Þjóðviljinn - 24.07.1960, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 24.07.1960, Qupperneq 9
Sunnudagur 24. jólí 1’960 -r- ÞJÓÐVILJINN — (9 nií æé m igjS Sati Ritstjóri: Frímann Helgason Vísindastörf Kusnetsoffs hafa dregið úr íþróttahæfni hans Hann vereSur varla skeinuhœttur á OL 14 á 10,2 og betur í 100 metra hlaupi Ein af þeim greinum, sem ekki hvað minnstur spenningur verður í á Olympíuleikunum í Róm, er 100 metra hlaupið, sem fram til þessar hefur verið „bandarísk grein“, þar eð það hafa nær alltaf verið Bandaríkjamenn, sem hafa staðið á efsta þrepi verð- launapallsins á OL eftir 100 metrana, og oft einnig sitt til hvorrar handar við sigurvegar- ann. Nú lítur hins vegar svo út sem Bandaríkjamenn séu ekki ein- ráðir lengur.-’Þjóðverjar, Kanada- menn, Rússar, ítalir og Frakkar eiga nú mjög góða hlaupara, sem án efa geta sigrað á leikunum í sumar. Hary frá Þýzkalandi og Jerome frá Kanada hafa náð bezta tímanum. 10 sekúndum sléttum. Bandaríkjamennirnir Tidwell og Norton, báðir á 10.1 sek. eru taldir aðalkeppinautar Harys og Jerome. Þeirra stærsta tromp er reynsla þeirra í harðri keppni, sem Evrópumenn aftur á móti skortir tiifinnanlega. Hér kemur listi yfif þá sem hafa hlaupið 100 metrana á 10.2 og betra: 10.0 sek.: Hary og Jerome 10.1 sek.: Tidwell og Norton 10.2 sek.: Jeffrys, Morrow. Wood- — house, Berutti, Dave, Sime, — Weaver, Germar. Winder, — Seye og Bartanieff. Á meistaramóti Sovétríkjanna í frjálsum íþróttum, sem einnig er úrtökumót fyrir OL í Róm, setti stangarstökkvarinn Krasovskei nýtt Evrópumet, stökk 4,65 m. Fyrra metið átti landi hans Vladimir Buiatoff 4.50 m. Tugþrautin vakti mesta athygii Sú grein, sem langmesta at- hyglina vakti, var tugþrautin, þar sem fyrrverandi heimsmeist- arinn, Kusnetsoff, tók þátt. Eft- ir fyrri dag keppninnar má það Ijóst vera að Kusnetsoff verður varla skeinuhættur á Olympíu- leikunum, til þess er hann ekki nógu vel þjálfaður, en hann hef- ur nær eingöngu helgað sig vís- Brasilía tapaði fyrir Uruguay 1:0 í Suður-Ameríku er keppt um svonefndan Atlantik-bikar í knattspyrnu og er fylgzt með þeirri keppni þar syðra af mik- illi athygli. Flest Suður-Ameríku- ríkin taka þátt í keppninni og koma þar oft fyrir óvænt úr- slit. Nú um daginn kom það fyrir að Brasilía tapaði fyrir Uruguay með einu marki gegn engu. Var mikið um dýrðir í Montevideo í tilefni af þessum sigri, því fátt er eins eftirsóknarvert þar og sigur yfir Brasilíu. Aftur á móti tóku Brasiiíu- menn sig á, þegar þeir léku við Argentínu, því þá sigr.uðu þeir með 5:1. Fetað í fótspor Ingemars í hinni alþjóðlegu knattspyrnu- keppni í New York, fór fram s.l. mánudag ieikur milli Sampdoria frá ftaiíu og Norköbing frá Sví- þjóð. Leiknum sem var í harð- ara lagi, lauk með sigri ftal- anna 6:4. Leikurinn fór fram á Polo Grounds, sama stað og Ingemar Johansson var rotaður fyrir mán- uði síðan. Einnig nú fór það svo að Svíi var sendur inn í draumalandið. Að þessu sinni ekki af Floyd Patterson, heldur af æstum áhorfanda, sem óð inn á völlinn og gaf Svíanum Arne Lind vel útilátið högg, svo að bera varð Svíann útaf vellinum Steinrotaðan. indastörfum í sumar. Þetta hafa orðið Rússum mikil vonbrigði, þa.r sem þeir bjuggust jafnvel við að Kusnetsoff gæti náð aftur í heimsmetið af hinum snjalla svertingja Rafer Johnson, en metið sem hann setti á dögun- um er hvorki meira ná minna en 8683 stg. Eftir fyrri daginn var Kusnetsoff aðeins í öðru sæti með 4158 sig, en Yuri Dyachkoff var fyrstur með 4163 stig. Hér er samanburður á afrek- um Rafers Johnsons, þegar hann setti metið, og Dyachkoffs og Kusnetsoffs á rússneska meist- aramótinu: 100 metrar 10.9 11.2 10.6 Langstökk 7.03 7.18 7.55 Kúiuvarp 14.13 13.90 15.98 Hástökk 1.84 1.93 1.78 400 metrar 50.4 50.9 48.6 Olympíunefnd ftalíu býður 6 