Þjóðviljinn - 13.08.1960, Blaðsíða 4
4) ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 13. ágúst 1960
ISLENZK TUNGA
Ritstjóri: Árni Böðvarsson.
114 þáttur 13. ágúst 1960
Mávur — máfur og írævill
— fræfill.
Eins og kunnugt er; er núver-
andi stafsetning reist á grund-
velli uppruna, að svo miklu
léyti sem slíkt er framkvæm-
anlegt í almennri stafsetn-
ingu. I þvi sambandi er rétt
áð minnast þess að um upp-
runa margra orða eru fræði-
menn ekki sammála, svo að
stundum getur leikið vafi að
telja beri tvímælalaust rétta
stafsetningu. Þegar svo ber
undir, munu flestir kennarar
fylgja þeirri sjálfsögðu reglu
að segja némendunum eins og
er: Þetta tiltekna orð er vafa-
atriði í stafsetningu, og það
skiptir litlu máli á hvorn veg-
inn ritað er, þó að einhver
ákveðinn ritháttur sé ef til
vill venjulegastur. — Þótt ég
telji núgildandi stafsetningu
ganga of langt í þá átt að
fara eftir uppruna og miða
minna við eðlilegan framburð
en æskilegt væri, skal ekki
dulizt að vafaatriði koma fyr-
ir, hvernig svo sem löggilt
stafsetning er og hver sem
aðalgrundvöllur 'hennar er.
Eina ráðið til að sigla fram
hjá slíkum skerjum er að hafa
stafsetningu frjálsa í ákveðn-
Ur atriðum, en það er eins
og enginn vilji fallast á þá
lausn, sem væri þó æskileg í
sumum tilvikum.
Stafsetningu málsins ber að
þjóna því og laga sig eftir
kröfum þess, en málið má
ékki laga sig eftir kröfum
hennar. Það er til dæmis
næsta óheppilegt ef einhver
rithöfundur vogar ekki að
nota eitthvert orð, af því að
hann veit ekki hvernig á að
stafsetja það, svo að öfga-
kennt dæmi sé tekið. Raunar
munu allir sendibréfsfærir
menn vita að til eru stafsetn-
ingarorðabækur og kunna að
nota þær, þó að það sé'ekki
kennt almennt I skólum, sem
er þó mikið mein. Hins vegar
eru dæmi þess að góðir nem-
endur hafa hliðrað sér hjá
að orða 'hugsun sína (t.d.
í ritgerð) þann veg sem
ibezt hefði verið, af því
að þeir voru ekki vissir um
stafsetninvu orðsins sem rétt
hefðj . verið að nota. Og mér
er e'rVi vrunlaust um að þetta
h-ofi jpfuvel komið fyrir full-
orðið fóik með langa skóla-
göngu að baki.
Stundum vilja stafsetning-
arreglur rekast á, og ræður
þá venjulega hefð hvemig
stafsett er. Svo er til dæmis
með mannsnafnið Eyjólfur.
Það er samsett af ey (i merk-
ingunni auðna, hamingja, sbr.
iLaufey o.fl. nöfn) og úlfur,
en samkvæmt reglunni á
ekki að skrifa j milli slíkra
samsetningarliða orðs, sbr.
lievannir annars vegar (nefni-
fall) og hey.ianna hins vegar
(eignarfall fleirtölu af hey).
Þó er alltaf skrifað j í þessu
nafni.
Annað dæmi er stafsetning
orðsins mávur eða máfur. Nú
er þessi mynd orðsins dregin
af hinni fornu, már, sem
beygðist þannig; þolf. má,
þgf. mávi, ef. más, og þannig
er orðið venjulega beygt sem
mannsnafn. Fleirtalan var svo
(og er) mávar. Eftir þeirri
reglu að rita f í stofni og v
í endingum er þágufall þessa
orðs að sjálfsögðu stafsett
með v-i (mávi). Og þegar svo
á það er litið að nútímamynd-
in mávur er dregin beint af
hinni fornu (frá þgf. et. eða
fleirtölunni), virðist eðlilegt
að rita hanna með v-i.
En þetta dregur dilk á eft-
ir sér. Á undan nokkrum sér-
hljóðum hefur v horfið í ís-
lenzku, svo sem sjá má af
fleirtölunni ,,við unnum, við
urðum“ (af vinna og verða).
