Þjóðviljinn - 09.08.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.08.1961, Blaðsíða 10
Emil Tómasson rifjar upp endurminningar sínar. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Emsl Tómasson áttræður Framhald af 7. síðu. dalt en Kristján stóð, eins þótt hann vaeri bara á tunnustöfum. Það var ekki fínn útbúnaöur, sem við vorum látnir hafa. En fyrir áhrif frá Kristjáni varð ■ég sæmilegur skíðamaður. Ég tók fyrst þátt í opinberri glímu 21. ágúst 1906. Ég var búinn að glíma áður heima í ^sveitinni, handleggsbrotnaði t.d. einu sinni í glímu en hætti ekki að glíma fyrir það, — það greri. Þá var félag á Akureyri, sem byrjaði á því að kaupa þetta dýra belti, Grettisbeltið, sem um hefur verið keppt síð- •£n. Á þessari glímu voru 4 Þingeyingar og 8 Akureyringar, svo að þetta var auðvitað engin landsglíma. Þetta var á versta tíma fyrir okkur sveitamenn- ina. Við vorum þreyttir úr hey- skapnum og æfingarlausir. Þetta var fyrsta íslandsglíman sem kölluð er. Svo var önnur 1. apríl 1907. Þá var glíman vel sótt og komu margir Þingeyingar. Ég glímdi bara opinberlega á þessum tveim glímum, því að ég fór til Noregs sumarið 1907. — Þú varst í fremstu röð á báðum þessurn glímum. — Ég stóð í bæði skiptin nærri sigri. Fyrra árið, er þessir 12 höfðu glímt eina um- ferð, höfðu þrír aðeins fengið eina byltu hver og urðu að glíma aftur sarnan. Það voru Ólafur Davíðsson, Jóhannes Jós- efsson og ég. Ég hafði legið fyr- ír Ólafi, Ólafur fyrir Jóhannesi og Jóhannes fyrir mér. Glím- unni lauk svo, að Ólafur vann beltið. í þessari glímu lagði Ól- afur mig á svokölluðum skóla- hnykk, þ. e. hann sló hælnum aftan í hnésbótina á mér og kastaði sér á mig um leið, svo að ég féll. Þetta bragð þekkti ég ekki og Þingeyingarnir töldu það ólöglegt og vildu gera á- greining út af en ég taldi, að Ólafur gæti þekkt það og talið löglegt, þótt við gerðum það ekki. Á þessari glímu var Jóhann- es léttur og mjög hreyfanlegur og þá gekk mér betur að fást við hann. Ég glímdi svo létt og mér gekk alltaf verr að fást við menn, ef þeir stóðu eins og staurar. í glímunni 1907 lagði Jóhannes mig um leið og við tókum sarnan. Ég gekk að honum þráðbeinn eins og Þingeyinga var siður og tók glímutökin en um leið lagði hann á mig bragð áður en mig varði nokkurs og ég féll. Á þessari glímu hafði ég eiginlega einum vinningi minna en ég gat haft. Ég féll fyrir pilti austan úr Þingeyjar- sýslu, sem ég held að hafi ver- ið einna minnstur glímumaður- inn af þeim, sem þarna voru. Ég vildi ekki vera að leggja hann strax og fór að leika mér ögn við hann en vfssi allt í einu ekki fyrri til en ég sat á rass- inum á gólfinu. öðrum glímum tapaði ég ekki að því sinni. Ég tel, að þeir beztu glímu- menn, sem ég hef glímt við, hafi verið þeir Halldórsstaða- bræður, Sigurður, er síðar tók sér nafnið Bjarklind, og þó sér- staklega Jón bróðir hans. Þeir glímdu svo létt og vel. Rétt áð- ur en glíman var háð sumarið 1906 kom Jón heim til mín þar sem ég var við slátt á túninu og segir, að þeir bræður ætli að fara á glímuna, og vildi fá mig með. Ég tók því ekki líklega, sagði að við værum æfingar- lausir og stirðir. En því meir sem ég færðist undan þeim mun ákafari varð hann. Að lokum þrífur hann til mín þarna sem ég stóð við orfið og segir, að við skulum glímo. Giímdum við síðan nokkrar glímur og leið sjaldnast á löngu að annar hvor félli. Þetta örvaði mig og varð til þess að ég fór inneftir og