Þjóðviljinn - 09.08.1961, Side 11
Budd Schulberg:
O O
(The harder they fall)
10 DAGUR.
hæsta máta. „Allt í lagi,
rjómabollan mín . . . ágætt,
elsku ljúfan . .. eins og þér
sýnist, gullið mitt .. .“ Ef sál-
fræðingur hefði gefið sig í að
sálgreina slátrarann og siðleysi
hans og hina ólæknandi andúð
hans á að halla sér að einum
kvenmanni, hefði hann senni-
lega komizt .að þeirri niður-
stöðu að hann væri haldinn
leyndri kynvillu. En slátrarinn
gerði sitt til þess að vera á-
litinn dugmesti karlmaður í
Áttundu Avenue með kyn-
þokka sem átti sér engin tak-
mörk. Buxurnar hans voru það
þrengsta sem nokkurn tíma hef-
ur verið framleitt af klæð-
skera í New York, svo að ekk-
ert væri hulið. Hann var með
stutta þreklega fótleggi og
mikinn brjóstkassa og notaði
hvert tækifæri til að þenja
hann út, jafnvel í almennum
samræðum. Þeir sem séð hafa
bantamhana spránga sig í
hænuhópi, vita aiveg hvernig
Menegheni slátrari leit út.
,,B:ddu andartak, ljósið
mitt,“ sagði hann ' í símann
þegar hann kom auga á mig.
..Hvernig i fjandanum komstu
hingað, Eddie, reiðstu á skjald-
böku eða hvað?“
,,Ég anza aldrei svona inál-
æði.“
„Heyrið þið silkimunninn“,
sagði slátrarinn.
Þannig hafði andinn alltaf
verið milli okkar, og slátrarinn
útvarpið
Pastir liðir eins og venja er til.
8.00 Morgunútvarp. 12.55 Við vinn-
una. 18.30 Tónleikar: Óperettulög.
20.00 „Heyri . ég í hamrinum":
Hagskrá um skáldkonuna Huldu,
Unni Benediktsdóttur Bjarklind.
a) Sveinn iSkorri Höskuldsson
magister flytur erindi b) Pinn-
borg Örnólfsdóttir og Andrés
Björnsson lesa úr ljóðum skáld-
konunnnar. c) Árni Jónsson o.fl.
syngja lög við ljóð: eftir Huldu.
20.50 Frá tónlistarhátíðinni í
Schwetszingen í júní sl.: Gloria
Davy syngur lög eftir Sohubert,
Debussy, og Riohard Strauss. Við
píanóið: Jean Jalbert. 21.29 Tækni
og vísindi; V. þáttur: Piastefnin
(Páll Theodórsson eðlisfræðingur).
21.40 íslenzk tónlist: „Yeizlan á
Sólhaugum", leikhúsmúsík eftir
Pál Xsótfsson (Hjómsveit Kikis-
útvarpsins leikur; Hans Anto-
litsch stjórnar). 22.10 Kvöldsag-
an: „Ósýnilegi maðurinn" eftir
H.G. Weiis; XIII. 2210 Stefnu-
mót í StokJtíhókni". Norrænir
skemmtikraTtar flytja gömul og-
»ý liig. ?3.68 Dagskrárlok.
leit á tveggja ára skólavist
rnína í Princeton sem persónu-
lega móðgun.
„Reyndu heldur að draga
bífurnar inn til séffans,“ sagði
slátrarinn og benti mér í dyrn-
aró „Hann situr og nagar á
sér neglurnar.‘‘
Nick var í einkabaðherbergi
sínu og vár að raka sig. Hann
rakaði sig tvisvar á dag, en
samt voru kjálkarnir á honum
alltaf þaktir blárri skeggrót,
°g þegar hann birtist á skrif-
stofunni á morgnana kom
hann beint af rakarastofunni
hjá George Kochan, þar sem
hann haíði setið í klukkutíma.
Hann var með rakarastofur á
heilanum. Neglurnar á honum
voru alltaf snyrtar og fágaðar,
svart, hrokkið hárið var svið-
ið og smurt og stöðug notkun
á háfjallasól hafði gefið hör-
undi hans heilbrigðan útilit.
Fríður var hann ekki, en and-
litsböðin snyrting og snurfus-
un, hafði gert hann sléttan og
felldan í framan.
,,Sælinú, Eddie,“ sagði hann
og sneri í mig baki meðan
hann þerraði síðasta sápulöðrið
framanúr sér. ,,Það er verst
að ég skuli þurfa að eyðileggja
fyrir þér kvöldið.“ Málfar hans
bar það með sér að hann var
ekki langskólagenginn. en hann
bar þó af slátraranum að því
leyti nú orðið.
