Þjóðviljinn - 05.03.1961, Síða 5

Þjóðviljinn - 05.03.1961, Síða 5
Sunnudagur 5. marz 1961 ÞJÓÐVILJINN — (5 Baudaríski stóriðnaðurinn læs- ir klónum í Vestur-Evrópu Bandarískir auðhringar gera nýja innrás í Evrópu vegna lægri vinnulauna en vestra r;i Bandaríska stórblaðið New York Times segir nýlega að; ,,fjöldi bandarískra stálfyrir- tækja kafi í byggju að re:sa stáliðjuver erlendis í samvinnu við erlenda framleiðendutr. Með Jíví igeta Bandarikjamern bæði notað sér lægri framleiðslu- kostnað 'i löndunum handan Atlanzhafsins og ennfremur iflengið markað fyrir banda- rískar vélar og tækni“. IBlaðið segir ennfremur að plastiðnaðurinn, efnaiðraðurínn og aðrar iðmgreiuar hafi iþegar notfaðrt sér þessar aðstæður til þess að auka gróða sinn, en leggur jafnframt áhetrzlu á, að nýju áformin hafi í för imeð ser mjög aukin umsvif og gróða hinna íhaldssömu stáliðnjöfra. E:tt af minni stálfyrirtækj- tim Bandairíkjarina varð fyrst til að teygja klærnar til Evr- ópu. „Crucible Steel Company" keypti 75 próseut af hlutabréf- unum í ítalska stáliðnaðinum í Milanó og hefur á prjónun- um svipaðar aðgetrðir í Ástr- alíu. , AHenheny Ludlom Com- pany“ ráðgerir að bvvgia stál- iðjuver í Belgíu fyrir 10 millj- ónir dollara í samv:nnu við belgfekt fyrirtæki. Youngstow Sheet and Tube Co.“ hefur kunngjört áform sfei um að byggja stórt stáliðjuver við Gent-ski]3askuróinn í Belgíu í samstarfi við frönsk og belg- ísk auðfélög. Stórlaxar fara á kreik Síðustu mánuðina hafa stór- laxarnir í bandaríska stáliðn- aðimim farið að dæmi „smá- fiskanna". Talsmaður „U.S. Steel Company", ftoger Blough, hefur vdrið á ferð I Vestur- Evrópu undanfarið og tilkynnt að fyrirtæki sitt hafi ákveðið að auka áhrif sín á heims- markaðr.ium. Verkamenn í stáliðnaðinum í Bandaríkjunum búa v:ð mikið atvkmuleysi. Ekki eíru nýtt nema um 50 prósent af fram- leiðslugetu stáliðnaðarfyrir- tækjanna. Risafyrirtæki Banda- ríkjanna kæra sig ekki um að bæta úr atvinnuleys5 í eigim landi, en þess í stað hafa þau hug á að nota sér það að vinnulaun verkamanna 'i Evr- ópu eru Iægri. Rúmlega 4 milljarðar Verzlunarráðunevti ÍBanda- ríkjanna hefur birt greinargerð um bandaríska fjárfestingu er lendis. Árið áður var hún 3 milljarðar dollara. Óbe;n fjár- festing Bandatríkiamanna er- lendis er talin a.m.k helmingi meiri. Ýmis málgögn. bandarfekra auðhringa sjá ekki sólina fyr- ir þessum miklu gróðamögu- leikum erlendis. Blaðið „Wall Stireet Journal" segir t.d.: um bandaríska fjárfestingu er- lendis er allstaðar meiri erj 'hér í Bandaríkjunum, og flest þau bandarísk fyirirtæki, sem fest hafa fé erlendis, græða helm’ngi meira á fyrirtækjum sínum þar en í Bandaríkjunum sjálfum. Fyrir nokkrum dögiun birtist í Rómarblaðinu PAESE SERA viðtal við þýzkan málaliðsmann, Armin Katz, sem verið hafði í þjónustu Katangastjórnar og liafði að sögn hans sjálfs verið viðstaddur þegar belgískur liðsforingi skaut Patrice Lúmúmba tii bana. Myn.ilin hér að ofan birtist með viðtalinu, en þar sýnir Kalz (það er límt yfir andlit hans svo liann ekki þekkist) hvernig Lúmúmba var skotinn í gagnaugað. 