Þjóðviljinn - 17.09.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.09.1960, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. september 1960 — ÞJÓÐVHJINN —■ (5 Laxness tapar rúmum 230 þús. kréna fegna svika lögfræðigigs I Danmérku LögfrœSingurinn Jacohsen rœndi 1,1 millj. danskra króna af skjólstœSingum sinum Danski LandsréttannálaflutningsmaÖurinn Per Finn Jacobsen er nú fyrir borgarrétti í Kaupmannaböfn vegna fjárdráttar og svika. Meðal annars hefur hann játaö að'; hafa dregiö sér 42000 danskar krónur af fé Halldórs Kiljan Laxness en Jacobsen er‘ umboösmaöur hans. Alls hefur lögmaöurinn valdiö skjólstæöingum sínum 1,1 milljón danskra króna tjóni. — Það er rétt að peninga- eigendurnir sem standa að baki hinum þremur fjármálafyrir- tækjum mírmm, (hafa beðið tjón sem nemur 1,1 milljón króna, —sagði Jacobsen, sem er 37 ára gamall, fyrir réttinum. Og lögmaðurinn sagði ennfremur: Trúarofsóknlr í Suður-Afríku Joost de Blank, erkibiskup anglikönsku kirkjunnar í Suður- Afríku, sakaði stjórn landsins í gær um trúarofsóknir, en bisk- up kirkjunnar í Jóhannesarborg, Reeves, var fluttur nauðugur úr landi fyrr í vikunni. Kirkjuráð- ið í Suður-Afríku, en allar kirkj- ur landsins aðrar en sú róm- verska og sú hollenzka standa að því, mótmæltu ofbeldi því sem séra Reeves var beittur. — Tjónið íhefur orðið undir minni stjórn, en ég vil taka það fram, að ég hef aðeins varið þessu fé í greiðslur, sem trygg- ing átti að koma fyrir. Það var ékki ætlun mín að valda neinum tapi með því að ráð- stafa þessu fé. — Þannig mælti þessi frómi lögmaður og kvaðst meira að segja hafa tapað 73 þúsund krónum af eigin fé með þessu fjármálabraski sínu. Skjalafölsun einnig Jacobsen er ekki aðeins sak- aður um stórfelldan fjárdrátt, heldur.er hann einnig grunaður um skjalafölsun. Þá er Anders Hansen Mörch forstjóri ákærð- ur fyrir hlutdeild í fjárdrættin- um og skjalafölsununum. Tilefni þess að svikin kom- ust upp eru þeir samningar sem gerðir hafa verið til að kosta fyrirtækið Dana Enter- prise, en Mörch var forstjóri þess. Fé Laxness fór til Dana Enterprise Einn þátturinn í misferli Jacobsens er 42 þús. króna (rúml. 230 þús, ísl. kr.) fjár- dráttur af f jármunum Halldórs Kiljan Laxness. Jacobsen var umboðsmaður Laxness og tók við höfundalaunum hans frá ýmsum löndum. Hinn sviksami lögfræðingur misnotaði sér traust ritihöfundarins á þann hátt, að hann tók 42 þús. krón- ur af reikningi Laxness í Verzl- unarbankanum í Kaupmanna- höifn og lét féð ganga til brask- fyrirtækis síns. Dana Enter- prise. Fyrirtækið átti að láta veðbréf í staðinn en gerði það aldrei. Lögfræðingurinn skýrði það á þann hátt, að hann hefði gleymt að taka veðbréf in!! Hafnarfjörccr Þjóðviljann vantar börn til blaðburðar S vesturhluta suð- urbæjar. — Talið við Sigrúnu Sveinsdóttur frá kl. 5—7, sími | 50648. I É -í STARFANDI FÓLK Hyggin móðir! Hinn erfiði starfsdagur gefur henni engan tíma til að bjástra við van- gjöfula kúlupenna. Þess vegna velur hún hinn frábæra Park- er T-Ball... hinn nýja kúlu- penna sem gefur strax, skrifar mjúklega á allan venjulggan skrifflöt, og hefur allt að fimm sinnum meiri blekbirgðir. POROUS-KÚLA Einkaleyfi Parkers. Blekið streymir um kúluna og niatar hinar f jölmörgu blekholur ... Þetta tryggir að blekið er alltaf skrifhæft í oddinum. Parker T - BALL kúlupenni A PRODUCT OF THE PARKER PEN COMPANY I DAG opnum við í hinum ittýju húsokvnnum okkar í Pósthússtrœti 9 • Afgreiðsla á fyrstu hæð gengið beint inn af götunni • Opið frá klukkan 9—5, einnig í hádeginu. • Góð þjónusta! • Hagstæð iðgjöld! ® Trygging er nauðsyn! Almennar fryggingar H.F. Pósthússstræti 9 — Sími 1-77-00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.