Þjóðviljinn - 18.07.1961, Blaðsíða 10
1 FÖTSPOR EIRIKS RAUDA
EINS DAGS OG ÞRIGGJA DAGA SKEMMTIFERÐIR TIL GRÆNLANDS
Feröaskrifstofa ríkisins og Flugfélag íslands efna til nokkurra sérstæðra skemmtiferöa til Grænlands í sumar.
TIL NARSSARSSUAK verða farnar 3 þriggja daga ferðir: 19.21. júlí. 2.-4. ágúst og 16.—18. ágúst.
Heimsóttir veröa ýmsir sögustaðir hinna fornu íslendingabyggöa, svo sem Brattahlíð og Garðar. Þá veröur
siglt á báti um Eiríksfjörð allt til Narssaq, sem er annað stærsta þorp í Suöur-Grænlandi með 1000 íbúa.
TIL MEISTARAVIKUR verða farnar 2 eins dags ferðir: 25. júlí og 14. ágúst.
FiogiÖ verður yfir Scoresbysund, sem talinn er vera stærsti fjöröur í heimi. — Lent verður á flugvellinum í
Meistaravík, sem liggur við strönd Kong Oscars fjarðar á 72. gráðu norðurbreiddar. Skammt þar frá eru mikl-
ar blýnámur, og mun mönnum gefast kostur á að heimsækja námabæinn. Á heimleiðinni verður flogið yfir hina
hrikafögru Stauning Alpa.
LANDSKUNNIR MENN TAMENN
Allar nánari upplýsingar veita Ferðaskrifstofa
rikisins og Flugfélag Islands.
ANNAST FA RARSTJÓRN.
Orísendingin
Framhald af 1. síðu.
lur á ákveðnu stigi málsins.
Orðsending Samtaka her-
aiámsandstæðinga til Stikkers
•er á þessa leið:
„Eins 'og vér tjáðum yður í
Ibréfi, dags. 8. júlí 1961, er vér
eendum yður til aðalstöðva
INató i París, eru samtök vor
éflokkspólitísk f jöldahreyfing,
«r hefur það á stefnuskrá
-einni, „að berjast fyrir afnámi
íherstöðva á íslenzkri grund
og hlutleysi íslands í hernað-
arátökum og standa gegn hvers
ílconar erlendri ásælni“, eins og
segir í '2. grein stofnreglna
isamtakanna.
1 viðræðum við þá aðila, sem
jþér sækið hingað heim, mun-
iuð þér kynnast sjónarmiðum
iþeirra og afstöðu til hinnar
erlendu hersetu á Islandi:
að íslandi sé nauðsyn her-
verndar gegn hugsanlegri á-
rás,
4
■ að aðstaða sú, sem Banda-
ríkjunum f.h. Atlanzhafs-
bandalagsins hefur verið
veitt til herbækistöðva á ís-
landi, sé óhjákvæmilegur
skerfur vor til szimeiginlegra
varna vestrænna ríkja, er
vér eigum alla samstöðu með,
að Islendingar geti ekki án
verið gjaldeyristekna og
annarra efnahagslegra fríð-
inda, er eigi beint eða ó-
beint rót sína að rekja til
hersetunnar.
-/ Hinu síðasttalda atriði er
til Stikkers
raunar lítt á loft haldið opin-
berlega og ekki víst, að um
það verði ítarlega rætt í yðar
návist.
Vér viljum 'ekki láta þetta
tækifæri ónotað til að vara yð-
ur við að treysta um of á, að
slik sjónarmið sem þessi gefi
rétla mynd af viðhorfi íslenzku
þjóðarinnar. Vér viljum vekja
athygH yðar á eftirfarandi
staðreyndum:
1 greinargerð þriggja ís-
lenzkra ráðherra, Bjama
Benediktssonar, Emils Jóns-
sonar og Eysteins Jónsson-
ar, með tillögu um aðild ís-
lands að Atlanzhafsbanda-
laginu í marzmánuði 1949,
segir, að í viðræðum banda-
rískra dg íslenzkra ráða-
manna 'hafi því verið lýst
yfir af hálfu Bandaríkj-
anna, að „ekld kæmi til
mála, að erlendur her eða
herstöðvar yrðu á íslandi á
friðartmum“, enda gerði
þáverandi ríkisstjórn íslands
það að skilyrði fyrir þátt-
töku Islands í bandalaginu.
Þrátt fyrir þennan fyrirvara
af Islands hálfu mætti að-
ildin að Atlantshafsbanda-
laginu mikilli andúð meðal
þjóðarinnar.
„Varnarsamningurinn“ við
Bandaríkin var gerður að
íslenzku þjóðinni forspurðri
og hefur frá upphafi sætt
hér hörðum og almennum
mótmælum.
Þrír af fimm stjómmála-
flokkum landsins, sem í sið-
ustu ' alþingiskosningum
hlutu rúm 45% greiddra at-
kvæða, hafa lýst yfir því, að
þeir vilji vinna að brottför
hersins.
