Þjóðviljinn - 23.10.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.10.1960, Blaðsíða 6
6) — ;ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 23. október 1960 bntirtttr^rnftmmiixrnin^ ?k: PIODVILJINN Útgefandl: Bamelnlngarflokkur alþýSn — öóBíaliataflokkuriiin. — RltstJA*ar: Magnús KJartansson (4b.), Magnús Torfi Olafsson, Bi«- ^rBiir GuCmundsson. — PréttaritstJórar: tvar H. Jónsson. Jón »ia»nasos - Auglýslngastiórl: Guðgeir Magnússon. — Rltstjóro, AiicrlýRi^ear. nrentsmlBJa: SkólavörBustlg ltt. — Biml 17-600 Œ llnur). - ÁakrlftarverB kr. 45 & mán. - Leusasöluv. kr. 1.00. v'rentamlCJa ÞjóBvllJans. Ný skuldasöfnun 7X2 Ijegar Jónas Haralz flutti hina alkunnu ræðu * sína um efnahagsmál 1. desember í fyrra var það ein meginuppistaðan í máli hans að Is- lendingar hefðu tekið svo mikið af erlendum lánum að ríkið væri að sligast undan þeim, vextir og afborganir af lánum þessum væru mun hærra hlutfall af útflutningsvörunum en nokk- urt vit væri í. Kvað hann sig aðeins hafa fundið eina þjóð í veröldinni sem verr væri komin. Þessi örlagaþrungnu dómsorð hagfræðingsins voru síðan notuð óspart til réttlætingar viðreisn- inni svonefndu; þjóðin væri komin að hengi- flugi og yrði að snúa við, hætta að taka erlend lán en temja sér sparsemi og fyrirhvggju. Þess- ar efnahagslegu siðferðiprédikanir hafa býsna mikið strjálazt að undanförnu, en þó hafði Ólaf- ur Thors forsætisráðherra sig unp í það að segja á þingi á þriðjudaginn var: „Eftir að núverandi ríkisstjórn var mynduð og gögn öll höfðu verið rannsökuð, kom í ljós, að við höfðum á 5 árum eytt 1050 millj. kr. umfram það, sem við höfð- um aflað; að gjaldeyrisstaðan hafði á sama tíma versnað um 300 milljónir og að greiðslubyrðin, sem talið er að megi hæst vera 5% af andvirði útílutningsvaranna, var áætluð 12% á næsta ári — og það án allrar nýrrar lántöku.“ l^að þarf býsna mikla óskammfeilni til að for- * dæma fyrri lántökur íslendinga, þegar sá sem mælir heitir Ólafur Thors. Ríkisstjórnin fór semsé þannig að því að snúa við á skuldasöfn- unarbrautinni, að hún varð sér úti um mesta lán sem íslendingar hafa tekið, nær 800 milljónir króna! Og daginn eftir að Ólafur Thors hafði uppi hinn digurbarkalegu ummæli sín á þingi flutti Gylfi Þ. Gíslason skýrslu um það hversu miklu væri búið að eyða af þessu nýja láni. Kom þá í ljós að sú upphæð var þrotin að meira en tveimur þriðju hlutum, en auk þess hefur opin- berum aðilum og einstaklingum verið heimilað að taka lán sem numið hafa a.m.k. 200 milljón- um króna. Alls nema ný lán, sem ríkisstjórnin hefur eytt á tæpum þremur ársfjórðungum um 750 milljónum króna — það jafngildir milljarði ó ári! Talsverður hluti af þessari eyðslu hefur farið til þess að greiða aðrar skuldir, en engu að síður er ljóst að hér er um tilfinnanlega nýja skuldasöfnun að ræða. l^yrri lántökur íslendinga voru fyrst og fremst ætlaðar til fiárfestingar, þær áttu að auka framleiðslu landsmanna og tekjur. Þær fram- kvæmdir voru að vísu alltof skipulagslitlar og stundum vanhugsaðar, en engu að síður var til- gangurinn hyggilegur. En lánum núverandi rík- isstjórnar fylgir það skilyrði að þau má ekki nota til fjárfestingar; þetta eru alger eyðslulán sem fyrst og fremst eru notuð til þess að stand- ast kostnað af iþví sóunarkerfi sem kallað er „frjáls verzlun“. Eftir að lánunum hefur verið eytt hefur greiðslugeta landsmanna ekkert vaxið nema síður sé. En með hverju á þá að greiða þegar kemur að skuldadögum? Auknu hernámi landsins og landhelginnar? m. tzU mt Í IÍÍÍBSS&æÍS Það er sunnudagsmorgunn á HúsaVik. Það er blæjalogn, fremur svalt, enda komið haust. Köll, jarmm og hnnd- gá heyratet ofan úr fjaílinu. Húsvíkingar eru að smala fs sínu í dag. Jökulfell liggur við hafnargarðinn og það er verið að skipa um borð kjöt- s’krokkum til útflutnings. Lít- ill bátur kemur inn í hcfnina. Einn maður er um borð; hann hefur verið að veiða fisk á línu. Maður