,.Það gerir ekkert til, Nick,“
sagði ég. „Nóttin er ung enn.“
„En þú verður alveg að af-
skrifa kvöldið,“ sagði hann.
„Ég hef dálítið handa þér,
drengur minn. Það er alveg
við þitt hæfi, ef þú kærir þig
um.“
Hann tók glæsilega flösku í
leðurhylki útúr baðherbergis-
skápnum og sneri sér að mér,
meðan hann neri andlit og
háls í rakspritti. „Þetta er á-
gætt rakspritt,“ sagði hann og
bar flöskuna upp að nefinu á
mér. „Þefaðu bara sjálfur.“
Eins og flest sem Nick sagði
var þetta líkara skipun en vin-
gjarnlegri hvatningu.“
,,Uhm,“ sagði ég og kinkaði
kolli.
„Hvaða merki notar þú?“
sagði Nick.
,0, það er svona upp og
niður. Ég nota Mem og stund-
um Knize Ten,“ sagði ég.
,,Jæja,“ sagði Nick og sneri
sér aftur að skápnum. „Gerðu
svo vel,“ sagði hann. „Þetta
er það bezta sem til er. Old
Leather. Þú mátt eiga hana.“
Ilann rétti mér innsiglaða
flösku. Hann var alltaí að gefa
fólki svona fijafir, ef honum
Hkaði við það. „Þakka þér
fyrir Nick,“ sagði ég. „En
þetta er .alltof mikið...“
..Uss, haltu kjafti,“ sagði
Nick og keyrði flöskuna inn í
kviðinn á mér með slíku of-
forsi að frekari umræður komu
ekki til greina. Nick var van-
ur að beita öllu afli, líka þeg-
ar hann sýndi mönnum vina-
hót. ...Ég var sVo heppinn að
geta gert forstjóranum greiða
— hann sendi mér kassa í
dag.“
Nick var alltaf að gera smá-
greiða, sem hann útskýrði
aldrei frekar, smágreiða, sem
táknuðu ef til vill að einhver í
náðinni gat bætt fjögra, fimm,
já jafnvel sex stafa tölu við
inneign sína. án þess að þurfa
að hreyfa fingur. Ég fékk
aldrei að vita í hveriu þessir
greiðar voru fólgnir, og auðvit-
að var ég alv£g eins fqrvitinn
og hver annar, sem vinnur í
andrúmslofti, þar sem stórar
fúlgur hafa oft eigandaskipti
og ekki haft hátt um það —
en ég' féll þó aldrei fyrir þeirri
freistingu að hnýsast i hin
gruggugu viðskipti samsteyp-
unnar. Það var að vísu langt
um liðið, en ég hafði þó aldrei
gleymt því sem kom fyrir
Jake Lingle í Chicago. Fyrst
verður maður forvitinn, svo
reynir maður að svala forvitn-
inni. svo veit maður of mikið,
svo fær maður laun, svo fær
maður byssukúlu. Þannig geng-
ur það.
Ég lét því eins og ég héldi
að Nick heíði gefið rakspritt-
kónginum einhverjar góðar
upplýsingar um veðhlaup í
Bay Medows eða hnefaleika-
képpnina í Madison Garden á
föstudag eða þá að Nick hefði
fengið Iieiðarlega Jimma til að
þagga niður í kvenmanni sem
gerði íorstjóranum lifð leitt.
Það gat verið hvað sem var.
því að Nick hrærðist í heimi
MAGNÚS JÓNSSON, óperusöngvari:
Sönsfskemmtunn
j
:jí8fjPV:'s
.....
iþþ'Tíþ: í. iGamla bíói, fimmtudaginn 10. ágúst klukkan 7,15.
Í ’ -f;»-ViS^liljóðfærið Fritz Weisshappel.
v .(-^Aðgöngumiðar hjá Eymundsson og Lárusi Blöndal,
Skólavörðustíg og Vesturveri.
AðstoíSarlæknisstcða.
Staða aðstoðarlæknis í rannsóknarstofu Landspítalans cr
laus til umsóknar. Laun samkvæmt launalögum.
Umsóknir um stöðuna ásamt upplýsingum um náms*
feril og fyrri störf sendist til skrifstofu ríkisspítalanna.
Klapparstíg 29, fyrir 5. september 1961.
Reykjavík, 5. ágúst 1961.
SKRIFSTOFA RÍKXSSPlTALANNA.
I
Laust starí’
Slarf framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs Neskaupstaðar er
laust til umsóknar.
Væntanlegir umsækjendur þurfa að hafa íþróttakennara-
próf. Handíðakennarapróf æskilegt.
Upplýsingar um starfið veitir GUNNAR ÓLAFSSONj,
skólastjóri. — Umsóknarfrestur til 1. september.
ÆSKULYÐSRAÐ neskaupstaðar.
