Þjóðviljinn - 04.06.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.06.1961, Blaðsíða 10
ÞJGÐVILJINN — Sunnudagur 4. júní 1961 ♦ 1 Grein firna Bergmenns Framhald af 7. síðu. og borgarbúar eru vel hreykn- ir af henni. Á þessari götu man ég ekki eftir neinu húsi, sem ég myndi kalla fallegt, en samt býður gatan í heild af sér géðan þokka: breið með hvítum byggingum, blóm- um, trjám, — kastaníurnar voru ei imitt :i blóma. Kænugarður stendur á gömlum merg. Hann var höf- uðborg hins forna Rússaveld- is um langan aldur, þar til árásir mongóla, tartara og annarra kolgrimmra þjóða bur.du endi á viðgang henn- ar. Hér var skipaferð mik- il, — miðpunktur vatnaveg- arins mikla milli Væringja og Grikkja. Hér voru skráðir annálar um upphaf Rússlands. Hér risu múrar sterkir og kirkju góðar og hafa sumar varðveitzt fram á þennan dag. Hvað er það sem ferða- maðurinn þefar uppi ef ekki gamlar kirkjur? í Kíef er hei! borg af andlegum húsum, — Kíevo-Petsjerskaja lavra, og er helmingurinn safn en helm- ingurinn klaustur. Þar er mik- il dýrð' i byggingum. Á miðju safnsvæðinu stendur Úspén- skíkirkjan, sem var eitthvað mesta djásn borgarinnar, en razistar sprengdu hana í loft upp af hugsjónaástæðum. Það er átakanlegt að horfa á þessa hálfhrundu veggi, prýdda ó- metanlegum 900 ára gömlum freskum, sem varla munu lengi geti veitt mótsnyrnu regni og vindum. Rústirnar eru’ afgirtar, því veggirnir eru svo krosssprungnir að lífshættulegt er. En á klaust- ursvæðinu eru hellar sem geyma heilagt hold drottins þjóna, og garjga þar um trú- aðir menn með kerti í hendi og krossa sig. Hingað er far- ið í p'ilagrímsgöngur: leiðin niður að hellismunnunum er hellulcgð og eru hellurnar mjög fægðar af flíkum trú- aðra, sem skríða gjarna alla leið niður. Valdimarskirkjan er skemmtileg til samanburöar: hún er reist á nítjándu öld í nokkurskonar barokkstíl, mjög austrænum þó. Þetta er skrautleg kirkja; málarinn Vasnétsof hefur prýtt hana hátt og lágt með stórfalleg- um og mjög ábúðarmiklum helgum mönnum. Kristur horfir strangur á scfnuð sinn ofan úr miðhvelfingunrý en úti við kirkjudyr er haldinn dcmsdagur með gráti og ghístran tanna. (Rétttrúnað- arkirkjan er ekki eins misk- unnsöm við aðstandendur sína og sú lútherska, sem er bú- in að setja lás yrir helviti, eða hefur það að mirnsta kosti ekki til sýnis). Um gólf- ið töltu gamlar konur og kysstu veggina en djáknirn tcnaði fagurlega upp við alt- arið. Fornar kirk.jur með gylltum turnum. Traustleg rauð há- skólabvgging. Minnisvarði þjcðskáldsins Sjévtsjénko með áletrun: „minríst mín hlýjum orðum“. Ágætt óneruleikhús þar sem Söngur skógarms er sýndur, ævintýralegur, þ.iéð- legur ballet. Grænir garðar með krákustígum fyrir börn og elskendur Hvítir seglbát- ar á fljótinu. Kolaprammar á fljótinu. Uppmjóar aspir á breiðgötunum. Hraðmælskar skuplukerlingar á markaðn- um, seljandi