Þjóðviljinn - 12.10.1960, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 12.10.1960, Qupperneq 6
 ÞJÓÐVILJINN —_ Miðvikudagnr 12. október 1960 *V nnínEííníiííi SaSna kröítum áður en ÐVILJINN Útrfefandt: Bamelnlngarfloklcur alþýöu — SÓ8lalíataflpkkurtnn. — RltstJdrar: Magnús KJartansson (áb.), Mavnúa Torfl Ólafsson, Bl«- Mrflur GuOmundsBon. - Préttarltstiórar: Ivar H. Jónason, Jón BJavnasor. — Auglýslngastjórl: Quðgelr Magnússon. — RltstJórn. afgreiCsla auglýsingar, prentsmiðJa: SkólavörSustía 19. — Bíml 17-500 (t línux). - ÁskriftarverB kr. 45 á mán. - Lausaeöluv. kr. J4KL PrentsmiBJa ÞJóBvilJans. nzn Hatursmenn lýðræðis I Tndanfarna daga og vikur hafa Morgunblaðs- ^ menn lýst því með mjög skýrum og af- dráttarlausum orðum að alþýða manna eigi ekki að skipta sér neitt af gangi þjóðmála eða hin- um mikilvægustu ákvörðunum. Þeir hafa nefnt tugþúsundir íslendinga sem komið hafa saman til funda undanfarna mánuði „samsafn fífla einna“.. Þeir hafa nefnt meirihluta Akurnesinga fáráðlinea og flón, sem ekkert vissu hvað þeir váeru að undirrita, vegna þess að þeir vildu sjálfir ráða stjórn bæjarfélags síns. í Reykja- víkurbréfi á sunnudag var sagt að rétt hefði verið að banna með lögregluofbeldi mótmæla- göngu Reykvíkinga gegn svikum í landhelgis- málinu. Og í gær eru hafðar uppi hótanir í for- ustugrein Morgunblaðsins; þeir sem haldið hafa uppi eftirminnilegum mótmælum undanfarna daga af festu og fullum aga eru kallaðir „of- beldismenn" og þeim sagt að „gera sér þegar grein fyrir því í eitt skipti fyrir öll, að á Is- landi verður skrílmenning „Alþingis götunnar“ aldrei þoluð“. Hér eru sem sé boðuð fasistísk viðhorf af fyllsta dólgshætti og almenningi hót- að ofbeldi ef hann leyfi sér að nota þau lýðrétt- indi sem tryggð eru í stjórnarskránni. Ijessi viðhorf þurfa ekki að koma á óvart. For- usta Sjálfstæðisflokksins hefur því aðeins sætt sig við lýðræði að það sé formið eitt. Hún vill að áhugalausum kjósendum sé sópað að kjörborði á fjögurra ára fresti en þess á milli láti menn allt yfir sig ganga af fullkomnu sinnu- leysi. Hún vill geta notað kjörorðið „leiðin til bættra lífskjara“ fyrir kosningar en hagnýta síðan fylgið til þess að skerða lífskiörin. Hún vill geta þrísvarið fyrir kosningar að ísland skuli aldrei hersetið á friðartímum, eins og gert var 1949, og beitt síðan fylgi blekktra kjósenda til þess að kalla hernámið yfir landsmenn. Hún vill geta lofað öllu fögru um full heilindi í landhelg- ismálinu fyrir kosningar en notað svo styrk sinn til þess að svíkja. Öll starfsemi Sjálfstæðis- flokksins er við það miðuð að lýðræðið sé form- ið eitt og helzt marklaus skrípaleikur líkt og kosningar í Bandaríkjunum. l^n lýðræði er ekkert innihaldslaust form, held- ur það stjórnarfar að lýðurinn ráði. Til þess að lýðræði sé lifandi þarf almenningur að fylgj- ast vandlega með gangi mála og láta allar meiri- iháttar ákvarðanir til sín taka. Ef ráðamenn svíkja loforð sín og halda í aðra átt en heitið var, er það ekki aðeins réttur almennings heldur og skylda að koma í veg fyrir svik þeirra. Hver einasti landsmaður þarf að líta á sig sem aðila að stjórn landsmála og beita lýðréttindum sín- um til þess að koma vilja sínum og skoðunum á framfæri við stjórnarvöldin. Sú ríkisstjórn ein er lýðræðisleg sem telur það skyldu sína að fara að vilja almennings í landinu. Og því aðeins er hið kjörna Alþingi íslendinga starfi sínu vaxið að það hafi hið fyllsta samráð við alþingi göt- unnar, virði að fullu ákvarðanir alþýðu manna. — m. tli tttt ua 99 * • a nyju •99 Um mánaðamótin september- október var Halldór Laxness nokkra daga í Moskvu : boði sovézka rithöfúndaíélagsins. Meðan á dvöl hans stóð, ræddi hann við ýmsa forustumenn Sovézk-íslenzka . vináttufélags- ins; einnig mun hann hafa rætt við Konstantín Fédin. formann rithöfundasambands Sovétrikj- anna. Fjórða október birti Literatúrnaja gazéta viðtal við skáldið og fer það hér á eftir: — Að hverju starfið þér nú? — Fyrir stuttu lauk ég við nýja skáldsögu sem nefnist ,-Paradísarheimt“. Bókin kom út fyrir aðeins tveim mánuð- um síðan. Og nú safna ég kröftum. áður en ég byrji á nýju verki. — Gætuð þér sagt okkur hvert efni ,Þaradísarheimtar“ er? — Því er erfitt að svara í fá- um orðum. Sagan er nokkuð flókin í byggingu. í