Þjóðviljinn - 14.08.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.08.1960, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. ágúst 1960 i" Ölympíudagar Lcandhelgismálið I formaður þess nema 2 ár sem J ég vildi ekki vera það, en var j svo kos;nn aftur. — Margt hlýtur að hafa skemmtilegt skeð við myndatök- ur í öll þessi ár? — Já, það hefur ýmislegt skemmtilegt komið fyrir, en það er ekki til að segja frá því. — Lof mér að heyra eitthvað. — Það var einu sinni þegar ég var að læra að til okkar kom kona og viidi fá almynd af sér. Við sögðum henni að betra vaeri að taka brjóstmynd, enda væri það meira í tízku. Hún féllst á það en sagði: Getur andlitiþ þá ekki verið með líka ef það er brjóstmynd? Einu sinni kom inn til mín piltur um 17 ára gamall og bað um að mynda sig. Jú. í þá daga tók lengri tíma að taka myndir en nú, maður tók á hálfri til i einni sekúndu og aðvaraði manninn áður en maður smellti ai um að vera viðbúinn og kyrran. Þegar ég aðvaraði hann spratt hann upp, skauzt út um dyrnar — og hefur ekki sézt síðan! • Að.lokum vil ég færa Sigurði beztu þakkir fyrir drengilegt samstarf á annan áratug er hann hefur tekið myndir fvrir Þjóðviljann og oft unnið lýjandi starf fyrir Þjóðviljann við erfið skilyrði. Hei'l þér sextugum, Sigurður. — Vinum Sigurðar er þýðingarlaust að heimsækja hann í dag. Hann er ekki í bænum. Framhald af 3. síðu um. Képpt verður í eftirtöld- ; um greinum: 100, 400 og 1500 metra hlaup karla, 100 metra hlaup j kvenna, 110 og 4C0 metra grindahlaup, kúluvarp, þrístökk, stangarstökk og hástökk. 1500 metra hlaupið verður í hálf- leik knattspyrnukappleiksins, en aðrar frjálsíþróttakeppnirn- ar samtímis flokkaíþróttunum. Meðal kenpenda eru allir þeir, sem Ólympíunefnd íslands hef- ur valið 'til þátttöku í Róm, eða .þeir Vilhjálmur Einarsson, Valbjörn Þorláksson, Svavar Markússon, Hilmar Þorbjörns- son og Jón Pétursson, en auk þeirra flestir beztu frjáls'i- þróttamenn Reykjavíkur, svo örugt er að um góða keppni verður að ræða. Gert ér ráð fyrir að keppnigreinum öllum verði lokið kl. 22,00. Sérstök áherzla verður lögð á að láta mót:ð ganga greitt, enda er mikil þcrf á því, þar sem svo margt skal ske á rúmum tveim tímum. Leiðlr allra sem ætla að kaupa eða selja BÍL llggja tll okkar. BILASALAN Klapparstíg 37. J. B. Akureyri í fallhættu Framhald af 7. siðu. mestu atvinnulaus a. m. k. tveggja ára tímabil. Árið 1924 réði ég mig í vinnu hjá ýmsum licsmyndurum fyrir smánar- i.eup, 150—175 kr. á mán. Árið 1927 byrjaði ég sjálfur með ljósmyndastofu í félagi við Carl Ólafsson — byrjaði upp á 4. hæð í Reykjavíkurapóteki. — Þú hefur líka farið í ljós- myndaferðir síðan. — Já, ég hef farið öðru hvoru út á land aðallega til tilbreyt- ingar frá inniverunni. — Þú hefur tekið töluvert af I mdslagsmyndum og kvikmynd- um? — Já, ég hef tekið allar teg- undir mynda. Líka dálítið af kvikmyndum fyrir sjálfan mig og á dálítið safn, en er að mestu hættur því, það er orðið svo dýrt. — Svo tókstu litmyndir og beittir þér fyrir námskeiði hér í því. — Já, ég fór út og lærði lit- I'lósmyndun, en er hættur henni vegna þess hvað það er dýrt ■vegna tollanna. Það er líklega einsdæmi í heiminum að heil stétt iðnaðarmanna sé sett i lúxustollaflokk, eins og gert er með ljósmvndara hér á landi. — Veiztu hve margar manna- myndir þú hefur tekið? — Nei, ég hef ekki hugmyndir 'um það. Hef skráð manna- rnyndatökur, en skólamvndir og passamyndir skrái ég aldrei og þær skipta tugum þúsunda. — Svo varstu stofnandi Ljós- myndarafélags íslands og ert og hefur verið formaður þess — hve lengi? — Félagið var stofnað 1926 og ég var kosinn formaður 1929 eða 1930 og síðan hef ég verið Grænland Framhald af 7. síðu. setja sterkari svip á líf fólks en varð á vegi okkar. Við