Þjóðviljinn - 08.01.1961, Síða 5

Þjóðviljinn - 08.01.1961, Síða 5
Simmidagui' 8. janúar 1961 ÞJÓÐVILJINN (5 Atómsprengjubirgðir USA á borð við 50 {> ús. Hirosima-ipr. Verða 12 kjarnorkuveldi eítir sex ár? Birffðir Bandaríkjamanna af kjarnorku- og vetnissprengjum jafngilda 50.000 kjarnorku- sprengjum á stærð við þá sem varpað var á Ifirosima 1945. Dr. Lapp Svo mælti prófessor Ralp Lapp, formaður kjarnorkuvís- indaþjónustunnar í Washington, í fyrirlestri sem hann hélt skömmu íyrir nýár. Mikið tjón varð í eidsvoða í Preg Mikið tjón varð í eldsvoða í Prag, höfuðborg Tékkóslóvakíu í iyrradag. Eldur kom upp í helztu gasstöð borg.arinnar og brann hún til grunna, en nólæg hús urðu einnig fyrir miklum skemmdum. Ekki er getið um manntjón. Bandaríkin vilja ankið ferðafrelsi að eigin sögn Bandaríkjastjórn hefur sent sovétstjórninni orðsendingu þar sem hún fer fram á viðræður í því skyni að aflétta hömlum á ferðalögum milli landanna. Arabar að ssfja verkbann á skip Nú um helgina koma saman í Kairó fullirúar verkalýðsfé- laga í löndum Araba. Fyrir fundi þairra liggur tillaga um að félögin setji verkbann á öll skip Frakka og flugvélar þegar þau koma til Arabaríkjanna. Allar líkur eru taldar á að til- lagan verði samþykkt. Flokkur frá öld Vic er í Moskvu Leikflokkur frá Old Vic leik- húsinu í London kom til Moskvu í fyrradag, fjórum dögum eftir áætlun. Bæði var það að flutn- ingur á leiktjöldum ílokksins taíðist vegna verkfaltanna í Belglu og leikararnir sjálfir kom- ust ekki af stað vegna verk- falls hjá brezka flugféfaginu. Leikararnir kenna þetta því að þeir ætla að sýna Macbeth í Sovétríkjunum, en haft er fyrir satt að fyrir sýningar á því leik- riti komi alltaf eitthvert óhapp íyrir. Dr. Lapp var einn þeirra set vann að smíði fyrstu atórt sprengjunnar. í fyrirlestri sír um lagði hann áherziu á, að a ómsprengjur á stærð við „Hirr simasprengju", sem framleidd; værú í dag, hefðu hundrað sin um meiri sprengikraft en sú se: varpað var fyrir 15 árum. í geymslustöðvum fyrir kj arn: vopn í Bandaríkjunum væru rr 1000 vetnissprengjur, sem hv, um sig getur gjöreytt stórborg Dr. Lapp mælti með banni vi kjarnavopnatilraunum og notku kjarnorkuvopna. Ef vísindamen og almenningur eru ekki vel verði, verða nokkrar þeirr- sprengja sem nú Iiggja í birgða- stöðvunum, notaðar innan næstu 10 ára, sagði prófessorinn. Samkvæmt áliti Lapps getr Bartdaríkjamenn innan næstu 6 ára framleitt atómvopn, sem hafa sama afl og 30.000 Hiro- ,sima-sprengjur. Lapp hélt fyrirlestur sinn New York á fundi sambands 1 eflingar vísindum. Á sama fun sagði brezki vísindarithöfundir inn Charles Snow, að það mync alls ekki líða meira en 6 ár, þ; til kjarnorkuveldin væru orð; 12. Kann sagði ennfremur, a það væri hagtölulegur sannleik ur að svo mikið væri nú orð; framleitt af kjarnasprengjum, nokkrar þeirra hlytu að sprin af vangá, heimsku eða geðbilu þeirra sem umgengjust þær. Bandarískir v’sindamenn fu! yrtu á þessum fundi, að Kí; verjar ættu þegar íjóx'a kjarn orkuofna, og gætu hvenær sen væri hafið tilraunir með kjarr. orkusprengingar. 