Þjóðviljinn - 09.08.1961, Page 9
Sitt of hverju
@ Fyrir nokkru
Uruguay sér réttinn til
að taka þátt í loka-
keppni HM. í knattspyrnu
sem fram fer næsta ár í
Chile. Sigraði Uruguay Bole-
víu með 2:1. Áður höfðu
lönd þessi leikið saman í
La Paz, og varð þá jafntefli.
(g> Fyrir nokkrum dögum
setti franska stúlkan
æíinsu
Ilannn leggur sig liklega fram
í Iceppni sko/.ki niarkmað-
urinn, Lawrie Leslie, úr því
lianu leikur slíkar kúnstir á
Piacentini, 23 ára gömul
nýtt Evrópumet í 200 m-
baksundi, og var tími hennar
2.35,6.
Eldra metið setli liollenzka
stúlkan Ria Dobler í Leip-
zig í júní í fyrra og var
timi bennar þá 2.36,2.
Rosy Piacentini hefur
unnið fimm sinnum fransk-
an meislaratitil síðan 1957,
og hún á frönsku metin
bæði á 100 og 200 m bak-
sundi.
® England sigraði Ung-
verjaland með 110 stigum
gegn 102 í landskeppni í
frjálsum íþróttum, sem fram
fór í London nú um helgina.
Brezki kúluvarparinn Art-
bur Rowe setli nýtt Evrópu-
met 19.44 og á móti í Mans-
field á mánudag bætti hann
enn metið, kastaði 19,56,
sem einnig er brezkt heims-
veldismel.
@ Bisletleikarnir 1961 fóru
fram nú um helgina. Veður
var gott og árangur mjög
góður í ýmsum greinum, á-
horfendur voru um 6.500.
Ralph Boston stökk 8.17 í
langstökki, Frank Budd
USA jafnaði heimsmetið í
100 jarda hlaupi 9.3 sek.,
Jim Beatty USA náði bezta
tíma í heiminum í ár í 1500
m hlaupi 3.40,2. Willy Ras-
mussen setti persónulegt met _
í spjótkasti 81.03 m Suulin-
en sigraði í stangarstökki
4.40.
Á unglingameistaramóti
Noregs í frjálsum íþróttum
setti Reidolf Fördes nýtt
unglingamet í stangarstökki,
4,30, og á Bisletleikunum
bælti hann metið í 4,40.
@ í landskeppni í sundi
milli Ungverjalands og
Austur - Þýzkalands, sem
fram fór í Búdapest á laug-
ardag, setti Karin Bayer A-
Þýzkal. nýtt heimsmet í 200
m bringusundi á 2.48,0.
Fyrra heimsmetið 2.49,5.
setti enska sundkonan Anita
Lonsbrough á oljmipíuleik-
unum í Róm.
Landslið Islendinga sem keppir við
B-Iið A-Þjóðverja m næstu helgi
Landskeppni í frjálsum
íþróttum milli Islands og B-
liðs Austur-Þýzkalands fer
fram hér á Laugardalsvellin-
um dagana 12. og 13. ágúst.
Landslið okkar verður þann-
ig skipað:
100 m hlaup Valbjörn
Þorláksson IR Úlfar Teits-
son KR. Varamaður Einar
Frímannsson KR.
400 m hlaup: Grétar Þor-
steinsson Ármanni, Hörður
Haraldsson Ármanni. Vara-
máður: Þórir Þorsteinsson
Ármanni.
1500 m hlaup: Svavar
Markússon KR, Agnar
■--------------------------<
Jón Þ. varð
artnar é 1,90
Jón Þ- Ölafsson keppti í
hás-ökki á Bisletleikjunum
nú um helgina og varð annar
í röðinni. Úrslit urðu annars
þessi: Gunnar Husby Noregi
1,95, 2- Jón Þ. Ólafsson 1,90,
3. T. Haugaland N. 1,90, 4. H.
Eikeland N. 1.90.
Levy KR. Varamaður:
Steinar Erlendsson FH.
1500 m hlaup: Kristleifur
Guðbjörnsson KR, Haukur
Engilbertsson UMSB.
3000 m hindrunarhlaup:
Kristleifur Guðbjörnsson
KR, Haulcur Engilbertsson
UMSB.
110 m grindahlaup: Ingvar
Hallsteinsson FH, Guðjón
Guðmundsson KR. Vara-
maður: Ingólfur Hermanns-
son ÍBA-
400 m grindalilaup: Guð-
jón Guðmundsson .KR, Sig-
urður Björnsson KR. Vara-
maður: Helgi Hólm ÍR.
1000 m boðhlaup: Úlfar
Teitsson (100 m), Valbjörn
Þorláksson (200 m), Þórir
Þorsteinsson (300 m),
Grétar Þorsteinsson (400
m). Varamenn: Einar Frí-
mannsson og Hörður Har-
aldsson.
.Langstökk: Vilhjálmur
Einarsson ÍR, Einar Frí-
mannsson KR. Varamaður:
Þorvaldur Jónasson KR.
Þrístökk: Vilhjálmur Ein-
arsson ÍR, Þórður Indriða-
son HSH. Varamaður Ingv-
ar Þorvaldsson HSÞ.
Hástökk: Jón Þ. Ólafsson
IR, Jón Pétursson KR.
Varamaður: Ingólfur Bárð-
arso-n HSK.
Stangarstöklc: Valbjörn
Þorláksson ÍR, Heiðar Ge-
orgsson Umf- Njarðv.
Varamaður: Brynjar Jens-
son HSH.
Kúluvarp: Guðmundur Her-
mannsson KR, Gunnai
Huseby KR.
