Þjóðviljinn - 24.06.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.06.1961, Blaðsíða 1
líollendingar sigruðu Akur- nesinga í gærkvöld með 11 mörkum gegn 1 — í hálf- leik stóðu leikar 8:1. Áhorf- endur voru rúmlega 2 þús- und. Sveinn Teitsson lék ekki með. Eirrn allra fjölsóffasti fundur í sögu Dagsbrúnar þverneitar öllum yfirráÖum atvinnurekenda yfir styrktarsjóSum félagsins Enn hefur Dagsbrún reynzt hin óbugandi for- 'ustusveit íslenzkra verka- lýðssamtaka. Á einum fjöl- mennasta fundi í sögu Dags- bmnar, sem haldinn var í Iðnó í gær, þverneituðu Dagsbrúnarmenn, einbeitt- ari en nokkru sinni, að af- henda atvinnurekendum yf- irráð yfir styrktarsjóði fé- lagsins. Samþykkti fundur- inn einróma (ef undan er skilið hálft atkvæði Jóns Hjálmarssonar!) eftirfar- andi ályktun: „Fundur í Verkamannafé- . laginu Dagsbrún, haldinn í Iðnó 23. júní 1961, lýsir fylgi sínu við þá afstöðu stjórnar félagsins að neita þeirri kröfu atvinnurekenda að aðrir en Dagsbrúnár- menn sjálfir skini meiri- hluta í stjórn styrktarsjóös félagsins. Fundurinn Ivsir undrun sinni yfir að atvinnurekend- ur skuli enn koma í veg fvr- ir samninga meö kröfu, þar sem þeir hafa siálfir fyrr og' nú samið við önnur verka- fÉliiiÉÍi ■ ■ , 'wxjxj: Séð yfir nokkurn hluta fundarsa'.arins í gær. (Ljósm. Þjóðv. A. K.) lýðsfélög um eins stvrktar- sjóði án allra skilyrða.“ Fundurinn í g-ær var einn sá f jölsóttasti í sövu Dagsbrúnar. því það var ekki aðeins setið í hverju sæti uppi og niðri og að auki staðið bétt inni í húsinu óg út úr dvrum. heldur var hátt í 200 manns utan dyra þegar flest var. Umræðuefni fundarins var hin nýju viðhorf sem skapazt hafa við svik Hermanns Guðmunds- sonar og meirihiuta stjórnar Hlífar í Hafnarfirði. Eðvarð Sig- urðsson, formaður Dagsbrúnar háfði íramsögu og rakti nokkuð gang verkfallsins,. Samningaviðræður við at- vinnurekendur hafa staðið frá síðustu áramótum. Verkfrll hófst 29. maí s.l. eða fyrir nær 4 vik- ■um. Samtímis hófst verkfall Dagsbrúnar, Hlífar í Hafnaríirði ■og verkamanna á Akureyri, enda höfðu þessi félög haft ná- dð samráð, o? síðan samstöðu ■eftir að verkíall hófst. Viku eftir að verkfallið hófst var samið á Akureyri v»ð öll verkalýðsféiögir. þar. Með samningum þeim er verkamenn á Akureyri gerðu við Vinnumálasamband samvinnu- félaganna. og síðar aðra atvinnu- rekendur þar. var markað það sem koma skvldi og að líka samninya m.vndi Dagsbrún gera við Vinnumálasambandið. Eftir samningana á Akure.yri var Vinnuveitendasambandinu sefinn frestur til að ganga inn í þá samninga cða hafa áhrif á bá áður en þeir yrðu gerðir. Það var beðið í 5 daga. Vinnu- vei*endasambandið þr.iózkaðist við að semia. í>i"'ár vikur eru 'iðnar frá því öllum var Ijóst hveruig samningar myndu vei'ða grrðir. í þrjár vikur hefur Vinnuvcitendasambandsklíkan brjózkazt gegn samr.ingum er öllum hefur verið Ijóst að gerð- ir yrðu. Um hvað er barizt? Um hvað hefur verið barizt? Fvrst sögðu atvinnurekendur að samningarnir væru með öllu óaðgengilegir fvrir sjávarútveg- inn. Síðar kom í Ijós að þetta Framliald á 2. síðu. Siglufirði í gærkvöld. Hér var stanzlaus síldár- söltun í allan dag. Síklin er horuð og síldarsaltendur Láta salta á eigin ábyrgð, því bú- ið er að salta upp í gerða samninga við Finna, er kaupa horaða síld. Óvíst er hvort hægt er að selja meira af þessari síld. Fá skip fengu veiði, en afii þeirra var frá 150—G00 tunn- ur. I kvöld liafa engar fréttir borizt af veiði og er frekar búizt við brælu á miðuuum. Kæranál vegna lögbannsgerð- crinncr vísað frá Hæstarétti Eins og áður hafði verið skýrt frá, áfrýjaði Dags- brún lögbannsúrskurði borg- arfógeta lil Hæstaréttar. Þar var málið úrskurðað í gær og kærumáli Dagsbrún- ar vísað frá réttinum á þeirri forsendu að „lög- bannsgerð er framkvæmd hefur verið (verði) eigi skotið einni út af fyrir sig tl Hæstaréttar og eigi er í lögum heimild til áfrýjunar eða kæru slíkrar lögbanns- gerðar með öðrum hætti en í sambandi við dóm í stað- festingarmáli um gildi henn- ar“. Var Dagsbrún gert að greiða 1500 kr. í kærumáis- kostnað. K? 10 í kvökl voru 5 vindstig v;ð €frimsey og suð — suð- austan átt. Sænskir síldarkaupmenn eru nú á Siglufirði, en þein* finnst síldin cnn of mögur. Móimælagangcn varður farin um Ostende í Islgíu Soutliampton 23/6 — Nítjáu kailar og konur sem ætla sér að ganga yfir Evrópu til að láta í ljós mótmæli gegn kjarnavoprium komu hingað aft- ur í dag eftir að franska lög-r reglan hafði gert þau afturreka öðru s;nni og handtekið sex lir hópnum. Göngufólkið hugsar sér nú að fara um Ostende í Belgíu. Ferðinni er heitið til Moskvu. Munið eftir fjársöfnun til styrktar fólkinu sem nú stendur í verkfalli ,•

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.