Þjóðviljinn - 04.05.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.05.1961, Blaðsíða 7
Tt!T> ^’iipœtudagur, .• jp^-i961 rt^Sí^Y^íííNN +$■ (7 Þjóð'viljinn hefur að undanförnu birt mjög athyglis- verðar staðreyndir um efnahagsmál. Þar hafa m.a. kom- ið fram þessi meginatriði: 1. Heildarframleiðsla þjóðarinnar jókst um 98,3% á árabilinu 1950—1959. 2. Þessi framleiðsluaukning hefur ekki að neinu leyti birzt í auknum kaupmætti, heldur er kaupmáttur tíma- kaupsins nú 8,5% lægri en hann var 1950, 3. A árunum 1948—1958 hefur einkaneyzla meðalfjöl- skyldu aukizt að krónutölu um 61.500 kr. Á sama tíma hefur árskaup verkamanns fyrir dagvinnu aðeins auk- izt um 30.000 kr. Verkamannakaupið hefur þannig dreg- izl langt aftur úr. 4. Árið 1958 var svo komið að meðalneyzla fjölskyldu var talin nema 100.000 kr. en það ár voru fullar árs- tekjur verkamanns fyrir dagvinnu aðeins um 50.000 kr. Tekjumar hrukku þannig aðeins fyrir helmingnum af meöaltalinu. Þessar staðreyndir skipta meginmáli í öllum umræðum um kaup og kjör, og málstað- ur stjórnarflokkanna stendur og fellur með því hvort þeir geta hrakið þessi meginatriði. Þáð hefur því vakið mikla at- hygli að stjórnarblöðin treystu sér lengi vel ekki til þess að ræða eitt einasta atriði í út- reikningum Þjóðviljans. Loks- ins íyrsta máí komu greinar í Morgunblaðinu og Alþýðu- blaðinu um þetta mál; þær voru auðsjáanlega báðar gerð- ar í sömu smiðjunni, en efni þeirra gat naumast vesælla verið. Skulu nú rakin nökkur meginatriði í mótbáriun stjómarblaðanna. 70% á mannsbam Hvorki Morgunblaðið né Alþýðublaðið treystu sér til að véfengja þá staðreynd að þjóðarframleiðslan hafi nær tvcfaldazt á árabilinu 1950— 1959, enda eru útreikningarn- ir ujn það efni gerðir á veg- um Framkvæmdabanka ís- lands, meira að segja sam- kvæmt bandarískum tilmæl- um! En í staðinn haida blöð- in þvi fram að Þióðviliinn fari rangt með niðurstöðurnar. Morgunblaðið segir: „Loks dettur Þjðviljanum ekki einu sinni í hug að taka hina miklu aukningu fólkfjöldans með í reikningum sínum svo að varla, er von á að niðurstaðan Verðx gáfuleg.“ Og Alþýðu- blaðið segir: „Þjóðviljinn gleymir t.d. að taka tillit til þess að fjöldi vinnandi fólks jókst á þessu tímabili.“ Um þessar athugasemdir er það að segja að þær eru uppspuni frá rótum. Þegar Þióðviljinn birti tölurnar um þjóðarfram- leiðshma 20. apríl s.l. komst hann svo að orði: „Tölur þessar sýna breytingar á þióðarfram- leiðslunni í lieild á þessu tímabili. Að sjálfsö.gðu ber að taka tillit til þess að þjóðinni fjölgaði jafnframt úr 144.300 í 170.200 eða um 18%. En jafnvel þótt fullt tillit sé tekið til fólksfjölgunarinnar verður samt eftir uni það bil 70% aukning á þjóðarframleiðsl- unni á hvert mannsbarn á þessu túnabili.