Þjóðviljinn - 17.09.1960, Blaðsíða 9
4)' — ÖSKASTUNÐIN
Laugardagur 17. geptember — 6. árg.
28. tbl.
Olfurinn í vandræðum
Úlfurinn hljóp eins og
fætur toguðu og veiði-
mennirnir og hundarnir
eltu. Hann kom æðandi
tnn í þorp og sá þar
kött sem sat á trjágrein.
,;Kæri vinur“, kallaði
hann. „Segðu mér fljót-
lega hvaða bændur eru
góðhjartaðir. Heyrirðu
öskrin í hundunum?
Ég verð að fá að fela
mig inni í einhverjum
kofa“.
..Farðu til kofans hans
Nikulásar“, svaraði kött-
urinn. „Ég hey.ri sagt að
hann sé mesta góð-
menni“.
„Hann Nikulás? Síðan
í vor hefur hann verið
ofsareiður við mig fyrir
að taka frá honum
lamb“.
„Reyndu þá hjá honum
ívan. Hann er ágætis-
maður".
„Það getur verið eii ég
hhuplaði frá honum geit
í vikunni sem leið“.
,.Hamingjan góða, þetta
lítur ekki vel út. En Pét-
ur getur ef til vill hjálp-
að þér. Hlauptu til hans
og feldu þig“.
GÁTA
Keppi ég sólna kapp-
hlaupið
knúð af undnu stáli.
Tala oftast ýta við
á bendingamáli.
(Orðskýring: ýta þýðir
menn).
,.Ég þori ekki að koma
nálægt Pétri... Ég hef
dröpið einh af kálfUnum
hans“.
„Hvað er þetta, þú hef-
ur átt í illindum við alla
í þorpinu“, kallaði kött-
urinn. „Þá þýðir ekkert
að leita hjálpar hér.
Bændurnir hérna eru
ekki svo heimskir að
þeir bjargi þér sjálfum
séf í óhag“.
Þorskurinn er
enginn auli
Miðað við aðra fiska
er þorskurinn alls ekki
heimskur, heldur er hann
vel greindur. Hann lag-
ar sig fljótt eftir að-
stæðum og venst inni-
lokun betur en aðrir
fiskar. Hann er líka auð-
taminn og getur orðið
svo gæfur að eta úr
lófa manns.
!(Úr Dæmis. Kriloffs).
GAMLAR BARNAGÆLUR
Róa róa ravibinn,
rétt út á kambinn
þaðan út á þorska mið
og þar tekur keilan við.
Eg skal kveða við þig vel
viljirðu hlýða kindin mín,
pabbi þinn er að sœkja sel,
sjóða fer hún mamma þín.
Við skulum þreyja
þorrann og hana góu
og fram á miðjan einmánuð;
þá ber hún Grána.
Drengur einn með dalli rann
drifhvítur á hár og skinn,
litlar flautir fyrir sér fann,
fingri drap í munninn sinn.
Góða mamma gefðu mér
góða mjólk að drekka.
Eg skal vera aftur þér
elsku barnið þekka.
ana). Ég veit hvað við
eigum að gera. Við skul-
um velja þann fugl fvrir
konung, sem getur flog-
ið hæst.
Litill fugl;
Við vitum að þú flýg-
ur hæst. Þetta er ekki
gott ráð.
Sterkur fugl:
(Slær litla fuglinn)
Þegiðu. Við ætlum að
fljúga.
Fagur fugl:
En ég g'et ekki fjogið
Sterkur fugl:
(Slær fagra fuglinn).
Við ætlum að fljúga!
Litill fugl:
(Við sjálfan sig) Hann
er ekki góður fugl. Hann
Framhald á 2. siðu.
KONUNGUR FUGLANNA
eftir SALLY JARVIS
teikningar eftir LIONEL KALISH
Litill fugl:
Okkur vantar konung
Fagnr fugl;
Hvar getum við fund-
ið konung?
Vitur fugl;
Við skulum leita að
'fugli, sem er nógu vit-
ur. Við verðum að hafa
vitran konung.
Talandi fugl:
Nei, við þurfum kon-
ung, sem getur talað.
Fagur fugl;
Fallegur fugl sómir sér
vel sem konungur. Við
skulum leita að fögrum
fugli.
Sterkur fugl:
(Við sjálfan sig) Ég vil
verða konungur. Ég læt
þá velja mig. (Við fugl-
Laugardagur 17. september 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Norræna keppnin í frjálsum íþréttum
íslenzku stúlkurnar vantar herzlumuninn, en
upplýsingar vantar um unglingana
Siðastliðnar 2—3 vikur hafa
islenzkir íþróttaunnendur eðlí-
lega hugsað mest um stóru
stjörnurnar á OL og þá fáu
íslendinga, sem fengu tækifæri
til að fara til Rómar. Þó megum
við ekki gleyma alveg þeim
fjölda íþróttamanna og kvenna,
sem urðu að sitja heima, en
heyja þó keppni við Norðurlönd-
in — á pappírnum. Er hér átt
við norrænu kvenna- og ung-
lingakeppnina í frjálsum íþrótt-
uni. en stigaútreikningur henn-
ar er svo hagstæður fyrir ís-
land, að það ætti að verða metn-
aðarmál allra ísl. frjálsíþrótta-
stúlkna og unglinga (fæddra
1940 og síðar) að koma í veg
fy.rir að ísland reki lestina í
þeirri keppni.
