Þjóðviljinn - 08.01.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.01.1961, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. janúar 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (9' Þwottgliásið1 SKYiTAN ) Frá or moð áramótum sækjrnn við og sendum. \ MÓTTAKA í: . ] Efnalauginni Lindinni, Hafnarstræli 18. Nýju efnalauginni, Lau.gavegi 20B og Fischerssumli. Hann lyftir 537,5 kílóuni í blaðinu á föstudag var skýrt frá vali 266 sovézkra íþrótta- fréttamanna á lyftingamannin- um Jurij Vlasoff, ■sem vann hið Cinstæða aírek á OL í Róm í sumar að bæta heimsmet og OL-met Andersons hins banda- ríska um hvorki meira né minn.a en um 25 kílógrömm. Það fór því fyrir þessu OL-meti sem flestum öðrum sem sett voru í Melbourne og þar talin ,.ótrúlega'‘ góð, að það var sleg- ið. Þetta met á þó þá sérstöðu. að ekkert met var slegið jafn mikið og þetta. Með fánann í útréttri hentli. Jurij .yiasoff icuíræðingurf frá Moskvu vakti mikla at- hygli áhorfenda í Róm strax fyrir keppnina, eða á setning- arathöfninni, en það var, er hann gekk í fararbroddi liðs sins haldandi á landsfána sín- um likt og um örlitla barna- veifu væri að ræða, í annarri hendi útréttri. Sérgrein Bandaríkjamanna „rænt“. Lyftingar voru, og eru raun- ar enn, sérgrein Bandaríkja- manna. Davis, Shemansky og Anderson eru mennirnir, sem skipzt hafa á um að -bera heimsmeistaratitilinn í þunga- vigt. Sagt var eftir afrek And- •ersons í Melbourne: :— Þessu áfreki verður aldrei hnekkt af mannlegum mætti — 'Þó skeði þetta í Róm svo sem fyrr segir og það allhressilega. Vlasoff sem er raunar íyrsti Evrópumaðurinn, sem rýfur þessa ,.tradisjón“ þeirra •Bandaríkjamanna er einungis 24 ára gamall Moskvubúi, iðn- verkíræðingur að mennt. Fyrsta sinn er alheimurinn fékk Vlasoff ,,í sigtið“, v.ar, er hann vann bæði heimsmeist- ara- og Evrópumeistaratitilinn í þungavigt í Varsjá. Áhugamál: íþróttir, bóklestur og kvikmyndir. VLasoff stundar heirna fyrir allerfið störf, sem krefjast oft langs vinnudags. En þá er hann dvelur í faðmi fjölskyld- unnar með konu sinni Natösju og hinni ungu dóttur Aljónu, kýs hann að sýsla við aðaitóm- stundastörf sín utan íþróttanna. en það er bókiestur og söfn- un og taka kvikmynda. Bóka- safn Vlasofis er þegar orðið mikið að viðum, eða um 1500 bindi og sumar bókanna mjög sjaldgæfar. Heimsmeistarinn segist staðráðinn í að gera dóttur sína að góðri íþrótta- konu með tímanum og með því halda nafni íjölskyldu sinnar á síðum blaða og í hugum á- hugamanna um iþróttir. Ekki aðeins i lyftingasalnum. Vlasofí æí'ir ekki íþróttir eingöngu með lyftilóðum sín- um. Hann segir alhliða þjálf- un sína án efa allan galdur- inn við hinn ótrúlega góða árangur. Æfingarnar saman- standa m.a. af fimleikum, sundi og oft má sjá þennan jakalega mann renna eftir hlaupabrautunum. og allt eru þetta iiðir í þjálíun heims- meistarans i lyftingum. 