Þjóðviljinn - 09.08.1961, Page 6

Þjóðviljinn - 09.08.1961, Page 6
þlÓÐVILJ &t«efandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — , Sósíalistaflokkurlnn. — Rltstjórar: tóíagnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir kfagnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiöja: Skólavörðust. 19. lími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja ÞJóðvilJans h.f. Það duga engin vettlingatök það dregur nú til harðari átaka á íslandi en nokkru sinni fyrr. Ósvífni þeirra ræningja, sem svikizt hafa til valda með lognum loforðum um leið til bættra lífskjara, keyrir svo fram úr hófi, að aldrei hefur slíkt þekkzt fyrr á íslandi. Þeir dönsku kúgarar, er verzt léku þjóðina fyrr, þurftu ekki á loforðum að halda til að ná völdum, þeim dugðu ofbeldi og svik. Ijeir eru nú frakkastir að hóta íslendingum, sem auðnulausastir hafa verið um öll afskipti sín' af opinberum málum. Pabbadrengur auðvaldsins, Gunnar Thoroddsen, sem hefur verið uppdubbaður sem fjár- málaráðherra — máski af því hann sýndi svo mikla snilli 1 að stjórna eigin fjármálum! — dirfist nú að hóta vinnandi fólki landsins með nýjum skemmdar- verkum af sinni hálfu, ef það rísi upp og berjist fyrir rétti sínum. Sjálfur lét þessi fjármálaráðherra lækka skattana á sjálfum sér og sínum ííkum um álíka upp- hæð og sumt verkafólk fær í árskaup. Gunnari Thor-' oddsen finnst sjálfsagt úð minnka skattinn á sínum eigin 250.000 kr. um einar 30.000 kr. En ef verkakona, sem hefur 30.000 kr. í ársiaun fær hækkun um 3000 kr. á ári, þá skal gengið lækkað og allri þjóðinni vald- ið stórtjóni, til að ræna hana því. Og síðan hótar veizlugarpurinn Gunnar að beita harðari aðferðum ef þessi níðingsskapur dugir ekki. r|g hvað gerir svo þessi kjaftfori fjármálaráðherra í þeim hneykslismálum, sem hann dylur undir sín- um verndarvæng? Hvað líður upplýsingum fjármála- ráðuneytisins um ólögleg lán til Axels í Rafha og inn- heimtu á þeim? Er fjármálaráðherrann orðinn samsek- ur um þá spillingu, sem þar á sér stað? Ætlar Gunnar Thoroddsen tafarlaust að gefa upplýsingar um með- ferð þess hneykslismáls — eða á að ákœra hann líka fyrir óráðvanda meðferð á fé ríkisins? Er það nóg að Axel í Rafha sé á laxveiðum með forsetanum, til þess hinn kjaftfori, síhótandi fjármálaráðherra haldi sér saman, þegar hann á að tala en ekki þegja yfir fjár- málahneykslunum? jpunnar Thoroddsen lætur ganga að þeim smáu, læt- ur með fjármálapólitík sinni ræna íbúðum af smælingjunum, sem unnu baki brotnu til að reyna að eignast þær, í trúnni á að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að tryggja hverri fjölskyldu eigin íbúð og leið til bættra lífskjara. — En gæðingum ríkisstjórnarinnar er hlíft. Þeir þurfa hvorki að borga afborganir né vexti — og fá svo smámsaman skuldirnar strikaðar út með aðgerðum Gunnars Thor. það er verið að binda þjóðinni óþolandi skuldabagga. Það er verk þessarar ríkisstjómar, sem árlega stór- lœkkar gengið. Þjóðinni er íþyngt með óþolandi vaxta- byrði. Það er eitt af illverkum þessarar afturhalds- stjórnar. Verkamaður, sem nú ætlar sér að eignast íbúð, — eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur lofað hverri fjölskyldu — verður að borga 2500—3000 krónur á mánuði af íbúðinni, — eða meirihluta launa sinn. Það er verið að svínbeygja þjóðina undir okurskatt til auðmagnsins. Hin svívirðilega okurvaxtastefna þessar- ar ríkisstjórnar er ætluð til þess að beygja bak íslend- inga, venja oss við að þræla fyrir auðmagnið, erlent og innlent. Það verður að brjóta okurvaxtapólitíkina á bak aftur. Það verður að byrja með því að lækka taf- arlaust vextina hér heima, — t.d. á íbúðalánum o.fl. niður í 2V2%. Og það verður að knýja útlendu okur- stofnanirnar, eins