Þjóðviljinn - 28.04.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.04.1961, Blaðsíða 7
fttr- Föstuð&gur , 28; !apr'il 1961 ÞJÓÐVILJINN — (7 Islenzkt frœðirit í norskri þýðingu sagnfræðileg og réttarsöguleg efni, en Knut Helle nýtur fræðimannastyrks háskólans. Ritgerðir ; þessar bera nafnið Lov og tir.ig. Útgáfan er vönd- uð og' smekkleg' á sama hátt og ritið um Njálu, og textinn prýddur uppdráttum og ágæt- um ljósmyndum. Prófessor Ólafur Lárusson er einhver kunnasti lögfræð- ingur samtíðar sinnar, en auk lögfræðinnar hefur hann rann- sakað hið forna íslenzíka þjóð- félag, sögu þess, landafræði og bókmenntir, með þeirri al- úð og'?ást á viðíangsefninu, að vísindaleg ritstörf hans eru eigi síður sagnfræðileg en lög- Ólafur Lárusson fræðileg. Hann hefur að vísu gefið út veigamiklar kennslu- bækur og ritgerðir um ýmsa þætti lögvísinda, og norskur lögfræðingur hefur látið svo um mælt. að hann sé einstæð- ur vísindamaður, sem búi yfir fjölþættari þekkingu en dæmi séu til í heimi norrænnar lög- fr'æði. En hann er-ekki aðeins lögfræðingur, heldur einnig heiðursdóktor við heimspeki- deild Háskóla íslands og hef- ur lagt stund á landafræði og náttúru'fræði. Svo sem eðlilegt er, hafa lögfræðimenntun og rökvísi Ólafs- LárUssonar mótað sögu- skoðun hans, enda kemur það Ijóst fram á titlum bóka hans. Nefna má Lög og sögu og Grá- gás og lögbækurnar. Allar rit- gerðirnar. sem hér liggja fyrir i norskri þýðingu, eru sóttar í Lög'. og sögu, og birtast sem sýnishorn, bæði sem verk þessa höfundar og jafnframt dæmi um vinnubrögð og viðhorf ís- lenzkrajvísindamanna við lausn vandamála. Samtimis því sem Skandin- avisku löndin voru í vaxandi mæli mótuð í anda evrópskr- ar menningar og' andlegt líf þeirra ber þess sífelit meiri menjar, hafa íslendingar í rétt- mætu stolti yfir sjálfstæði sínu og furðulegri grósku hins litla menningarríkis sótt á hin djúpu mið þjóðlegrar menn- ingar sinnar og leitazt við að gera sér grein fyrir sérstæð- um uppruna sírium og þjóðfé- lagsþróun. Á söguöld varðveitt- ist á íslandi þjóðfélagsform norður-germansks réttar og þetta varð ásamt auðugum bókmenntum sönnun fyrir sjálf- stæðri og einstæðri menning- arþróun, en hugsunarháttur ís- lendinga á þessum tíma átti rætur sínar í evrópskri há- menningu. Vist er, að hin þjóð- lega-rómantiska stefna hefur lagt grundvöll að miklum og árangursrikum vísindalegum fræðistörfum, sem minna á svipaðan þátt í sögu okkar Norðmanna um miðja síðustu öld, þegar við bjuggum við ný- fengið sjálfstæði og hlutum að Gagfirsn-fjðískyldðn Geimfarinn Júrí Gagarín á skilið að fá að hvílast eftir erfiða þjálfun og afrek sitt. Þarna liggur liann í sólbaði ásamt Valentínu konu sinni og Elenu dóttur þeirra. Myndin var tekin þe.gar fjölskyldan var í sumarfríi í júní í fyrra ;í Glasma skammt frá Moskvu. endurheimta þjóðlegan menn- ingararf’ okkar. Ritgerðir Ó'lafs Lárussonar eru ágætt dæmi um þessi vís- indalegu fi-æðistörf, og ljós still hans og vald á viðfangs- efninu gerir ritgerðir hans einkar ánægjulegar aflestrar. Meðal viðfangsefna, sem hann rannsakar er uppruni goða- valdsins. — Hvíldi það á trú- arlegri leiðsögu þeirra sem for- stöðumanna, blóta, á eignarrétti landnámsmanna á tilteknum landssvæðum, eða fyrst og fremst á ættartengslum og mannaforráðum, sem rekja má til Noregs fyrir upphaf íslands- byggðar? Hvernig er löggjöf íslands til orðin og hvað verður ráðið af Grágás um það? Hver voru verkefni íslenzku héraðsþing- anna og í hvaða sambandi stóðu þau við trúarlegar mið- stöðvar og höfðingjasetur? Hvernig er sambandið milli nú- gildandi íslenzkra laga og lög- bóka Magnúsar lagabætis, eft- ir að ísland var lagt undir vald Noregskonungs? Það væri of umfangsmikið að rekja niðurstöður Ólafs Lár- ussonar í þessari grein, en ég er ekki í vafa um, að norskir fræðimenn muni finna mörg atriði, bæði hvað snertir sögu- legar fyrirmyndir íslenzkra laga og spurninguna um lög- bækur Magnúsar og samband hans við kirkjuna. En þetta skiptir að vísu litlu máli fyr- ir lesandann, sem kynnist merkilegum fræðimanni í bók þessari, rithöfundi, ' sem setur sjónarmið sín fram og dregur ályktanir á skýran, rökréttan og sannfærandi hátt. Þýðing Knuts Helle ,er i góðu samræmi við frásagnarhátt höfundar. Hann hefir einnig bætt í textann skýringum og 'athugasemdum, á sama hátt og