Þjóðviljinn - 07.10.1960, Síða 6
6) ,— ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 7. október 1960
fpi^^ísjsíjs
Þ10Ð¥IU1NN
6t<elandl: Samelnlngarfloklcur alMBu — SóBlaUstaflokkurtnn —
RltetJArar: Magnús Ejartansson (&b.). Macnús Torft Olafsson, Sl«-
arOnr QuBmundsson. — FréttarltBtlórar: Ivar H. Jónsson, Jón
BJa.nason. - AuxlýslngastJórl: QuBielr Mainússon. - Rltstjóm,
5,í*relBsia auilýslniar, prentsmlBJa: SkólavörBustlí 10. — Blml
17-SOO (fi linur). - iskrlftarverB kr. 45 6 mán. - Lausasöluv. kr. 1.00
PrentsmlBJa ÞJóBvllJans.
Rekum flóttann
Af hálfu stjórnarflokkanna hefur íhaldið eink-
^ um heitt sér í kosningunum til Alþýðusam-
bandsþings, en Alþýðuflökksfonustan hefur haft
með höndum hlutverk hinna hlýðnu og auð-
mjúku þjóna. Hefur fyrirgangur íhaldsins ver-
ið mikill víða um land; það hefur óttazt þung-
an dóm verkafólks yfir viðreisninni og afleið-
ingum hennar. En hversu mjög sem' um hefur
verið barizt í einni allsherjaratkvæðagreiðsl-
unni af annarri, hefur ekki tekizt að umflýja
þann dóm. Nú þegar munu stjórnarflokkarnir
liafa tapað um 30 fulltrúum í félögum þeim
sem lokið hafa kosningum. Síðasta stóráfallið
gerðist í bílstjórafélaginu Frama, þar sem í-
haldið tapaði sjö fulltrúum í því vígi sínu sem
það taldi einna öruggast, en seinast þegar kos-
ið var lí því félagi hafði íhaldið á annað hundr-
að atkvæði fram yfir andstæðinga sína.
tzU
lmannig hefur nú þegar verið kveðinn upp þung-
* ur dómur yfir ríkisstjórninni og stefnu
hennar í kosningunum til Alþýðusambands-
þings. Verkafólik hefur mótmælt árásunum á
réttindi verklýðsfélaganna, kaupráninu 1959 og
banninu við vísitöluuppbótum í upphafi þessa
Irs. Launþegar hafa snúizt gegn hinni ofsalegu
dýrtíðarstefnu, sem hefur skert raunverulegt
kaupgjald dag frá degi og nú þegar rýrt lífs-
kjörin mjög tilfinnanlega. Meðlimir alþýðusam-
takanna hafa mótmælt heildarstefnu ríkisstjórn-
arinnar, vaxtaokrinu og samdrætti framkvæmda
sem þegar hefur valdið atvinnuskorti víða um
land. Og verkafólk hefur risið gegn betlistefnu
ríkisstjórnarinnar og hinum smánarlegu samn-
ingum hennar um íslenzk landsréttindi.
tnt
uii
U'leiri og fleiri launþegar hafa gert sér ljóst
* að kosingarnar í verklýðsfélögunum hafa
verið og eru einskonar allsherjaratkvæðagreiðsla
um stefnu ríkisstjórnarinnar og aðgerðir henn-
ar. Ríkisstjórnin lítur á hvert atkvæði sem ag-
entar hennar fá sem heimild til að halda áfram
að skerða kjörin, auka dýrtíðina og lækka kaup-
ið. Þess vegna eru kosningarnar til Alþýðusam-
bandsþings hinn mikilvægasti þáttur í kjara-
baráttunni. Það hefði sannarlega verið maklegt
að ríkisstjórnin hefði ekki átt einn einasta mál-
svara inni á næsta Alþýðusambandsþingi, en
þótt skilningur verkafólks almennt hafi ekki
hrokkið til þess, eru kosningaúrslitin til þessa
mikið áfall fyrir stjórnarflokkana og hljóta að
valdá því að forustumenn þeirra íhugi ráð sitt
gaumgæfilega.
ií
/\g enn er hægt að halda áfram að reka flótt-
^ ann. Nú um helgina er kosið í tveimur stór-
um verklýðsfélöpum í Reykjavik, Iðju og Tré-
smiðs.félaginu. íhaldsflokkarnir höfðu síðast
fulltrúana í þeim báðum, en nú þurfa allir and-
stæðingar dýrtíðar og kaupráns að taka höndum
saman um að sópa þeim burt■ Allir verklýðs-
sinnar í Reykjavík þurfa að líta á það sem meg-
inverkefni sitt á laugardag og sunnudag að stuðla
að bví að fullkomna ósigur stjórnarflokkanna
með því að tryggja það að bæði þessi félög sendi
á Alþýðusambandsþing raunverulega fulltrúa
verkafólks. — m.
trrw
Karl Isfeld
KITHÖFUNDLR OG BLABAMAÐUR
8.
