Þjóðviljinn - 20.05.1961, Side 7
Laiigárdagur 20. inaí 1961
ÞJOÐVILJINN
(7
ullegri á alla grein, enda frá
Kölska sjálfum kominn. Bók-
in hefsl, t.d. á.10 svonefndum
varnarstöfum, er menn áttu
að bera á sér til þess að forð-
ast ýmis konar grand og
háska bæði á sjó og landi.
Fylgir mynd af einum þeirra
hér með. Þá er í bókinni
margf stafa til þess að verj-
ast með þjófum og öðru ill-
þýði og ber það þess vott, að
mikils hefur þótt við þu'rfa
í þeim efnum, enda varð þá
margur þjófur af illri nauð-
syn, sakir hungurs og harð-
'réllis, greip kannski lamb
eða fisk, er nágranninn átti,
ófrjálsri hendi 1il þess að
seðja hungur sitt og fjöl-
skyldu sinnar. Þstta þólti ó-
sköp ljótt og var sauða-
þjófur lalinn öllum fyri'rlit-
legri. Nú hafa íslendingar
lært að stela ærnu fé á „fín-
an“ hált og eru ,,fínir“ menn
eftir sem áður. Gegn slíkum
þjófum stoða lítt fornir
galdrastafir, þar þarf annað
og meira til.
I bókinni eru einnig ann-
ars konar stafir, stafir, er
hafa þá náltúru að geta veitt
þeim, er með þá kunna að
fara, ýmis konar vitneskju
eða yfirráð yfir öðrum, jafn-
vel gerl óvinum þeirra ýmsa
skráveifu. Þarna er t.d. staf-
ur, sem er þess megnugur, að
snúa hug konu til karls og
mundi víst mörgum mann-
inum leika hugur á að eiga
slíkan staf, ef öruggt væri,
að hanri kæmi að haldi. Aðrir
stafir eru þess mégnugir að
látá menn dreyma allt, sem
þeir óska, og þannig mætti
lengi telja.
Þetta er svonefndur varmr-
stafur, einn af tíu, sem sam-
an eiga. Segir svo um þá í
bókinni: „Þessir stafir 10,
sem hér að íranian, skrifaðir
eru, eiga hver (hvör) öðrum
að fylga og kann sá •'drei að
fara á mis við, að liann sé á
sjó og lan.ili inesti auðnumað-
ur, sem þá á og fer vel nieð.
Þetta er satt.“ Uían með
stafnum er skrifuð þessi á-
letrun: „Þessi stafur heitir
sólarinnsigii. H’.nn eykur afl,
sældir og auðnu.“ Innan í hon-
um standa aftur á móti orðin:
„Dómini Jesó“ (Jesús) og
„Friður sé með yður“. —
(Ljósm. Þjóðv. A. K.).
Hér hefur aðeins verið
drepið á örfátt af efni þess-
arar bókar til gamans fyrir
lesendur. Flest þau fræði, er
þar standa munu líka léttvæg
talin nú á dögum og munu
fáir hafa gerzt til þess að
kanna efni hennar til hlítar.
Menn hafa víst ekki talið það
svara kostnaði að eyða dýr-
mætum tíma í að lesa hana.
Þetta er sem sagt ekki eitt
þeirra handrita sem valda
deilum með þjóðum og menn-
ingararfur og dýrgripir kall-
ast. En þrátt fyrir fánýti sitt
og haldleysi hefur efni hand-
ritsins þó menningarsögulegt
gildi. Það ber þögult vitni um
fáfræði og umkomuleysi
þeirra, sem á slíka hluti
trúðu og töldu sér hald og
traust í kukli með rúnir og
galdrastafi. Það sýnir einn-
ig vel, hvar menn töHu sig
veikasta fyrir, hverju þeir
þurftu helzt að fá hjálp æðri
máttarvalda til þess að verj-
ast, og hvað þá helzt dreymdi
um að hljóta með hjálp þess-
ara stafa. Kannski er, þeg-
ar allt er metið, ómaksins
vert að glugga betur í úr-
elt fræði þessa handrits en
gert hefur verið?
S.V.F.
i-v'ív v
y. i-,■
•rX' .
