Þjóðviljinn - 23.10.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.10.1960, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. október 196ð — ÞJÓÐVILJINN — (9 V£ LTTi |.1: e m i§ m £<r ^2 §Slg rgc j=j_ S3 §g SKfS^H sa| Œ §3 I3> tm p i æj ryxz m 2H E3= ii s Ritstjóri: Frímann Helgason Frá ársþingi Körfuknattleiksráðs Reykjavíkur Mikill áhugi eínkennir sfarf körfu- knattleiksmanna - fjárhirzlur tómar N Ý SENDING Svissnesk og frönsk kjólaefni Tekin upp á mánudag. EROS, Týsgötu 1. -— Sími 1-19-33. knattleiksmanna, KKSÍ, eða Körfuknattleikssamband íslands. Lög ÍSÍ munu íara fram á að minnst 6 héraðs- eða íþrótta- sambönd fari i’ram á að sér- samband íþróttagreinar sé stofn- að. Er ÍSÍ sendi aðilum sínum fyrirspurn þessu aðlútandi varð sú raunin að aðeins 5 sendu jákvæð svör, en hinn 6., sem er Akranes, mun senda jákvætt svar að því er talið er. Dómaravandamál — Nóg af dómurum — Hræðast „krítik“ Formaður gat um dómara- vandamálið sem körfuknattleik- urinn býr við. Haldið var nám- skeið 1958, og útskrifaðist þá myndarlegur hópur nýrra dóm- ara, en ekki leystist vandinn að síður, því fæst hafa dómaraefn- in enn þann dag í dag fátið sjá sig með flautuna. Kvað formaður engu iikara en að þessir ungu menn væru hræddir við .,krítíkina“, sem gæti orð- ið þeim óhagstæð. % • Nádugir dagar hjá dómstólnum — Einungis eitt deilumál kom upp á árinu Dómstóii körfuknattleiksmar.na þarf ekki að kvarta yi’ir að hafa verið íþyngt með miklu starfi, — einungis eitt mál fór fyrir dómstólinn á árinu. Er þetta nokkuð önnur saga, en sú sem kollegar dómaranna í knatt- spyrnu og handknaltleik hafa að segja, en þar er allt fljótandi í smádeilum svo sem kunnugt er. Bandarískur þjálfari væntanleg- ur — En ekkert vitað hvenær k>að var körfuknattieiksmönn- um mikið tilhlökkunar- og gleði- efni, er l’réttist að bandarískur körfuknattleiksþjálfari væri væntanlegur hingað til lands á riæstunni.' Fráfarandi formaður upplýsti að ekki væri fyllilega með rétt mál farið hjá einu dagblaðanna, er sagði frá vænt- anlegri komu þjálfarans. Sagði Viðar að allt væri enn á huldu um hingaðkomu þjálfarans og ekkert á það að treysta að svo komnu máli. Aðeins eitt væri vitað, — að hann færi til Norð- urlandsanna í þjálíunarerindum og mundi líklega verða hér einn mánuð. Stjórnarkosning — Nýr formað- ur kjörinn í hfn ýmsu embætti var kos- ið þannig: Stjórn KKRR: Þór Hagalín, ÍS, formaður; Þorsteinn Hall- grímsson ÍR; Sigurður Guð- mundsson, Ármanni; Halldór Sigurðsson, KR; Sigurður Helga- son, KFR. Endurskoðandi: Jón Eysteinsson. Fulltrúi á þing ÍBR Þór Hagalín. f dómstól: Krist- inn Jóhannsson. Körfuknattleiknum fjárvant í reikningum ráðsins mátti greinilega sjá að ekki vaða köríuknattleiksmenn í peningun- um, fremur en aðrir íþróttahóp- ar. Eignir ráðsins sýna greini- lega hversu fátæktin þjakar körfuknattleikinn. Eignir eru taldar samtals 5700 króna virði óg þar af eru peningar í sjóði kr. 3800,00. Er vonandi að bráft muni úr rætast, og eru forráða- menn vongóðir um að enn muni aðsókn að leikjunum i’ara vax- andi. en s.l. vetur jókst aðsókn að miklum mun frá því sem ver- ið haíði. enda sýndu liðin mun betri leik en áður. Er ekki að efa að með meiri og betri æf- ingu ættu íslenzkir körfuknatt- Ieiksmer.fi að ná iangt í' sinni grein. bip. E<R og Fram í úrsSitakeppni um bikarinn á MeBaveiiinum Þeir voru ungir fulitrúarnir sem komu fram fyrir hönd fé- laga sinna á ársþingi KKRR (Körfukjaattfeikaráð,, Reykj avík- ur); fjestir um og' yfir tvitugt en örfáir eldri. Þetta er ein- mitt athyglisvert fyrir íþrótt þessara pilta, körfuknattlcikinn. íþróttin er ung hér á