hreðkur og gúrk- ur. Rakarastofa þar sem tal- að er um leikinn milli Dyna- mo-Moskva og Dynamo-Kief (okkar strákar unnu, hehe). Snyrtileg neðanjarðarbraut. Og handan við fljótið: Darn- itsa, nýtt hverfi með stórum byggingum og mörgum sós'í- alistískum krönum og halí- græium. Kief í maíbyrjun ár- ið 1951. III Úkraínumenri eru náskyldir Rússum, mál þeirra er álíka skylt rússnesku og færeyska ‘islenzku og skemmtilegt eftir því. Eg hef séð Úkraíoumenn á leiksviði. Dansar þeirra eru geysifjörugir eins og dansar annarra slavneskra þjóða, en ég má segja það sé meiri gamanssmi i dansi þeirra en a’-aarra. Söngvar þeirra eru eins og slétturnar, vindurinn og fljctið mikla, Dnépr. Þjóð- búningar þeirra eru skraut- legir, hver kvenbúningur hlýt- ur að krefjast margra ára vinnu, og karlar dansa í geysivíðum brókum, hárauð- um eða himinbláum. Og enn garga karlar suður þar í þjóð- legum útsaumuðum kraga- lausum skyrtum dags daglega. Eg veit l'íka að Úkraínu- menn eru starfsmenn góðir. Kvenskörungurinn Dolinjúk, sem ræk'ar beztan og meslan mab hér í landi, er úkraínsk að ælt. Hefur frægð henn- ar víða flogið. Fyrir mörgum árum talaði ég við hressilegan gamlan: trésmið, sem var að dytta iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiimmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiiiiiiiimiii i tilefni dogsins sedum vér öllum íslenzkum sjómönnum vorar beztu kveðjur. Samband íslenzkra samvinnufélaga skipadeild að skápum í heimavistinni hjá okkur. Hann var frá Ú'kraínu og hafði marga hildi háð um ævina. Hann hafði barizt 'í rússneskri ridd- araliðsherdeild í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni. -— Kvenfólk, drengur minn, oho, fínt kvenfólk þar. Við erum kósakkar, sagði hann, ríðum allra manna bezt og höggvum mann í herðar niður eins og ekkert sé. Þá var gaman að lifa. Já, og Úkra- ína, það er nú land, drott- inn minn. Ekki laná, heldur perla, gimsteir'O. Korn, mað- ur, fjöll af korni, melónur, voo! — , kol og járn eins og skftur. Já karl minn hvað væru Sovétríkin án okkar, Æ'li þeir kæmust spönn frá' rassi. Annar kunningi minn var frá Odessu, eri þar býr eigin- lega alveg sérstakur þjóð- flokku’-: þar blandast sam- an Úkraínumenn, Gyðingar, Grikkir og úr verður ótrú- legur 'kokkteill ráðkænsku, mannvizku. sérvizku og gam- ansemi. Þessi náungi var í borginni cll hernámsárin, þá stráklingur, og liafði margt brallað. Helzta afrek ha’->3 var að naupa tvo Fordbíla frá rúmenska hernum, taka þá í sundur og fela þar til Rauði herinn kom. í strætisvagni í Kíef var ég samferða þrigg.ia ára strák. Hann sagði byrstur við einhvern náunga, sem vildi auðsjáanlega gera lítið úr verðleikum hans: Eg er ekk- ert smábarn, ég er landa- mæravörður! Og stráksi lét sér hvergi bregða, þegar eÍE- hver snurði hvernig stæði á því, að slíkur kappi þurhk- aði sér um nefið á erminni. Hann