henni eru fjórar—fimm aðalkarlhetjur og ein kona. Ef talað skal um efni bókarinnar, þá er uppi- staða hennar . aldagamall. draumur mannanna um fj’rir- heitna landið. Þetta er fyrst og fremst sveitasaga, þar eð alþýðufólk hefur alltaf haft mikið að- dráttarafl fyrir mig sem rit- höfund. Ég reyni að sneiða hjá því fólki, sem menntun og menning hafa sett ákveðinn svip á. Venjulega eru sögu- hetjur mínar bændur og íiski- menn. Auðvitað er ekki þar með sagt, að ég geti ekki skrif- að um annað fólk. En ég hef ekki áhuga á manninum sem afsprengi menningarinnar held- ur mannlegu eðli. Það er erfitt og lítt fallið til vinsælda að setja saman slíkar bækur á okkar tímum. Margir útgefendur á Vesturlöndum á- líta, að lesendur hafi ekki á- huga á sveitalífi, að jafnvel bændur vilji ekki lesa um bændur . . . Því er það hreint ekki auðvelt að fá sl'ka sögu prentaða. — Hvað álítið þér um skáld- söguna sem bókmenntagrein? Ýmsir vestrænir rithöfundar og bókmenntamenn álíta, að þessi bókmenntagrein sé að deyja út, að hún eigi ekki framtíð fyrir sér. — Ég er oft spurður þessarar spurningar. Fyrir hálfu ári síðan svaraði ég fyrirspurn amerisks tímarits um þetta efni. Sjáið þér, hér skiftir meg- inmáli, hvernig skáldsögur skrifa skal Ég á ekki við blað- síðufjölda, heldur form og efni. Persónulega aðhyllist ég ákVeðna tegund skáldsagna og skrifa verk, sem taka nokkuð aðra stefnu en nútímaskáld- sagan yfirleitt. Ég revni að halda fast við hið epíska form í frásögninni og læt orðarann- sóknir mig litlu skifta. Tak- mark mitt er að túlka efnið á eins aðgengilegu máli og stil og mér er unnt. Samt sem áður áfellist ég þá ekki. seni annarrar skoðunar eru. Ég reyni að meta aðra höfunda að verðleikum. Ég héf sem lesandi áhuga á mörgum sálfræðilegum nútímaskáldsög- um. En í þessum verkum er ýmisleg móðursýki og það ber íurðumikið á lýsingum á alls- konar alkóhólisma og brókar- sótt. í stuttu máli: þetta eru nervös- verk. Stundum finnst manni að höfundarnir sjálfir hafi ekki verið allsgáðir þegar þeir skrifuðu. Ég er jafnvel hriíinn af verkum nokkurra „reiðra ungra manna“. Engu að síður lenzkur prestur sem hafði gó& tök bæði á írönsku og þýzku fór ungu.r til útlanda. Þegsr- hann var kominn yfir fimm- tugt tekur hann allt í' einu að' skrifa bernskuminningar sínar.. Og bókum hans var mjög vel tekið. Máske vegna þess að: ■ hann skrifaði á frönsku óg þýzku. Og oft er sagt við' n.Tg' nú þegar ég kem til einhvers. lands: „Þér eruð íslendirigur? Ó, það er dásámlegtland: Við* þekkjum það af hinum töfranrii bókum Jóns Sveinsson'ár**.. Þannig getið þé.r ' séð,; að ég .sr- hreint ekki svo vinsæll.. .. Halldór Laxness hélt áframr — Þetta er sjötta eða sjö- unda ferð mín til Sovétríkj- Halldór Kiljan Laxness við skriftir. vildi ég gjarna að „hinir ungu reiðu menn“ tækju inn róandi pillur áður en þeir skrifa bæk- ur s'nar. Þeir myndu þá lík- lega sjá heiminn öðruvísi. — Hvaða sovézkir rithöfund- ar eru vinsælastir á íslandi? — Við þekkjum verk nokk'- urra sovézkra rithöfunda, Sjó- lokofs, Fedíns, Pavténko, Polé- vojs, Sémúskíns og annarra. Menn lesa bækur þeirra með ánægju. Á ísiandi eru bókmenntir margra alda þjóðarskemmtun. Velflestir íslendingar skrifa sjáJfir bækur í fristundum sínum. Að vísu skrifa margir bara svona hinsegin, sjálfUm sér til skemmtunar, og það eru aðeins þeir sjálfir sem vita um hvað þeir skrifa, já og máske nokkrir vinir þeirra. Samt sem áður verða sumir þeirra allt í einu frægir. ís- anna; fyrst kom ég hingað í r- ir tuttugu og fimm árum. Hver kcma mín hingað hefur verið- mér til mikillar ánægju. Mér er mjög hlýtt til lands ykkar og þjóðar. Og ég er stoltur af því. að bækur minar falla vel jafn kröfuhörðum lesendum og sovézku fólki. Ég minnist þess, sem nokkrir vinir minir og landar sögðu við mig um „Brekkukotsannáþ1: „Til hverS' varstu að skrifa þessa sögu? Hún verður ekki lesin erlend- is“. En sagan fann sína les- endur, og einmitt sérstaklega athugula lesendur hér í Sovét- ríkjunum. 1—• Þá er þess getið, að Halldór hafi sent sovézkum lesendum- sínum beztu kveðjur og' árn- aðaróskir. Laxness -hélt frá Moskvu til Leníngrad að kvöldi hins fimmta október. — árni. YIÐTAL VIÐ HALLDÓR LAXNESS í LITERATÚRNAJA GAZÉTA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.