Á þessu sumri haía íslenzku
stúlkurnar tekið svo stórstíg-
urn framförum í öllurn 6 grein-
um keppninnar. að þær vantar
nú aðeins herzlumuninn til þess
að hækka um ssetf. Hjá ung-
lingunum hefur róðurinn verið
nokkuð þyngri og er jafnvel
hætta á að ekki náist einu
sinni full tala keppenda (10) í
helming keppnigreinarra (110
m grind (106 cm), 3 km hlaupi
og' sleggjukasti (6 fcg.)). í þrí-
stökki og stangarstökki virðist
hafa náðst mjög frambærilegur
árangur, en kúluvarpið gefur
enn ekki rétta mynd af hinni
raunverujegu getu þareð svo fá-
ir unglingar (tvitugir eða yngri)
haía reynt við kúlu íullorðinna
(7,257 kg.).
Annars torveldar það mjög
allt yfirlit og útreikninga varð-
andi unglingana hversu héraðs-
samböndin og félögin eru treg
til að senda FRÍ venjulegar
mótaskýrslur og þá ekki sízt
upplýsingar um það hverjir
keppenda séu á unglingaaldri
og hverjir ekki. (Þ.e.a.s. fæddir
1940 og síðar — eða fyrir 1940).
Fyrir bragðið er hætta á því. að
aírek sem ekki verða send til
FRÍ fyrir lok þessa mánaðar,
hefðu kannske getað ráðið úr-
slitum í keppninni.
Vegna sérstöðu okkar íslend-
Skagainenn snúa sér að fr jálsum
íþróttum -- keppa á morgun
Hafa æft vel í allt sumar og hafa út-
skrifað 13 dómara, þar af 2 stúlkur
inga má fastlega gera ráð fyr-
ir því að við fáum enn á ný
að reikna með þau afrek, sem
náðust í júlí—sept. (Þótt ekki
sé á það treystandi,) Hinsvegar
lýkur útreikningi í síðasta lagi
27. sept. og eru því allar síð-
ustu forvöð að gera hreint i
þessum málum.
Til fróðleiks og flýtisauka
verða hér talin upp 10 beztu
afrekin i hverri grein samkv.
bráðabirgðayfirliti, en auk þess
skaðar ekki að geta þess, að þeir
einstaklingar, sem vinna stig
íyrir ísland hljóta sérstök heið-
ursskjöl (þ.e.a.s. 10 beztu hjá
unglingum og 5 beztu stúlkurn-
ar):
STULKUR:
100 m hlaup:
14.2 sek.
80 m gr. hlaup. Aðeins 2 afrek.
Hástökk: 1,30 m.
Langstökk: 4,39 m
Kúluvarp: ............... 7,51 m
Kringlukast; .......... 23,08 trt
UNGLINGAR (f. 1940 og siðar)r
Stangarstökk 2,80 m.
Þrístökk: 12,00 m
Kúluvarp: ca. 10,00 m
Sleggjukast: ca. 20 m.
110 m gr. ca. 22 sek.
3 km. hlaup: ca. 11:30,0 mín.
Að lokum leggur FRÍ og út-
breiðsluneínd sambandsins ríka
áherzlu á að hlutaðeigendur
sendi afrekaskýrslur og aldurs-
upplýsingar í pósthólf 1019,.
Rvík. þegar í stað og eigi sið-
ar en 27. þ.m.
(Frá Frjálsíþróttasambandi ís-
lands (FRÍ)).
Á morgun fer fram á Akra-
nesi keppni í frjálsum íþróttum
milli Ungmennasambands Borg-
aríjarðar og Iþróttabandalags
Akraness. Keppt verður bæði i
karla og kvennaflokki í 15
greinum samtals. Fer keppnin
í sumum greinum fram á í-
þróttavellinum, en hlaupin íara
fram á Langasandi (Ei vel
stendur á sjó!)
í karlagreinum verður keppt
í 100, 400 og 1500 m hlaupum
4x100 m, langstökki, hástökki,
stangarstökki, kúluvarpi og
kringlukasti. Tveir verða irá
hvorum í keppninni.
Munu vera um 10 ár síðan
stórt mót í frjálsum íþróttum
hefur farið fram á Akranesi, en
nú ríkir mikill áhugi hjá þeim
á Skaganum, bæði hjá eldri og
yngri, og í sumar tóku kepp-
endur þaðan i fyrsta sinn þátt
í íslandsmóti,
Guðmundur Þórarinsson hefur
Verið þar uppfrá i sumar við
vinnu og héfur hann verið leið-
beinandinn og þjálfarinn, og
hafa verið reglubundnar æíing-
ar alla daga vikunnar og hafa
æfingar verið vel sóttar.
Þeir Skagamenn gengust fyrir
dómaranámskeiði í frjálsum í-
þróttum og' eru nú sjálfum sér
nógir hvað það snertir og voru
13 útskriíaðir og þar af tvær
stúlkur, sem munu þær fyrstu
sem hafa tekið próf í dómara-
mennsku í frjálsum íþróttum.
Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavik f.h.
bæjarsjóðs og að undangengnum úrskurði, verða.
lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum útsvörum til
bæjarsjóðs fyrir árið 1960, er lögð voru á við aðal-
niðurjöfnun og fallin eru í eindaga, svo og fyrir
dráttarvöxtum og kostnaði, að átta dögum liðnum
frá birtingu þessarar auglýsingar, verði gjöld þessi
eigi að fullu greidd innan þess t'ima.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 16. sept. 1960.
Kr. Kristjánsson. ),