■■BipBlBlHS
‘ * S& -< >>v ,'> V 'f<
ÍIIIÍÍPIIsiÍIÍÍíIIIII
Þessi mynd er af einni opnu í bókinni. Textinn hefst með þessmn orðuin: „Að stefna frá sér
öllu óhreinu, bæði af mönnwm og skepnum, kviku sem dauðu, úti og inni, hvort heldur það er
af lofli eður jörð, eftir Sæmund hinn frcða. Egó. Eg Nói Nc?,son stefndi þér vættur, vofa, draug-
ur, dís, andi, ár með svofeldu stefnuvætti, sem fylgir, frá mér og mínum, ú'.i og inni, mönnurn
sein fénaði, Itviku sem dauðu á sjó og landi, hvort þú ert af au.stri eður vestri, af norðri eður
suðri eða þar í millum, af dimmu eða dagsbirtu, af sól eða máno,, af skýjum eða skini, af
dögg eður dreyra, af grasi eður greinum. . . .“ Þannig heldur upptalning stefnunnar áfram en
síðan kemur „. . . Far nú svo hart, sem ljós leggur, leiftran líður, skrugga skriðnor, ský
skjálfa, vatn rennur . . .hver (hvör) sem þú vera kannt af helju eður helvííi eður þar í mill-
um, n,efndum hlutum eður ónefndmn, stefni ég þér að dómi drottins og þaðan í helvíti að
vitni feeirra heilögu stefnuvotta Ragúel.s, Rafaels . . .“ o.s.frv. Skýringin við stafinn er neðst
á síðunni og hljóðar hún svo: „Einn góður vamarstafur, sem maður á að bera, á brjósti sér
meðan liann stefnir e.g skal skrifast með dúfufjöður og jónsmessudöggfalli á surtarbrand.
Stafurinn lieilir skjöldur.“ — (Ljósni. Þjóðv. A. K.).
^uiiiiiiiui..... ........... hiji,hihiiii,liHmmimnmimHHHHn,,,,,,,,,,,,,,,,,,,!,,
Kjör og starfsskifyrði lœkna
Síðustu vikur hefur mátt
Iesa í Morgunblaðinu stórar
greinar og greimrgerðir um
læknaskort í sumum héruðum
og ójafna dreifingu læknis-
þjónustu í landinu. Margt
hefur verið sagt um orsakir
læknaskortsins í þessum grein-
um og stungið upp á ráðstöf-
unum í mörgum liðum til að
ráða bót á vandræðunum.
I frétt af þingsályktunar-
tillögu 5 þingmanna Sjálf-
stæöisflokksins um ráðstafan-
ir vegna læknaskortsins sem
birtist 30. marz 1961 ’í Morg-
unblaðinu segir að skortur á
héraðslæknum stafi „fyrst og
fremst af tregðu ungra Iækna
til þes.s að sinua þessiun
störfum“. Ekki er í framhaldi
af þessari staðhæfingu reynt
að skýra orsakir þessara
,,tregðu“ ungu læknanna t.d.
með því að spyrja hvers vegna
ungir íslenzkir læknar vilji
heldur sinna héraðslæknis-
störfum í Færeyjum og Sví-
þjóð en sínu heimalandi. Það
skyldi þó ekki vera svarið að
Færeyjar hefðu efni á að
borga meira fj'rir læknisþjón-
ustu en íslendingar. Og jafn-
vel tekizt að fá íslenzka
lækna til starfa á Grænlandi
og er þáð athyglisverður sig-
ur á „tregðu“ hinna urigu ís-
lenzku lækna.
Vandamál ungra -
lækna *
Ungír læknar sem eru ný-
komnir frá prófborði eiga ttð-
ast við tvö nátengd vandamál
að stríða og er hið fyrra efna-
hagslegs eðlis eö hið síðara
snertir framhaldsnám. Ekki
þarf að lýsa með mörgum
orðum efnahagsástandi hjá
þrítugum manrá, sem búinn
er að vera 15 ár í framhalds-
námi. Til að standa straum
af kostnaði við námið hefur
hann á annan áratug orðið að
þiggja styrk af fjöiskyldu
sinni eftir efnum og ástæð-
um hennar; hann hefur hag-
nýtt sér út í æsar lánsfé úr
lánasjóði stúdenta; hann hef-
ur þegið fyrirgreiðslu skiln-
ingsgóðra bankastjóra; Oft er
hann orðinn fjölskyldufaðir
meðan hann á erin ólokið
námi og þvngist þá róðurinn
efnahagslega enn meira. Að
loknu prófi á hann eftir að
leysa flestar þrautir lífsirs,
sem snerta velfamað hans
sjálfs og fjölskyldu ef hún er
þá þegar til orðin.
Að fara fram á að hann
taki að sér undirlaunuð störf
í fámennum læknishéruðum,
þar sem vonlaust er að leysa
efnahagsvandræði s'in og sem
næst engin skilyrði til að
auka við sig nauðsynlegri
reynslu í læknisstörfum, virð-
ist mér nálgast ósvífni. Þess
vegna m.a. er þegnskyldu-
vinna sú, sem hvílir á lækna-
ikandidötum um 6 mánaða
störf í héraði til þess að geta
öðlast ótakmarkáð lækninga-
leyfi ekkert annað en níðsla
ríkisvaldsins á févana lækn-
um, sem eiga ar.uað og betra
skilið að löngu háskólanámi
loknu.
