Þjóðviljinn - 23.10.1960, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.10.1960, Blaðsíða 12
'k Í&tlSS: -■ §1 I - - Blásið land Á blásnum og gróðurlausum melum standa einstöku jarðvegstorfur til vitnls um eyðinguna sem átt hefur sér stað og heldur áfram meðan ekki er að gert. Myndin er ekki úr óbyggðum heldur úr byggð i Biskupstungum, tekin skammt frá baejum. Einu sinni var það s érkenni Islands þJÓÐVIUINN | Sunnudagur 23. október 1960 — 25. árgangur — 239. tölublað. Fitjað upp á nýjum þáttum í vetrardagskrá ríkisútvarpsins Megin breytingin, sem verður á dagskrá ríkisútvarps- ; ins nú með vetrarkomunni, er tilfærsla á kvöidfréttatíma. En nýjungar veröa einnig aðrar í dagskránni. I gær var lítillega drepið á breytinguna á fréttalestrinum, en hann færist nú fram um hálfa klukkustund, frá 8 til hálf átta. Tilkynningalestur hefst kl. 6,50 og þingfréttir verða lesnar kl. hálf sjo. Kvölddagskráin hefst svo aila daga kl. 8, en síðari fréttir verða lesnar á sama tíma og áður, klukkan 10. Af nýjum þáttum má nefna „Efst- á baugi“, þar sem í stuttu máli verður fjallað um nýungar og ýmislegt frétta- kyns innan lands og utan. Verður þátturinn á föstudögum kl. 8, 30 mín. langur og í um- sjá blaðamannanna Haralds J. Hamars og Heimis Hannesson- ar. Þá er þátturinn „Við, sem heima sitjum“, sem verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtuid.gum kl. 14.40, 20 mín. hverju sinni. Fjallað um áhugamál húsfreyja og annarra, sem heima sitja. Þáttinn ann- ast Svava Jakobsdóttir B.A. Á sunnudögum að loknu há- degisútvarpi verður flokkur af- Framhald á 10. síöu Blaðburðarbörn Þjóðvsljans Munið kvikmyndasýninguna í dag kl. 1,30 í Þingholtsstræti 27. ÞJÓÐVILJINN. Aðalfundi Skógræktarfélags íslands var haldið áfrarn í gær, en síðdegis í dag eða kvöld er gert ráð fyrir að fundinum Ijúki. Við setningu aðalfundarins flutti Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, varaformað- ur Skógræktarféiags íslands. ávarp, svo sem skýrt var fra í blaðinu í gær. Þar vék hann nokkuð að þeirri andstöðu við skógræktarmál, sem gætt hef- ur á opinberum vettvangi að undanförnu. Hákon sagði m.a.: ,,Það er svo aítur á móti lög- mái, sem ekki verður um flúið. að jafnvel hið bezta máiefni Vetrarfargjöld með „Gullfossi“ Ferðaáætlun m.s. „Gullfoss“ fyrir árið T961 er að koma út þessa dagana og verður ferð- um skipsins milli Reykjavíkur, Leith og Kaupmannahafnar, hagað á svipaðan hátt og und- anfarin ár. Þó eru siglingar ekki ráðgerðar á þessum vetri til Hamborgar, svo sem verið hefur síðustu ár, nema vöru- flutningar gefi tilefni til. Á komandi vetri verður sú nýbreytni, að tekin verða upp vetrarfargjöld, svo sem venja er hjá flugfélögum og erlend- nm siglingafyrirtækjum á þeim árstíma, þegar minnst er eftirspurn eftir farplássum. Vetrarfargjöld Gullfoss verða > að þessu sinni í gildi frá 26. desember til 31. marz n.k. Á því tímabili verður aðeins 1. farrými opið, en fargjöld þess lækkuð það mikið að lægstu [ fargjöldin verða hin sömu og ! núverandi fargjald er á 2. far- ! rými. Með þessu fyrirkomulagi gef- iur Eimskipafélagið fólki tæki- ífæri til þess að ferðast á 1. ! farrými með Gullfoss á nefnd- [ sum árstíma fyrir nálega 27% .lægra fargjald heldur en venju- f ilega gerist. i eignist mótstöðumenn og hljóti nokkurn andbyr og getur and- staða að vissu marki verið holl og nauðsynleg til þess að hvessa vilja þeirra. sem að góðum máleínum standa. á sama hátt og nokkur mótvind- ur er ákjósanlegur til flugtaks. Svo er Jæssu einnig farið um stefnumál Skógræktarfélags ís- lands og er ekki ástæða til þess að kippa sér upp við það, þótt eilítið örli á skætingi í garð skógræktarmanna nú á hinum síðustu misserum, og hann komist stundum á pvent. En sem dæmigerð þessarar and- stöðu komu mér í hug þessi orð, sem stóðu í dagblaði i bænum í sumar og höfð voru eítir merkum og ágætum