Þjóðviljinn - 19.07.1961, Síða 9

Þjóðviljinn - 19.07.1961, Síða 9
Miðvikudagur 19. júií 1961 — ÞJÓÐVILJI?''’ KR varni Fram í tilþrifalitlum leik 2:0, bæði liðin sýndu iitla leikni Það vei'ður naumast annað sagt en að þessi leikur Fram og KR hafi verið heldur leiðinleg- ur á að horfa. Þó var í honum viss spenna, þar sem lengi var mikil óvissa um hvernig leikar mundu fara. Bæði liðin áttu tækifæri, sem þau misnotuðu, en sjálfur gangur leiksins var þannig að allt gat skeð. Fyrsta mark KR kom ekki fyrr en "a 37. mín., og var það Gunnar Felix- son sem það skoraði eftir að Garðar hafði verið búinn að skjóta í þverslá, en knötturinn hrökk síðan til Gunnars. Að- dragandinn var líka heldur klaufalegur hvað Fram snerti, J því Guðmundur Óskarsson j hoppar yfir knött, sem hann átti að taka, e.n KR nær knett- inum með nefndum afleiðingum. Á fyrstu mínútunum þjörm- uðu Framarar að Heimi í mark- inu, en hann bjargar. Eftir 15 mín. dæmir dómarinn vítaspyrnu á Fram fvrir hendi, en sóknar- maður KR hafði af örstuttu færi sparkað í hendi Framarans, og fyrir þetta óviljaverk fá KR- ingar vítaspyrnu, en Þórólfur bjargaði þessu við og. skaut fyr- ir ofan. c Þó liðin skiptust nokkuð á að sækja var þó heldur meiri broddur í áhlaupum KR, og var sem þeir væru hættulegri Handkncttleiks- mótinu lýkur í kvöld Handknattleksmeistaramóti ís- lands í kvennaflokkum lýkur í kvöld og fara fram eftirtaldir leikir: 2. flokkur kvenna: Valur — FH. Víkingur — Breiðablik. Ármann — Fram (úrslit). Meistaraflokkur kvenna: Ármann — Þróttur. Fram — Valur. FH — Víkingur (úrslit). Mótið hefst kl. 20.00. Aðalfandur Sam- bands íslenzkra karlakóra Aðalfundur Sambands íe- lenzkra karlakóra (S.Í.K.) var haldinn í húsi K.F.U.M. í Reykjavík, sunnudaginn 4. júní 1961. Formaður sambandsins Ágúst Bjarnason, setti fund- inn. Fundarstjóri var kjörinn séra Garðar Þorsteinsson og ritarar þeir Jón G. Bergmann og Magnús Guðmundsson. Fundinn sátu fulltrúar sam- bandskóranna víðsvegar að af landinu. Fonmaður gaf yfirlit yfir störf sambandsins á liðnum árum og gerði grein fyrir hag þess. Stjórn sambandsins baðst undan endurkjöri og voru þess- ir menn kjörnir í stjórnina: Foimaður: Stefán Jónsson, Hafnaríirði, ritari: Gunnar Guðitiundsson, Reykjavík, Framhald á 11. síðu. upp við markið, en ekki voru það mikil tilþrif fremur en hjá Fram. Framarar voru ef til vill heldur kvikari, einkanlega til að byrja með, og hefðu þeir haft útherja, sem hefðu haldið sig í þeirri stöðu, er ekki að vita hvernig leikar hefðu farið. Út- herjarnir þjöppuðust inn á miðj- una og þar lenti allt í þvælu fyrir Frömurunum, endu kunnu þeir ekki lag á að greiða úr þeirri flækju sem myndaðist í sókn þeirra. Síðara markið sem KR skor- aði var „ódýrt“. Halldór mið- vörður Fram ætlaði að gefa knöttinn til samherja, en sendi hann til Þórólfs sem ekki var seinn að nota þetta gullna tæki- færi og skora. Gerðist þetta á 43. mín. síðari hálfleiks. Áður hafði Haildór bjargað tvisvar á linu. þegar Geir var „ekki heima“ í markinu. ★ Ónákvæmar sendingar Fram Lið Fram gat oft leikið lag- lega úti á vellinum, en þegar upp að marki kom var sem eng- inn vissi hvar hann ætti að vera. Þó lék Reynir Karlsson með og hafði ábyggilega sín góðu áhrif á liðið, og voru send- ingar hans oft góðar, en sam- herjar hans voru ekki með. Þá kom sérstaklega í Ijós hvað sendingar þeirra voru ónákvæm- ar, þannig að venjulegast fóru þær í fætur KR-inga. Meðan þessi ónákvæmni einkennir leik Fram verður ieikur þeirra ekki árangursríkur, og satt að segja hefur alltaf verið beðið eftir árangursríkum leik af þeirra