og Alþjóðabankann, sem nú arð- sjúga íslendinga eins og aðrar þjóðir, til að lækka vextina niður í a.m.k. 2l/2%. — Og þetta er aðeins lítill þáttur úr því sem þarf að gera. fjað duga engin vettlingatök, þegar þjóðin feykir þess- um níðingum frá völdum, sem svikizt hafa aftan að henni, stórskemmt fjárhag hennar og atvinnulíf með samdrætti, spillingu, okri og óstjórn, níðzt á öllum launþegum og öðrum vinnandi stéttum og hóta svo í þokikabót harðstjórn og skemmdarverkum, ef fólkið semur frjálst um kaup sitt. I gær átti Emil Tómasson að Brúarósi í Kópavogi áttræðisafmæli. Emil er lesendum Þjóð- viljans að góðu kunnur, því að oft hafa birzt eftir hann greinar hér í blaðinu. Hann er Eyfirð- ingur að ætt en uppalinn í Þingeyjarsýslu. 26 ára að aldri hélt hann til Noregs og dvaldi tvö ár í Noregi og Danmörku til þess að fullnuma sig í búfræði. Að því loltnu hvarf hann heim og ætlaði til átthaganna en örlögin höguðu því svo, að skip lians kom að Iandi á Austfjörðum og þar ílentist hann, kvæntist dóttur bóndans á Stuðlum í Reyðarfirði, Iiildi Þuríði Bóasdótl- ur, hóf búskap þar eystra og bjó að Stuðlum til ársins 1935, er hann hvarf til Reykjavíkur eft- ir lát konu sinnar. Hér í Reykjavík gerðist þessi aldraði bóndi virkur þátttakandi í verkalýðshreyfingunni, átti m. a. um skeið sæti í stjórn Dagsbrúnar. Gekk hann þar sem annars staðar ötullega til starfs. Þau hjónin Hildur og Emil eignuðust 9 börn og eru sjö þeirra á lífi. Á Emil nú orðið 20 barnabörn og tvö barnabarnabörn. Emil dvelst nú hjá dóttur sinni Guðrúnu og manni hennar Eyjólfi Kristjánssyni að Brúarósi í Kópavogi. Mun hafa verið gestkvæmt þar á heimilinu í gær. Þrátt fyrir háan aldur er Emil enn léttur á fæti og hress í máli og kann frá mörgu að segja. Blaðamaður frá Þjóðviljanum hitti hann hann að máli um helgina og ræddi nokkuð við hann um uppvaxtarár hans í Þingeyjarsýslu og þátttöku hans í íslenzkri glímu, en Emil var á sín- um yngri árum einn fremsti glímumaður landsins og hefur ætíð látið sig glímuna miklu varða, m. a. margt um liana ritað í blöð. Því miður urðum við að staldra við þau tímamót í ævi Emils, er hann hvarf til Noregs. Það hefði orðið efni í mörg blöð að rekja æviferil hans lengra eða fyllra og verður að bíða að sinni. Svo gef ég honum sjálfum orðið. „Er ekki Reykjadalur nógu stór íyrir þig til jbess aö liggja í honum?” — Ég er fæddur 3 8 1881 að Hraukbæjarkoti í Krækl- ingahlíð og ég skal byrja á því að segja þér, að ég er svo hrifinn af því, að ártalið má jafnt lesa aftur á bak eins og áfram, og eins er ég hrif- inn aí hve 8 er falleg tala, en hún kemur svo. oft fyrir í fæð- ingardagsetningunni og ártal- inu. Móðir mín hét Guðrún Guðmundsdóttir og var frá Stóra Dunhaga í Hörgárdal. Það er aleyfirzk ætt. Fjórir iangömmubræður minir í þeirri ætt voru prestar, einn þeirra séra Hallgrímur faðir Jónasar skálds. Faðir m'inn hét Tómas Jónsson frá Lauga- landi í Hörgárdal. Það er líka eyfirzk ætt og Tómasarnafnið rikti í ættinni. Forejdrar mín- ir voru ekki hjón. Móðir mín hafði misst mann sinn frá þrem börnum en hélt áfram búi í Hraukbæjarkoti. Svo fékk hún ungan mann, Tóm- as, til þess að standa fyrir bú- inu hjá sér. Þess vegna varð ég til. Svo giftist hann aftur yngri konu. Ég á engin al- systkini en hálfsystkini til beggja hliða. Fyrstu árin var ég mest hjá móður minni. Ég var aðeins part úr ári hjá föður mínum en frá honum fór ég að Úlfs- bæ í Bárðardal til fósturfor- eldra minna, Elínar Jónsdótt- ur frá Lundarbrekku og Kristjáns Jónssonar. Kristján var sérstæður maður að dugn- aði. Það stóð þannig á því, að ég fór til þeirra, að faðir minn hafði verið hjá þeim kaupa- maður um sláttinn nokkur ár. Börn þeirra voru þá kqmin upp og fóstri