Þjóðviljinn - 01.10.1960, Qupperneq 5
Laugardagur 1. október 1960
ÞJÓÐVILJINN — (5
Ondirskriftirnar voru markleysa
Framhald af 1. síðu
dag. Skýrsla þeirra er svo-;
hljóðarjii:
„Við undirritaðir höfum
samkvæmt ákvörðun miðstjóm-;
ar Alþýðusambands íslands
farið yfir undirskriftaskjöl
þau, sem stjórn Dagsbrúnar;
voru afhent af Jóni Hjálmars-
sjmi o.fl.,* varðandi áskorun um
að alisherjaratkvæðagreiðsla
yrði látin fram fara um kjör
fulltrúa félagsins á 27. þing
Alþýðusambandsins.
Við mættum þessara erinda í
skrifstofu Dagsbrúnar nú í;
morgun. Þar voru mættir auk |
okkar Eðvarð Sigurðsson, rit-
ari félagsins og Jón Hjálmars-
son. Einnig voru mættir þeir
Guðmundur J. Guðmundsson
og Gísli Marinósson, starfs-
menn félagsins.
Eftir að farið hafði verið yf-
ir undirtskriftalistana, 73 að
tölu, og þau nöfn á þeim, sem
stjórn Dagsbrúnar hafði gert
athugasemdir við, höfðu verið
borin saman við félaga- og
aukafélagaskrá og íbúaskrá
Reykjavíkur urðu niðurstöður
þessar:
Nöfn 572 manna voru skráð
á listana. Af þeim reyndust
141 nafn ógilt sem slíkt. Á
listum eru því aðeins 431 nafn
gilt.
Þrír menn meiasi
Um kl. 23.30 í fyrrakvöld
varð það slys við Hólmsá á
Suðurlandsvegi, að bifreið með
þrem mönnum ók á brúarhand-
riðið cg hlutu þeir allir mildl
meiðsli. I bifreiðinni, sem er
6 manna amerísk fólksbifreið,
vosu Jóhaím Karlsson for-
stjóri Magna í Hveragerði,
kona hans, Unnur Ólafsdóttir
og sonur þeirra, Karl Eggert,
sem ók bifreiðinni. Voru þau
öll flutt í sjúkrahús, Jóhann
í Landakotsspítala og mæðgin-
in í Landspítalann og liggja
þau þai’ öll enn. Er líðan
þeirra eftir atvikum.
Karl Eggert segist ekki
hafa séð brúna. Var hann að
mæta bifreið og ók út á veg-
arb.rúnina og lenti bifreiðin
fyrst á trégrindverki, sem er
við brúna, og síðan á brúar-
handriðinu. Bifreiðin er talin
gereyðilögð.
Svörum ásaiii
Framhald af 1. .síðu
atyrða þá aðila sem krafizt hafa
að hvergi verði hvikað frá 12
mílna fiskveiðilögsögunni. For-
sætisráðherrarnir Ólafur Thors
og Macmillan ræddust við á
Keflavíkurflugvelli á sunnu-
daginn en fengust ekki til að
láta neitt uppi um það sem þeim
'fór á milli. Bjarni Benediktsson,
ráðherrann sem fer með land-
helgismálin, sagði foringjaliði
Sjálfstæðisflokksins á þriðjudag
Af þeim nöfnum, sem ó-
gild eru á listunum eru:
1) ekki á félagaskrá, en eru á
íbúaskrá Reykjavíkurbæjar
31 nafn.
2) ekki á félagaskrá og eliki á
íbúaskrá Reykjavíkur 25
nöfn
3) ekki heimilisföng við 6 nöfn <
4) 51 nafn aukafélaga
5) nöfn manna yngri en 16 ára
9
6) nöfn manna, sem skulda
árgjöld fyrir árið 1958 og
meir eru 7
7) nöfn 4 manna, sem gefið
hafa yfirlýsingu um að vera
í öðru félagi en Dagsbrún ;
8) nöfn 8 manna sannanlega |
fölsuð.
Við þessa athugun leiðrétt-:
ust (heimilisföng og nöfn) 2
nöfn er Dagsbrúnarstjórn hafði
sett undir lið 2) og 1 nafn er
stjórnin hafði sett undir lið 3).
Með skýrslu þessari teljum
við þessu verkefni okkar lokið.
Reykjavík, 29. sept. 1960.
Sigfús Bjarnason
(sign)
Snorri Jónsson
(sign).“
Sigfús Bjarnason skýrði frá
j því að Jón Hjálmarsson hefði
lýst yfir að hann teldi rann-
sóknina fullnægjandi og viður-
kenndi niðurstöðu hennar.