sagði: Uss hvað er þetta maður, mig klæjaði bara í nefið. Þrír Úkráinumenn sem ég hef hitt af tilviljun, og dæm- in eru, eins og þið sjáið, val- in af töluverðri léttúð. Á öðr- um stað má skrifa margt og mikið um þessa þjóð sem hefur ræktað svörtu moldina og barizt við ófriðlega ná- granna í þúsund ár. Og gef- ið heiminum Sjevtsjenko og Gogol. IV Eg var í Kíef fyrsta maí, em haldinn var hátíðlegur leð þjóðbúningum, lúðra- lokkum, hópgcngum, fram- eiðsluheitstrengingum, krautlýsingum, góðviðri og lagar'ín á hverju húsi. Þetta ar sigurhátíð sæl og blíð. Þegar ég kom heim, leit g í hagskýrslur og sá að í jöáraplaninu er gert ráð fyr- : því, að Úkraína auki iðn- ðaraframleiðslu s'ína um 7%. Hún ætlar að grafa úr 5rð 75 millj. tonn af járn- rýti og 211 millj. tonn af olum, dæla úr jörð 6 millj. inn af olíu, tvöfalda raf- mgnsframleiðsluna, vélafram- iðsluna, húsgagnaframleiðsl- na vefnaðarvöruframleiðsl- na. Úkraína hefur gert mik- i og ætlar að gera mikið. :n um það yrði að skrifa érstaklega. Eg hef aðeins trifað um vir' okkar svart- cegg, borgina Kænugarð og ilkið suður í landi. Skákin Framhald af 4. siðu var, er raunar vafamál.) 18. -------Ha-c8. 19. e5? (Nú skeú.ur á þrumúveður.) 19. -------Bb6t 20. Khl, Rg4! 21. Bel. (Eftir 21. Dxg4, Ilxd3 vinnur svartur lélt. 21. Re4 yrði einnig svarað með 21. — —- Hxd3! 22. Dxd3, Bxe4. 23. Dxe4, Dh4. 24. h3, Dg3. 25. hxg4, Dh4 mát.) 21.--------Eli4. 22. g3. (Við 22. h3 kæmi 22. — — Hxc3! og nú I. 23. Dxg4, Hxh3+ 24. Dxh3, Dxh3+ 25. gxh3, Bxe4+ 26. Kh2, Hd2|- 27. Kg3, IIg2+ cg síðan mál í öðrum leik. II. 23. Bxb7, Hxh3+ o. s. frv. III. 23. Bxc3, Bxe4 24. Dxg4 (24. Dxe4, Dg3! o. s. frv.) 24. — Dxg4 25. hxg4, Hd3 og siðan Hxc3 þar sem hvítur verður einnig að vsrjgst máti á h3.) Rubinstein. ABCDEFOH II I I:; m+w ■’AÍ i 'ém i « Él m mmm jHf Hl ili fe- ®r? '// v. 1 & ABOO««OH Rotlewi. 22.---------Hxc3!!! (Dásamleg leikflétta.) 23. gxh4. (Aðrir leikir leiða einnig til skjóts taps: I. 23. Bxc3, Bxe4(- 24. Dxe4 Dxh2 mát. II. 23. Bxb7, Hxg3 24. Hf3 (24. Bf3, Rxh2!) 24 ------- Hxí3 25. Bxf3, Rf2+ 26. Kgl (26. Kg2, Dh3+ 27. Kgl, Re4+ 28. Kh'l, Rg3 mát) 26. -------Re4f 27. Kfl, Rd2+ 28. Kg2, Rxf3 29.’ Dxf3, Hd2f Éða 29. Kxf3, Dh5 + o.s.frv.) 23. -----Hd2!!! (Á þessum töfrandi leik grundvallaðist drottningar- fórnin.) 24. Dxd2. (Enn sem fyrr á hvítur engan kost á betri vörn: I. 24. Dxg4, Bxe4f 25. Hf3, Hxf3. II. 24. Bxc3, Hxe2 og hin tvöfalda máthótun Hxh2 og Bxe4 er afg.jörandi. III. 24. Bxb7, Hxe2 25. Bg2, Hh3!! o.s.frv.) 24.------Bxe4+ 25. Dg2, Hh3!! Nú er mát í þriðja leik óverjandi: 26. Hf3 (26. Hf2 Bxf2) 26. — — Bxf3 27. Bd4, Bxd4 og síðan Hxh2 mát.) HVitur gafst upp. Skýringar við skákina eft- ir H. Knoch úr bókinní ,,Rubinstein win”er“. Sveinn Kristinsson. Smurt brauð snittur IMIÐGARÐUR ÞÓRSGÖTU 1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.