minn hefur lik- lega viljað prófa þennan strák, hvort hann væri til nokkurs nýtur. Ég kom að Úlfsbæ 28. marz 1888 og fór þaðan aftur 1898. Þá dó fóstri minn og fór ég þá til sonar fóstdrforeldra minna, Gisla á Ingjaliflsstöðum, og var þar tvö ár. Síðan var ég eitf ár hjá Elíriu systur hans á Öxará og svo eitt ár hjá Jóni á Ljósavatni, einu systkininu enn. 1902 um vorið fór ég að Einarsstöðum í Reykjadal og er þar eitt ár en 1903 fór ég á Búnaðarskól- ann í Ólafsdal til Torfa. Ég hef mörgum mönnum kynnzt um ævina, bæði utanlands og innan, en engan af þeim mönn I um ber eins hátt og Torfal heitinn í Ólafsdal. Ég hef ekkb haft eins mikið gagn af því að; kynnast öðrum manni. í Ól- afsdal var ég tvö ár, 1903-^ 1905. Ég dvaldi aftur heima í Reykjadal sumurin 1905, 6 og 7. Þá fékk ég mér búnaðar- verkfæri og reif sundur jörð- ina. Gekk um eins og hrepps- ómagi. Ég tók að mér upp á akkorð að plæja fyrir bænd- urna. Ég átti sjálfur fjóra hesta, tveir þeirra voru ram- fælnir og þá gekk plæingin vel. Veturinn 1905—1906 var ég við símastauraakstur en þá var verið að leggja símalínuna austan frá Seyðisfirði til Ak- ureyrar. Staurunum var skip- að upp á Húsavík og bónd- inn, sem ég var hjá, Harald- ur Sigurjónsson á Einarsstöð- um, tók að sér að koma þeim á línuna frá Skjálfandafljóti austur að Laxá. Hann dó um veturinn og þá kom verkið á mig. Með mér var úrvalsmaður, Kristján Sigurðsson að nafni. Þetta var mikið verk og bölv- að. Við ókum fyrst staurun- um á sleðum frá Húsavík eft- ir Laxá og það var ágætt. Fluttum við þá austur fyrir Laxá að Mýrarseli og ókum þeim síðan á línuna. Við urð- um svo seint fyrir, að undir vprið urðum við að draga þá á auðu, rákum þá skeifu í endann á þeim og létum svo klárana draga þá. Það var erf- itt. — Hvað viltu uppvaxtarárunum í Þingeyjar- sýslu? — Ég er fyllilega ánægður yfir því og sæll að hafa lifað 20 seinustu ár 19. aldarinnar og svo 60 af þessari. Það eru svo ólíkir tímar að bera sam- an. Æskan nú veit lítið af því. Mér finnst ég hafa menntazt á því að lifa tvenna tímana. Þeir eru svo ólíkir. Auk heldur málið er orðið öðru vísi. Við þurfum aldrei núna að tala um þá hluti, sem þá voru algeng- astir. Ég hef stundum sagt við ungt fólk, að ég kunni tvö mál, þetta sem nú er talað og alda- mótamál. Nú skilur æskan fátt af því. Ég t. d. bið dótturson minn að rétta mér reiptagls- endann. Hann veit ekki hvað það er. Börn nú þekkja ekki orð eins og sili, hölgd, rófustag. Þetta eru svo ólíkir tímar, að það mætti margt um það spinna. Ég er rétt byrjaður að skrifa niður endurminningar mínar frá Úlfsbæjarárunum. Ég er að gera samanburð á erf- iðleikunum, sem þá voru, og því, sem nú er. — Hér sýnir Emil mér handritið að þessum endurminningum, skrifað skýrri rithönd. Þar er margt fróðlegt að finna. Mig grunar, að hann eigi eitthvað fleira af slíku efni í pússi sínu. Og hann seg- ist ætla að halda áfram þess- um skrifum meðan sér endist heilsa til. Af mörgu er að taka. — Á Úlfsbæ var farið að láta mig sitja einan yfir á annað hundrað ám 1891. Sumurin áð- ur hafði ég setið yfir þeim með öðrum. Þá var setið yfir mán- uð til 6 vikur á vorin. Það var ekki farið að smala ánum að kvöldi fyrr en eftir þann tíma, og þá var ég líka við það. Við smalamennskuna var ég alltaf ríðandi í bölvuðum mýrum og móum. Það var ákaflega erfitt að sitja yfir vegna helvítis vargsins, mýbitsins. Ærnar hlupu fram og aftur til þess að fá einhvern svala og engin á sem hélt að á neinn veg. Mý- vetningur einn, sem þóttist vera ákvæðaskáld hafði kveðið þessa stöku um mývarginn: „Af öllu hjarta ég þess bið 8) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 9. ágúst 1961

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.