Þjóðviljinn - 24.06.1961, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.06.1961, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 24. júní 1961 Framhald af 1. síðu. var. ekkert höfuðatriði. Hið ,.hei!aga‘‘ baráttumál þeirra var annað: að neita að semja um það að verkamenn eignuðust sjúkrasjóð. Brátt hörfuðu at- vinnurekendur þó úr bví vígi. Þá var beim höfuðatriði að ekki kæmi til mála að verkamenn stjórnuðu slíkum sjóði sjálfir þó þeir fengju hann. Vegna þess atriðis eins hafa atvinnurekendur þrjózkazt við að gera þann samning sem öll- um er ljóst að þeir verða að gera. Ilöfðu gefizt upp Sildarverksmiðjur r'kisins þrjózkuðust lengi við að semja. Það var há fyrst er skipin þustu að landi full af síld, að þeir sömdu. Og Síldarverksmiðjur rikisins, eirin stærsti aðilinn inn- an Vinnuveitendasambandsins siimdu án nokkurra skilyrða um að aðrir en verkamenn á Siglu- firði sjálfir stjórnuðu sjóðr.um. Ilvcrs vegna var ekki samið við Dagsbrún og Hlíf á þriðju- dagskvöldið er framkvæmda- nefnd Vinnuveitendasambands- ins var í viðræðum við þessi félög og VISSI að ÞÁ UM NÓTTINA YRÐI SAMIÐ Á NORÐURLANDI? Kvöldganga Hermanrs — og tilboð atvinnurekenda Á Hlífarfundi síðast liðinn föstudag gaf Hermann Guð- mundsson þó yfirlýsingu að samningar yrðu gerðir um helg- ina. Forusta Dagsbrúnar full- vrti ekkert sþ'kt og blekkti fé- iagsmenn ekki á Dagsbrúnar- fundinum. En Hermann taldi sér slíkt sæmandi — það gat liann varið fyrir samvizku sinni. Ura helgina var ekki sam- ið — og þó var Hermsmn orðinn ósannindamaður frammi fyrir Hl'f. Á mánudagskvöldið var fór þessi óttaslegni maður einn á fund atvirjiurekenda.,;Þgð er fullyrt að þar og þá hafi verið gengið frá grundvelli. þoifra samningg er gerðir.. voru. Á samningafundi næsta dag segja atvinnurckendur: Ef við föllumst á 1% í sjúkrasióð verð- ur oddamaðurinn að vera skip- aður .,hlut!ausum“ aðila. Það var einkennilegt að þá strax vildi Hermamj failast á þessa liugmynd. Má og mikið vera ef atvinnurekendur hafa ekki þá verið búnir að fá hugmyndina — frá öðrum en sjálfum sér. Daginn eftir var það í hámæli í Hafnaríirði, og hér, að búið væri að semja í Hafnarfirði — aðeins eftir að ganga frá orðn- um hlut. Þá ræddi forseti Alþýðusam- bandsins og formaður Dagsbrún- ar við Hermann, og var auð- heyrt á honum að búið var að ganga frá öllum atriðum — án þess að aðrir í stjórn Illifar vissu. Það var fyfst á stjórnar- fundi kl. 8 þá um kvöldið að Ilermann sagði meðstjórnar- inönnum sinum að samninga- fundur ætti að hefjast kl. 9 þá um kvöldið!! Frelsarinn Athugum á hvaða augnabliki i þetta er gert. Atvinnurckendur voru að gugna. Vinnuveitenda- sambandið hélt stjórnarfund á mánudagskvöldið. Það voru teknar ákvarðan- irnar um Siglufjörð. Má mik- ið vcra ef ákvörðunin um að gefast uPP liafi ekki verið tckin þá. En á sömu mínút- unum situr Hermann Guð- mundsson á eintali við at- viánurekendur í Ilafnarfirði. Miklar líkur eru til að sam- ið hefði verið við Dagsbrún og Hlíf á þriðjudag eða mið- vikudag — cf undansláttur Ilermanns hefði ekki komið til. Drengskaparhugsjón liars? Dagsbrún og Hlíf hafa haft nóið samstarf og samstöðu um allan undirbúning kjarabarátt- ! unnar. Og dettur nokkrum í hug • að HHf hefði náð fram jafnmikilli kauphækkun ef Dagsbrúnar hefði ekki notið við? Morgunblaðið segir að Iler- mann hafi ekki getað varið það fyrir samvizku sinni að láta Dagsbrún róða! Það snertir ekki samvizku Hermanns Guðmunds- sonar að láta félaga sína fleyta sér að Jandi, stökkva sfálfur i land og skilja félaga sína eftir. í brimgarðinum. Er þetta sá drengskapur og íþróttaandi sem framkvæmdastjóri Í.S.