Þjóðviljinn - 11.01.1961, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.01.1961, Blaðsíða 11
MiðvMtudagur 11. janúar 1961 .. ÞJÓÐVILJINN — (11 Útvarpið 1 dají ier-' mlÖviklíáágur 11. jan- úar. Brett'rvumessa. TuiikI í li - suðri kl. 7.25. Ardegiskáflæði kl. 12.05. Síðdegisháflæði kl. 1.58. Næiurvarzla vikuna 7.—14. janúar er i Laugavegsapóteki, sími 24046. tTTVARPIÐ 1 DAG: 8.00 Morgunútvarp. 12.50 „Við vinnuna". 18.00 Útvarpssaga barn- anna: Átta börn og amrna þeirra í skóginum". 20.00 Framhaldsleik- ritið; „Anna Karenina" eftir Leo Tolstoj og Oldfield Box; XI. kafli. 20.30 Einleikur á fiðlu: Tomas Ma-gyar leikur vinsæl lög. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örn- ólfur Thorlacius fil kand. kynnir stai-fsemi iðniaðardeildar Atvinnu- deildar Háskólans með viðtölum við Jóhann Jakobsson o.fl. 21.10 Pianótónleikar Ketill Ingólfsson leikur sónötu í g-moll op. 22 eftir Schumann. 21.30 Útvarpssagan: Læknirinn Lúkas. 22.10 Ferða- minningar eftir Sigurð Benedikts- son (Baldvin Halldórsson leikari flytur). 22.30 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.00 Dag- skrárlok. Langjökull er í Rvik. Vatnajökull kom til London 6. þ.m. -fer þaðan til Rotterdam og Reykjavikur. Brúa.rfoss er í Keflavík; fer það- an til Austfjarðahafna og Esbjerg. Dettifoss fór frá Reykjavík í gær- kvöld kl. 21 til Vestmannaeyja, og Faxaflóahafna. Fjallfoss kom til Reykjavikur í gærmorgun frá Leningrad. Goðafoss kom til Vest- mannaeyja. í gærmorgun; fer það- an í kvöld -til Faxaflóahafna og Reykjavíkur. Gullfoss kom til R- víkur í fyrrn.dái; frá Thorshavn, Leith og Ka.upmannahöfn. Lagar- foss.fór frá Eyjum 16. þ. m. til Bremenhaven, Cuxhaven, Ham- borgar og Gdynia. Reykjafoss fór frá Hamborg í gær til Rotter- dam, Hull og Rvikur. Selfoss fór frá N.Y. 6. þm. til Reykjavikur. Tröllafoss fór frá Isafirði í gær til Akur.eyrar, Siglufjarðar og Seyðisifjarðar og þaðan til Bel- fiaisj;. Tungufoss fór frá Ólafsfirði 6. þm. til Oslóar, Gauta.borgar og Kaupmannahafnar. Hekla fer frá Rvík á morgun vestur um land í hringf. Herj- óífur fer frá Rvik kl. 21.00 í kvöld til Vestmanna- eyja. Þyrill fór frá Karlshamn 7. þ.m. áléiðis til Sigluf jarðiar. Skjaldbreið er á Vestfjörðum á suðurleið. Herðubreið er á leið fiL Austfjörðum til Reykjavikur. Hvassafell er í Wal- kom, fer þaðan vænt- anlega 12. þ.m. áleið- is til Drammen. Arn- arfell lesta.r á Eyjafjarðarhöfn- um. Jökulfell kemur til Rostock í dag frá Ventspils. Disarfell er væntanlegt til Odense á morgun. Litlafell væntanl. til Rvíkur í dag frá Breiðafjarðarhöfnum. Helga- fell fór 9. þm. frá Riga áleiðis til Reyðarfjaiðar. Ha.mrafell kem- ur 12. þ.m. til Gautaborgar frá Tuapse. SpihUiVÖld Borgfirðiiigarélagslite verÖur fihimtudaginn 12. þ.m. kl. 21.00 stundvíslegia í Skátahéimil- inu við Snorrabráut, húslð opnað kl. 20.15. Góð verðlaun. Mætið vel og stundvíslega. Iláteigsprestakall: Fermingarbörn séra Jóns Þorvarðssonar á þessu ári, vor og haust, eru beðin að koma til viðtals í Sjómiannaskól- a.nn fimmtudaginn 12. þm. klukk- an 6.30 s.d. Lárétt: 1 feginn 6 púki 7 þröng 9 sa.m- tenging 10 ha.f 11 óhljóð 12 tveir eins 14 frumefni 15 verkfæri 17 sterk. Lóðrétt: 1 fugl 2 stafur 3 bar 4 frumefni 5 festing 8 bragðgóð 9 hraust- ur 13 lærdómur 15 samstæðir 16 tveir eins. Hhmfaxi fer til Glas- goiv og K-hiafna.r kl. 8.30 i dag. Væntan- íegur aftur til R- vikur kl. 16.20 á morgun. Innan- landsflug: — 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsavíkur, Isafj-. og Ves.tmannaeyja. — Á morgun er áætlað iað fljúga t.il Akureyrar 2 ferðir, Egilsstaða, Kópaskers, Patreks.f jarðar, Vest- mannaeyja og Þórshafnar. Reglusaman mann vantar gott herbergi í miðhluta bæjarins sem næst höfr.r inni. Tilboð sendist blaðinu merkt „Rólegur—1001“ fyrir næstu helgi. 