Chilemönnum til Rómar Eins og frá var skýrt hér fyr- ir nokkru tilkynnti Olympíu, nefnd Chile, að enginn íþrótta- maður mundi fara til Rómar sem þátttakandi í leikjunum þar. Var ástæðan sú, að ákveðið va.r að þeir peningar, sem safnazt höfðu, skyidu fara til hjálpar þeim mörgu, sem misstu ailt sitt í jarðskjálftunum í vor. Olympíu- nefnd ítalíu iét þau boð út ganga að hún myndi sjá um að Chile ætti þar fulltrúa, og yrði boð um það sent áður en langt um liðið. Nú hefur verið ákveðið af hálfu Olympíunefndar Ítalíu að bjóða 6 íþróttamönnum til leikjanna, 2 frjálsíþróttamönnum, 2 skot- mönnum og 2 hneíaleikamönn- um. Nefndin greiðir aiian ferða- kostnað og upþihald þessara ínanna. Sumarblém Begoniur Dahliur Animonur Liljur Garðrósir ■VT r r 1 ..|i I borginni Kíeff j tJkraínu er verið að byggja þessa íþrótta- -L ’ y iprottalion holl. Hún verður 138 m á len,gd og 78 m breið og rúmar 11.000 áhorfendur. 1 höllinni er hægt að keppa í 10 greinum íþrótta samtímis. Á sumrum er hægt að setja kælítæki í samband og iðka skautalilaup og íshokkí. Gróðrarstöðin við Miklatorg. Símar 22-8-22 og 1-97-75. Keppendur á OL í Róm fluttir til og frá í þyrilvængjum? í Róm hefur það komið til umræðu að flytja keppendur •nilli keppnisstaðanna og dval- arstaða þei.rra með þyrilvængj- um. Eru það yfirvöldin í Róm, sem eru að velta þessu fyrir sér, ef svo kynni að fara, að umferð- in verði svo mikil, að hún tefji keppendurna í því að komast til keppnisstaðanna. Hugmyndin um þyrilvængjurn- ar á þó að vera vararáðstöfun, fyrst á að gera ráðstafanir til þess að létta á umferðinni með ýmsum ráðum. Er m.a. talað um að takmarka bifreiðastöður í inn. miðborginni, að banna þar þungaflutning, .að öll torgsala byrji klukkutíma fyrr á morgn- anna, og hætti fyrr. Ríkisstarfsmenn eiga að hefja vinnu fyrr og hætta fyrr, eða áður en umferðin nær hámarki. Þá verður bannað að efna til þjóðmálafunda, eða annarra fundahalda meðan á Olympíu- leikunum stendur. Opinberum skrifstofum á að loka um miðjan daginn til þess að draga úr umferðinni, verða menn því að hafa lokið erindum sínum á skrifstofur fyrr um dag- Leikir í dag í dag fara fram tveir leikir í knattspymu í I. deild: — Fram — Valur á Laugardals- vellinum kl. 8.30 sd. — Kefla- vík — Akranes í Njarðvíhum kl. 4 sd. Knattspyrimdagurinn er í dag Hinn árlegi Knattspyrnudag- ur, sem efnf er til að tilhlut- an Unglinganefndar KSÍ, er í dag. Verður hann með svip- uðu sniði og áður hefur ver- ið, þannig að leikirnir eru leiknir í yngri flokkunum, leystar eru sérstakar þrautir sem drengir í þriðja og fjórða flokki taka þátt í, og er það toæði flokka- og einstaklings- keppni. Hér í Reykjavík mun keppn- in um þessar sérstöku þrautir hafa farið fram í gær, en ann- arsstaðar á landinu munu þær fara fram í dag. I Reykjavík er sú tilhög- un á leikjunum að aðeins er keppt í fimmta flokki og þá fá þeir að keppa sem ekki 'hafa leikið með á mótum í sumar. Eiga þessir ungu menn að leika á KR-vellinum og Fram- Ivelli, og heimsækja Valsmenn KR en Víkingur Fram, og fara leikimir fram fyrir hádegi. Eftir því sem formaður Ung- linganefndarinnar tjáði Iþrótta- síðunni, verða leikir háðir á Isafirði, Akureyri, Altranesi og þá hafa Hafnfirðingar og Keflvikingar komið sér saman um að leika þennan dag í þrem flokkum, og fara þeir leikir fram !í Keflavík. Upphaflega var til þess ætlazt að leikið yrði á öilum völlum landsins í yngri flokk- unum og á þann hátt yrði dagurinn verulegur áróðurs- dagur fyrir knattspyrnura. Vonandi kemur að því að knattspyrnumenn og forustu- menn hennar skylji þýði’'gu þess að hrifa hina ungu drengi með í leikinn. Þess má að lokum geta, að allir þeir sem taka þátt í leikj- um dagsins fá sérstök skjöl til minningar um þátttökuna. ,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.