Í. vill 'svo gjarnan láta spyrjast um 1944 Þeir sem muna aftur til órs- ins 1944 hafa ekki gleymt þvi að þá var Hermann einnig for- maður Hlífar í kiaradeilu og stóð á Dagsbrúnarfundi, hélt þar eldheita hvatningarræðu til Dagsbrúnarmanna um að hvika nú í engu. Svo fór hann af fundi, en Dagsbrúnarfundurinn varð langur. Um leið og formað- ur Dagsbrúnar kom heim hringdi síminn. Er þar Hermann Guð- mundsson að tilkynna að hann hafi þegar samið fyrir Hlíf — um hérumbil helmingi jægra en Dagsbrúnarmenn náðu síð- ■ar. Dagsbrúnarmenn eru ekki gefnir fyrir að æðrast, þeir héldu áfram og náðu nær helm- ingi betri kjörum en Hermann. 1958 Árið 1958 voru Dagsbrún og 'W I-Ilif enn samskipa í kjáramál- unum. Hvað skéði? Þegar svo virtist að atvinnurekendur ættu ekkert annað eftir en semja, þá hleypur Hermann til og sem- ur upp á mun lægri kjör en félögin höfðu ákveðið að berj- ast fyrir. Dagsbrúnarmenn æðruðust ekki, héldu sitt strik og náðu góðum sigri. Nokkrum dögum s'ðar kem- ur Hermann Guðmundsson á fund atvinnurekenda og biður þá að láta sig hafa það sem Dagsbrún hafði fengið!! ,Fyrr á tímum þótti nóg að höggva tvisvar í sama knérunn. Nú hefur það verið gert í þriðja sinn. — Finnst ykkur ekki nóg komið? Er það hégóminn helber? Er það hégóminn helber að Ðagsbrúnarmenn skuli — eðli- lega — vera í meirihluta í stjórn styrktarsjóðs síns. Styrkt- arsjóður Dagsbrúnar er nú ekki stór — en hann er yfir 20 óra, og Dagsbrúnarmenn hafa ætíð ráðið honum sjálfir. Nú koma atvinnurekendur og heimta að ráöa honumí Nú, þegar Dags- brún vili breyta fyrirkomulagi á greiðslum í sjóðinn, og um það þarf að semja, heimta at- vinnurekendur yfirráð yfir sjóðnum! Þrótt fyrir engan rétt þeirra til ihlutunar um bennan sjóð hefur Dagsbrún boðið þeim end- urskoðanda og s.l. þriðjudag 1 mann í stjórn hans >— en alls ekki meirihluta. Það er vinnu- veitendakiíkunni ekki nóg, henn- ar heilaga baráttumál er: Dags- brúnarmenn skulu alls ekki hafa meirihluta í sfjórn sjóðsins. Barizt um mannréttindi Einu sinni var kosningaréttur manna bundinn við að þeir ættu vissar eignir. Það eru ekki margir áratugir síðan hinír fá- tækustu, þeir sem nevddust til að fá íramfærslust.vrk, nutu ekki mannréttinda sem aðrir þegnar þjóðfélagsins. Það fyrir- komulag sem kostar Dagsbrún. armenn skerðingu mannréttinda beygja þeir sig ekki fyrir. Að beygja Dagsbrúm er að beygja verkalýð Iandsins En hver er ástæðan fyrir að ekki hefur verið samið við Dags- SameÉningarflokkúr afþýðu - Sóséaiisfaflokkurinn Flokksskrifsioíur í Tjarnargötu 20 Skrifsíofa miðstjórnar opin daglega virka daga kl. 10—12 og 1—7 nema laugardaga kl. 10—12. — Sími 17512. Funtlur \erður liaklinn í miðstjórn Sósíalistaflokksins í Tjarnargötu 20 mánudaginn 26. júní næstkomandi. Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 8.30 e.h. Sósíalistafélag Reykjávíkur tilkynnir: Sósíalistar í Reykjavík! Styðj- ið þá sem. nú standa í baráttu fyrir bættum kjörum. Söfnunin til styrktar verkfailsmönnum er þegar haíin. Takið söfnunargögn t skrifstofu Alþýðusambands fs- lands í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Skrifstofan er opin kl. 10—17. Sími 19348. Félagar! Hafið sambar.d við skrifstofu Sósíalistaféíagsins, Tjarnargötu 20. Sími 17510. Jónsmessuferðin: Lagt verður af slað í Jóns- messuferð ÆFR frá Tjarnar- götu 20 kl. 2 í dag slundvís- lega. brún en gengið að samskonar kröfum hiá öðrum félögum? Svarið er einfalt: Dagsbrún er forustusveit ís- Ienzkra verkalýðssamtaka. Samniirgar Dagsbrúnar eru fyrirmynd að saniningum annarra félaga. Að beygja Dagsbrún cr að beygja. verkalýðssamtökin í landinu. Þá væri hægt að taka þetta aftur af hinuni félögunum, og auðvelt. að segja: Hagsbrún hefur þetta ekki. hvers vegna ættuð þið þá að hafa það? Atvinnurekendur vilja láta reykvíska verkamenn hafa það á tilfinningunni að þeir séu að þiggja náðarbrauð úr hendi at- vinnurekenda. En Dagsbrúnar- menn eru síztir aHra sú mann- gerð er lætur stjórna sér eins og þrælum. Sigurinn byggist á einliug okkar Undir lok ræðu sinnar Jýsti Eðvarð þeirri ályktun — er fundurinji s'ðar samþykkti ein- huga. — og mælti síðan á þessa I.eið: . Þetta er orðin ein erfiðasta raun sem Dagsbrún hefur verið í. í dag berjumst við fyrir fram- tíðaröryggi okkar og mannrétt- indum. f þessari baráttu reynir meir á þroska og heilbrigðan metnað reykvískra verkamanna en nokkru sinni. Við liöfum cngu að treysta nema sjálfum okk- ur. Látum hróp andstæðing- anna sem vind um eyrun þjóta. Dagsbrún hcfur oft áður hald- ið sinni baráttu æðrulaust, við gerum það einnig nú. Sigurinn er undir sjálfum okkur kominn. Verðum við nógu einhuga cr sigurinn ekki langt unidan. Þótti helvíti hart Næstur talaði kratinn Jón Iljálmarsson. Flutti hann mál sitt af óvenjumiklum belgingi og var auðhevrt að nú hélt hann sig hafa ráð Dagsbrúnar i hendi sér og gæti þjarmað að henni. Taldi hann það „óskynsamlegt“ að halda fast við krölu um vf- irráð sjóðsins. Kvað Jón Hjálm- arsson það „óskiljanlega þrjózku og fanatík að hafa ekki gengið að tilboði atvinnurekenda. Mér finnnt það helvíti liart, að þeir skuli ekki hafa áttað sig á þessu fyrir mörgum döguni!“ sagði hann. „Þáð tekur ekki að vera að röfla mikið um þetta mál“, sagði Jón og kvað eiga að ganga til allsherjaratkvæðagreiðslu um svikasamninga Hermanns Guð- mundssonar. Hótaði Jón ella löngu verkfalli!! Jón kallaði einnig þá Dags- brúnarmenn sem alltaf sækja Framh. á S. siðu Þörður sióari Þegar Léon sá allan fjársjóðinn starði har.in orðlaus á fúlguna. Þetta var milljóna virði. Ef þeir skiptu þessu á milli sín þyiftu þeir ekki að hafa áhyggjur fi-amar. En hvernig var hægt að kotnast buit með fjársjóðitía áa þess að það vekti eftirtekt? Hórás átti ráð við því. Hann vildi láta skipið fara inn í hellismunnann er lá að sjó. Skipið kæmist þar inn ef mastrið yrði stytt. Þá væri hægt að skipa fjársjóðnum um borð án þess að þeir yrðu truflaðir. Þeir ákváðu aðj fara báðjr til að hitta IBlasco. :

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.