1 fyrradag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Vilborg Dag- bjiartsdóttir, kennari og stud. cin. Þorgeir Þorgeirsson. Heimili ungu hjón- anna er að Sólvallagötu 54. —■ Sl. lauga.rdag voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni frk. Björt óskarsdótt- ir, Borgiarholtsbraut 38A og Guð- mundur Jónsson, rafvirkjanemi, Bergsta.ðastræti 34. Hcimili ungu hjónanna verður á Bergstaða- stræti 34. Kyenfélag Bústaðasóknar heldur fund annað kvöld klukkan 8.30 i Háagerðisskóla. Upplestur. Tæknibókasafn IMSl Útlán: Kl. 1—7 e.h. mánudaga til íöstudaga og klukkan 1—3 e. h. laugardaga. Lesstofa safnsins or opin ", venjulegum skrifstofutíma og útlánstíma. Prentarinn 7.—8. tbl. er komið út. Flytur það m.a. grein um lifeyr- issjóð prentara; fyrrv. prentari segir frá athyglisverðri tilraun til að snúa á prentvillupúkann, þá eru afmælisgreinar og smá- saga eftir Þóru Elfu Björnsson. Mlnningarspjöld styrktarfélag! vangeflnna fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Æskunnar Bókabúð Braga Brynjólfssonar Bókaverzlun Snæbjarnar Jóns sonar, Verzluninni Laugaveg 8 Söluturninum við Hagamel oí Söluturninum Austurveri. Qengisslfráning. ; Sólugengl. 1 Sterlingspund 107.05 1 Bandaríkjadollar 38.10 1 Kanadadollar 39.06 100 Dansliar kr. 552.75 100 Norskar kr. 534.10 '100 Sænskar kr. 736.85 100 finnskt mark 11.92 100 N. fr. franki 776.60 100 B. franki 76.70 100 Sv. franki 884.95 100 gyllini 1.009.95 100 tékkn. krónur 528.45 100 v.-þýzk mörk 913.65 1000 lírur 61.33 100 A.-schillingar 146.65 100 pesetar 63.50 ÞjóSminjasafn Islands verður framvegis opið frá kl. 1.30 til 4 sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga. Slysavarðstofan er opin allan sól- arhringinn. — Lælcnavörður L.R. er á sama stað kl. 18 til 8, síml 15030. Minningai'kort kirkjubygglngar- sjóðs Langlioltssafnaðar fást á eftirtöldum stöðum: Langholtsvegi 20, Sólheimum 17, Vöggustofunnl Hlíðarenda, Kambsvegi 33 og Verzlun Sigurbjarnar Kárasonar Njálsgötu 1. Bæ jarbókasaf nið: títlánsdeild: Opið alla virkat daga klukkan 14—22, nema laugardaga kl. 13—16. Lestrarsalur fyrir fullorðna: Opið alla virka daga kl.10—12 og 13—22, nema laugardaga kl. 13—16. 36. DAGUR. Douglas hló. „Ég hefði ann- ars haldið að ef npkikuð gæti orðið til að valda hneyksli á Jamaica, þá væri það einmitt að ég birtist í kokkteil-veizlu í fylgd með konunni yðar “ ..Þér takið orð mín stundum of bókstaflega,“ sagði Pawley. ,,Við megum ekki vanmeta skynsemi fólks. Og auðvitað myndi ég hringja í mág minn og skýr.a málið íyrir honum.“ ,,Það er leitt að ekki skuli vera um annan dag að ræða,“ sagði Douglas. ,,Ég vildi fúslega láta yður fá frí á fimmtudaginn í staðinn.“ sagði Pawley göfuglyndur. ,,Gætuð þér ekki hnikað þessu til?“ Ilann deplaði augunum vongóður á svip. Svo hló hann afsakandi og sagði dá- lítið feimnislega: ,,Ef satt skal segja, Lockwood, þá hafði ég vonað að þér gætuð þetta vegna konunnar minnar. Það er ekki .sérlega skemmtileg't fyrir konu að dveljast hér. skiljið þér. Að sjálfsögðu heíur hún ekki minnzt á neitt í þá átt, -t- en ég er hræddur um að henni leiðist hérna stundum.“ Hann brosti frjálsleg'a. Senni- lega þreytist hún líka á mér. Það væri dál.til tilbreytni i'yr- ir hana, ef þér íæruð einu sinni út með hana Auðvitað get ég ekki krafizt þess af yð- ur. En þér gerðuð mér mikinn greiða.“ I-Iann var ekki sérlega sólg- inn í að gera Pawley greiða, að minnsta kosti ekki greiða af þessu tagi; en honum var Ijóst að það yrði vandkvæði í sambandi við bilinn — hann gæti ekki hal't aínot aí honum ■allan daginn. ef i'rú Pawley þyrfti einnig á honum að haJ.da, — og þá sagðist hann skyldi lara með henni. Pawley hallaði sér ,afturá- bak i stólnum og brosti þakk- samleg'a. Aðí'erðir hans höfðu enn einu sinni borið árangur. „Kærar þakkir, Lockwood. 