1 Þegar samningamakkið um landhelgina hófst í haust reis mótmælaalda um land allt. Á fundi sem hald'nn var á Aust- fjörðum brá kunnum Alþýðu- flokksmanni svo, þegar hann heyrði tíðindin, að hanr: hljóp beint í símann og hringdi ‘i Emil Jónsson s.jávarútvegs- málaráðherra. Kvaðst hann haca spurt Emil hvort það væri rétt að það ætti að semja við Breta um aö veita þeim undanþágur ianan 12 mílna landhelgimmr, en Em:l hefði svarað: „Þú mátt skila því frá mér að þetta verði ekki gert meðan ég er í embætti sjávarútvegsmálaráðherra." Tlefur nokkur heyrt þess get’ð að Emil Jón.sson sé að hugsa. nm að segja af sér? Úfsölusaga: áður kr. 480, nú 398! Kona nokkur, er leit inn á ritstjómarskrifstofur blaðsins, skýrði okku'r frá eftirfarandi: Ég ieit inn á útsölu í' verzluninni Rán og sá þar lampa, sem áttj að kosta á útsöluverði 398 krónur. Á miðanum stóð að hann hefði áður kostað 480 krónur. Nú vildi svo ednkennilega til að ég hafði áður komið í verzl- unina Rín, þegar ekki var útsala, og þá kostaði þessi lampi 398 krónur. Ekki nóg með það, ég keypti sams- konar lampa hjá verzlun Ásbjarnar ólafssonar fyrir nokkru á 398 krónur en varð að skila honum aftur vegna smágalla og ég hef hér innleggsnótu, sem sann- ar þetta. Konan sagði að lokum: ég vildi benda á þetta, þvi ég er anzi hraxld um að þessiun brögðum. sé oft beitt á útsölum; það er sett ein- hver stór upphæð á miðann og svo ságt að varan hafi lækkað svo og svo mikið. Tónlistarkynning Tónlistarkynning verður í há- ríðarsal háskólans í dag, sunnudag 5 marz, kl. 5 e.h. Fluttur verður af hljómplötu- tækjum skólans síðari hluti af óperunni Fídei'ó eftir Beethov- en. Listamenn frá Vínaróper- unni flytja, stjórnandi Wilhelm Furtwángler. Dr. Róbert A. Ottósson flytur inngangsorð og skýringar. Öllum er heimill ó- keypis aðgangur. eiii um onrKKiusi r' & u * Inu verSa Eftirfarandi éilyktun sem lítillega var getið hér í blað- inu í gær var einróma sam- þykkt á fundi í Menningar- og friðarsamtökum íslenzkra kvenna þ. 28. febr. 1961. ,/Fundur í Menningar- og friðarsamtökum islenzkra kvenna mótmælir þeirri fyr- irætlun ríkisstjórnarinnar að semja við brezku ríkisstjórn- ina um landhelgi Islands, samkvæmt þingsályktun þeirri, eem lögð var fram á Alþingi mánudaginn 27. febr. Við mótmælum því, að mál eins og landhelgismálið, sem raunverulega varðar sjálf- stæði og lífshagsmuni íslenzku þjóðarinnar, sé dregið inn í milliríkjasamninga, þar sem fyrirfram var vitað að hlutu að byggjast, á einhverskonar afslætti af íslaríis hálfu. Við teljum öll rök hníga að því að beinar ofbeldisaðgerðir af hálfu Breta hefðu ekki verið teknar upp að nýju og hafi því engar nauðir rekið ríkis- stjórn Islands ríl að ljá máls á samningum við þá, ef ein- ungis var liríð á íslenzka hagsimini. Við mótmælum sérstaklega því ákvæði samnings þess, sem nú liggur fyrir Alþingi að íslendingum þeri, ef þeir hyggi á frekari útfærslu landhelginnar, að tilkynna Bretum það með sex mánaða fyrirvara, og að hlíta beri gerð alþjóðadómstóls ef ann- arhvor aðili æskir j>ess. Telj- um við að hér sé svo freklega gengið á ejálfsákvörðunarrétt okkar, að við getum ekki sem sjálfstæð þjóð unað þvi. Við vekjum athygli á því hve illa er komið forsjá þess- arar litlu þjóðar þegar mestu valdamenn. ríkisins kunna ekki betur að gæta f.iöreggs þjóðarinnar, sjálfstæðfeins, en það, að tæpum sjö árum eftir að þjóðin öðlast fullt sjá1f- stæði, var gerður milliríkja- samningur, sem vó að rótum íslenzks sjálfstæðis, þar sem v?r hervemdarsamningurinn við Bandaríki N-Ameríku árið 1951, cg verði þessi samning- ur við Breta um íslenzka landhelgi