Þegar Oscar Wilde dó skrif-
aði einn af vinum hans: Brof-
ið er nú hið gullna ker —
broken is the golden bowl —'
slokknuð er þessi flugeldasýn-
ing af andríki og orðsnilld.
Enn er skarð fyrir skildi
og einum færra á bekk Braga,
slokknað er andríki og orð-
snilld, brotið er ker við þann '
brunn.
Þegar Karl ísfeld fæddist
í ljósi annarrar aldar, þó að
sama öld teljist að vera, gerð-
ist það að vísu sem ekki er
ótitt með mannkyninu (ekki
algengt þó) bæði hér og í Ind-
landi, að kóngsbarn var fætt,
að engin var höllin, ekki lield-
ur land né auður, jafnvel ekki
efni. En þó hann yrði að sjá
af föður og móður (faðir hans
andaðist fimm árum síðar, en
móðirin dvaldist á fjarlægu
landshomi) bættist honum það
að nokkru, því hann eignað-
ist fóstra og fóstru hvort öðru
mætara, að því er hann sagði
mér. Þessi hjón hétu Vigfús
og Jóhanna og bjuggu á
Bergsstöðum 'i Skriðuhverfi.
Jóhanna dó þegar Karl var
sjö ára en þeir fóstrarnir
fylgdust að og dvöldust á
Húsavík, tveir snauðir menn,
svo ólí'klegt sem það kann að
þykja um Karl Isfeld, að hann
ihafi nokkurntíma verið
snauður, ep á þeim tímum
þótti það sjálfsagður hlutur
að íslenzkur alþýðumaður
væri alls vesæll, en engu
að síður fær úm að
standast mannraunir, svo
sem að liggja úti í norð-
lenzkri stórhríð og grimmdar-
frosti og komast óskemmdur
heim, heyja 'kaldsama sjó-
sckn illa. búinn, velta voða-
legum björgum.
Það urðu því heldur smá
fararefnin að heiman þegar
hann settist í fyrsta bekk
Menntaskclans á Akureyri
tæplega itvítugur, en að öðru
leyti var hann vel úr garði
gerður, ihraustur, námsgá.furn-
ar í bezta lagi og skaplyndið
afbragð. En það var jafnvel
'hinum ötulasta námsmanni
ofurefli að vinna fyrir þeirri
upphæð á sumrin sem dygði
honum vetrarlangt. Hann var
betur gefinn ‘il málanáms en
stærðfræði, eða stundaði það
bet.ur. Að loknu námi í M.A.
1932, settist hann í norrænu-
deild háskólans. Þar sat hann
í þrjú ár og ekki auðnaðist
honum að ljúka þar prófi, því
þá var skollin á kreppan
mikla, sem aldrei ætlaði að
komast yfir hvarfbaug sinn
(ástandið i landinu var kall-
að í ensku riti sem ég sá
„desperate poverty“), svo að
í stað þess að ljúka glæsileg-
um námsferli með sóma tók
hann að leggja fyrir sig
iblaðamennSku og þýðingar
bóka. Hann var ötull og
fylginn sér við ritsitörfin, og
mikill afkastamaður, og það
NÓV. 1906 — 27.SEPT. 1960
se-m á kahn að hafa skort í
nostursemi (stundum, annað
nostraði hann) bættist upp
með öðrum hæfileikum. Þýð-
ingar eru mikið vandaverk
og ber ekki að vanmeta þessa
bókmenntaiðju, sé hún vel
gerð, en af riiverkum hans
býst ég við að finnska þjóð-
‘kvæðið Kalevala beri hæst.,
en ekki entist honum líf og
heilsa til að leggja á það s;ð-
ustu 'hönd. Ég stakk upp á því
við hann einu sinni, að hann
itæki næst til við L& divina
commedia, þetta meistaraverk
frá mótum miðalda og end-
urfæðingar, og fékk að vita
að einhverjum öðrum hafði
hugkvæmzt þetta áður. Auk
nokkurra tuga af þýddum
bókum, sumum gagnmerkum,
og sitórvirk's þessa sem hann
'hafði með höndum síðast,
liggja eftir hann óteljandi
greinar, einkum ritdcmar og
leikdómar, og tvær ljóðabæk-
ur: Svartar morgunfrúr og
önnur óútgefin. Ljóðaþýðing-
ar gerði hann einnig margar
og mun sumt af því týnt sem
eítirsjón er að.
