Þjóðviljinn - 05.05.1961, Síða 5
Föstudagur 5. ma'í 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (5
framieiðsla
r \
sósíaiískn ríkjunum
Júr,í Gagarín, fyrsti maðurinn sem farið hefur úí í geinlinn, fér til Pra.g fyrir skömmu í boði
télílcneska Kommúnistaflokksins. Var honum forkunnarvel fagnað. Mannfjöldinn var svo ólmur
í að sjá og hylla fyrsta geimfarann að öll umferð stöðvaðist á götum sem hann fór um.
Mynilin sýnir íbúa Pragborgar fagna Gagarín fyrir utan gamla ráðhúsið í borginni.
® &
PARIS 4/5 — Það er haft eftir
andstæðingam de Gaulle í liópi
hægrimaiuia að Salan liershöfð-
irigi kafi tekið við stjórn neðan-
jarðarhreyfing/r sem ætlað er að
lialda áfram baráítunui fyrir
„frönsku Aisír“.
Enn er ekkert vitað um hvar
Salan og félagar hans, hershöfð-
ingjarnir Jouhaud og Zeller, eru
niður komnir, en talið er senni-
legast að þeir fari enn. huldu
höfði í Alsír. Þó er ekki loku
fyrir það skotið að þeir hafi kom-
izt úr landi og hugsanlegt að
þeir hafi enn fengið griðastað á
Spáni.
Aðalforsprakki uppreisnarinn-
ar, Maurice Challe, var í dag
ieiddur fyrir rannsóknarrétt í
°?rís og var þar yfirheyrður um
þátt sinn í uppreisninni. Verjandi
hans, Arrigni, einn írægasti lög-
maður Frakka, var viðstaddur yf-
irheyrsluna.
Lögregla og herlið höíðu mik-
inn viðbúnað í Algeirsborg í dag
og barst út sá orðrómur að
hægriöfgamenn ætluðu að reyna
að ráða af dögum ýmsa menn
sem hollir hafa reynzt stjórninni
í París. Þar var þó sagt að hér
hefði aðeins verið um æfingu að
ræða.
Eitn á að rcyna á
Canaveralhöfða 4/5 — Á
morgun stendur enn til að.
reyna að skjóta Bandaríkja-
manni upp í háloftin, en því
hefur verið frestað þrívegis
síðustu vikuna. Það verður þó
ekki endar’.ega afráðið hvort
tilraunin verður gerð eða ekki
fyrr en á síðustu stundu og
mun það fara eftir veðrinu.
Veðurspá er hagstæð, léttskýj-
að og skúrir.
Sovétríkin og önnur sósí-
ísk ríki í Evrópu, nema
Austur-Þýzkaland, hafa
aukiö' iönaðarframleiðslu
sína um meira en 10 pró-
sent á árinu 1960, segir 1
skýrslu efnahagsnefndar
Sameinuöu þjóöanna fyrir
Evrópu. FramleiÖsla Aust-
ur-Þýzkalands var ekki al-
veg eins mikil vegna skorts
á stáli.
Framleiðsla Sovétríkjanna á
byggingarvörum, vélum og 'I
efnaiðnaði jókst mjög mikið.
'Olíunotkun kemur í stöðugt
ríkari mæli í stað kolanotkun-
ar.
Nýjar verksmiðjur
iByggð voru y.fir 1000 ný iðti-
aðarfyrirtæki’ í Sovétríkjunum
, á síðasta ári, þar á meðal
stærsti stálofn heims. Níu
vatnsaflshreyflar voru bygg'ðir
fyrir raforkuverið í Stalíngrad,
og lagðar voru olíu- og gas-
leiðslur, sem eru meira en 5000
km. á lengd.
Rúmen'ia er fremst í flokki í
hlutfallslegri aukningu í iðnað-
arframleiðslunni. Rúmenar juku
járnframleiðslu sína um 37
prósent, framleiðslu hrájárns
um 20 prósemt, framleiðslu hrá-
stáls um 27 prósent og fram-
leiðslu á völsuðu stáli um 53
prósent.
Framleiðsla Búlgara á niður-
soðnum ávöxtum jókst um 50
prósent. 1 Ungverjalandi var
ekki byrjað á eins mörgum ný-
byggingum í iðnaði og oftast
áður, en áherzla lögð á að Ijúka.
fjölmörgum fyrirtækjum, csm
vérið hafa í bygg'ngum.
Hciárifssiiáli í denska þingÉRiy
Framh. af 12. síðu
isstjómin átt að ráðgast við
stjórnmálaflokkana áður en
frumvarpið var samið til að
koma í v.eg fyrir þá misklíð sem
nú hefði verið vakin.
Fulltrúi Óháðra vinstri-
manna lýsti sig andvígan frum-
varpinu, og taldi að með því
væri bæði gengið á eignarrétt-
inn og h\ut þingsins.
Fleiri þingmenn tóku til máls,
þ.á.m. fyrrverandi þingleiðtogi
íhaidsflokksins, O’.e Björn
Kraft, sem sagðist vera fylgj-
andi því. að jslendingar fengju
handritin, en hann harmaði
einnig málsmeðferðina.
