíu. Þá voru einnig mörg sýnis- horn af bókmenntum fornum og nýium, m. a. eintök af öll- um blöðum er þá komu hér út. Daniel Bruun var hinn mæt- asti maður og mun hafa unnið samvizkusamlega að því að sýningin gæfi sem bezta mynd af íslandi. „Nýlendur vorar" Já, við vorum „nýlenda", „hjálenda“; um það var ekki að villast. Um það vitna um- mæli dönsku blaðanna. í árs- byrjun 1900 var „Nýlendusýn- ing“ sýnd blaðamönnum í Kaupmannahöfn, áður en hún færi til Parísar. „Hún (sýn- ingin) segir frá nýlendum vor- um (leturbreytingar höf.) .... Það er ágætt að heimssýning- argestir fá dál;tlar upplýsing- ar um hinar norrænu hjá'entl- ur vorár“ segir Vort Land. „Þegar fregnirnar frá París koma til með að hlióða: „Sér- staka athygli vakti nýlendu- sýning Dana“ o. s. frv. þá veit maður að „athyglin“ er verðskulduð", sagði Samfund- et. „Maður sannfærist um að sýningin á öllum þessum at- hyglisverðu nýíendugr'pi.lm (m. a. ís.h kirkjugripum, kven- skrauti og Guðbrandarbiblíu) mun vekja gagnlega athygli á tlönsku sýningartleildinni í París. Síðustu ára rannsóknir vorar þar hafa víðsvegar, vak- ið athygli á þessum hjálendum vorum“, segir Politiken. Af blaðaummælum þessum verður glöggt séð hvernig iitið var á ísland fyrir rúmlega hálfri öld. En nýlendusýningin vakti þó tilætlaða athygli á Dönum, eins og sjá má á um- mælum Parísarblaðanna. La Presse sagði um deild Dana: Hún „er tvímælalaust bezta deildin á allri nýlendusýning- unni í París.“ En sýningin vakti líka athygli á íslandi og íslendingum. Blaðið Petit Jorunal vakti t. d. athygli á því að þarna væri biblía prent- uð á íslandi árið 1584. Og Erik Berr skrifar í- Figaro og sagði að starfsbróðir sinn ensk- ur hefði sagt á sýningunni: „Efist þér nú um að ísland sé vor sigildi grundvö'lur og að íslenzkan er öllum þjóðum af germönskum stofni jafngildi latínu? íslendingar hafa varð- veitt mál sitt hreint og Islend- ingar eiga bókmenntir sem eru dásamleg lind fyrir málfræð- inga lands mins.“ Þér ættuð að læra íslenzku.“ „Skrælinqjasýningin'' En nýlendusýningarsagan er þó ekki fullsögð enn. Fimm árum síðar hélt danska heim- ilisiðnaðarféiag'ð í Kaup- mannahöfn aðra nýlendusýn- ingu, í fjáröflunarskyni, — ,,Skrælingjasýninguna“ sem ís- lenzkir Hafnarstúdentar nefndu svo. Undirbúningur sýningarinnar hleypti öllu í bál og brand hiá ísl. Hafnar- stúdentum. Vilhjálmur Finsen, fyrrum sendíherra, hefur lýst því ágætlega í bók sinni: Flvað landinn sagði erlendis. Fundii’ voru margir haldnir í ísl. stúdentafélaginu og komu margir við sögu, m. a. Finnur Jónsson prófessor (er var í sýningarnefndinni), dr. Valtýr Guðmundsson ( er varði sýn- inguna), Sveinn Björnsson, Gísli Sveinsson. Einar Arnórs- son og Árni Pálsson, svo örfá nöfn séu nefnd, en 4 þeir síð- ast nefndu voru hatrammir móti sýningunni; sérstaklega rómar Finsen hve Árni Páls- son hafði þrumað gegn sýning- unni. Stúdentafélagið fékk mótmæli gegn sýningunni birt í dönskum blöðuni, það skor- aði á landa sína heima að taka ekki þátt í sýningu þessari. Og heima á íslandi neituðu menn að láta af höndum gripi á „nýlendusýningu“. Sýnir það nokkuð andrúmsloftið á Is- landi um þessar mundir, að Hannes Hafstein er hafði tekið sæti í sýningarnefndinni sagði sig úr henni! Og úti í Höfn var einnig undanhald, nafni sýningarinnar var breytt.á af þeim sökum úr „Dansk Kol- onialudstilling“ í „Dahsk Kolonialudstilling samt Ud- stilling fra Island og Fær- öerne“. Vilhjálmur Finsen, sem þá var byrjaður blaða- mennsku, skrifaði mótmæla- gre:n gegn sýningunni, en fékk hana hvergi ’/irta fyrr en óháð smáblað veitti henni viðtöku. — í blöðunum á íslandi voru menn hvattir til að taka ekki þátt í sýningunni, og mun hafa horft til vandræða í Höfn ef Helga Vídalín hefði ekki kom- ið „skrælingjasýningunni" til aðstoðar og látið sýningar- nefndinni I té gripi þá sem hún og Jón Vídalín maður hennar höfðu safnað á íslandi. Þá skrifaði Bogi Melsted grein í Þjóðólf 28. iúlí 