hálfu í mörg ár, en hann kemur ekki. Virðist sem þeir nái ekki lengra. Þeir eru komnir á þann aldur, að það sem í þeim býr ætti að vera komið fram, ef það er fyrir hendi. Vafalaust hefur það haft sín áhrif á liðið að Rúnar var ekki með, en hann meiddist í leik á móti Dundee um daginn. Beztu menn í liði Fram voru Hinrik, Ragnar og enda Geir í markinu. Baldur getur verið hættulegur, en gleymir stöðunni sinni, og heldur knettinum allt of lengi, og lendir í vandræðum með að senda hann frá sér. ★ KR lék Iakar en við var búizt Þótt jafntefli hefði orðið, sem vel gat skeð, var KR þó heldur nær sigrinum eftir gangi og eðli- legum tækifærum. En liðið var óvenjulega slappt og ónákvæmt í sendingum. Það fór ekki mikið fyrir Þórólfi, enda fylgdi Hinrik honurn vel eftir, og gaf honum ekki mikil tækifæri. Bezti maður KR-liðsins var Garðar Árnason sem var vel virkur bæði í sókn og vörn, og án hans hefði leikur þessi farið öðruvísi. Hraðinn hentaði hon- um, og hann hefur gott auga fyrir samleik og staðsetningum. Gunnar Felixson átti líka góð- an leik bæði meðan hann var innherji og eins þegar hann var útherji. Sveinn Jónsson var aft- ur á móti svipaður því sem hann var leiknum við Dundee. Heim- ir í markinu varði það sem Verja þurfti. í heild var liðið langt frá þvi að vera í góðu lagi, og ekki nærri því sem það getur verið. ★ Dcmarinn. Dömari var Einar Hjartarson, og fór ýmislegt framhjá honum. Var 'slæmt að hann skyldi ekki veita því éftirtekt að leikmenn eltu mótherja og brugðu þeim, og eins var KR-ing laus höndin, er honum líkaði ekki hindrun. Skilningur Einars á því hvað er viljandi hendi er vægast sagt öðru víSi en margra annarra. Hefði hann yfirleitt mátt vera nokkuð strangari í dómum sín- um, en hann var. Ef til vill hef- ur hann sina afsökun í því hve sólin var lág, og mun það hafa truflað leikmenn líka. Ahorfendur voru allmargir. Bcston stökk 8,28 í fyrste stökkinu, Brumel 2,24 í 3. skipti í gær voru birt Iielztu úr- slit í landskeppni Bandaríkj- anua og Sovétríkjanna er fram fór í Moskvu laugardag og sunnudag. Fjarritarinn skilaði ekki öllum tölum og fer hér á eftir fað sem á vantaðj í gær. Sleggjukast Rudenkoff Sovétr 66.34, Bak- arinoff Sovét 64.91, Pagani USA 57.45, Backus USA 55.86. 110 m grindahlaup Jones USA 13.8, Mikhalioff Sovét 13.9, Washington USA 13.9, Sistjakoff Sovét 13.9. Spjótkast konur Osolina Sovét 54.79, Gortsja- kova Sovét 52-28, Mendyka USA 43.06, Davenport USA 40.55. Iiúluvarp Gubner USA 18.48, Silvester USA 18.43, Lipnis Sovét 18.11, Varanauskas Sovét 17.78. ★ Þess má ennfremur geta að Boston stökk 8.28 ú fyrsta gilda stökkinu og átti annað Sonny Lisfon fær ekki aS keppa Hnefaleikarinn Sonny LLston, sem talinn er einn hættulegasti keppinautur Pattersons um heimsmeistaratitilinn í þunga- vikt, hefur að undanförnu átt í brösum við lögregluna og hef- ur nú verið sviptur keppnisleyfi. Hann má sækja aftur um keppn- isleyfi þegar hann hefur sýnt það svart á hvítu að hann ætli að bæta ráð sitt og sýna lögum lands síns tilhlýðilega virðingu. 8.28. Fyrra met hans var 8.24- Ter Ovenesian stökk tvisvar 8.01- Brumel fór allar hæðir, og þar á meðal 2.19, í fyrst£\ etökki. en þegar kom ,að 2.24 fór hann yfir í þriðju lilraun. Thomas fór 2.13 í öðru stökkii og 2.19 í öðru stökki. Fyrra. met Brumels var 2.23 m. Danir FH leika í kvöld í Hafnarf. 