II
Það er mikil kynslóð hin
unga kynslóð 20. aldarinnar
miðrar. Hún er svo hávaxin
r.ð hún hlýtur að standa keng-
bogin inni í strætisvögnunum,
og svo fögur og f n, að birtu
bregður a.f henni á miðbæjar-
rökkrið. Hún kann allt og get-
ur enda eru henni flestar leið-
ir færar.
En hver hefur til síns ágæt-
is no'kkuð og hin eldri kyn-
slóð sem svo mjcg skortir á
hæð á við þessa, og fegurðin
er nú fölnuð af hafi hún nokk-
ur verið hún kunni galdur
sem ég held þessari sé dálít-
ið um hönd (því miður).
Henni var þessi grldur svo
eiginlegur, auðvsldur og svo
að segia ós-álfráður, eins og
mér var í dag að skoða fjólu-
hláma Esjunnar, re.ykina sem
lögðu beint upp og fáinn sjó-
inn á þessum sumarlega haust-
degi (eftir sumrrveðráttu,
sem varla vr.r einleikið um).
Þetta var galdurinn að kunna
að tala 'islenzku. Karl ísfeld
fékk af þessum galdri fuíiait
mæli, heila ' talonni. Hann
kunni einnig, svo sem sjálf-
sagt var, að rita þet.ta mál.
Ég sá honum ekki skeika
mikið. Ekki er ég.svo mikili
reikningsmeistari að ég geti
gizkað á hvort lieldur þær
skipta þúsundum eða tugum.
þúsunda, vísurnar sem hann
kunni og hrfði á hráðbergi
og ævinlega í samræmi við
stemningu situndárinnar (kann
vera að sumt hafi flotið með
sem kyrrt mátti liggia) en
annað kom ek'ki frr.m nema
sjaldnar af því að stund'ar-
stemninguhni tókst þá ekki að
hefjast upp d hið rétta veldi
til þess. Og svo sem ljóðið
lá honum á tungu eins gerði
sagan. Sturlunga er mikið
námsefni, en hugfangandi
vafalaust þeim sem læra að
lesa hana (vondar útgáfur
hafa ispillt fyrir því). Hann
kunni hana. Á þv.í furðaði
mig. Og allit var þetta nokk-
urs um vert og furðulegt til
frásagnar í útlöndum, að pilt-
ur sem fæddist til einskis og
ólst upp við þaðan af minna,
skyldi 'heyja sér slíka auð-
legð.
En slíks voru dæmi á ís-
landi, áður en hófust tímar
skvisu og gæja. Flest var
þetta fundið og fengið á und-
an skólagöngunni. Voru þá
Aðaldalurinn og Húsavík slík-
ur Ijómandi háskcli? Nei,
þetta gerðist, eins og ég
sagði, sjálfkrafa og óafvit-
andi, því hið fullkomna vinn-
ur sér hljóðlaust og hægt
eins og tacið. Á þessum slóð-
um kunni hver maður að
varpa fram dýrum vísum,
ekki til að gera karrier, eða
afla sér ástæðu til að safna
geðbilunarskeggi, eins og
eumur kveðskapur núna sýn-
ist vera, heldur af skynsam-
legu tilefni og merkingu. Og
er nú fæst talið af þv'i sem
Karl ísfeld vissi og kunni.
Að tveimur hjónaböndum
strönduðum hvarf hann heim
til Einars sonar síns og móð-
ur hans (Sigríðar frá Munað-
r.rnesi), og átti þar heima
síðan. Því öruggara athvarf'
átti hann þar sem meira syrti
í álinn, unz yfir lauk. tír'
þessu varð raunar ljcmandi
'heimili: höfðinglegt rikidæmi
(sem ekki var), háiíð með
glaðværð flesta daga ársins,
umburðarlyndi og ekki bann-
að nema tvennt: ólund og
umvöndunarsamar siðgæðis-
prédikanir, hélzt mér aldrei
lengi uppi með slíkt leiðinlegt
tal, sem svo mjög sækir á
rosknar konur.
Karl var ör á fé og sást^
ekki fyrir, aflasæll en ekki
fésæll. Hann var einhver hinn
dagfarsbezti maður og hrókur
fagnaðar í vinahóp.
Vanheilsa hans, sem dró
hann itil dauða, átti sér.lang-
an aðdraganda, upphafið mun