Einnig viljum vér skýra yð-
ur frá, að samtök vor vinna
nú að undirskriftasöfnun með-
al allra Islendinga á kosningar-
aldri undir kröfur um,
að Island segi upp herstöðv-
arsamningnum við Banda-
ríki N-Ameríku,
að hinn erlendi her hverfi
á brott og herstöðvar allar
hér á landi verði lagðar nið-
ur,
að Island lýsi yfir hlutleysi
sínu í hernaðarátökum.
Ur.dirskriftasöfnuninni er
langt á veg komið i nær helm-
ingi af sýslum landsins, og í
þeim sveitarfélögum, þar sem
henni er þegar lokið, hafa við-
ast 40—80% og allt upp í 90%
atkvæðisbærra manna undir-
ritað þessar kröfur.
Vér emm sannfærðir um, að
meiri hluti þjóðarinnar er því
fylgjandi,‘að þessar kröfur nái
fram að ganga, og mundi fást
endanlega úr þvi skorið við
þjóðaratkvæði um þessi mál
ein.
Vér viljum í stuttu máli gera
yður grein fyrir helztu rök-
sendum vorum til stuðnings
þessum kröfum: '
Vígbúnaðartækni er kom-
in á það stig, að fráleitt er
að hugsa sér, að fullnægj-
andi vörnum verði við kom-
ið, ef á landið yrði ráðizt.
Þetta er de facto viður-
kennt, þar sem engar ráð-
stafanir hafa verið til þess
gerðar að vemda lif og
eignir íslénzkra þegna, ef
styrjöld skylli á. I stað
þess að vera oss vörn bjóða
herstöðvar hættu heim, liér
sem annars staðar, þar eð
þær yrðu fyrstu skotmörk í
styrjöld.
Eina vonin til, að Island
dragist ekki inn í styrjöld,
er því tengd, 'að hér séu
engar herstöðvar, er ögri
öðrum styrjaldaraðilanum,
og landið sé hlutlaust í
hernaðarátökum. Með þvi að
standa utan hernaðarbanda-
laga gætu Islendingar og
lagt fram drýgstan skerf til
að eyða tortryggni og draga
úr ófriðarhættu.
Slík afstaða væri ein í
samræmi við sögulega og
menningariega erfð vora
sem vopnlausrar smáþjóðar.
Þjóð vor hefur beðið
margvíslegt tjón af herset-
unni, menningarlegt, 'sið-
ferðislegt og efnahagslegt,
sem smáþjóð er óumflýjan-
lega búið af þrásetu erlends
hers. Það tjón verður seint
bætt, og fyrir rætur þess
verður ekki komizt nema
herinn víki.
Það er sízt til þess fallið að
auka traust íslendinga á Atl-
antshafsbandalaginu, að þrá-
faldlega á undanfömum ámm
hafa aðildarríki þess gert sig
sek um óhæfuverk, er brjóta
gersamlega í bága við 'grund-
vallarreglur bandalagssáttmál-
ans. Nærtækast er oss dæmið
um hernaðarofbeldi Englend-
inga gegn oss Islendingum,
sem er þó naumast svipur hjá
sjón borið saman við hryðju-
verk Frakka í Alsír og Portú-
gala í Angóla, sem minna á að-
farir nazista i síðustu heims-
styrjöld.
Ennfremur kemur það Is-
lendingum undarlega fyrir
sjónir, að samtök, sem hafa
þann yfirlýsta tilgang að verja
frelsi þjóða og rétt einstak-
linga, skuli skipa í valdamiklar
trúnaðarstöður fyrrverandi
foringja úr þýzka nazistahern-
um. Nægir í því sambandi að
nefna hershöfðingjana Speidel,
Heusinger og Foertsch.
Hjá því verður ekki komizt
þrátt fyrir menningarlega og
stjórnmálalega samstöðu þjóð-
ar vorrar með vestrænum þjóð-
um, að ávirðingar slíkar, sem
þessar, renni stoðum undir þá
skoðun æ fleiri Islendinga, að
vopnlaus og friðsöm þjóð, eins
og þjóð vor hefur verið um
aldir, eigi ekki heima í slíkum
samtökum.
Vér viljum að lokum taka
það fram, að samtök vor munu
fylgja fram. stefnumálum sín-
um með öllum tiltækum ráðum
vopnlausrar lýðræðisþjóðar.
Bérstaklega erum vér vel á
verði gegn tílliun áformum um
að koma hér upp bækisttíðv-
um fyrir kafbáta, búna ger-
eyðingarvopnum, |og munum
beita til hess öllu afli samtaka
vorra, að slílc áforin nái eldci
fram að ganga.
I trausti þess, að þér sem
framkvæmdastjóri Atlants-
hafsbandalagsins íhugið gaum-
gæfilega efni þessarar orð-
sendingar og séuð nú nokkurs
vísari um hug islenzku þjóð-
arinnar til hersetu Bandaríkjr
anna hér á landi, kveðjum vér
yður. '
Samttík Hernámsandstæðinga".