landi og berst enn harðri baráttu fyrir tilveru sinni, og forráðamenn fullir af starfskröftum og vilja til að láta uppáhaldsíþróttina festa hér rætur, dafna og blómg- ast. Og það er einmitt það, sem virðist ætla að fara að ske, ef dæma má eftir ölium sólar- merkjum. Landsleikir á döfinni — Æf- ingar þegar hafnar í skýrslu fráfarandi formanns Viðars Hjartarsonar, kom m.a. fram, að samningaumleitanir, við Dani um landsleik í körfu-' knattleik heíðu farið út um þúf- ur, enda þótt Danir hefðu munn- Jega lofað að senda lið til Reýkjavikur árið 1960, er ís- lenzka körfuknattleikslandsliðið keppti í Danmörku vorið 1959. Ingi Þorsteir.sson, formaður KFR var nýlega staddur í Kaup- niannahöfn og ræddi þá við for- mann danska sambandsins, en varð ekkert ágengt og virðast öll sund nú lokuð fyrir lands- léik við Dani. Nú hefur stjórn ÍSÍ sett sig í' samband við Svia og Austur- Þjóðverja og óskað eftir sam- skiptum og gera menn sér góð- ar vonir um að samningar tak- ist um landsleiki, en íslending- ar eru þegar komnir í góð sam- bönd við Austur-Þjóðverja á köríuknattleikssviðinu eins og kunnugt er (ÍR). Landsliðsæfingar hafnar — 22 manua lið valið til æfinganna Það sýnir rokkuð bjartsýni körfuknattleiksforystunuar, að nú eru hafnar sameiginlegar æf- ingar 20 beztu körfuknattleiks- manna okkar, og æfa þeir einu sinni í viku í Háskólahúsinu, og mun ætlunin að velja tilrauna- landslið eftir ReyKjavíkurmótið og síðar að gera breytingar eft- ir íslandsmótið i vor. Einn lið— ur í æfingum þessum eru þol- þjálfanir Benedikts Jakobsson- ar, íþróttakennara, en þær hafa þótt gefa hina beztu raun. Kiirfuknattleikssamband í fæðingu Þessa dagana eru stórmerk- tíðindi að gerast í málum körfu- knattleiksmanna, þ.e. stofnun sérsambands íslenzkra körfu- í dag fara fram fyrstu úr- slit bikarkeppni hér'.endis, en KR og Fram, sem hafa sigrað alla keppinauta í keppninni leika nú til úrslita. Bæði liðin tefia íram sínu sterkasta liði. og er alisendis óvíst hvernig viðureign þessari lýkur og ekki hægt að segja að annar aðilinn sé sterkari en hinn, því bæði liðin hafa sýnt heldur siappa leiki í iok knatt- spyrnuársins. Lið KR er þannig skippað: Heimir Guðjónsson, Hreiðar Ár- sælsson, Bjarni Felixson, Reynir Sritith, Hörðui Felixson, Helgi Jónsson, Örn Steinsen, Sveinn Jónsson, Þórólfur Beek. Eliert Schram, Gunnar Guðmannsson. Lið Fram: Geir Kristjánsson, Halldór Lúðvikson, Birgir Lúð- víksson, Ragnar -Jónsson, Rúnar Guðmannsson. Hinrik Lárusson, Reynir Karlsson, Guðmundur Cskarsson, Grétar Sigurðsson, Baldur Scheving, Þorgeir Lúð- víksson. Leikurinn hefst kl. 2 og er leikið á Melavellinum. —bip— Rikulegt og umfangsmikið er framboð okkar af Wittollitkert- tim, — allt frá hinum eftirsóttu jólatréskertum til hinna vinsælu skrautkerta. Sérstaklega mælum við með kertum okkar blönduðum rósailmi, sem nú eru einnig fyr- irliggjandi í hvít-grænum og rauð-grænum litum. VEB WITTOL Lutherstadt Wittenberg Austur- þýzka alþýðulýðveldinu Deut- sche Demokratische Repubiik) Innheimtustörf Nokkrar stúlkur eða lierrar geta fengið innheimtu- störf sem aukavinnu á kvöldin. Uppplýsingar í síma 24-666. Okkur vantar handsetjara nú þegar. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Aðstoðarlælmisstaða Staða aðstoðarlæknis.í Röntgendeild Landspítalans er- laus til umsóknar frá 1. jan. næstkomandi. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir með upplýsingum um aldur námsferil og fyrri störf sendist til skrif- stofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 1. des„ 1960. Skrifstoía ríkisspítalanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.