ís- lendingar megum vænta þess, að eignast innan tíðar djarfa, unga menningarþjóð að næstu nágrönnum, með furðulega, en nýstárlega lífsreynslu og menningu að baki. Þessi þjóð mun búa á rústum fornrar ís- lenzkrar byggðar, búpening sinn og fyrirmyndir að nýjum lifnaðarháttum sækir hún til íslands. Við getum rétt henni hjálparhönd á ýmsan hátt. Það gerum við ekki með heimsku- legum og tilhæfulausum kröf- um um yfirráð á Grænlandi. íslendingar hafa aldrei haft neitt drottnvald yfir Græn- landi, hvorki að fornu né nýju. Að fornu var Grænland sjálf- stætt þjóðveldi á sama hátt og ísland og gekk undir norsku krúnuna á eigin á- byrgð, hyllti konunga og setti sér lög. Grænlenzkur réttur var hvorki norskur né íslenzk- ur, heldur grænlenzkur eins og sanna má. Einkum munum við geta lagt Grænlendingum lið með því að styðja efnilegt ungt fólk til mennta. Hingað til hefur enginn Grænlending- ur lokið stúdentspi’ófi og þar með hefur enginn þeirra lagt stund á háskólanám. Það væri skemmtilegt, ef fyrsti græn- lenzki læknirinn útskrifaðist fra Háskóla íslands, og margt geta Grænlendingar lært af þvi að kynnast íslenzkum landbúnaði. Framhald af 9. síðu. metra færi varði Einar í horn, en hinn, sem var skot langt innan vítateigs, gerði hann sömu skil. Skeinmtilegur seinni hilfleik- u r var í hönduin Akureyringa 1 síðari hálfleik gerðu Ak- ureyringar breytingu á liði sínu, sem án efa var rétt. Steingrímur, sem áður var í innherja stöðu, skipti við Jak- ob Jakobsson um stöðu, og í síðari hálfleik var Steingrím- ur langbezti maður vallarins. Það liðu heldur ekki nema 7 mínútur áður en Steingrím- ur var búinn að „troða" bolt- anum inn í Valsmarkið. Þetta mark skoraði Steingrimur með hörku, tók boltann af Magn- úsi Snæbjörnssyni, sem dúll- aði með boltann á endamörk- um, en síðan lék Steingrim- ur sig í góða stöðu og skoraði örugg'ega. Það sem eftir lifði hálfleiks- ins áttu Akureyringar miklu meira í leiknum og oft var t.d. er Steingrími með harð- t.d. er Steingrímur með harð- fylgi tókst að koma boltanum í gegnum Valsvörnina, en renndi boltanum rétt utan hjá. Eða þegar Valsvörnin bjargaði á marklínunni, en það kom oftar en einu sinni fyrir, þ.e. Magnús og Björn. Síðustu 15 minúturnar voru bráðskemmtilegar og spenn- arói, enda mikið i húfi fyrir félögin, einkum Akureyri, sem ekkert bíður nema II. deild- in, vinni þeir ekki fleiri leiki, leða geri jafntefli. Dómari var Baldur Þórðar- son og dæmdi allvel, en ekki er nokkur efi á að úrverk það, sem hann fór eftir í fyrri hálfleiknum, hefur gengið held- ur hratt, a.m.k. var fyrri hálfleikur 3 mínútum of stutt- ur. — bip — SKÁKMN Frarnhald af 4. síðu ast til áðurnefndra uppskipta. Nú gefa drottningakaupin hvítum aðeins jafntefli gegn beztu vörn). 33. Dxf6f, Kxf6 24. Kf3, Kg5 35. a4, Kh5 36. b4, Kg5?? (Hér fatast Koi'shnoj hins vegar heldur illilega. Nauð- synlegt var 36. — — b5, og leiðir það til jafnteflis eftir 37. axb5, b6 38. h3, g5 39. Kg2, g4 o. s. frv.). 37. b5!----- (Nú er engin vöi’n til við gegnumbrotshótuninni á drottningararmi). 37.-----Kh5 38. a5! Rothöggið. Eftir 38. — — bx45 kæmi nú b6 og 38. — — Kg5 39. axb6, cxb6 40. d6, Kf6 41. Kg4, Ke6 42. Kxp, Kxp 43. Kg5 o. s. frv. gagnar ekki heldur. Korshnoj gafst því upp. Útbreiðið Þjóðviljann Framhald af 1. síðu. nema í hótunarskyni. Ein'aröleg' ■•'n.lstaða íslendinga hetur einmitt veriö að brióta ofbelcli Breta á bak aftúr. Sannleikurinn er sá að vetrarveiðar brezkra tog- ara við ísland eru nær óhugs- andi án bess að skip þeirra hafi samband við land. Hér er því um lítilmótlega afsökun ríkis- stiórnarinnar að ræða. Hún er c-kki að bægja neinni hættu frá. Revnslan hafði þegar sannað að Bretar gátu ekki veitt hér undir stjórn herskipa. — Þú telur þá að Bretar nefðu