Þjóðviljinn - 13.08.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.08.1960, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. ágúst 1960 — ÞJÓÐVILJINN — '(« i í.'t: p i nH 5 3 aiiy SU2 :lt5l 25! gjjm m Ritstjóri: Frímann Helgason Bikarkeppni KSÍ: 1. leikurinn sögulegur og spennandi í íyrrakvöld fór fram fyrsti leikur Bikarkeppni KSÍ, en bik- arkeppni hefur nú um nokkurt skeið verið mjög umrædd, bæði í dagblöðunum og knattspyrnu- forustunni. Er KR-ingar unnu Haustbikarinn s.l. haust til eign- ar var tækifæri til að útrýma fyrirbrigðinu „haustmót,‘‘ sem var orðið heldur óvinsælt, jafn- vei meðal tryggustu vallargest- anna. Þetta tækifæri var notað; og nú verður gerð tilraun með ,,Cup“-keppni á íslandi, en hún tíðkast í langflestum þeim lönd- um, sem nokkuð iðka knatt- spymu á annað borð. s iLeikurinn KR (b) — Fram (b) Fyrsti leikurinn var sannkall- aður Bikarleikur. Það var bar- jzt til síðasta blóðdropa, ef svo mætti segja. KR-ingar áttu ieik- inn að mestu, en vegna eindæma lélegrar varnar, og óheppni upp við mark Framaranna, urðu þeir af sigrinum og eru þar með úr keppninni. Bakvörðurinn skoraði lang. leiðina frá miðju Fyrsta markið var skorað af h. bakverði Fram, Herði Péturs- syni, sem er útaf fyrir sig held- ur óvenjulegt. Markið skoraði hann langleiðina frá miðju; spyrna hans virtist ekki eiga að vera markskot, heldur „pressu“- bolti að markinu, en markvörð- urinn stóð allt of framarlega, auk þess sem hann hlýtur að hafa misreiknað boltann, a.m.k. lenti hann inni.. Markið var skorað á 21. mín. Er um 3 mín. voru til leiks- loka skoraði Reynir Þórðarson fyrir KR úr einni „préssunni“ að marki Fram og stóðu leikar jafnt í hálfleik, 1:1. Sigurmarkið skorað af göml- um landsliðsmanni í síðari hálfleik náði Fram Bangu frá Brasilíu sigraði Kilmarnock í úrslitum í NY f Bandaríkjunum hefur staðið yfir mikil knattspyrnukeppni í næstum tvo mánuði, þar sem liðum frá 11 löndum hefur verið boðið til keppni. Hafa Banda- ríkjamenn kallað keppni þessa „alþjóðlegu knattspyrnukeppn- ína“, og er hún einn liðurinn í að vekja athygli á knattspyrn- unni sem íþrótt í Bandaríkjunum, og fá þá til að taka hana upp sem viðast. Hefur mót þetta vak- íð mikla athygli þar vestra, og þar með náð tilgangi sínum. Úrslitaleikurinn í þessu mikla mót.i fór fram s.l. laugardag og var hann á milli liða frá Brazil- íu, Bangu og Kilmarnock frá Skotlandi. Leikar fóru þannig að Bangu vann með 2:0. Á þessum úrslitaleik voru 25 þús. áhorf- endur, sem er óvenjulegt á knatt- spyrnuleik. Er þess mestu knatt- spyrnukeppni, sem hefur farið íram í Bandaríkjunum til þessa. strax hættulegu upphlaupi, sem markvörður hefði getað stöðvað, en klúðraði með boltann, þar til í óefni var komið og miðvörður- inn stöðvaði boltnn á marklínu með höndunum. Fram fékk því vítaspyrnu, sem hinn gamalkunni landsliðsbakvörður Haukur Bjarnason skoraði úr. Þetta reyndist sigurmark fyr- ir Fram. KR átti miklu meira í leiknum, en tókst ekki að skora, enda þótt oft skylli hurð nærri hæium, eins og t.d. er Þór Jóns- Framhald á 10. síðu í „ ■ i*. ¥7» •arfl t ágústlok verður í fyrsta sinni lialdin Vlimum VlOo heimsmeistarakeppni í listflugi í Brati- slava í Tékkóslóvakiu. (Tékkneska ílugfólkið æfi nú mikið fyrir keppnina og hér sést listflugkonan Krencova ræða við listflugmanninn Jiri Blaha um (sigurmöguleikana. íþróttir í stuttu máli Svíar hafa ákveðið að senda 8 hnefaleikamenn í keppni OL í Róm síðast í þessum mánuði. Enska sjónvarpið hefur samið við enska knattspyrnusambandið um útsendingu á 23 leikjum á knattspyrnutímabilinu 1960-61. Fyrir þetta mun knattspyrnusam- KR-ingar sóttu ekki gull í greipar Færeyinganna 1. flokkur KR fór nýlega í keppnisferð til Færeyja, og er flokkurinn nýkominn úr þeirri för. Íþróttasíðan snéri sér til Har- aldar Gíslasonar, fararstjóra þeirra KR-inganna, og innti hann eftir fréttum af ferðinni. Haraldur sagði KR hafa leikið sinn fyrsta leik gegn sterkasta liði Færeyja, HB (Havnar Bold- félag), en þeim leik lauk með jafntefli 2:2. Annar leikur liðs- ins var í hinni frægu Klakks- vík, en Klakksvíkingar eiga ann- að bezta liðið á eyjunum. Klakks- víkingar unnu leikinn naumlega með 4 mörkum gegn 3. Þriðja leikinn léku KR-ingar gegn úrvalsliði Þórshafnar (HB og' B36).