3600 fcrbegar i klsskkosfund I bæmim Domededova við Moskvu er byrjað ------------ —-------á byggingu risastórrar flughafnar, sem mun verða ein sú stærsta 5 heimi. I’ar verður hæ.gt að afgreiða 3600 farþega á ldst. Á efri myiul- Inni sjást líkön af aðalbyc'gingumim í flugstöðinni, sem byggðar eru úr steinstsypu, alumini um og gleri. I 12 hæða byggingunum íiveim verða m.a. hótel, veijngaiiús, kvikmyndahús^ barnaherbergi, biðsalir, bókaverzlanir, símaþjðnusta o.fl. Á neðri myndinni er iíkan af flug vélaafgreiðslunni. Flugstöðln er 40 km frá miðbiki Moskvuborgar. I*á Ieið fara faiþe.gar í þyrlum, en þeir sem vilja geta farið í rafknúnum lestum eða bifreiðum. ©k bíl í 24 ár — en próflaus Lögreglan í Kristiebhamm í Svíþjóð hafði fyrir nokkru hendur í hári 3ja ára gamals manns, sem ekið hefur bíl meira og minna í 24 ár, án þess að hafa nokkru sinni tekið bílpróf eða eignast ökuskírteini. Prófleysingin lærði að aka híl þegar hann var aðeins 8 ára gamall. Síðan hefur liann ekið mörgum bílum, þar til upp komst fyrir tilviljun að hann hafði ekkert ökuskírteini. — Óhapp hefur aldrei hent hann við akstur, — nema þefvísi lög- reglunnar nú. Miklð mannfall í skærum Eþíópíu og Sémalíu Stjórn lýðveldisins Sómalíu á austurströnd Afríku hefur kvartað yfir innrás hersveita Eþíópíumanna dagana fyrir ný- árið og segir hún að í skær- um þeim sem þá urðu og loft- árásum sem Eþíópiumenn gerðu hafi fallið yfir 100 menn, en um 400 særzt. Byrgi til varnar gegn kjani- orkuárás byggt í Þýzkalandi í Karlsruhe í Vestur-Þýzka- landi cr veri> að smíða nýstár- legt byrgi, þar sem 1400 manns eiga að geta haf.ú við ef til kjarnorkuárásar kemur. Frá því v’T skýrt hér. í blað- inu fyrir skömmu, að 179 manns hefðu farizt í. slysum í Banda- ríkjunum um jólahelgin.a. Nú hafa borizt fréttir um mannskaðann i því sama landi um nýárshelgina. Þá fórust 379 manns, eða nákvæmlega 100 færri eti viku áður. f umferða- slysum fórust, 270 manns, 55 : eldsvoðum og 54 með öðrum hætti. Samtals hafa þannig farizt 858 manns í Bandaríkjunum urn ! þessar tvær helgar. kynni að verða að dvelja vikum saman eftir kjarnorkuárás. Fyrst eftir styrjöldina var þetta stóra loftvarnarbyrgi not- að sem neðanjarðarhótel og síð- ar sem bústaður flóttafólks. Vesturþýzk yfirvöld hafa í hyggju að endurbyggja mörg loftvarnarbyrgi. sem til eru írá heimsstyrjaldarárunum, og nota. þau framvegis scm varnarbyrgi. gegn kjarnorkuárás. Veggir byrg' isins í Karlsruhe vcrða tveggja metra þykkir, og byggðar verða 8 inngöngudyr, þannig að sem flest fólk geti komizt þar inn á Kjcrnorkubyrgi þetta er smíð- að ,upp úr gömlu loftvarnarbyrgi frá heimsstyrjaldarárunum. Rík- ið befur veitt. upphæð sem sv.ar- ar rúmlega 10 milljónum ísl. kr. íil smíði bvrgisins á þessu ári. í byrsinu er komið fyrir há- talarakerfi, þannig að þar er hægt að leika hljómlist af ýmsu tagi. Er það talið mikils viroi ii! að vinnn bug á kvíða og innilokunarkennd fólks, sem þar i sem skemmstum tíma. Kona óskast til hreiiigernmga Umsóknix- ásamt upplýsingum um fyrri störf send- ist Lyfjaverzlun ríkisins, Hverfisgötu 4—6, fyrir fimmtudag n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.