kvöddumst við upp á það, að ég væri að hugsa um að fara. Ég fór ekki til Akureyrar fyrr en snemma sama morguninn og glíman fór fram og varð því að hafa hraðan á. Hafði ég tvo til reiðar og fór greitt. Ég sund- lagði í Vöðlunum fyrir innan Ak- eyri, því að þá voru engar brýr komnar. Ég gekk síðan frá hest- unum og fór heim til fööur míns að skipta um föt, þar sem ég hafði blotnað í Vöðlunum. Faðir minn kom heirn, er ég var að borða. Segi ég þá við hann í léttum tón, að nú sé ég ekki í lestaíerð, ég ætli að sækja beltiö, sem nú eigi að glíma um í dag. Þá segir hann heldur þurrlega: „Er ekki Reykjadalur nógu stór fyrir þig til þess að liggja í honum, þarftu að fara til Akureyrar?" Mér sveið und- an þessu og þá lá nærri, að ég hætti við að taka þátt í glím- unni. Ég var illa fyrir kallaður, batt hey um morguninn og var sveittur, hafði ekki farið í bað eða neitt og var í sömu nær- fötunum. Þá datt mér eitt í hug. Ég vissi, að það var ekki bað í hverju húsi á Akureyri en ég vissi af einu húsi, það var hjá Oddi Thorarensen lyísala. Ég fór svo þangað og var svo hepp- inn, að Alma konan hans kom sjálf til dyra. Spurði ég hana, hvort ég mætti gerast svo djarfur að fara fram á það að mega fara þar í bað. Hún tók því vel og ég fékk þarna gott bað og fann á eftir, að ég var miklu mýkri en áður. Það var þessari góðu konu að þakka, að ég lá ekki fyrir hverjum strák. Á bændaglímum tíðkaðist það þá, að þeir sem lélegastir voru glímdu fyrst saman. Á þessari glímu var fyrst kallað á tvo Þingeyinga, mig og 18 ára pilt, Jón Björnsson. Vissum við þá báðir, að ekki myndi búist við neinu af okkur. Var ég þó á- kveðinn í að liggja ekki í þess- ari glímu. Við giímdum tals- verða hríð og féll hvorugur og voru við þá látnir hætta og hvíla okkur. Þá fann ég. að allur glímuskjálfti var horfinn úr mér. Annars man ég fátt úr þessari glímu annað en þetta og glímurnar við þá Ólaf og Jóhannes. Ég minnist þess, að eftir að ég hafði fellt Jóhannes. gekk ég til dómnefndarinnar til þess að sækja miða með nafni sigurvegarans í glímunni eins og við vorurn þá látnir gera. Þegar ég var að ganga frá þeim aftur og leit á miðann sá ég, að á honum var nafn Jóhann- esar. Svo vissir höfðu þeir ver- iö um það, að hann myndi sigra. Ég gekk því til þeirra aftur og bað um. að nafninu. yrði breytt, og urðu þeir skjótt við því. — Manstu eftir einhverjum sérstökum atburðum frá upp- vaxtarárunum í Þingeyjarsýslu? — Aldamótavorið 1901 var mikil hátíð að Ljósavatni, þar sem ég átti þá heima, fyrir alla suðursýsluna. Þar var mikill fjöldi manna og hesta saman lcominn og hafði ég aldrei fyrr séð slíkt. Það var ljómandi stór og mikill blómabogi yfir inn- gönguhliðinu með ártalinu 1901. Guðmundur á Sandi mun hafa fiutt aðalræðuna. mælskur vel, einbeittur og' ómyrkur í máli. Fellur Dóná freiðandi úr Friðjónssonar stalkjafti. heliist ofan í helvíti, hann er konungsgersemi, kvað Matthías Jochumsson. Fimmta þingið Framhald af 4. síðu 2) I ljósi reynslunnar mun verkalýður heimsins ræða á 5. þinginu eftirfarandi atriði: Starf Alþjóðasambandsins og næstu verkefni verkalýðsfélag- anna í baráttunni fyrir friði, gegn stórveldastefnunni. fyrir friðsamlegum samskiptum þjóða, algerri afvopnun og fyrir félagslegum og efnahags- legum rétti verkalýðsins. Samræming baráttunnar fyr- ir útrýmingu nýlendustefnunn- ar. 3) Til þess að undirbúa um- ræður um þessi mál meðal verkalýðsins sendir Alþjóða- sambandið