— Þar sem sagt er „vunnum"
og vurðum" (a.m.k. sums
staðar á Austfjörðum), er
sennilega um að ræða áhrifs-
breytingu frá hinum myndum
sagnanna. — Ekki kemur
heldur v fyrir inni í orði í
íslenzku á eftir sérhljóði og^>
undan u, eins og látið er vera,
þegar ritað er mávur. Enn
síður eru til dæmi um v á
milli sérliljóðs og s, eins og
verður í eignarfallinu mávs
(af mávur). Tilvist v í þessu
sambandi stríðir móti almenn-
um lögmálum tungunnar.
Hér verður því árekstur
milli stafsetningarreglunnar
og almennrar reglu málsins.
Önnur hvor þeirra verður að
lúta, og hefur stafsetningar-
reglan verið metin meira, lík-
lega af þvi að menn hafa ekki
gert sér hina regluna nægi-
l'ega ljósa eða ýtt vandanum
frá sér vegna þess að hann
knýr ekki á í skólakennslu.
Og engin lausn er það heldur
að heimta að ekki sé rituð
eignarfallsmyndin mávs, held-
ur forna myndin más, eins
og sumir gera. Hótinu skárri
er að stafsetja máfur — rita
orðið sem sé með f eins og
háfur og fleiri orð, án tilli'ts
til reglunnar um f í stofni
og v í endingum, því að sú
regla ætti að lúta fyrir hinni er við markleysuþvaður eða
almennu reglu tungunnar. sérstaka tegund af kexi. Þar
Hliðstætt daémi þess er belzt v-ihljóðið skýrt í fram-
frævill eða fræfUr. Eptir staf- burði, en einmitt.sú stað|-eynd
setningarreglum á rita v í VénjuTégt íslenzkumælandí
þessu orði, svo og orðinu fólk á auðvelt með að bera
fræva eða fræfa. Allt er þetta fram þetta hljóðasamband,
dregið af orðinu fræ og ýtir undir framburðinn fræv-
tengslin við upprunann næsta iar> sem aftur er beint brot
ljós. En vandkvæðin byrja á almennum reglum tungunn-
þegar farið er að beygja orð- ar.
ið frævill. Fleirtalan hlýtur að Bezta lausnin í þessu efni
vera frævlar. Hvernig á að er að mínu viti tvímælalaust
bera hana fram? Eins og fl. sú að láta stafsetningarregl-
er venjulega borið fram í ís- una. lúta einnig hér og rita
lenzku milli sérhlióða (þ.e. fræfill. Það er aftur minna
fræblar) eða á að láta eins og atriði hvort þá vrði einnig rit-
regla islenzkrar tungu sé að fræfa. en þó er eðlilegt
ekki til og segja fræv-lar? að orðin fvlgi hvort öðru. Ég
'Hér skiptir ekki máli, þótt held þetta þvrfti ekki að
'leiða megi að því mál- valda vandræðum 1 kennslu,
söguleg rök að orðið ætti því að læra verður og æfa
heldur að vera fræll, þolf. sérstaklega rithátt' þessara
fræl og flt. frælar; hin mvnd- orða, hvernig sem stáfsett er,
in er notuð og það er hún og auðveldlega má útskýra
sem við þurfum að stafsetja. ástæðuna til fráviksins frá
Til er í málinu tökuorð úr stafsetninagrreglunum, að
dönsku, þar sem rita verður minnsta kosti fyrir sæmileg-
vl; það er rövl, hvort sem átt um nemendum.
Iðnskólinn
í Reykjavík
*
Innritun fyrir skólaárið 1960—1961 og námskeið I
september, fer fram í skrifstofu skólans dagana
22. til 27, ágúst kl. 10—12 og 14—19, nema laug-
ardaginn 27. ágúst kl. 10—12. _
Skólggjald kr 400.00, greiðist við innritun.
Umsækjendur um skólavist skulu sýna prófvottorð
frá fyrri skóla við innritun.
Námskeið til undirbúnings inntökuprófum hefst 1.
september næstkomandi um leið og námskfeið til
undirbúnngs öðrum haustprófum.
Námskeiðsgjöld, kr. 100.00 fyrir hverja námsgrein,
greiðist við innritun á ofangreindum tíma.
SKÓLASTJÓRI.
Dýrtíðarandúð
húsmcðurinnar
Sæll vertu bæjarpóstur
minn.
