Þjóðviljinn - 04.06.1961, Blaðsíða 9
Sunnudagur 4. júni 1861
Þ JÓÐ VILJINN —
Markvörður Skotanna James Brown er nijiv; gcður os hefur haldið markinu lireinu í tveim
leikjur.i — að vísu hefur fremur lítið mæ'.t á honum. Myndin er tekin í leik Akurnesinga og
St. Mirren,. (Ljósm. Bjarnleifur).
A föstiulagskvölclið léku á
Laugardalsvellinum St. Mirr-
en gegn ÍA (íslandsmeistarar
1960) og sigruðu Skotarnir
með siö mörkum gegn engu
og vísuðu þar með á bug
þeirri eldgömlu sögn að þeir
væru nískari en lolk er
flest. Í.4 styrkti lið sitt með
Guðmundi Óskarssyni Fram
er Iék h. innh. Veður var
gott fyrir utan smá golu og
sól er liáði Ieikmönnum að
einhverju leyti. Áhorfendur
voru um 2000.
Fyrri liálfleikur: var jafn
og skemmtilegur og hefði eng-
um komið það á óvart þótt
Skagamenn hefðu sett tvö
mörk. Tækifæri fengu þeir og
það fleiri en tvö, meðal ann-
ars vítaspyrnu, en Þórður Jóns-
son spyrnti yfir. Einnig hjuggu
þeir nærri marki Skotanna, er
markv. þeirra, James Brown,
hafði mistekizt að ná knetti er
kom fyrir markið, en Ingvar
skallaði yfir. Ingvar skapaði sér
tvö önnur góð marktækifæri er
honum tókst ekki að nýta. Oft
munaði það litlu upp við mark
Akurnesinga og þrisvar bjarg-
aði vörnin marki á línu, en það
voru Kristinn G. á 5. mín.,
Helgi II. á 16. mín. og Bogi Sig.
á 31. mín.
í fyrri hálfleiknum skoruðu
Skotarnir þrjú mörk. , Fyrsta
markið setti miðherjinn Clunie,
en það kom ut>p úr aukaspyrnu
er þvaga hafði myndazt. Ann-
að markið skoraði h. úth. Al-
bert Henderson eftir að Helgi
Hannesson var nýbúinn að
bjarga á línu. Þriðja markið
setti Jim McFadzean en það
kom þannig að hann lék upp
miðjuna með Kristin við hlið
sér og Helgi Dan kom út á
móti, en þrátt fyrir það skor-
aði Fadzean. Litlu munaði að
Jóhannesi tækist að skora á 32.
mín. en Skotarnir björguðu á
marklínu.
Síðari hálfleikur. Skotunum
hefur ekki litizt á hve mörg
hættuleg tækifæri Skagamönn-
unum tókst að skapa sér, því
þeir létu James Clunie, er lék
nú miðherja, sem miðframvörð,
en þá stöðu lék hann gegn Val.
Og eftir það sköpuðu Akurnes-
ingar sér engin hættuleg mark-
tækifæri og vil ég meina að
það hafi ékki verið James
Clunie að kenna, heldur óná-
kvæmum samleik Akurnesinga.
Síðari hálfleikur var fremur
daufur framanaf, eða þar til út-
haldsleysi fór að gera vart við
sig í liði Akurnesinga. Skotarn-
ir áttu nú frumkvæðið að öllum
samleik, en ekki tókst þeim að
skora fyrr en á 75. mín. leiks-
ins, var þar að verki h. innh.
Gemmel er fékk sendingu á
markteig. Fimmta markið þeirra
skoraði Miller eftir að hafa leik-
ið á Helga Dan. Það sjötta setti
miðherjinn Kerrigan utan af
kanti, en það var geysilegur
snúningsbolti er skrúfaði sig
upp í horn marksins. Sjöunda
markið kom er tvær mínútur
voru til leiksloka en það skóraði
Gemmel h. úth. með skalla.
Liðin: — Lið St. Mirren hef-
ur mikið úthald og eru sprett-
ir þeirra einkar skemmtilegir.
Hornspyrnur þeirra eru hættu-
legar því framlínan hefur góðan
skalla en aftur á móti geigar-
mikið af' skotum þeirra. Um
beztu menn er ekki gott að
gera upp á. milli, en mest bar
á v. innh. Fadzean og h. bakv.
iCampell. , _ . . i>
Lið ÍA: —, Fyrri hálfíeikux*-
var mun betri og voru þeir ó-
heppnir að skora ekki. Vörnin
fékk mikið að gera og stóð hún
sig allvel, þar til í lok síðari
hálfleiks að úthaldsleysi fór að
gera vart við sig. Helgi Dan
var ekki í essinu sinu. Fram-
verðirnir Sveinn Teits og Jón
Leós voru sívinnandi, en gáfu
knöttinn yfirleitt of seint frá
sér. í framlínunni voru virk-
astir Þórður_ Jónsson og Ingvar
Elíasson.
Dómari var Hannes Sigurðsson.
er dæmdi vel. H.
TRIÁPLÖNTUR
TÚNÞÖKUR
— vélskornar.
BLÓMPLÖNTUR
Miklatorg.
— gróðrastöðin við
Símar 22822 og 19775.
EMseigendur
Nýir og gamlir miðstöðvarkatl-
ar á tækifærisver'ði. Smíðum.
svala- og stigahandrið. Við-
gerðir og uppsetning á olíu-
kynditækjum, heimilistækjum.
og margs konar vélaviðgerð-
ir. Ýmiss konar nýsmíði.
Látið fagmenn annast verkið,.
FLÓKAGATA 6, sími 24912.
Málv.erk eftir Gunnlaug Scheving
Alþýðusamband íslands
Þjóðin öll hefur
helgað sjómöiiniim
sinn árlega sjó-
mannadag, til Jícss
að votta þeim
þakklæti sitt fyrir
starf þeirra.
Alþýðusamband
íslands sendir sjó-
mönnum hamingju-
óskir með daginn
og óskir um gæfu-
ríka fraintíð