Óholl áhrií erlenda
vinnumarkaðarins
Enginn maður með snefil af
skilningi á þessum málum
láir það ungum læknum, þótt
þeir flýti sér sem mest til
útlanda til að afla sér fjár og
starfreynslu. Það er him er-
lendi vinnumarkaður sem leys-
ir áðurnefnd efnahags- og
námsvandamál ungra lækna.
En hinn erlendi virnumarkað-
ur gerir meira. Hann verður
óhjákvæmilega mjög ráðandi
um hvers kyns þau læknisstörf
eru sem læknarnir eiga völ
á áð stunda. Með öðrum orð-
um, hann verður í of mörg-
um tilfellum ákvarðandi um
þá sérgreiri, sem efnalitlir
læknar velja sér. Um 50—60
'islenzkir læknar munu nú
vera við störf í Svíþjóð. Ekki
er upplýst, hvernig þeir skip-
ast milli sérgreina. Verður
því ekki sagt að hve miklu
leyti sérfræðileg þjálfun
þeirra kemur heim við vanda-
mál læknisþjónustu á íslandi.
En á þetta atriði er minnst til
að vekja athygli á hættuleg-
um afleiðirigum þess, að efna-
hagsvandræði komi í veg fyr-
ir að ungir læknar taki til-
lit til þarfa síns heimalamis,
en verði aðeins „verðmæt út-
flutningsvara“, sem lýtur
kaupboðum erlenda vinnu-
markaðarins. Hættan sem
blasir við er offjölgun lækr.a
í einstökum sérgreinum lækn-
isfræðinnar en skortur í öðr-
um. Hafa ber í huga í þessu
sambandi að iækningar í hér-
aði séu sérgrein, engu vanda-
minni en aðrar sérgreimr,
ennfremur aðrar sérgreinar
sem lítil eða ónóg rækt er
lögð við.
Það er vart að búast við
áð ungur læknir, sem í 4—5
ár hefur starfað erlendis við
góð starfskilyrði og góð laun,
sem handlæknir, bæti við sig
2ja ára námi í lyflækningum
og heilbrigðisfræði til að full-
þjálfa sig til læknlsstarfa í
héraði, eins og nú háttar.
Og erfiðara er að hugsa sér
að ungur læknir auki stórlega
við skuldabagga sína með því
að leggja 'f kostnað við fjöl-
þætt sérfræðilegt nám í 3 ár
til þess að búa sig sem bezt
undir héraðslæknisembætti án
alls styrks eða tryggingar
fyrir viðunandi kjörum og
starfsskilyrðum af hálfu heil-
brigðisyfirvaldanna.
Stjórn heilbrigðismálama
verður að gera sér grein fyrir
því að hún þarf að gripa til
áhrifamikilla meðala tii að
standast einhverja samkeppni
við hinn erlenda vinnumark-
að og til að tryggja eðli-
lega jákvæða þróun í læknis-
þjónustu í landinu íslerding-
um til hagsbóta.
Séríræðilojónusta
Þegar rætt er um þessi mál
ber að hafa í huga ekkert
minna en hagsmuni allra, sem.
í lardinu búa, og læknisþjón-
ustu sem er í samræmi við
nútíma kröfur. Mikill meiri-
hluti landsmanna býr í bæj-
um og mörg þéttbýlustu hér-
uð byggðarinrar eru ekki
fjær bæjum en sem nemur
1—2 klst. ökuferð í bifreið.
Þorra landsmanna er því
mcgulegt að hagnýta sér sér-
fræðilega þjónustu, sem völ
er á í stærri bæjum. Veltur
því á miklu að búið sé þannig
að sérfræðingum í bæjum að
þeim sé gert kleift að veita
þjónustu, sem svarar kröfum
tímans, lærðir og leikir sem
til þessara mála þekkja vita
að hér vantar mikið á. Gild-
ir þetta í flestum tilfellum
nm sér.fræðinga sem vircia á
sjúkrahúsum og utan þeirra.
Sérfræðingur á að jafnaði
bezt með að hagnýta mennt-
un sína í þágu liinna sjúku
á sjúkrahúsi, sem býður upp.
á viðunandi vinnuskilyrði. En
þannig er málum háttað á,
landi voru, að fáir .læknar
geta helgað ákveðnu starfi á,
sjúkrahúsi alla starfskrafta.
sína vegna lélegra launa. Af-
leiðingin verður sú að sér-
fræðileg þjónusta bíður hnekkl
við; skilyrði á sjúkrahúsunum
nýtast ekki nema að takmörk-
uðu leyti í mörgum greinum,
læknum er rauðugur einHi
kostur: Að afla sér tekna.
með þvi að selia þjónustu á.
öðrum vettvangi.
Framhald á 10. síðu.