“ Það er auðveld aðferð í um- ræ'ðum að hlaupa yfir rök- semdir andstæðingsins og kvarta síðan yfir því að þær hafi aldrei verið bornar fram. En málsvörnin er ævinlega í samræmi við málstaðinn. Einkaneyzlan Önnur aths. af nákvæmlega sama tagi er borin fram í stjórnarblöðunum. Morgun- blaðið segir um útreikning Þjóðviljans um þjóðartekjurn- ar: „Við þennan útreikning lætur hann sig ekki muna um að sleppa með öllu að nefna, að stórkostlega vaxandi hluti þjóðarteknanna hefur farið í fjárfestingar svo og 'i aukn- ingu margskonar þjónustu hins opinbera við þegnana, svo sem trvggingabóta, ellilíf- eyris', kennaramála (!) o.s.frv. Einnig hefur ekkert tillit ver- ið tekið til fyrningar, sem hefur mjög vaxið á þessu tímabili." Og Albvðublaðið segir sama dag: „Þjóðviljinn gleymir t.d. að . . . ennfremur er í þjóðarframleiðslunni og aukninfru hennar auðvitað tal- in öll .fjárfest.ing auk fvrninga af hverskonar emnum svo að auglióst er að þjóðarfram- leiðslan öll kemur ekki til skÍDtingar s°m emkaneyzla. Þá glevmir Þíóðviliirxn og al- giörle°'a, að t.aka. tillit til allr- ar puknincmr á útgiöldum hins Oxtinbera t.ii félagsmála og annarra .b'ir.nust.u við ein- sta.klir’n-ana e«r til «kat,ta.lækk- ana. Hlntde;ið fiárfes+ingar- innar ng fvrninganna í bióð- arframleiðslnn’ii liefiiT- án era ankizt miög á heesu tímabili “ Eins og siá má ausa bæði blöðin úr sömu uppsprettu- lind, og enn sem fyrr fara þau með uppspuna frá rót- um. Þ.jcðviljinn hefur birt sérstakar og nákvæmar upplýsingar um „einka- neyzluna“ á tímabilinu 1948—1958, en einkaneyzl- íin fæst einmitt með því að draga frá þjóðarframleiðsl- unni opinbera neyzlu, fjár- niunamyndun og önnur þau atriði sem st.jórnarblöðin töldu upp. Þjóðviliinn hef- ur gert nákvæmlega það sem stjórnarblöðin gagn- rvna liann fvrir eð hafa ekki gert! Og ÞióðviUinn liefur sannað að því fer m'ög fjarri að verkamanus- kaunið hafi fylgzt með hinni almennu nevzhiaukn- ingu. ranglætið í þjóðfélag- inú hefur þannlg stórauk- izt. unz svo var komið 1958 að verk»maður fékk fvrir fullan eðlilegan vinnntíma aðeins helminginn af með- altalinu. Og síðan hefur hlutur verkamanna versn- að stcrum eins og alkunn- ugt er. Samanburður Ef teknir eru sérstaklega þeir liðir sem hér er um að ræða og athugað hvað þeir hafa aukizt að krónutölu á árabilinu 1948—1958. sam- kvaimt tölum Framkvæmda- bankans, lítur sá samanburð- ur þannig út: Aukning í krónum Þióðarframleiðslan 309% Nevzla hins oninbera 297% Fiármunamyndun 295% Einkaneyzla 217% Verkamannskaup 144% Því fer þannig mjög fjarri að hinn stórfelldi vöxtur þjóð- arframleiðslunnar hafi farið í fjárfestingu og stórauknar athafnir hins opinbera og tal Morgunblaðsins um „að stór- kostlega vaxandi hluti- þjóðar- teknanna hafi farið í fjárfest- ingu svo og í aukningu margs- konar þjónustu hins opinbera" er byggð á algeru þekkingar- leysi. Hlutföllin þar á milli haldast. eins og sjá má, að mestu óbreytt þetta tímabil. Hitt er annað mál að veru- legar upphæðir hafa farið og fara enn í vitlausa og óarð- bæra fiárfestingu og hreina sóun og bruðl ooinberra að- ila. Ef rétt væri stjórnað gæti verið mun meira fjár- magn tii ráðstöfunar en töl- umar úm „einkaneyzluna" gefa til kvnna. I sa^enburðinum hér fyrir ofan ‘•"•t infnframt frá enn einni hversu mjög verka- mannakaunið hefur dregizt aftur úr öð'rum útgjaldaliðum þjóðfélásrsinS. Verkamannakaupið Eu svo að enn sé vikið að mótbárum stjórnarblaðanna gera þau einnig athugasemdir við það sem Þjóðviljinn hefur sagt um árstekjur verka- Framhald á 10. siðu.' Stiórnarblöðin neyðast til að viðurkenna staðreyndir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.