Þjóðviljinn - 17.09.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.09.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 17. september 1960 ÍSLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 119. þáttur 17. s'eptember 1960 Um kommusefningu I. 'WJW' ' ' »WII .ftW '.m1 1 ■ ~**1 í þjóðsögum Jóns Árnason- ar er út komu í tveimur bind- um í Leipzig á árunum 1862 —64. og síðar voru gefnar út ijósprentaðar á vegum Sögu- félags, er að sjálfsögðu frá- gangur að þeirra tima hætti, bæði um stafsetningu og grein- armerki. Jón Árnason hefur sjalfur notað nokkuð reglu- bundna greinarmerkjasetningu, alitaf sett kommu á undan vissum orðum, það er allmikiu víðar en gert er í núgildandi skólakommusetningu. Greinar- merkjasetning Jóns fellur þó að ýmsu betur við eðlilegan upplestur en skólakommusetn- ingin, og skulu sýnd dæmi þess hér á eftir. — Hér er rétt að benda á það sem stund- um segir í kennslubókum að greinarmerki séu til að auð- velda mönnum skilning á les- efninu. Það er rétt um nú- gildandi greinarmerkjasetn- ingu að nokkru leyti, en ekki að því er varðar kommu. Og það er fjarstæða sem stund- um er haldið fram að við kommu sé alltaf gert lengra eða skemmra hlé í lestri. Eng- inn upplesari leyfir sér að lesa með hléum í samræmi við greinarmerkjasetningu. Ekki er það heldur rétt sem stund- um er ályktað af þessu að hlé í upplestri eigi aðeins að vera þar sem greinarmerki eru sett. Greining í frumlag, andlag, aðalsetningu, fallsetningu, at- vikssetningu og þess háttar, er — eða er kölluð vera — undir- staða skólakommusetningar, og talsmenn þeirrar tegundar greinarmerkjasetningar telja henni einmitt það til gildis. Eðlilegra er þó að aetla grein- armerkjum það hlutverk að skýra hugsun höfundar fyrir lesandanum en hjálpa honum til að finna einstaka setningar- hluta málsgreinarinnar. Það er þó skemmtileg íþrótt út af f.vrir sig, en vafasamt um gagn að henni. Ég minntist í í upphafi á kommusetningu Jóns Árnason- ar bókavarðar. Sem dæmi má t.d. fietta upp á 411. bls. í I. bindi (gömlu útgáfunni), þar sem hann ræðir um þann hæfi- leika að vera forspár: „Þó þessi hæfilegleiki hafi ekki heidur, en hinir 2 nýnefndu, verið almennur, litur eigi að síður svo út, sem hann hafi verið miklu tíðari hér á landi að öðru . en þv.íhléi sem. veráur . fprnu fari en hann ey nú á?.. fornu fári, en hann er. ,-nú á milli slikra ’í eðliiégúní írám- dögum, þar sem bæði Gestufl 'dögum, þar sem bæði Gestur ; Oddleifsson, Njáll,. og. \Snorri goði og margir fleiri eru t'ald- ir forspáir menn, og voru þó allir uppi undir eins.“ Sumar af þessum kommum standa þar sem eðlilegt væri að hafa stutt hlé í lestri. Nú er það nokkuð mismun- andi hvar lesarar hafa hlé í flutningi sínum, en í ofan- greindum kafla gætu þau til dæmis verið þannig: „Þó þessi hæfilegleiki hafi, ekki heldur en hinir tveir nýnefndu, verið almennur, lítur eigi að síður svo út, sem hann haíi verið mik]u tíðari hér á landi að fornu fari en hann er nú á dögum, þar sem bæði Gestur Oddleifsson, Njáll, og Snorri goði, og margir fleiri. . .