Eftir að miðstjórn hafði;
rætt skýrslu rannsóknarnefnd-
arinnar gerði hún svohljóð-:
andi ályktun um málið:
„Miðstjórn Alþýðusambands
Islands hefur á tveim fundum
tekið til meðferðar kæru
þeirra Jóns Hjálmarssonar og
Jóhanns Sigurðsson út af
fulltrúakjöri Verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar, er fram
fór á félagsfundi þann 18. þ.
m. í lcærunni er þess krafizt
að fulltrúakjörið verði ógilt og
allsherjaratkvæðagreiðsla lát-
in fram fara um kjör fulltrúa
félagsins. Kærendur upplýsa að
þeir hafi lagt fram áskorunar-
skjöl með nöfnum 573 manna,
sem þeir töldu fullgilda Dags-
brúnarmenn, og hefðu menn
þessir krafizt allsherjarat-
kvæðagreiðslu um fulltrúakjör-
ið.
Miðstjórnin hefur átt þess
kost að kynna sér málið og
ennfremur falið tveim mið-
stjórnarmönnum að yfirfara
uniiirskriftaskjölin. Hefur
þannig verið gengið úr skugga
um, að tala fullgildra félags-
manna á þeim er ófullnægjandi
og því ekki skylt að verða við
kröfunni um allsherjarat-
kvæðagreiðslu. Miðstjórnin úr-
skurðar því að synja beri kröf-
unum um ógildingu fulltrúa-
kjörsins og um allsherjarat-
kvæðagreiðslu. Samkvæmt
þessu eru fulltrúar þeir, er
kosnir voru á félagsfundi Dags-
brúnar þann 18. þessa mánað-
ar fullgildir fulltrúar félagsins
á 27. þing Alþýðusambands Is-
lands.
Nýtt glœsilegt útlif
Áferðarfallegur
með dýrum málmum
... goð gjoi
handa öllum!
Frá framleiðendum eftirsóttustu gjafa
heims, koma nú þessir glæsilegu nýju kúlu-
pennar. Parker hefur sameinað hið vel
þekkita útlit og gæði sins fræga T-Ball
kúlupenna með áferðarfallegu skrauti
og bezta efni til framleiðslu þessara
kunnu kúlupenna, Og . . . s'kriftin er jafn
áferðarfalleg þeim sjálfum, því þeir hafa
allir hinn tfræga T-Ball odd og mjög
stóra fyllingu.
A—Parker „V.I.P.“ T-BALL kúlu-
penni fyrir karlmenn
Með 12K -gullhúðaðri hettu og 12K
gullhúðuðu skapti. Með hinni heims-
kunnu Ör-laga hettuklemmu.
B—„Minim“ Fyrirmyndar Parker kúlu-
penni
Kúlupenni, sem er nýtízkulegur og
hentúgur í vasa og töskur. Með 12K
gullhúðaðri hettu og skapti.
C—Parker „Princess" kúlupenni
fyrir konur
Með handunnu blómskrauiti á hettu
og gullhúðuðu skapti. Með hvítu
eða svörtu s'krauti á hettu.
D—Parker „Debutante“ kúlupenni
fyrir konur
Fíngerðir litlir, með þrem mismun-
andi stærðum glitsteina á hettu, og
fagurlaga skapti. Fimm Mitir.
Sjáið þessar og aðrar gerðir hinna glæsilega
útlítandi T-BALL kúlupenna
Framleiðsla
THE PARKER PEN COMPANY
9-G142
að ríkisstjórnin gæti fallizt á
að hleypa Bretum inn í landhelg-
ina norðanlands og austan um
nokkurra ára skeið.
Hvcrjum manni má því vera
ljóst að ríkisstjórnin þarf allt
það aðhald sem almenningur
getur veitt nú þegar viðræður
við Breta hefjast. Fyrsta skref-
ið til að veita það aðhald er að
sækja útifundinn á Lækjartorgi
í dag.
Miðstjórnin kemst ekki hjá
a.ð átelja harðlega þær marg-
víslegu misfellur, er komið
ha.fa í Ijós í sambandi við und-
irskriftasöfnun þessa. Er með-
al annars ljóst, að á undir-
skriftaskjölin hafa ritað menn,
sem:
1) ekki eru finnanlegir á fé-
lagaskrá Dagsbrúnar '
2) eru innan 16 ára aldurs, og
hafa þannig eigi öðlast fé-
lagsréttindi í Dagsbrún
3) eru aukafélagar í félaginu
4) skulda meira en tvö árgjöld
til félagsins
5) eru tvífærðir á undirskrifta
skjöUn
6) eru í öðram verkalýðsfélög-
um, en Dagsbrún.
En út yfir tekur þó, aðl nöfn
átta manna eru sannanlega
fölsuð á undirskriftaskjölun-
mn.
Harmar miðstjórnin slík
vinnubrögð, sem þessi, hvort
sem þau verða rakin til
manna innan verkalýðssamtak-
anna, eða þar eru að verki ó-
viðkomandi aðilax.“
Allir miðstjórnarmenn töldu
rannsóknina fullnægjandi og
var ályktunin samþykkt með 6
samhljóða atkvæðum en 3
greiddu ekki atkvæði um hana.
Rannsókn sem Sigfús
Bjarnason og aðrir samherjar
Jóns Hjálmarssonar fram-
kvæmdu hefur þannig leitt í
ljós að undirskriftasöfnun hans
var markleysa ein og beinlinis
falsanir.