IflDkkunnnS
Sósíalistafélag Hafnarfjarðar
heldur félagsfund í Góðtempl-
arhúsinu í kvöld kl. 8,30. Rætt
verður um stjórnmálaviðhorfið
og bæjarmál. — Sjá 3. síðu.
Stjórnin.
Sósialistar.
Vegna sumarleyfa verður
Reykjavíkur aðeins opin kL
6—7 síðdegis daglega alla
virka daga nema laugardaga,
fyrst um sinn.
Félagsiheimilið er opið alla-
daga kl- 15,30 — 17,30 og 20,30-
skrifstofa
Sósíalietafélags — 23,30.
Svipmyndir úr síldarþorpi — stund milli stríða — Ijósbrot í hvít-
um reyk — raudur eldbjarmi í myrkrinu — sveitastorkin andlit
mala þjóðarbúinu gull — sexapíllinn kcmst í spilið.
SÍLDARÞORP fyrir norðan
og austan eru nú á dagskrá
þessa stundina.
Fyrir nokkrum kvöldum
sátum við tveir vinnufélag-
ar á sæsorfnum trébút í
einu slíku síldarþorpi norð-
ur í landi og milt kvöld-
myrkrið umvafði okkur og
féklc svarlari lit eflir því
sem færðist nær miðnætti og
p^puglóðin snarkaði í
skeggjuðum andlitum og
lúin bein nutu hvíldar eftir
stundarerfiði vinnunnar.
1 tvö hundruð melra fjar-
lægð liggur mjó þorpsgatan
meðfram síldarverksmiðj-
unni og er uppljómuð frá
ljóskösturum verksmiðjunn-
ar og stórir reykjabólstrar
þurkofnsins slást öðru hvoru
niður í götuna og ljósbrot-
ið í -hvítum reyknum fram-
kallar allskonar kynjamynd-
ir þetla hlýja ágústkvöld.
Á vesturhorninu blasir
við eldstæði verksmiðjunnar
út um opna hlið verksmiðju-
báknsiivs og þessir miklu eld-
ar skína. rauðum eldbjarma
úl í mýrkrið.
Hvæsandi eimpípur mynda
letileg soghljóð -og tannhjól
af öllum stærðum snúast
dag bg nótt og inala þjóðar-
búinu gull og svitastorknum
andlitum bregður fyrir í
gluggum og dyrum eftir
enilangri byggingunni og
i-eka nefið út í hreint kvöld-
loftið.
Utan úr mvrkrinu tiítla
allt í einu tvær reykviskar
síldarpíur og ganga inn í
þetta ljóshaf götunnar með
æðandi skýjabólstrum og
þær hverfa stundum inn í
reykjarstrók og birtast aft-
ur pískrandi og hlæjar.di
og leiðast liönd í liönd euis
og góðum vinkofium sænur
á framandi stað.
EN NtT EÝFUR allt i einu
skerandi úlfablístur hinn
reglubundna dyn verksmiðj-
unnar. Sexapillinn er kom-
inn í spilið.
Það er eins og flóðgáttir
opnist og þetta hryllilega
blístur hvín út úr hverri
boru og smugu a verk-
smiðjuveggnum. Þetta eru
löng blístur og beinast öll
Mi4vi-ku4iagur 9. ásúst
að þessum trítlandi beibí-
dollum götunnar- í dyrum
birtast ábúðarmiklir kvenna-
menn, sem standa við sitt
blístur og horfa fneð þýð-
ingarmiklu augnaráði á
kvenþjóðina. Svo eru þeir
sem eru að byrja í faginu
og reka eldsnöggt höfuðib
út um lítinn glugga og gefa
stut.1 blístur og eru horfn-
ir. Þeir eru éins og gaukar
í þar til gerðum klukkum og
þetta dæmist sem fikt af
reyndari mönnum á viðsjár-
verðri braut. Stúlkurnar
staldra við á götunni og
skima. í kring um sig hrædd-
ar og ruglaðar af svo
sterkri tjáningu karlþjóðar-
innar og byrja svo að
hlaupa og æpa og hvía og
liverfa loks inn í reykský
eins og tvær littar júffertur*
undan ósigrandi óvinaflota.
St.iUIIíí OFSI kemur sumum
spánskt fyrir sjónir. En þen**
sem slrita í síldarverk-*
smiðju eða síldarplani og sjá
ekki mun á nóttu og degi
öðlast smátt dýpri og hungr-
aðri tilfinningu fyrir lífinu
og gelur þannig lítill lag-
stúfur eða stúlkuandlit- f
reykskýi birzt sem opinber--
un og framkallað ofsalegar
(ilfinningar og löngun eft—
ir lífsins gæðum.
Það verður völlur á þese-
um piltum í haust.
1981 — ÞJÓÐVILJINN — (íí