manni, að þvi er biaðið hermdi. Skógleysið er eitt af sér- kennum íslands, sem ekki má eyðileggja. Já. þau hafa verið mörg sér- kenni þessa lands. Einu sinni var það sérkenni íslands, að hér voru engir vegir — engar brýr — engar símalínur, eng- in raforkuver né rafíinur til trafala — enginn véltækur tún- blettur — engin- íramræsla, að- aðeins sérkennilegar ,v,ýrar —- engar varanlegar byggit.gar, eða önnur mannvirki tii þess að flekka landið og skyggja á blásin börðin og bera mei- ana. Og svo er þetta skógræktar- fólk að peðra útlendum trjá- tegundum út um allt og spilla hinum friðsæiustu stöðum ís- lenzkrar foldar, segja vandlæt- arar vorir. Það má vera. að það hafi hent hugsjónaglaða skógrækt- armenn að ,'gróðurset.ja stöku sinnum furu. eða grcniplöntur á 'stöðum, þar sem ástæðulaust var að gróðursetja tré — og mun það þá og oftast hafa verið fyrir þá sök, að þeir sem gróðursettu áttu fátt írið- líinda. En ég get ekki séð, að þetta .geti verið m.jög þjóð- hættuleg starfsemi. Það ætti ekki að vera vandaverk.. að kippa þessum plöntum upp og tslendingum hefur hingað til ekki orðið skotaskuld úr þv: að eyða skógum, svo þeir ættu að ráða við nokkur tré, ef svo fer að þau særi um of íegurðarskyn vorra við- kvæmu og hálærðu doktora.“ S>------------------------ Götukaíli steypí- nr á Ákranesi Akranesi, írá fréttaritara Þjóðviljans: Hér á Akranesi hefur nú verið hafizt handa um varanlega gatnagerð í fyrsta skipti í sögu bæjarins. Hefur ein aðaigata kaupstaðarins, Kirkjubraut. ver- ið mokuð upp og síðan jafnað yfir með þykku sandlagi. Er nú verið að steypa um 300 metra iargær kafia af götunni. Verkið gengur mjög vel, en verkstjóri er Óíafur Vilhjáimsson. Vænta Akurnesingar þess að hér sé iagt upp í fyrsta áfanga varanlegrar gatnagerðar í kaupstaðnum. Björnsbardagi fer fyrir stjórn DAS Skipti Björns Gísiasonar og íramkv.stj. DAS munu hafa kom- ið til umræðu á fundi i stjórn Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna í gær. Útburðui Sigur- jóns á eigum Björns og brott- flutningur hans sjálfs úr Hrafn- istu mcð lögrégiuváldi á fimmtu- dagskvöidið var hvorttveggja framkvæmt án vitundar og' vilja heimilisstjórnarinr.ar. Iðnnemar á þjngi Þing Iðnnemrsambands ís- lands var sett kl. 2 í g.ær ‘i Iðnskólanum og lýkur í kveld. Milli 40—50 iðnnemar sækja þingið. Á dagskrá eru þessi höfuðmál: Iðnfræðslan, kjara- málin og skipulagsmálin. IJndirvagninn sandblásinn. iiiiiiiiiiiiiliiiili Illllllllllllllllllll Öil mynztur sanC'biásin í gier : n 1111 n 11111111 m 11 í sl. viku tók til starfa Gler- deiltl hjá fyrirtækinu Ryðhreins- un og Málmhúðun s.í. Er ætlun- in, ad glerdeildin anr.ist sand- blástur j gler svo sem gler í úti- dyr o. fl. í glér má sandblása öll munst- ur bæði hlutlæg og óhlutlæg og hpfur Glerdeildin fjölda munstra á boðstólum, sem íólk getur val- ið úr. Einnig getur fólk valið úr sérteikningum, sem aðeins er sandbiásið eftir einu sinni. Þær eru að sjálfsögð'u mun dýrari en aðrar. þar sem ekki er unnið nema eitt g!er eftir hverri teikn- ingu. Einnig er sandblásið eftir l.jósmyndum ef hægt er. að vinna eftir þeim. . Öll munstrin eru teiknuð af Rágnari Lárussvni, eh- Ragnar heíur unnið mikið við teikruii og Var m. a. Urh skeið téiknari Þjóðviljans. , Eigendur Rvðhreinsunar pg málmhúðiínar s.f. eru Arthýr Sigurðsson og Garðar Sigurðs- son. Arthúr og Garðar sjá um alla ryðhreinsun og málmhúðun og sandblástur á glei. Ryð- hreinsa þeir m. a. undirvagna á I i 1111111111II111111 bílum, yfirbyggingar og stálbáta með sandþlæstri og zinkhúða síðan eða grunnmála eða hvort- tveggja. Einnig húða þeir ýmsa slitíleti, svo sem á öxlum og' íleiru. Þessi endurnýjun á slitfletinum kemur í veg fyrir að henda þuríi hálfslitnum hlutum og' sparar mikið fé. Myratur til að sandblása gler eftir. Ragnar Lárusson teiknaði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.