1905 er hann nefndi: Kirkjurán. Kirkiurán Bogi Me1sted tók þar upp ummæli Helgu Vídalín um safn þeirra hjóna: „Eg hef búið 14 sumur á íslandi og safnað af mesta kappi allan þann tíma. Eg hef komizt yfir um 150 gripi og eru þeir sýnd- ir. Þar er útskorin altaristafla frá kirkju, sem nú er lögð nið- ur í nánd við Sauðárkrók, gömul altaristafla úr k:rkju á Suðurlandi. Frá Þingeyrum á ég þriár fagrar ljósakrónur og mjög haglega útskornar mynd- ir af Kristi og postulunum. Svo á ég stórt safn af altaris- kaleikum og þar á meðal einn frá 1487. Á fætinum, sem sett- ur er gimsteinum, eru sýnd ýms atriði úr píningarsögunni. Það er giöf frá páfa til Grund- arkirkju í Eyjafirði. Mesta fjölda á ég af tóbaksdósum og baukum. Ennfremur á ég si’.f- urbúinn staf sem átt hefur Jón Vídalín. En prédikunar- stóllinn sem ég á mun þó vera fágætasti gripurinn af því öllu. Hann hefur Guðbrandur Framhald á 8. siðu. ri samvinna preyinga eru. Dönsk utanríkispólitík eyðileggur alla okkar markaði. Færeyingar komu sjálfkrafa í Nato og nú er verið að setja upp radarstöðvar í Færeyjum án þess að spyrja okkur nokk- uð ráða. Höfuðmarkaðurinn fyr- ir færeyska saltsíld var í Sovétríkjunum en nú seljum Við ekki eina tunnu þangað, vegna þess að snurða hljóp á þráðinn milli Sovétríkjanna og Danmerkur og það eyðilagði markaðinn. ■— Hvað um landhelgismálið? -— í Færeyjum er ekki á- greiningur um landhelgina. Sameiginleg krafa allra, sem fiskimannaí'élögin hai'a borið fram, er að færa hana út í 16 sjómílur. 12 mílur er aðeins praktisk krafa. Danska ríkis- stjómin er hins vegar alltaf að gera samninga við Breta, nú síðast um 64-6. Færeyska lög- þingið samþykkti að senda um- boðsmann til Genfar til þess að krefjast 12 mílna, en Danir hafa fleskmárkað sinn í Bret- Katrín og Ólafur Michelsen (Ljósmynd; Þjóðviljinn, Ari Kárason). landi meira í huga en færeysk áhugamál í landhelgismálinu. — Þú minntist áðan á Nato og .radarstöðvarnar. — Já. Ég skal segja þér eina skrítna sög'u í sambandi við það ,* • máí. Kanarnir, eins og þið kall- ið j^á, neita að borga toll af því, sem þeir flvtja til stöðvanna, en samkvæmt færeyskum lög- um ber að greiða toll af öllum vörum, sem fluttar eru til Fær- eyja, og eng'ar undanþágur eru gerðar frá því. Niðurstaðan varð sú að færa tollinn á reikn- ing til bráðabirgða. í vetur yar svo flutt . í lögþinginu tillaga um undanþágur frá tolli fyrir „kirkjur og annað“. Þetta ,.ann- að“ átti að ná til Kanans en meirihluti þingúns samþykkti að íella það niður úr lögunum, svo að kirkjurnar stóðu einar eftir. — Hvað er að frétta af fær- eyskum stjórnmálum? — Sjálfstæðisbaráttan er efst á baugi hjá flestum, t.d. kjósa margir Þjóðveldisflokkinn bara vegna þess, að þeir hafa meiri trú á honum heldur en Fólka- flokknum. Menn eru orðnir von- sviknir á honum. Annars er hann orðinn skeleggari í barátt- unni Upp á síðkastið en hann var á tímabili, orðinn líkari því, sem hann áður var. Hon- um svipár þgnnig um margt til Framsóknarflokksins h.iá ykkur. Ef gera á samanburð við póli- t'kina í öðrum löndum, þá höf- um við tvo hægri flokka og tvo vinstri flokka. Annars vegar er Fólkaflokkurinn sem hægri flokkur og Þjóðveldisílokkurinn sehi vinstri flokkur, hins veg'ar er Sambandsflokkurinn sem hægri flokkur og Socialdemó- kratar sem vinstri flokkur. Sambandsflokkurinn hefur 7 þingmenn, jafnaðarmenn 8, Þjóðveldiiflokkurinn 7 og' Fólkaflokkurinn 5. Svo er milli- flokkur, sem nefnist Sjálfstýr- isflokkur. Hann hefur 2 þing- menn. í raun og veru hefur hann enga aðra stefnu en þá að lána atkvæði sín til þess að skapa þingmeirihluta, enda hef- ur hann verið í ríkisstjórn Fær- eyja síðan hún var fyrst mynd- uð. Loks er einn þingmaður, sem hefur mvndað nýjan l'Iokk um sig. — Éru mörg blöð í Þórs- höín? — Sambandsflokkurinn hefur Dimmalætting, stærsta og elzta blað í Færeyjum. Fólkaflokkur- inn hefur Dagblaðið, jafnaðar- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.