Þjóðviljinn - 09.10.1960, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.10.1960, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVIUINN —Siuuiudagur 9. október 1960 Mérkasta verk Hamsuit komið út GRÓÐUR JARÐAR (Markens Gröde) í þýíingu Helga Hjörvar Hinn norska skáldjöfur og nóbelsverðlaunahafa Knúd Hamsun þarf ekki að kynna Islendingum, en þó höfum við orðið að bíða í 43 ár eftir að fá merkasta verk hans — Gróður jarðar — á íslenzku. Gróður jarðar er hetjusaga um landnámsmanninn Isak, sem tekur sig upp frá öðru fólki og brýtur land í óbyggðum. Gróður jarðar er sannkallaður hetjuóður til jarðarinn- ar og eitthvert mesta sniildarverk í skáldsagnagerð á Norðurlöndum. Brezki rithöfundurinn H. G. Wells kallaði hana eina af eftirminnilegustu verkum heimsbókmenntanna fyrr og síðar. ALMENNA BÚKAFELAGIÐ Kjörskrdrfalsararnir veina íhaldið cg kratamir æpa sig hása þessa daga yfir þeirri skelf- ingu að Alþýðusambandið skuli haía orðið við ósk trésmiðanna um að 'tilnefna mann „til að fylgjast nieð því að fulltrúakjör- ið og undirbúningur þess fari fram lögrum samkvæmt“. Hvers vegna æpa þeir? Við undanfarandi kosningar hefur k'jiirstjórn íhaldsins — sem enn iaíir sem arfur frá valdatíð þess í félaginu — falsað kjörskrá fé- lagsins, og látið íhaldsmenn, bú- setta hingað og þangað á land- inu, trésmiðjucigendur og ann- Fischer á viS Friðrik i dag Biðskák Friðriks og Frey- steins úr 1. umferð Fischer- mctsins varð jafntefli í gær í 63. leik. Hafa þá Fischer og Friðrik tvo vinninga hvor, Ingi R. IV2, Freysteinn V2 og Arinbjörn engan. arra fé’.aga menn greiða atkvæði í Trésmiðafélaginu. Er það furða- þótt þeir óttist að fulltrúakjör „ fari fram Iög- um samkvæmt"? MóðurmálsverS- laun veitt Matthíasi Matthíasi Johannessen, rit- stjóra Morgunblaðsins, hafa ver- ið veitt 10.000 króna verðlaun úr minningarsjóði Björns Jóns- sonar, Móðurmálssjóðnum. Verð- laun úr sjóðnum eru veitt fyr- ir góðan stíl og vandað mál mönnum sem hafa aðalstarf við blað eða tímarit. Síðastur fékk verðlaunin Bjarni Benediktsson, sem þá var aðalritstjóri Morgun- blaðsins. idötsv E P T E M B E R B Ó K O K T o B E R B Ó K í dag er hin árÍiega merkja- sala skáta um land alit. Eins og kunHugt er, er merkjasalan eina sameiginlega fjáröflun skátanna. Einstök félög afla sér aukatckna með sölu fermingarskeyta haust og vor. Talið er, að íslenzkir skátar séu nú um eða yfir 5000 talsins, þar af eru um 1000 ljósálfar (stúlkubörn innan- 11 ára ald- urs), 500 ylfingar (drengir inn- áh 11 ara), 1700 skátás'túlkur og 1550 skátadrengir. AUs eru skátaíélögin innan vébanda B. I. S. 30 taLsins, en i Mosfellssveit, Grindavík og á Reyðarfirði eru starfandi félög, sem ekki eru gengin í bar.dalag- ið. 1 viðtali, sem stjórn Ð. í. S. átti við íréttamenn í fyrradag lagði stjórnin mikla áherzlu ár að auka þyrfti menntun for- ingja til mikilla muna.: Útför konunnar minnar VALGERÐAR J. NORÐDAHL sem lézt 30. september s.l. fer fram frá Fossvogs- kapellu mánudaginn 10. október og hefst klukkan 13,30. Blóm vinsamlegast afbeðin. Ilaraldur S. NorðdaJil, börn og tengdabörn. Bók um eitt mesta vandamál nútímans HUGUR EINN ÞAÐ VEIT Bók um hugsýki og sálkreppun e í t i r K A R L S T ,R A N D ; 1 æ k n i Þessi merka bók fjallar um helztu sjúkdómsform tauga- veiklunar. Hún lýsir m.a. hvernig rekja má orsakir taugaveiklunar og hugsýki til uppeldis barnsins og um- hverfis þess, og til afstöðu foreldra og barns innbyrðis. Markmið þessarar bókar er ekki að kenna lækningar, iieldur auka skilning heilbrigðra og sjúkra á einu mesta vandamáli nútímans, huglægum sjú'kdómum. Bókin er skrifuð fyrir almenning og auðveldar lestur hverjum sem er. ALMENNA BÓKAFELAGIÐ Fjórða umferð verður tefld í Sjómannaskólanum klukkan 2.30 í dag. Þá eigast við Fisc- her og Friðrik, Arinbjörn og Freysteinn en Ingi situr hjá. Skokkt númer S.vo Ula tókst til í þlaðinu í gær að prentvilla varð í öðru s manúmeri Samtaka hernáms- andstæðinga. Rétt eru númerin á skriístofunni í Mjóstræti 23647 og 24701. Þeir sem urðu fyrir ónæði vegna prentvillunnar eru beðnir afsökunar. Lögreglubáturinn hélt síðan til Önnu, en Þórður var kominn um borð Pálu til mikils léttis. Nú varð hann að segja lögreglunni alla sólarsöguna. Hann benti á tækið sem var á veggnum: „Hér er lykillinn að leynd- armálinu, ég . . .“ „Loftvogin ?“, sagði lögreglufor- inginn reiðilega" haldið þér að þér getið haft mig að fífli?“ Það var mjög erfitt fyrir Þórð að sann- færa lögregluforingjann og þeir féllust á að sleppa frekari yfirheyrslum þar til þeir væru komair tii Amsterdam.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.