kemur gangandi eftir bryggjunni með byssu um öxl og hoppar niður í trillubát. Hann segist ætla út og skjcta svartfugl. einn:g teiknaði Vífilsstaðahæli Smiðirnir sem byggðu kibkj- una sögðu að hvert einasta mál hgfði passað. Það eru mörg hús í smið- um, eða nýbýggð. Þáð er sjálfsögðu í gamni. Sum hús- in eru téiknuð áf Húsvíking- um sjálfum. Eitt húsið ' sem er i byggingu, er teiknað af arkitekt, sem nú er búsettur? úti í París, Gunnari Hér-| Það eru margar fallegar byggingar á Húsavlk. Eitt byggt norðanmegin og sunn- fallegasta og sérkennilegasta anmegin og í miðbænum. húsið er kirkjan. Hana teikn- ,,Snobb-hill“ kalla þeir bygg- aði Œtögnvaldur Ólafsson, sem ingarnar norðanmegin, að Húsavíkurkirkju teiknaði Rögnvaldur Ólafsson, sá hinn sami og teiknaði Vífilsstaðahæli. mannssyni, en liann sleit barnsskónum á Húsav'k. Nýju húsin eru falleg og myndu öll sóma sér vel í ,,snobbhill“ okkar Reýkvík- inga. Einn stað kalla þeir „rauða torgið“. Þar hafa verkamenn og aðrir byggt einbýlishús. Þar er stórt og opið svæði fyrir framan og eru börn og unglingar þar að leik. Eins og fyrr er drepið á var réttað þennan dag Mað- ur nokkur, sem á á 3ja hundr- að fjár, sagði, að garðeigend- um og fjáreigendum kæmi ekki vel saman og er það ofur skiljanlegt. Þetta er erf- itt vandamál fyrir Húsvík- inga, en fjáreigendur segja sem svo: Húsavík er svona fallegur bær vegna þess að túnrækt er svo mikil. Ef við ® hættum að ala fé, þá hleyp- ur órækt í túnin. Svo hafa börnin gott af að a’nst upp ímeð fénu. En samf sem áður skiljum við vel garðeigerdur. Það eru margir fallegir garðar hér og fé er mesti vágestur í görðum. Margir fjáreigendur hafa sagt að vori: Nú hætti ég. En svo kemur haust og þá tíma iþeir ekki að hætta. Fallegustu lömbin eru sett á. Vandamálið blífur. Á Húsavík er nú, sam- kvæmt síðasta manntali, 1431 HHHHHHHHHHHHHBHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHBHBHHHBHHHHHBHHHHBBHHHBHHHBHHI Fara síldarstoínarnir mii AIJ jóða-hafrannsóknarráð- ið hélt 48. ár.sfund sinn í Moskva dagana 19.—26. sept. sl. Þar var ro.a. skýrt frá rannsóknum þeim er fram fóru á Færeyja-íslandshryggn um á sl. sumri; verður gefin út bók um þær rannsókmr. Alþjóðahafrannsóknarráðið var stofnað 1902 og var upp- haflega hugsað sem ráðgef- andi stofnun fyrir ríkisstjórn- ir aðildarlandanna, eru rík- isstjórnir hvers lands þannig aðilar að því. Auk Islands eru í ráðinu Noregur, Svíþjóð, Finnland, Sovétríkin, Pól’and, Danmörk, Þýzkaland, Hol- land, Belgía, Frakkland, ítalía Spánn, Portúgal, Bretland, Skotland og írland. — Aðal- setur Alþjóðahafrannsókn- arráðsins er í Kaupmanna- höfn og er dr. Árni Friðriks- son framkvæmdastjóri þess. Ársfundinn í Moskva sóttu þeir Unnsteinn Stefánsson og Ingvar Hallgrímss. ennfrem- ur Pétur Thorsteinsson sendi- herra, og hefur Þjóðviljinn rætt við Ingvar Hallgrímsson um gerðir ársfundarins. Þorskaneíndin — Ráðinu er skipt niður í ýmsar nefndir, sagði hann og fjalla þær um ýmis sérsvið t. d. þorskanefnd, síldarnefnd, Norðurhafanefnd o.s.frv., en i þe'rri síðasttöldu er Jón Jónsson formaður. Ingvar Hallgnmsson. — En þú nefndir ekki Jón sem fulltrúa á fundinum — hvar var hann? — Hann gat ekki eótt fundinn vegna starfsanna hér heima. 5 íslenzk erindi — Hvernig er það, gera ís- lenzku fulltrúarnir á svona ráðstefnum yfirleitt annað en sitja og hlusta? — Já, nú voru t.d. flutt þarna fimm erindi íslenzkra fiskifræðinga, tvö þeirra eftir Jón Jónsson, annað um þorskrannsóknir við Island, hitt um áhrif mismundandi möskvastærðar á aflabrögð. Unnsteinn Stefánsson flutti þarna tvö erindi, annað um botnsjávarmyndun við norð- urströnd íslands að vetrar- lagi, hitt um flæði kalda sjáv- arins yfir neðansjávarhrygg- inn milli Islands og Færeyja. Loks flutti ég erindi um átu- rannsóknir okkar hér við land, með sérstöku tilliti til síldveiðanna fyrir norðan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.