samþykktur, er enn vegið í sama knérunn. Við áteljum það, að for- ystumenn tveggja st.iómmála- flokka, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðufiokksins, skirrast ekki við að riúfa þá þjóðar- einingu, sem frá upphafi hef- ur rlkt um landhelgismálið. og við skorum á felenzku þjcðina að hefja sig yfir flokkadrætti <og foringjafylgi og sameinast á þeirri öríaga- stund sem uod er að renna í lífi liennar, til svo skeleggrar baráttu að öllum stjómmála- mönnum megi ljóst verða að svik í þessu lífshagsmuna- og sjálfstæðfemáli þjóðarinnar verði ekki þoluð.'1 fí Það er víðar en á Islandi að harðar umræður verða á þ'ngi um áfengismál. Þannig urðu enig- ar smáræðis deilur á brezka þinginu um daginn, enda var til- efnið það að einn þingmanna vilili láta bar.na „pöbbana", öl- krárnar scfti eru eins konar önn- ur he'mili mikils hluta brezku þjóðarinnar. Það var einn af þingmönnum Verkamannai'lokksms sem sagði að það væri „hreinn barbar- ismi að drekka standandi við bari‘. Því ætti ekki að veita leyfi til reksturs fleiri þeirra og ekki að endumýja leyfi nú- verandi leyiishafa þegar þeir féllu frá. Ein af þingkonum íhaldsflokks- ins var á öðru máli. Hún kvað það ekkert barbari að drekka standandi. Sjálf gerði hún það oft. Annar þingmaður Verkamanna- flokksins taldi ástæðu til að ætla að vínbarir í veitingahúsum ykju drykkjuskapinn, hins vegar væri ekkert athugavert við að drekka öl við bari „pöbbanna". „Þegar ég fer í pöbbinn, sem er r.okkuð oft, sezt ég aldrei niður. Eitthvað það bezta við lífshætti okkar , Breta er að við getum hvílt okk- j ur við bardiskinn og spjallað við náungann“. Tillagan var felld, enda hafði j varainnanríkisráðherrann, Vosp- ! er, gefið svofellda yfirlýsingu: „Það væri alveg fráleitt að j sherry sem maður fær sér fyrir i hádegisverðinn yrði að drekkast | við sama borð og maður ætlar að borða við“. ískyggileg öfugþróun að leita til erlendra iðnaðarmanna þeg- ar iimlendir eru verkefnalausir Aðalfundur Swiuafélaps hús- gaguasmiða í Reybjavíh var haldinn sl. mánudag. T. stjórn félagsins voru kosn- ir: Bclli A. Ólafsson formaður, Halldór G. Stefánss., varafor- maður, Ólafur E. Guðmundsson féhirðir, Krfetján Sveinsson rit- ari og Gunnar G. Eánarsson varaféhirðir. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru rædd atvinnumál og horfur og um þau mál samþykkt. svofelld ályktun: „Aðalfundur Sveinafélags hús- gagnasmiða í Reykjavík liald- inn mánudaginn 27. febrúar 1961 leyfir sér að benda við- komandi aðilum á eftirfarandi: Kunnugt er að nokkrir aðilar eru nú að undirbúa hótelrekst- ur og annan skyldan rekstur. Hugmynd þessara aðila mup vera að kaupa húsgögn og ann- an húsbúnað erlendis frá og munu hafa leitað tilboða, án þess að leita þeirra innanlands. j' Telur fundurinn það vera fekyggilega öfugþróun í iðnaði j ckkar, ef innlendir aðilar leita ; slíkra tilboða erlendis frá á j sama tlma sem aðrir innlendir i aðilar eru komnir í verkefna- þrot og leita fyrir sér með markaði eriendis. Skorar fundurinn á yfirvöld , landsins að hlutast til um að ís- 'lenzkum aðilum verði falið að j vinna öll þau verk, sem hér um I ræðir.“ Stjórn félagsins var falið að , hafa samráð við Húsgagna- j meistarafélag Reykjavíkur, fé- ! lög húsgagnabólstrara og félag húsgagnaarkitekta varðapdi þetta mál. J

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.