sjállir heykzt á ofbeldi sínu? — Ég er ekki í nokkrum vxia um það að Bretar nefðu gefizt upp á þessari fáránlegu tilraun sinni. ef íslenzka rikisstjórnin hefði tekið af allan vala um staðíestu sína i málinu. ef hón heíði gert Bretum fullkomlega ljóst að engin bre.vtmg yrði á afstöðu fslands og' allir sérsamn- ingar væru óhugsandi. Ástæðan til þess að Bretar hafa þraukað áfram er einvörðungu sú að þeir hafa fundið að forráðatnenn nú- verandi stjórriarfiokka liafa alU- af verið hikandi og tvíráðir. Þess- vegna hafa Bretar trúað þvi að fyrr eða síðar gæí'Lst rikisstjórn- in upp. Bretar hafa æ ofan í æ tilkynnt að þeir uhdirbyggju samninga við íslenzk'i ríkisstjórn- ina um muiið. að samningar myndu heiwt bráðlega o. s. frv. Við slíkum fullvrðiigum hofur ríkisstjórnin stainþágað og þann- ig boðið hei x áframhaidandi fii- raunum og hótunum Breta. — Hefur sakaruppgjöfin ckki einnig stuðlað að j.essari þróun? *— Sakaruppgjöíin var regin- skyssa og hreint undanhald í málinu af hálfu ríkisstjómarinn- ar. Auðvitað átti aldrei að gefa upp sakir nema Bretar viður- kenndu 12 mílna landhelgina. En afleiðingarnar af sakaruppgjöf- inni hafa orðið þær að brezkum veiðiþjófum var stórlega auð- veldað að halda uppi rátium inn- an íslenzkrar landhelgi. Einn mesti vandi þeirra var leystur. Jafnframt þvi sem þeir stálust inn í landhelgina gátu þeir haM- ið inn á íslenzkar hafnir og feng- ið þar hvers kyns fyrrigreióslu. Veiðiþjófunum var ekki neitað um neitt af bví að dómsmálaráð- herra íslands hafði gert þá sak- lausa. Reynslan sýnir að brezku veiðiþjófarnir færðu sig stór- lega upp á skaftið eftir þetta undanhald. — Hvernig virðist þér svik ríkisstjórnarinnar mælast fvr;r hjá almenningi? — Það var auðfundið að menii úr öllum flokkum urðu furðu icstnir þegar þeir iieyrðu út- varpið , skýra frá því . að ríkis- stjórnin hefði sambykkt. að taka upp samninga við Breta. Fnn eíga Þó margir erfitt með að trúa p'4 að ríkisstjórnin sé svO sta-- blind að hún þori að semja um imdanhald í málinu. En ég er ekki í neinum vafa um bað að eins og nú standa sakir æílar ríkisstjórnin sér að semja; hút. hefur bognað undan kröf im Breta. Eina leidin til að bjarga land- helgismálinu er að almenningur í landinu gripi nú til sinna ráða og geri ríkisstjórinni ljóst að undanhald verður ekki þolað. Auðvitað mun ríkisstjórnin segja að undanhaldið sé ekki undan- hald. Auðvitað segir hún nð aí- slátturinn sé ávinningur.. Þess vegna þarf að stöðva óamninga- makkið þegar í upphaíi. Almenningur um land allt þarf að rísa upp og láta naótmælunrrn rigna yfir ríkisst.iórnina. Landsmenn þurfa að mót- mæla því að samið sé sérst.ik- lega við nokkra þjóð um 12 mílna landhelgi. Stefnan er: 12 mílna Iandhelgi er ekkert samningamál. Hún skal gilda jafnt fyrir alla og engar und- anþágur skulu leyfðar. Rikis- stjórninni ber tafarlaust að falla frá samninga.inakkinu við Breta og lýsa yfir því afdrátt- arláust að engin breyting verði gerð á 12 mílna landhelgi ís- lands og alls engar undanþág- ur veittar. Samþykktir um landhelgis- málið þurfa að berast frá sem flestum íslcnzkum fiskiskip- um; öll síldveiðiskipin ættu að senda mótmæli gegn samn- ingamakkinu við Breta. Sjó- mannasamtökin þurfa að mót- mæla, verstiiðvarnar og allir þeir landsmenn sem áhuga hafa á fullveldi og framtíð þjóðarinnar. Slík allsherjar viðbrögð manna úr öllum flokkum geta bjargað land- helgismálinu; og það eru við- brögð þjóðarinnar ein sem nú geta bjargað — því ríkis- stjórnin er að gefast upp. Sumarbléitt Begoniur Daliliur Animonur Liljur Garðrósir Gróðrarstöðin við Miklatorg. Símar 22-8-22 og 1-97-75. Múrarar og verkamenn óskast strax. — Löng \inna. Byggingafélagið Brú h.f. Sími 16298.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.