'Ég' vona að yður íinnist þetta ekki of eríið aukavinna“. Og svo bætti hann við, að ef ske 'kynni að Douglas hefði mis- skilið hartn: ,,Og þetta er ein- göng'u mín hugmynd. Mér fannst rétt að taka það fram .... Konan mín hefur ekki hugmynd um að ég ætlaði að biðja yður um þetta.“ Frú Pawley íannst hka rétt að taka það framl og hún tók það íram áður en i'imm mínút- ur voru liðnar frá brottför þeirra á miðvikudaginn. Ilún sagði: „Ég varð alveg stein- hissa. þegar maðurinn minn sagði mér aö hann hefði boðið yður að fara með mér. Þér haf- ið þó ekki haldið að é^ ætti hugmyndina?“ Hann sagðist ekki hafa haft neina ástæðu til að halda að hún hefði átt hugmyndina. Hann hafði eng'a ástæðu til að brjóta heilann um hver hug- myndina ætti; hann var bara gramur sjálfum sér fyrir að hafa látið til ieiðast. Einkum var hann gramur yfir því að ekkert svar hafði borizt við hréfinu sem hann hafði skrif- að Júdý. Iiann hafði spurt hana hvort hún gæti hitt hann á fimmtudaginn í stað- inn. Annað hvort var hún far- in frá ICingston eða hún hafði ekki lagt það á sig að svara honum eða þá að bréí' hans éða hennar hafði g'latazt. Að minnsta kosti var hann hrædd- ur um að hann ætti þess ekki kost að hitta hana vegna kokkteilveizlu bróður í'rú Pawley. Honurn íannst leiðin- legt að hugsa til þess og það sannaði að hann álti enn stoð í henni. Bara hann hefði ekki þuri't svona mjög á stuðning'i að halda. Bara hann gæti ein- beitt sér í alvöru að fiðluleik sínum eða rannsóknum á líii mauranna. Eða því einu að verða sómasamlegur kennari. ..Þér eruð svo þögull," sagði frú Pawley. ,,Ég verð að haía hugann við aksturinn.“ .'.Þér eruð ekki í slæmu skapi?" ,,Enganveginn“. „Jæja, það er gott“. sagðihún. „Þér getið að minnsta kosti reynt að skemmta yður. þótt þér lítið á þetta sem skyldu yðar.“ .Það er engjjn skylda." „Ekki það?" Hún hió þessum snögga, taugaóstyrka hlátri. .,En fallegt af yður að segja það." Bróðir frú Pawley átti heima í lágu hæðunum bakvið King- ston. Klukkan var háifsex þeg- ar þau komu þangað. Fjöldi bíla stóð íyrir íraman húsið. Þegar þau stigu útúr bflnum sagði írú Pawley: ,,Já, í ham- ingju hænum. kallið mig ekki írú Pawley -l. nenla þér viljið láta líta svo út sem við töl- urnst ekki við. Fóikið hérna er ekki nærri þvi eins siða- vant og þér virðist halda." Skírnarnaín hennar var Jo- an. hann mundi það núna, en hann gat ekki fengið sig til að kalla hana því. hann 'ætlaði ekki að kalla hana neitt. Veizlan var haldin úti á grasflötinni. Nokkur hundru& manns voru þarna saman kom- in og' fjöldi svartra þjóna í hvítum jökkum báru um bakka með dr.ykkjum og brauðsr.eið- um. Engir kynblendingar voru meðal gestanna. Það hlaut að hafa verið býsna erfitt að tína saman yf'ir tvö hundruð manns í Kingston sem voru aí hreinu, hvítu kyni. Það var þvi aðeins hægt að gyðingar fengju að íijóta með. Bróðir i'rú Pawley virtist ekki set.ja það íyrir sig — fjölskvldan var sem sé- írjálslynd. Douglas hafði ekki fyrr hitt bróður frú Pawley. Ilann rak stóra sykurplantekru, sem faðir þeirra haíði átt. og hann kom ■aldrei upp í skólann. Frú Paw- lev heimsótti hann iíka ör- sjaldan. hún sagðist ekki geta þolað konuna hans. Ilún fylgdi Dougias tii hróður s'ns og kon- an hans stóð við' hiið hans. Bróðirinn var hár og þrek- vaxinn og býsna myndar- ur, en í svip hans var eitthvað’ gróft og ósvíínislegt. Hann hét Findlay. Konan hans var gróf- gerð. góðlátleg og' ailtof -mik- ið máluð. Eftir þvi sem frú Pawiey sagði, hafði hún giízt bróður hennar vegna pening- anna og hún hafði. talið hann á að yíirfæra helminginn af eignunum á hennar nafn. Ef það var satt, þá var hún greindari en hún leit út íyrir að vera, Findlay heilsaði með feikn- arlegu handabandi. , Nú, eruð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.