Þjóðviljinn - 07.10.1960, Síða 1

Þjóðviljinn - 07.10.1960, Síða 1
fiGkkunnn Deild&fundunum, sem áttu að vera n.k. mánudag er frestað um eina viku. Spilakvöldinu sem átti að vera á sunnudag er frestað. Sósíalistaí'élag Reykjavíkur. MOTMÆLAGANGA HEFST KL. Einbeitt mófmœli aimennings gefa enn komið í veg fyrir smónarsamninga við Breta Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær efna samtök hernámsandstæöinga til mótmælagöngú í dag til þess iaö leggja áherzlu á andstöðu íslendinga gegn samning- um við Breta um landhelgismálið. Hefst gangan við Arn- ■axhól kl. 6 síðdegis og henni-lýkuir við ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu þar sem samningaviðræöurnar fara •fram. Hefur þess veriö óskaö bréflega að Ólafur Thors forsætisráðherra og Hans G. Andersen formaður íslenzku samninganefndarinnar verði þar viðstaddir. Jafnframt munu samtökin gangast fyrir því að stað- inn verði mótmœlavörður fyrir framan ráöherrabústaöinn við Tjarnargötu, þar til Alþingi íslendinga kemur sam- an, verði samningaviðræðum ekki slitið eða þeim lokið fyrr. Safnazt verður saman á Arn- ariióli og þar verður flutt á- varp áður en gangan hefst. Hefst hún kl. 6 síðdegis og verður gengið um eftirtaldar götur: Upp Hverfisgötu, Klappar- stíg, niður Skólavörðustíg, Bankastræti, Kalkofnsveg, yfir Skúlagötu, beygt til vinstri og gengið meðfram höfnimii, upp Gróf, Vesturgötu, Garðastræti, niður Túngötu, um Suðurgötu, Vouarstræti, suður Tjarnar- götu og staðnæmzt við ráð- herrabústaðinn. 1 ráðherrabústaðnum verða forsætisráðherra og formanni íslenzku samninganefndarinnar afhent mótmælaályktun gegn samningunum við Breta frá Samitökum hernámsandstæð- inga. Einnig verður þar flutt ávarp. Bréf til forsætisráðherra Bréf það sem Samtök her- námsandstæðinga sendu for- sætisráðherra er svohljóðandi: „Hr. forsætisráðherra Ólafur Thors. Miðnefnd Samtaka hernáms- andstæðinga samþykkti á fundi 'sínum miðvikudaginn 5. þ.m. mcimælaályktun til íslenzkra stjórnarválda vegna samninga- viðræðna sem nú standa yfir í Reykjavík við - brezka erind- reka um landhelgi Islendinga. Orðsendingu þessari óskum vér áð koma á framfæri við yður, hr. forsætisráðherra, og for- mann 'islenzku samninganefnd- arinnar, hr. Hans G. Andersen sendiráðherra. Miðnefndin mun efna til mótmælagöngu föstu- daginn 7. október milli kl. 18 bg 19 að ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Það eru itil- mæ'.i vor að þér ásamt formanni íslenzku samninganefndarinnar verðið til viðtals í ráðherrabú- staðnum þegar mctmælagangan kemur þangað og veitið þar viðtöku fyrrnefndri mótmæ’a- álykitun sem fulltrúar mið- nefndar munu færa yður. Virðingarfyllst, í framkvæmda- nefnd Samtaka hernámsand- stæðinga Valborg Bentsdóttir, Guðni Jónsson, Þóroddur Guðinunds- son, Jónas Árnason, Kjartan Ólafsson, Þorvarður Örnólfs- son, Stefán Jónsson, Ása Otte- sen, Einar Bragi, Ragnar Arn- alds.