123 kg. á móti 165 kg. Andersons. Viasoff er af lyítingamanni hreint ekki svo mikið flykki, þvert á móti samsvarar vöxtur hans sér nokkuð vel. Ilann er 123 kg. og sagt er að á skrokki hans finnist ekki svo mikið sem eitt gramm af fitu. ,,Kol- lega" hans, hinn bandáríski Paul Anderson getur ekki sagt hið sama, en hann fékk vogar- nálina ekki til að stanza fyrr en á 165 kílóum er hann stóð á hátindi frægðar sinnar, og á því hinu mikla kjötfjalli var mikil fita eins og menn inuna eflaust eftir af mvndum af honum. - bip - Fyrsta Miillersmótið er liáð við Sldðaskálann í dag; b Skíðamót það, sem kennt er við brautryðjanda skíðaíþrótt- ariimar L. H. Muller, og er svigmót, í'er fram á vegum Skíðafélags Reyltjavíkur í dag við Skíðaskálann í Hveradöl- um og liefst kl. 2 e.h. Mótiðj mun standa yfir í rúmlega 2 tíma. Keppt verður í fjögra manna sveitum og munu tvær sveit- ir verða frá hverju félaganna, Ármanni, ÍR og KR. Samtals verða því 24 kepp- endur sem fara tvær ferðir •hver. Sú sveit sem her sigur úr býtum fær afhentan farandbik- ar þann, „Miillersbikarinn“, sem gefinni var af fjölskyldu L. H. Miillers í tilefni 45 ára afmælis- Skiðafélags Reykja- víkur, fyrir tæpum tveimur árum. Þegar fé.lag hefur unn- ið bi'kar þennan fimm sinnum fær það hann til eignar. Þátt- Látið okkur myuda barnið. frUjfU^dý Laugavegi 2. Sími 11-580. Heimasími 34-890. L. H. Muller Q RIGINAL-^^DHNER SAMLAGNINGARVÉL handdrifnar og ralknúnar. MAIGFÖLDUNARVÉL handdrifnar. ■ Garðar Gíslason hi. Reykjavík. I I ! Starf KR í skíðaniálum I ársskýrslu KR segir svo um frainkvæmdir og starf fé- la,gsins í sldðamálum: „I Skálafelli var haldið á- fram framkvæmdum við sldða- skála félagsins, sem vígður var á 60 ára afmæli félagsins í marz 1959, og var unniið við gufubað í kjallaranum og unn- ið að lagfæringum og jöfnun á svæðinu umhverfis skálann. Er þar nú kominn fullstór handknattleiksvöllur. Þá var ráðist í það stórvirki að koma tipp 560 m skíðalyftu við skíðaskálann og er henni senn lokið. Er þetta ein fullkomn- asta skíðalyfta landsins. Skíða- menn félagsins urmu mjög mik- ið sjálfboðaliðsstarf við bygg- jngu lyftunnar, eða alls 1860 klst. auk aðkeyptrar vinnu. Skíðadeild. Vegna snjóleysis var litið um skíðamót og skiðaferðir og einnig tóku byggingarframkvæmdirnar í Skálafelli upp mikinn tíma frá skíðaæfingum. Á Reykjavíkur- mótinu átti K.R. no’kkra sigur- vegara en þetta mót var liið ! eina, sem tókst að ljúka hér í nágrenni bæjarins. íslands- mótið var lialdið á Siglufirði og náði Karórina Guðmunds- dóttir beztum árangri K.R- inga, varð nr. 2 í 4 greinum. 5 skíðamenn félagsins dvöldu erlendis við æfingar og keppni s.I. vetur, 1 í Bandaríkjunum og 4 í Austui-Þýzkalandi. Formaður skiðadeildarinnar var Þórir Jónsson.“ takendur í fyrstu sveitinni fá aukaverðlauri. Ennfremur stendur til að sá keppandi sem fær be^ta samanlagðan brautartíma, fái sérstök verðlaun sem gefin verða í tilefni þessa fyrsta „Mullersmóts“. Sl. tvo vetur varð eigi af keppni þessari vegna snjóleysis við Skíðáskálam þegar mót- ið skyldi fara fram. — Búast má við harðri keppni þár sem állir eða flestir beztu svig- menn Reykjav’ikur leiða hér saman hesta sína. I slikri sveitakeppni þarf keppandi sérstaklega að gæta öryggis til þess að sveitin verði eigi úr leik auk þess sem hver einstakur verður að leitast við að ná sem beztum braut- artíma. Efnalauginni Hjálp, Bergsstaðastræti 28 og Grenimel,- Skóbúðinni, Álfheimum 6. , Skeifunni, Blönduhlíð, og Efnalaug Hafnarfjarðar. } Sími 24866 Fast starf Ungur maður getur fengið fast starf við lyfjagei'ð.,. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og ] menntun sendist Lyfjaverzlun ríkisins, Hverfis- götu 4—6, fyrir fimmtudag n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.