tillögur sínar, í þeirri von að þær verði vand- lega ræddar og íhugaðar í verkalýðsfélögunum. Þannig vill Alþjóðasambandið samræma reynslu verkalýðsins um víða veröld án tillits til þeirra mis- munandi skoðana sem ráðandi eru innan verkalýðssamtakanna. Heiðarlegai' umræður um málin munu verða til þess að styrkja einingu verkaiýðsins og sam- ræma baráttuaðferðirnar. i Verkalýður heimsins í bandalagi við önnur fram- sækin öfl er fær um að ráða Þarna var íslenzk glíma háð og man ég bezt eftir glímu þeirra Sigurðar Bjarklind og Ingólfs Bjarnarsonar síðar alþingis- manns. báðir glæsimenni og glímdu fallega. Hestar voru reyndir og gæðingar þeirra Halldórsstaðabræðra í Reyk.ia- dal, Jóns og Sigurðar Sigíús- sona, unnu keppnina. Þeir voru báðir ágætir hestamenn. söng- menn og ílest til lista iagt. Ég á enn á gainals aldri beztu minningai' um þá Hriflu- bræður, Kristján og Jónas. Þeir voru miklir bókavinir. Bóka- skápur lestrarfélagsins var á Úlfsbæ. uppeldisheimili mínu. Heyrði ég um það talað, að ekk- ert heimili innan félagsins not- aði jafn mikið bækur og Hriflu- heimilið. Þeir bræður gengust f.yi'ir því einn vetur á útmánuð- um að taka kennara 4—5 vikur og naut ég þar góðs af fyrir þeirra vinskan og velvild. í marzmánuði 1903 féltk ég til- sögn hiá Þórhalli Guðmundssyni sem þá var í Fagraneskoti í Reykjadal, gagnfræðingur að menntun. Annars nian ég lítið eftir tii- sögn á mínu góða bernskuheim- ili. Það var ekki siður þá. Lífs- baráttan var svo hörð og trúin rótgróin. að bókvitið yrði ekki látið í askana. Hinu man ég eftir, hve ég varð hrifinn af fallegri skrift á sendibréfum, er þá fóru bæ frá bæ um dalinn, og mesta æfingu í skrift fékk ég því að stæla þessa skínandi veldregnu stafi á fölvuðum svellum og góðum snjó, þegar ég stóð yfir fé á beit. fram vandamálum mannkynsins 4) 5. þingið kemur saman á þeim tíma er tvennskonar efna- hagskerfi eru ráðandi í heimin- urn, þegar þriðjungur mann- kynsins er að byggja nýtt þjóðfélag grundvallað á sönnu lýðræði og velmegun verkalýðs- ins. Hið sósíalska hagkerfi eflist og útbreiðist og áhrif þess á framvindu heimsmálanna verða æ öflugri. Hagkerfi auðvaldsins hrakar og innbyrðis mótsetning- ar þess fara vaxandi. Endan- legt hrun þess er óhjákvæmilegt. Þetta er lögmál þróunarinnar sem ekkert getur stöðvað. Tíminn síðan 1957 er 4. þing- ið var haldið, hefur óvefengjan- lega sannað yfii'burði sósíalism- ans yfir auðvaldsskipulaginu, yfirburði friðar og framfaraafl- ‘ anna yfir afturhalds- og ófriðar- öflunum. Þetta hefur verið sannað í einingarbaráttu verka- lýðssamtakanna fyrir verndun friðarins í baráttu hans fyrir afnámi nýlenduskipulagsins ár- angri hans í kjarabaráttunni. 5) Þetta sannast í harðnandi baráttu verkalýðsins í örum vexti verkalýðshreyfingarinnar einkum í þeim löndum er ný- lega hafa losnað undan nýlendu- kúguninni. Einnig í hinum sí- vaxandi þætti er verkaiýðs- hreyfingin á í uppbyggingu sósíalismans. S. V. F. HAPPDRÆTTIHASKOLAISLANDS Á morgun verður dregið í 8. ílokki. 1.150 vinningar að fjárhæð 2.060.000 krónur. í dag eru seinustu forvöð að endurnýja. Happdrætti Háskóla íslands. 1 á 200.000 kr. 200.000 kr. 1 - 100.000 — 100.000 — 26 - 10.000 — 260.000 - 90 - 5.000 — 450.000 — 1.030 - 1.000 — 1.030.000 — Aukavinningar: 2 á 10.000 kr. 20.000 — 1.150 2.060.000 kr. í-0) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 9. ágúst 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.