Þjóðviljinn - 09.08.1961, Qupperneq 12
Miövikudagui' 0. ágúst 1961
26. árgangur — 178. tölublað.
Þessi fallega mynd er tekin á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum og sýnir vel tjaldborgina, er
var sú stærsta, sem þar hefur verið. Á myndinni sést einnig hluti af samkomusvæöinu og mann-
fjöldanum, er hátíðina sótti. — (Ljósm.: P. H.)
Það hefur verið núidll fögn-
uður í þorpinu Sjilino í Altai-
héraði í S'iberíu síðustu daga,
en þar fæddist Hermann Step-
anovitsj Títoff 11. september
1935, sonur skólakennara á
staðnum.
Slepan faðir hans kenndi
bókmenntasögu, rússnesku og
ýzku og Hermann lilli vand-
ist snemma á bóklestur, var
námfús og iðinn di'engur, seg-
ir faðir hans, en einkum gef-
inn fyrir vélar og lækni. Hann
smíðaði módelflugvélar smá-
og átti enga ósk heit-
en að verða flugmaður. Sú
ósk hans rættist.
Áhugi snemma
Hann tók stúdentspróf átján
ára gamall og átli þá kost á
að lialda áfram námi í háskóla,
en kaus he'dur að fara í flug-
:skóla. Hér hlaut hann hina
beztu menntun og tók próf með
ágætiseinkunn. Hann gegndi
síðan þjónustu í einni deild
sovézka flughersins við Lenin-
grad.
| Tíloff er kvæntur 24 ára
igamalli stúlku sem heitir Tam-
ara- Þau misstu barn sitt þegar
það var sjö mánaða gamalt.
T.toff er mikill íþróttamað-
ur og vann þannig mörg verð-
laun í lijólreiðakeppnum á.
námsárum sínum. Faðir hans
sem nú .er 51 árs að aldri hefur
fengið ellilaun. Móðir hans er
47 ára gömul. Títoff 'hafði sótl
um upptöku í kommúnista-
flokkinn, en hann var í æsku-
lýðshreyfingunni Kcmsomol-
Með afreki sínu hefur hann
unnið til þe.ss að vera tekinn í
flokkinn.
FÁRÁNLEGT STJÓRNLEY
Islenzkum slldveiðiskip
upp afla sinn i norsk
um sagt að leggja
sildveiðiskip
Stjórnleysið á framleiðslu ís-
lendinga verður fáránlegra með
hverjum degi sem líður. f gær
tilkynntu stjórnarvöldin að þau
hefðu heimilað að íslenzku síld-
veiðiskipin legðu afla sinn upp
í norsk síldveiðiskip.
• Með þessari ráðstöfun eru
stigin stór skref afturábak. Það
hefur verið mesta nauðsyn ís-
iendinga að vinna sem bezt úr
afla sínum. En núverandi ríkis-
stjórn lætur sér ekki nægja að
Hólmvíkingur
hlcut fyrsta vinn-
inginn utan Rvík
Sala happdrættismiða í Af-
mælishappdrætti Þjóðviljans er
hafin úti á landj og í gær bár-
ust fregnir af fyrsta vinningn-
um utan Reykjavíkur. Fyrsta
blokkin sem seld var á Hólma-
vík hafði að geyma vinning —
500 króna vöi-uávísun.
Einu vinningsnúmeri enn var
framvísað á skrifstofu happ-
drættisins Þórsgötu 1 og var
það einnig 500 krónu vöruávís-
un.
Enn sem komið er hefur eng-
mn-hlotið vinning í þeim flokki
þar sem 50 verðmætir hlutir
standa- til boða-, en það getur
varla liðið á lönngu.þar til vinn-
ingur kemur í. þeim flokki. ■
Allar upplýsingar um happ-
drættið eru gefnar á skrif-
stofunni Þórsgötu 1, sími 22396
og á afgreiðslu Þjóðviljans,
feími 17500.
banna sildarsöltun, einmitt þeg-
ar sildin er bezt; hún er nú
einnig að takmarka bræðsluna
og afhenda Norðmönnum hrá-
efnið svo að þeir geti unnið úr
því heima hjá sér.