skýringar Ólafs Lárussonar birtast a.ftast í bókinni. Þetta rit og hitt, sem áður er komið út í þessum flokki, verðskulda að fá stóran hóp lesenda í Nor- egi, bæði vegna verðleika og hins, að þær gáttir, sem ritin hafa onnað, mega ekki lokast aftur. íslandsritsafn háskóla- forlagsins er menningarlegur fundur. sem haft getur jafn- mikið gi'di fyrir vísindamenn, stúdenta og alþýðu manna. llllllillIIIIIIIIIUIIillIilillIlIllllllIlilllllllIllllllllllllllllllllllllllllllllliKIIIIIIIilillIllIIII llIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIiiiiiiiillIIIIIKIIlIIIIIIIII'IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItllllllllllllllIIIIMIIIIIi bœjarfógetamálinu isflokknum í Keflovík málinu. Skömmu eftir að ákvörðun dómsmálaráðuneytisins varð kunn fór að bera á því í Keflavík að lionur, flestar úr fremstu röð Sjálfsiæðis- kvennafélagsins þar, fóru að ganga á milli liúsa og safna ur.dirskriftum undir skjöl þar sem Alfreð bæjárfógeta er vottað „traust og virðing". Mánudagsblaðið segir að bæjarfógetafrúin sé formað- ur sjálfstæðiskvennafélags- ins í Keflavík. Uncíirskriftasöfnun þsssi er hið furðulegasta tiltæki og bein uppreisn gegn dóms- málastjórn landsins. Með því að votta manni traust og virðingu sem átti þann kost beztan að biðjast lausnar frá embætti, vegna trassaskapar í embættisrekstri, þá hlýtur slík yfirlýsing að þýða van- traust á dómsmálaráðherra og fyrirlitningu á lieiðarleg- um embættisrekstri. Mánudagsblaðið segir að heyrzt hafi að Guðmundur Guðmundsson sparisjóðsstj. í Keflavík hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum til að mólmæla ákvörðun dóms- málaráðherra í þessu máli. Vera má að satt sé, en getur hinn strangheiðarlegi Guð- mundur í sparisjóðnum ekki þolað að minniháttar flokks- foringi í Sjálfstæðisflokknum þurfi að lúta landslögum? Getur það verið að siðferðj forustuliðs Sjálfstæðisflokks- ins í Keflavik sé á því stigi eftir 23ja ára embættisferil Alfreðs Gíslasonar, að sjálf- sagt sé talið að hægt sé að semja um afgreiðslu á mál- um sem þessu, eða hver var tilgangurinn með því að 15 manna lið sjálfstæðismanna í Keflavík fór á fund dóms- málaráðherra rétt áður en niðurstöður voru birtar í málinu ? Og því er haldið fram í Mánudagsbiaðinu að Ólafur Thors forsætisráðherra hafi stórfallið í áliti suður með sjó, fyrir að hann stöðvaði ekki aðgerðir dómsmálaráð- herra í þessu máli. Vera má að Ölafur Thors hafi fallið í áliti hjá Alfreð Gíslasyni og hans nánustu fylgifiskum, fyrir að stöðva ekki emb- ættisverk dómsmálaráðherr- ans sem vart eru fram- kvæmd af meiri hörku en brýna nauðsyn bar til. Sið- ferði klíku þeirrar sem dáir Alfreð bæjarfcgeta, verður ekki skrautfjöður í sögu Keflavíkur. Þá væri ekki nema eftir öðrum viðbrögðum forustu- liðs sjálfstæðismanna í Kefla- vík að safna undirskriftum og krefjast að þeim mönnum sem kærðu bæjarfógetann verði vikið frá störfum fyrir það eitt. að undirrita kæru á hendur Alfreð Gíslasyni bæj- arfógeta, sem átti við þau rök að styðjast að embættis- missir lá við. Siðleysi þessara manna sem birtist á forsíðu næst síðasta Mánudagsbláðs er takmarkalaust, þar er gerð vesældarleg tilraun til að hvítþvo Alfreð bæjarfógeta og gera hann að píslarvotti. Honum er lýst sem fyrir- myndar embættismanni, en vart á blaðið nógu sterk orð til að lýsa hinum pólitísku árásum dómsmálaráðherrans á alsaklausan flokksbróður sinn, Alfreð bæjarfógeta, er varð að biðjast lausnar frá embætti. Þeim sem að þessum skrif- um standa er hér með bent á að bau og undirskriftasafn- anir koma hvað sízt Alfreð bæjarfógeta að gagni. Það virkar sem napurt háð, eða megn fvrirliining á heiðar- legu réttarfari, að votta manni traust og virðingu er hrökk'ast frá embætti við lít- inn orðstír. Þess má geta, að síðan AI- frað var sendur heim. af þingi og láíinn taka til við afgreiðsJu þeirra mála sem. hann hefur allatíð vanrækt, þá hefur afbrotum í Keflavík stórkga fækkað. Þess vegna hugsar megin þorri Keflvík- inga gott til þess að fá rögg- samt yfirvald. A’freðs aðdáeriium er ráð- lagt ?ð leggja niður sitt Mánudngsblaðsþrugl og und- irskriftasafnanir, að öðrum kosti getur svo farið að birt verði hvers vegna Alfreð þurft; að biðjast lausnar frá embætti. Yerður hann betur settur með það? Keflvíkingur, j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.