“ Ýms- ir myndu hafa hlé bæði á undan og eftir „hér á landi", enda ber töluvert á því að sæmilega skynugir skólanem- endur líti á slík orðasambönd (ekki sízt forsetningarliði) sem innskot og afmarki þau með kommum í samræmi við það. Töluvert meíra vit væri í að setja kommur eftir því hvar raunverulega er gert hlé í eðli- legum lestri eða tali en eftir greiningu málsgreinar í setn- ingarhluta. Og í þessu sam- bandi er ekki úr vegi að benda á það að setningarfræðileg kommusetning er ekki ein- göngu reist á setningarfræði- legri greiningu, heldur einnig á eðlilegum hléum, t.d. þegar komma er sett milli liða í upp- talningu. Þegar þeir eru ein- stök orð, helgast það ekki af burði. Ef greinarmerkjasetningu er á hinn bóginn ætlað að auð- velda lesandanum skilning á lesefninu, dugir ekki að hún fari eftir greiningu í setning- arhluta. Þar mundi nægja að nota tvær reglur, eða öllu held- ur eina í tvennu lagi: setja aldrei kommu nema þörf sé vegna merkingar að slíta sund- ur tvö orð er lenda saman í rituðu máli, þannig að lestur verði auðveldari; einnig að setja kommur eins óvíða og komizt verður af með, án þess að valda lesandanum óþægind- um með því. í dæminu hér að ofan úr þjóðsögum Jóns Árna- sonar gæti slík kommusetning t.d. verið á þessa leið: ,,Þó þessi hæfilegleiki hafi ekki heldur en hinir tveir nýnefndu verið almennur, lítur eigi að síður svo út sem hann hafi ver- ið miklu tíðari hér á landi að Oddleifsson, Njáll og SnorrJ goði og margir fleiri eru ir forspáir menn, og voru Þ& allir uppi undir eins“. — Þettú verður ef til vill skýrara a|j öðru stuttu dæmi úr þjóðsög* um: „Því hafði verið fyrir hon'a um spáð af meisturum (,) að hann mundi fá sjón af því (,1 er af sjó ræki. Því tilsétti hanrj jafnan marga ‘ menn að gangíl með ströndum fram og berg| til sín það (,) er þeir fyndu aj sjó rekið. Bar hann það vi3i augu sín. Fór svo fram urx| stund (,) að ekkert kom. (,) efl læknað gæti sjónleysi hans“, (Ný útg., V. bd„ 31. bls.). — 1 þessum kafla eru settar ihnatí sviga þær kommur setti Ýer^ eiga í textanum, ef fylgt efl skólakommusetningu, eti erv? þarflausar eða jafnvel tii’ bölv« unar við skilning' á samhengj kaflans. Frá barnaskólun Kópavogs Börn fædd 1948, 1949 og 1950, sem flytjast í s&óla-* hverfin, komi til skráningar í skólana — þriðjudaginn 20. sept. — kl. 1,30. Ef bam getur ekkj komið, þurfa aðstandendur a:S gera grein fýrir því nefndan dag. I Bömin liafi með sér prófskírteini frá síðastliðna vori, Ef börn á þessum aldri flytjast héðan í aðra akóla, sé það tilgreint ofangreindan dag. í Skólastjórar. $ MllllllllllIIIIIIIIIIiUIUIIlMIIIIIIIIIHIIIIlllllllllllinilIIIIIIIIIIMIIIIIillllllIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllIMIIIIIIIllllllllllllillllllMIIIIIIIIIIIIillIIIIIIIIlllllIllllIlIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlltllIIIIIItimitdllllHliUIIIHir Aíborg un arskilm álar Eins og kunnugt er höfum við selt þau heimilistæki, sem við höfum umboö fyrir, eingöngu gegn staðgreiðslu um nokkurra ára bil. Vegna ítrekaðra tilmæla viöskiptavina okkar munum við hér eftir selja eftirtalin heimilistæki með hagkvæmum greiðsluskilmálum. Servis þvottavélar - Kelvinator kœliskópa Baby strauvélar - Kenwood hrœrivélar Kynnio ySuc greiðsluskilmála okkar. Gjörið svo að líta inn. JtsMe, Austurstræti 14. Sími 11687. ÍfiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiHiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiifimifiiiiiiiiiiiiii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.