Mig langar til að segja þér
-frá indælu sumarkvöldi í stóru
tjaldi inni í óþyggðum, í Þórs-
mörk. Eftir daglanga göngu,
safnaðist stærsti hluti ferða-
hóps ÆFR saman i hinu stóra
tjaldi 'Fylkingarinnar, allir
. þreyttir, en sælir þó. Við
höfðum notið stórbrotinnar
- náttúrufegurðar allan daginn,
- gengið, hvíit okkur, og alltaf
sáum við nýtt og nýtt.
Tókum við fram mali okk-
ar og hlýddum á fréttir. V'>r
það helzt, að tveir kosninea-
smalar í S.-Kóreu, höfðu ver-
ið barðir til bana. Þótti okk-
ur nóg um og var slökkt á
útvarpinu.
Værð færðist yfir og flökt-
andi Ijósið í „loítinu", sló
ævintýralegum bjarma yíir
fólkið. Var byrjað að syngja
og tóku allir undir, og hvert
iagið rak annað, byltingar-
söngvar, létt lög allt sem okk-
ur kom i Hug. Síðan tók Jón
Böðvarsson að segja okkur
stuttar sögur. og var grátið
af hlátri. Sögðu ýmsir aðrir
sögur og var skemmtan að,
en á milli sagna var sungið.
Því næst var farið í leiki.
allir voru með, bað er einmitt
þátttakan sem heíur svo mik-
ið að segja. Eftir að leikjum
iauk, var sungið af hjartans
lyst, unz líða tók á nóttu.
Fóru þá nokkrir að sofa, en
aðrir hugðust sjá skemmtan
þess fjölda æskufólks, sem
einnig var í Þórsmörk, (en
tilheyrði ekki okkar hóp). Það
var leitt að sjá. Margir tugir
unglinga, ráfuðu stefnulaust
fram og aftur, og virtust
reyna að skemmta sér. Sumir
kallandi og æpandi. aðrir eins
og dauðinn uppmálaður.
nokkrir höfðu þá myndað
hring, og sungu endalaust að
mér heyrðist, „Maria. María."
en þeir mættu litlum undir-
tektum. Við yfirgáfum þetta
svæði og gengum niður að
fljótinu, sem beljaði straum-
þungt út í óendanleikann.
Við vorum hamingjuáöm,
a,m.k. að því leiii, að eiga fé-
lagsskap sem gat geíið okkur
, annað og' meira en ómerkilegt
biaður eða innantómar
skemmtanir. — S.
Súmarkvölcl
Kæri bæjarpóstur.
Mér þykja verðhækkanir á
allir uauðsynjavöru vera farn-
ar að segja rækilega til sín
í efnahag heimiiisins. Við er-
um ein fjöiskyidan af mörg-
um, sem stöndiim í húsbygg-
ingu, og með nýtni og hag-
sýni höfum við komið þaki
yfir höfuð okkar. Nú stend
ég alveg ráðþrota, get ekki
farið að ráðum ríkisstjórnar-
innar, að fórna meiru en ég
hef gert. Allt heíur hækkað
, svo gífurlega, kaupið hrekkur
ekki fyrir brýnustu nauðsynj-
um, hvað þá meiru.
Ríkisstjórnin ætti að senda
frá sér greinargerð utn það
hvcrnig verkamannsfjölskyld-
an á að fara að því að Iifa af
kaupi sínu, og að nefna þá liði
sem hægt er að strika út í út-
gjöldum fjölskvlfhinnar. Einn
stór. liður í útgjöldum er hita-
ko.tnaður. hjá þeim sem þurfa
að hita upp með olíu. Ég hef
grun um. að olíunni hafi ver-
ið haldið í óþarflega háu
verði. um lengri t.'ma. og þessi
gifurlega hækkun sem varð
við gengisfellinguna, gerir
fólki ókleyft að hita upp hí-
býli sín er vetrar.
Um daginn áttum við nokkr-
ar konur tal saman um dýr-
tíðina. og varð það til þess
að ég sagðist skyldi ríða á
vaðið, taka mér penna í hönd,
og láta í ljós á prenti, and-
úð mína á allri stjórnarstefn-
unni. — Húsmóðir.
Sumarsýning Félags íslenzkra
myndli^tarmanna, stendur nú
yfir í Listamannaskálanum.
Pósturinn vill hvetja þá scm
tækifæri hafa, til að sjá þessa
sýningu. Það eru ýmsir hlutir
að gerast í listaheiminum okk-
ar, um þessar mundir, og þess
vegna margt nýstárlegt að sjá
á þessari samsýningu okkar
beztu myndlistarmanna.