Jörgen Jörgensen mennta-
málaráðherra svaraði í'rarp-
kominni gagnrýni, en tók jai'n-
framt fram að umræðurnar
hefðu sýnt að flestir þingmenn
virtust vilja afhenda íslending-
um handritin. Þingið aetti aðeins
að taka ákvörðun um það meg-
inatriði hvort handritum skyldi
skilað eða ekki, en ekki hvaða
handrítum. Sérfróðir menn
myndu ganga frá því.
Stúdentaráð Hafnarháskóla og
Samráð danskra stúdenta boð-
uðu í sameiningu til mótmæla-
göngu í Kaupmannahöfn í dag
gegn afhendingu handritanna.
Um 700 stúdentar tóku þátt í
göngunni, en 19.000 stúdentar
munu heyra undir þessi ráð.
Var gengið frá háskólanum til
Kristjánsborgarhallar og þár
haldinn fundur sem samþykkti
mótmæii gegn afhendingu hand-
ritanna.
í samþykktinni er vísað til
mótmæla sem borizt''- hafi frá
stoínunum og vísindamönnum í
Danmörku gegn frumvarpi
stjórnarinnar og sagt að „vís-
indastörf þay sem unnin eru á
Árnasafni aí dönskum og er-
lendum vísindamönnum muni
ærða fyrir óbætanlegu tjóni ef
handritin, eða hluti þeirra,
verða flutt á brott“. Tekið er
fram að afhending handritanna
muni síður en svo verða til
þess að efla norræna samvinnu.
heldur ffemur draga úr henni.
Það -er til dæmis um alvöru
þá sem a.m.k. nokkur hluti
göngumanna sýndi málefninu að
i göngunni vor'u höfð á lofti
spjöld þar sem á var letrað:
„Látið íslend nga ekki fá liand-
ritin, þeir munu íiota þau í skó-
bætur!“
einn vinning til
Moskvu 4/5 — Botvinnik þarf nú
aðeins einn vinning til viðbótar
■til að tryggja sér aftur heims-
meistaratitilinn í skák. Átjánda
skákin fór í bið á miðvikudags-
kvöld, en Tal gaf hana þegar
halda átti áfram. Botvinnik hefur
þá fengið HVz vinning, en Tal
61’2. Sex skákir eru ótefldar og
verður sú 19. tefld á rnorgun,
föstudag.
Höföað verður niál gegn 11*
þeldökkum mönnuin í Höfða-
borg vegna þátttöku í ócirS*
um í Pondolandi, að sögn fas»
istastjómarinnar í S-Afríku.
Samtals liafa 524 blölíku-
inenn verið handteknir vegna
óeinða í Pondolanöi.. Stjórn
(S-Afríku virðist liafa ákveðið
að herða enn kúgun blökku-
fólks í landinu, en þeim er
neltað um öll mannréttindi.
Auk hinna 114 eru 122 áknrð*
ir fyrir íkveikju.
★
Henrique . Galvao, einn af
leiðtogum andstöðunnar gegn
Salazar einræðisherra í Portú-
gal, hefur verið neitað um að
koma til Bandaríkjanna. Gal-
vao, sem frægur varð fyrir að
stjórna hinn ævintýralegu upp-
reisn á skipinu Santa Maria.
hugðist ferðast til USA, en
bandarísk yfirvökl neifuðil
honum um vegabréfsáritun.
★
I bandarískum miðskóla
voru nemendur spurðir uni
það hver Hómer væri. Meðal
svaranna voru þessi: Skip-
s.tjórinn á snekkju Onassis,
krabbategund í Kyrrahafi, að-
stoðarmaður Castros, og lang>
hlaupari £ Evrópu.
•k
Vopuaðir glæpamenn hafa
rænt 25 kg. af giftingarhring-
mn í skartgripaverksmiðju í
Marseille. Þýfið er metið á
rúmar þrjár milljónir króna.
• o
í miklu úrvali.
m hdin á Gannss
Cannes 4/5 — Fjórtánda alþjóð-
lega kvikmyndahátíðin nófst hér
í gærkvöld. Við setningarathöfn-
ina var sýnd bandaríska kvik-
myndin Exodus, en það tekur 3
tíma og 20 mínútur að sýna hana.
Hún tekur ekki þátt í keppninni
um verðlaunin. Sýndar verða
samtals 60 kvikmyndir.
Barizl á |remur
stöðum í Angála
Lúanda 4/5 (NTB-AFP) — Níu
portúgalskir hermcnn særðust
þegar vel vopnaðir uppreisnar-
menn réðust í gær á þrjá bæi í
Angóla: Fjórir hermennirnir
særðust hættulega. Um 100 km
eru á milli bæjanna þriggja,
Songo, Sanza og Pongo.
— margar gerðir og stærðir.
Slfflkar buxur
— litaúrval og margar stærðir
Drangjabuxur ®g drangjablúss-
ur, nærföt, bindi og sekkcr
í, verzlun,
Laugavegi 99. — Sími 24925.
Takið effir
Verkstæði mitt og stofa verður lokuð vegua flutn*
ings, dagana 5. til 10. maí. |
Opnað aftur 10, maí að Laugavegi 85.
Er til viðtals eins og áður alla virka daga frá kl.
14 til 16 á öðrum tímum eftir samkomulagi. j
STEINAK S.jWAAGE, orthop. j
skó- og innleggasmiður.