1 kvöid leika dönsku 2. fL piltarnir handknattleik við jafnaldra sína í FH- Leikurinn. fer fram á Hörðuvöllum ,£■ Hafnarfirði og hefst kl. 8.15- Ný heimsmet Heimsmetin fjúka nú í ýmsum greinum. í sundi setti Jastremi USA nýtt heimsmet í 200 m bringu- sundl á 2.35,3. Gamla met- ið 2.36,5 átti Terry Gather- ole Ástralíu. sett 1956. A-þýzka stúlkan Barbara Göbel setti nýtt heimsmet í 110 jarda bringusundi á 1.19.5. Ástralska stúikan Rosemary Lassig átti fyrra metið 1.21,2. Heimsmetið í 4x1 ensk míla, sem Ungverjar hafa átt síðan 1955, var bættaf Nýsjálendingum í gær. Þeir hlupu á 16.23,8 en gamla metið var 16.25,2. Metið var sett á Santry-leikvang- inum í Dublin. Hvernig íer landsleikurinn við A'Þjóðverja í sumar? I flokkur frá Danmörku keppir kér nokkra leiki Fyrir helgi kom hingað til lands 2. flokkur Lyngbys Bold- klubb í boði Vals í tilefni 50 ára afmæ.lisinfí. 1 gærkvöldi léku diönsku piltarnir við KR og næst eiga þeir að leika við Þrótt og á fimmtudag við Val á Laugardalsvellinum. Um helgina fara dönsku piltarnir til Vestmannaeyja og keppa þar við 2. fiokk, en hann er líklega sterkasti 2. fíokkur landsins. Sem kunnugt er eiga Islend- ingar að keppa í frjálsum í- þróttum við Austur-Þjóðverja síðar í sumar, þar sem við- eig- ast A-sveit íslands og B-landsIið Þjóðverjanna, í fyrra fóru leik- ar þannig, að Austur-Þjóðverj- ar unnu með miklum yfirburð- um. Var það aðeins afsakað með að liluti íslenzka liðsins var að koma frá Olympíuleikj- unum í Róm, og þeir því ekki vcl fyrir kallaðir. Nú keppa þeir heima og því engar afsak- anir fyrir hendi, ef illa fer, en það má búast við sigri Þjóð- v.erjanna og honum allveruleg- um. Til gamans fer hér á eftir skrá yfir þriðja og fjórða tnann á afrekaskrá Austur-Þjóðverja eins og hún var 6. júli. 100 m hlaup: Wagner, Halle 10,6 Schulz, Berlin 10.6 Þess má geta að þeir eiga 7 menn sem hafa hlaupið á þess- um tíma. 200 m lilaup: Schúler, Leipzig 21,6 Ride, Halle 21,6 400 m hlaup: Storm, Berlín 48,0 Benkwitz, Berlín 48,0 800 m hlaup: Valentin, Beflín 1.50,4 Kruse, Weisenfels 1.50,7 1500 m Iilaup: Herrmann, Erfurt 3.45.2 Buhl, Berlín 3.47,2 3000 m hlaup: Janke, Berlín S-08.2 Hannemann, Berlín 8.09,2 5000 m lilaup: Scholtke, Berlín 14.19,6 Rothe, Berlín 14.19,6 10.000 m hlaup: Havenstein, Berlín 30.27,8 Moser, Leipzig 30.32,2 110 m grindahlaup: Regenbrecth, Berlín 14,9 Hille, Berlín 15,1 400 m grindahlaup: D. Möller, Berlín 53,6 Drescher, Leipzig 54,1 3000 m liindrunarhlaup: Döring, Berlín 9.05,6 Heine, Leipzig 9.09,8 4x100 m boðhlaup: SC Einhelt, Berlín 42,0 4x400 m boðhlaup: Nationalstaffel 3.12,5 Iíástökk: Beer, Berlín 2,06 Schút, Jena 2,02 Síangarstökk: Beyme, Berlín 4,30 Jetner, Leipzig 4,30 Langstökk: Schmöller, Jena 7,47 Köppen, Dresden 7,40 Þrístökk: Berg, Berlín 15,37 Barylla, Leipzig 15,07 Kúluvarp: Gratz, Berlín 16.44V D. Hoffmann, Berlín 16.44- Kringlnkast: Crieser, Leipzig, 52.34: Beier, Leipzig 50.31 Sleggjukast: Niebisch, Berlín 61.33"- Peter, Berlín 60.72". Spjótkast: Frost, Leipzig 74.60- Ahrendt, Berlín 74.13: Tugþraut: Behrendt, Leipzig 6054 st- Eichler, Halle 5881 st- Á þessnm árangri þriðja og: fjórða manns má sjá að Þjóð- verjarnir hafa náð langt í mörgum greinum, og það eru ekki miklar líkur til að viff komum til með að sigra í meira en 2—3 greinum. Nú er ekki þar meff sagt að einmitt þessir menn sem hér hafa vériff neíntl- ir, verði valdir til þess aff keppa hér, en þaff gefxir nokkra hugmynd um styrk Austur- Þjóffverjanna í dag. Sennilegt er að frjálsiþrótta- mönnum vorum svíði nckkuff undan tapinu fyrir Dönum í Osló á dögunum, en við því er- ekkert annað að gera en acfa og nota tímann vel, og vafa- laust munu þeir nota þann tíma, sem er til stefnn, fyrir- landsleikinn við Austur-Þjóff- verja. t

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.