“ Mótmælavörður við ráð- herrabústaðinn Jafnframt munu samtök her- námsandstæðinga beita sér fyr- ir því að staðinn verði stöðug- ur mótmælavörður við ráð- Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu, þar sem sjálfskipaðir valdsmenn hafa að undanförnu verið að þinga. Það er tími til kominn að íslendingar heiinsæki þann stað. herrabústaðinn þar til Alþingi kemur saman n.k. mánudag, verði samningum við Breta ekki slitið eða þeim lokið fyrir þann tíma. Skora samtökin á alla þá sem hafa tök á að taka þátt í mótmælaverðinum' að gefa sig fram við skrifstofuna Mjóstræti 3, síma 2-36-47. Tökum öll þátt í mót- mælaaöngunni Andstaðan gegn samninga- Framhald á 2. síðu Si ©•• á Akranesl Framboðsfrestur tál fulltrúa- kjörs á Alþýðusambaiulsþing í Verkalýðsfélagi Akraness rann út í gærkvöld. Aðeins einn listi kom fram, listi stjórnar og trúnaðarráðs og urðu fulltrúarnir því sjálf- kjörnir. Fulltrúarnir eru: Herdís Ólafsdóttir form. kvennadeild- ar, Hreggviður Sigríksson for- maður verkamannadeildar og Skúli I>órðarson. Varafulltrú- ar: Einar Magnússon, Jó- hann Jóhannsson, Sigríður ÓI- afsdóttir. Þessi úrslit á Akranesi eru mikil tíðindi, þar liefur Al- þýðuflokkurinn til þessa talið vera eitt sterkasta vígi sitt. Taxtabrot og uitglingaþrælkun viðgengst óótalið undir verndarvæng Iðjustjórnar f stórri verksmiðju hér í bænum vinnur fólk 14 stunda næturvaktir langt undir kaupi því sem samningar heim- ila, en stjórn Iðju fæst ekki til að hafast neitt aö í málinu. Undir íhaldsstjórn Guðjóns Sigurðssonar og félaga hans í Iðju eru kjör iðnverkafó’ks komin í slíkt ófremdarástand að engu lagi er líkt. Dæmi þess er vinnutilhögun cg kjör í Hampiðjunni. Unglingar á 14 tíma næturvalit Þarna er unnið allan sólar- Seð yfir hluta at vélasal Hampiðjunnar. hringinn á tvískiptum vöktum, aðra vikuna frá sjö á morgn- ana til fimm síðdegis, hina vikuna frá fimm síðdegis til sjö á morgnana. Fyrir þessa 72 stunda vinnu- viku fá stúlkur á fullu kaupi 1150 krónur á viku að með- altali, meira fyrir næturvakt- arvikuna en minna fyrir dag- vaktiea. Þetta kaup er langt frá því sem vera ætti samkvæmt samn- ingum fyrir' þann. vinnutíma sem fólkið viniiur. í Hamp ðjunni hefur í sum- ar unnið fjþidi unglinga und- ir 16 ára a\'.'i-.osg gengið sömu vaktir og fuiltáða fólk. Slik unglingaþrælkun er skýlaust lagabrot. ! V’.vaði pg ryk Við allt þetta bæt:st að vinnan í Hampiðjunni er mjög óholl. í vélasalnum er hávaði ‘afskaplegur og mikið ryk. Má geta nærri hvaða áhrif það hefur á heilsu unglinga innan við 16 ára aldur að ganga 14 stunda næturvakt við slík vinnuskilyrði. Kaupið sem unglingarnir fá fyrir 72 stunda vinnu á viku er 1003 krónur. Fyrir næturvaktina er kaup reiknað þannig að fyrir fyrstu átta stundirnar (klukkan fimm s.d. til tvö að morgni) er reiknaður dagvinnutaxti, sið- an eftirvinna hálfan annan tíma og næturvinná úr því. Skella skolleyrum Þetta er ekki í neinu sam— ræmi við gildandi kaupsamn- inga Iðju, og hefur verlð kvart- að yfir því við félagsstjórn- ina, en Guðjón og fiokksbræð- ur hans létu kvartanirnar sem vir.d um eyru þjóta. Fyrir slíka farmmistöðu í- haldsforustunnar í. Iðju og ó- viðunandi kjör kvittar iðn- verkafólkið með því að kjósa A-Iistann í fulltrúakosning'um Iðju til Alþýðusambandsþinga á morgun og sunnudag. j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.