#Þrátt fyrir mikla yfir- burði KR í leiknum lauk honum með 3:2 fyrir Þórshöfn. Er 15 mínútu.r voru til leiksloka hafði KR yfir 2:0. Fjórða leiknum lauk með tapi KR gegn Þórshafnarliðinu B 36, 1:4. Móttökur Færeyinga voru, eins og þeir einir geta tekið á móti gestum, þ.e. hinar rausnarleg- ustu. Haraldur sagði að Færeyingar byggju við sérlega slæm skil- yrði til að leika knattspyrnu, t.d. væru vellirnir mjög slæmir. eink- um völlurinn í Klakksvík, sem væri líkari urð en knattspyrnu- velli. Þess má geta að B 36 er um þessar rnundir statt hér í boði Keflvíkinga en þeir heimsóttu Færeyjar í fyrrasumar. bandið fá borgað 142.000 sterli ingspund. * Meðal sænskra þátttakenda á OL í Róm verða tviburabræðurn- ir Ake og Erik Sönderlund frá Stokkhólmi og munu þeir taka þátt í kappgöngu'. Bræðurnir starfa sem bréfberar og hafa því að baki hina ákjósanlegustu æf- ingu. ★ Á úrtökumóti fyrir OL i Pól- lahdi voru sett 3 ný landsmet. Foik hljóp 200 metrana á 20.3 sek., Kowalski setti nýtt met í 400 metra hlaupi á 46.1 sek. og Klimja setti nýtt met í kúiu- varpi kvenna með 15.17 m kasti. ★ B-landslið Svíþjóðar vann A- landslið Danmerkur nýlega í landskeppni í frjáisum íþróttum með 111 stigum gegn 101. * Danir ákváðu svo sem f.vrir- íram var vitað, að senda flokk knattspyrnumanna á OL. í stað þeirra þriggja, sem fórust i fiug- slysinu við Kastrup, hafa verið valdir þeir Finn Sterebo, OB. Eriing Linde Larsen. B 1909, og Henning Helibrandt, KB. Víkmj-arnir Forspil olympíuleikanna i Eftirfarandi eru nokkrir smá- bitar írá undirbúningi OL í Róm, en leikarnir hefjast svo sem kunnugt er eítir tæpar tvær vikur. ★ Fjórir æfingavellir eru fr.jáis- ir til ainota fyrir knattspyrnu- þátttakendur OL, en iið 16 þjóða mæta í Róm tii að taka þátt í úrslitunum. Það er þann 10. ág- úst, sgm æfingarnar geta byrjað a völlum þessum, sem eru í bverfinu Acqua Acetosa, en þá er búizt við að íyrstu knatt- spyrnuflokkarnir fari að koma til Rómar. ★ Tæknisérfræðingar ítalska hers- ins eru nýbúnir að byggja bráða- birgðabrú yfir ána Tiber. Tii- gangurinn: Að tryggja fljóta íerð íþróttamannanna frá OL-þorpinu keppnistaðinn. Brúin var byggð á aðeins tveim dögum. Meðal þeirra sem eru önnum kainir vegna leikanna eru fána- saumarar. Fyrir þátttökuþjóðirn- ar 87 verða framleiddir 1215 fán- ar, sem verða dregnir að hún á keppnistöðunum, æfingavöii- unum og meðan á verðlaunaaf- hendingunum stendur. ★ ítalska umíerðalöggjöfin — hún tekur yfir 146 greinar — verður þýdd á ensku, frönsku, þýzku og spönsku vegna olymp- isku ferðamannanna. Bækur þessar munu verða seldar víða í Róm. ★ Forsætisráðherra Indónesíu, Djuanda, varð fyrsta stórmennið til að heimsækja Olympiuþorpið, en þorpið var vígt þann 25. júlí s.l. Ráðherrann er í einkaerind- um í Róm og heilsaði upp á landa sína, C hjólreiðamenn. sem þegar eru kornnir til æfinga í Róm og <ru meðal fyrstu íbúa þorpsins. ítalska undirbúningsnefndin sér bæði íþróttamönnum leikanna og íþróttafréttariturum fyrir 1.000.000 líra líftryggingu meðan leikarnir standa. ★ Allar opinberar byggingar i Róm verða skreyttar fánum og lýstar upp frá því að kvöldi 24. ágúst þar til eftir að leik- arnir haía verið settir þ. 25. ág- úst, og auk þess þegar leikunum lýkur þ. 11. september. ★ Þátttakendurnir, sem lengst þurfa að sækja eru Nýsjále'nding- arnir. Vegna gífurlegs ferða- kostnaðar hefur verið ákveðið að senda 35 manna flokk þaðan í stað 45 manna eins og ráð var fyrir gert. Þekktastur i þessum hópi er 10.000 m hlauparinn Murray Halberg, sem á bezta tímann í hlaupinu i ár. léku í Höfn Þær fréttir berast af Víking- unum, sem eru staddir í Dan- mörku, að þeir léku handknatt- leiki í Ringsted á leið til Kaup- m^nnahaínar, en beir fóru svo að 3. flokkur sigraði með 11:4. en 2. flokkur tapaði eftir harðan og spennandi leik með 5:7. Úr- val 2. og 3. flokks sigraði aftur á móti 1. ílokks lið frá Ring- sted með 11:7. Eftir að flokkurinn kom til Kaupmannahafnar hafa þeir leik- ið einn leik, að þessu sinni í knattspyrnu, við B 1903, sem er gestgjafi Víkings í Kaupmanna- höfn. Leikið var við unglinga- lið félagsins (17—20 ára) og fóru leikar svo að Danir* unnu 5:1. Þess má geta til gamans að 'ið B 1903 er mjög sennileguf sigurvegari í Danmerkurmeist- arakeppninni í unglingaflokki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.