Kringlukast: Þorsteinii
Löve KR, Hallgrímur Jóns-
son Ármanni.
Spjólkast: Ingvar Hall-
steinsson F’H, Gylfi S,
Gunnarsson ÍR. Varamað-
ur: Jóel Sigurðsson ÍR.
Sleggjukast: Þórður Sig-
urðsson KR, Þorsteinn Löve
ÍR. Varamaður: Jóhannes
Sæmundsson KR.
Fyrirliði Jandsliðsins ei'
Guðmundur Hermannsson, en
sveitarstjóri er Stefán Krist-
jánsson.
'l
Það mun algengt að knatt- !
spyrnumenn í leik þyki sem |
þeir fái ekki nogu oft knött- j
innn til sín, telji sig afskipta j
þegar um það er að ræða að
gerast góður lilekkur til að
vinna að því að koma knett-
inum í mark mótherjans.
Ef hinum 90 mín. sem leik-
ur stendur, er skipt milli
leikmanna koma ekki nema
rúmlega 4 mínútur í hlut
hvers. Þar frá dragast , líka
allar þær mínútur sem knött-
turinn er ekki i leik, sem oft
getur verið drjúgur tími. Ekki
er kunnugt um, að athugað
hafi verið hjá einum ein-
stökum manni, hvað liann
heldur knettinum lengi í leik.
Enski knnatlspyrnumaður-
inn Bernhard Joy, sem á sín-
um tíma lék miðframvörð hjá
Arsenal og var einn af kunn-
ustu knattspyrnumönnum
Bretlands, gerði fyrir nokkru
athugun á þessu efni. Hann
gerði það að gamni sinu að
,,mæla“ það hvað lengi
Johnny Haynes, héldi knett-
inum í leik. Haynes er inn-
herji í landsliði Englands og
Fulham. Gera má ráð fyrir
að hann með slíka kunnáttu
og getu liafi ekki verið „van-
nærður“ í leiknum.
Joy notaði skeiðklukku við
athugun sína, og hún sagði
að Haynes hefði haft knött-
inn í aðeins 2 míu. og 42 sek. >
Síðan gerði Joy aðra til—
raun, og þá „mældi“^.
hann miðherja Wolverhamp-I’f
ton Peter Broatbent, en haniiv'
hafði knöttinn í aðeins 1.36 :
mín.. -
Þriðju tilraunina gerði
hann með sjálfan Greaves frá.
Chelsea, og hann náði aðeins
1.59 mín.
Joy vildi athuga leik þess-
ara ágætu manna svolítið
betur, og vildi athuga hvað
þeir væru jákvæðir í leik sín-
um. Þá komst hann að þeirri
niðurstöðu að af 80 sending-
úm Haynes voru 14 slæmar
og höfnuðu hjá mótherjanum.
Broatbent sendi knöttinn 41
sinni frá sér og í 13 skipti
fór hann til mótherja. Af 27
sendingum Greaves vrou 9
misheppnaðar.
Reykjedalyr í
Mosfellssv. verl-
ur íþróffaskéli
Vilhjálmur Einarsson og Hösk-
uldur Goði Karlsson liafa ný-
verið fest kaup á landareign-
inni Reykjadalur í Mosfellssveit
og æt'.a þeir að reka þar íþrótta-
skóla. Nánar verður skýrt frá
þessu í blaðinu á morgun.
Bandalag háskólamanna gefur
út afmælisrit til H.1.150 ára
Bandalag háskólamanna, sem
er sambard nálega allra félaga
háskólamenntaðra manna hér á
landi, hefur ákveðið að gefa út
afmælisrit í tilcfni af 50 ára
afmæli Háskóla íslands og til-
einka það honum.
í riti þessu verða 23 greinar
um ýmsa þætti vísinda. þróun
þeirra og framtíð, svo og hlut-
verk Háskóla íslands í sambandi
við þau. Er ætlunin, að grein-
arnar verði ritaðar fyrir al-
menna lesendur, en ekki sér-
fræðinga einvörðungu.
Fremst í ritinu verður heilla-
óskaskrá (Tabula gratulatoria),
sem ö'lum háskólamenntuðum
mönnum á’ íslandi er gefinn
kostur á að skrá sig á. Þeir.
sem það gera, eiga að greiða
500 krónur. Fá þeir auk skrá-
setningarinnar afmælisritið án
frekara endurgialds. Ágóðanum
af útgáfu þessari verður varið
til eflingar menningar- og félags-
málastarfsemi eldri og yngri
stúdenta, svo og tengslum þeirra
við háskólann.
Afmælishátið háskólamanna
verður haldin 6. og 7. október
n.k., og á afmælisritið að koma
út um leið.
Bandalag háskólamanna leyfir
sér að beina því til ahra há-
skólamenntaðra manna, hvort
sem þeir eru brautskráðir frá
Háskóla íslands eða öðrum há-
skóla. að láta skrá nöfn sín á
heillaóskaskrá. Tilkynningura
um skrásetningu svo og á-
skriftargjöldum er veitt viðtaka
í bókaforlaginu Hlaðbúð, Vonar-
stræti 4.
Smjörlíki hækkzr
um kr. 1.20 kg
I sunnudagsblöðunum var aug-
lýst verðhækkun á smjörlíki,
hækkar það um kr. 1.20 kg. í
smásölu eða úr kr. 13.80 í kr.
15,00. Verðhækkun þessi er ein-
göngu vegna gengisfellingarinn-
ar og er smjörlíkið fyrsta vöru-
tegundin, sem hækkar af þeim
völdum en síðan munu verð-
hækkanirnar koma hver af ann-
arri.
ritstjóri: Frímann Helgason
Miðvikudagur 9. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN
(9