• Stjórnarvöldin bera það
fyrir sig að þau eigi erfitt með
að fá síldarflutningaskip til þess
að korna hráefninu í verksmiðj-
urnar fyrir norðan. Það er
þannig óviðráðanlegt vandamál
fyrir ríkisstjórn íslands að
flytja síldina milli staða á land-
inu — á sama tíma og Norð-
nienn láta sig ekki muna um
að flytja síldina héðan og alla
Ieið lieim til sín. Og á sama
t’ma og ríkisstjórnin telur sig
ekki hafa nein úrræði til að
flytja síld úr stað er rnegin-
þorri togaraflotans bundinn,
þar á meðal báðir Siglufjarðar-
togararnir.
• Norðmönnum er seld síld-
in fyrir 116 kr. málið. Sjálfir
greiða beir sinum síldveiðiskip-
um 100 krónum meira fyrir mál-
ið; það borgar sig þannig mjög
vel fyrir norsku síldarverksmiðj-
urnar að láta sín skip hætta
veiðum og nota aðeins afla ís-
lendinga!
• Norðmenn eru látnir greiða
óbreytt verð í íslenzkum krón-
um, þrátt fvrir gengislækkunina.
Gengislækkunín kemur þannfg
fram sem hrcinn gróði fyrir
Norðmenn í þessum viðskiptum,
en íslendingar fá aðeins aukinn
tilkostnað og nýia óðaverðbólgu.
• Búizt er við að þessi ráðs-
mennska hafi þau áhrif að síld
hætti alveg að berast i verk-
smiðjurnar fyrir norðan. Er mik-
il reiði meðal almennings yfir
þessum makalausu vinnubrögð-
um, sem munu rýra tekjur
verkaíóiks stórlega og draga til
muna úr gjaldeyristekjum þjóð-
arheiidarinnar.
Pravda segir um þá Títoff
og Gagarin að þeir gætu verið
Ivíburabræður, svo líkir séu
þeir. Þeir séu svo til jafn gaml-
ir, jafn háir, jafn þungir, og'
ýmislegt annað sé líkt með
þeim. Títoff var líka sá mað-
urinn sem 'hlaupa átti í skarð-
ið ef Gagarín hefði af ein-
hverjum ástæðum helzt úr lest-
inni 12. apríl.
Líkur Gagarín
Tamara, kona Títoffs, flúði
undan blaðamönnum þegar
frétzt hafði um hina vel heppn-
uðu ferð manns hennar út í
geiminn. Enginn var heima í
íbúð þeirra hjóna. Pravda birt-
ir mynd af henni ásamt konu
Gagáríns og tveimur börnum
þeirra hjóna.
• *
m og
funnur
í skýrsl'u Fiskiielags íslands
um síldveiðal'nar segir, að all-
góð veiði hafi verið á miðunum
fyrir Austurlandi alla vikuna en
engin fyrir norðan. Vikuaflinn
nam 159.660 málum og tunn-
um (92.460 í fyrra), í vikulok-
in var heildaraflinn sem hér
segir:
í salt upps. t. 342.860 (105.690)
í bræðslu m. 834.955 (563.323)
í frystingu t. 19.710 ( 13.755)
Útflutt ísað
0 ( 834)
1.197.525 (683.602)
Aflahæsta skipið er enn sem.
fyrr Víðir II. GK með 17.747 mál
og tunnur en næst eru Guðrún
Þorkelsdóttir SU 16.462, Ólafur
Magnússon EA 15.777 og Guð-
mundur Þórðarson RE 15.062.
Alls eru 33 skip með yfir 10
þús. mál. Aílaskýrslan verður
birt í heild í blaðinu á morgun.
Friðrik mii
sigursæil
I finimtu umferð svæða-
mótsins í Tékkóslóvakíu
fóru leikar svo, að Friðrik
vann Ljungquist, Filip
Bobosoff, Szabo Sliwa og
Perez Gragger. Jafntefli
gerðu Johannesen og Uhl-
mantn, Barendregt og Ghit-
escu, Blom og Ciric, Milic
og Niemela.
í sjöttu umferð vann
Friðrik Uhlmann, Filip
Barendregt, Joliannesen
Niemela, Gitlieseu Blom og
Bobosoff Sliwa. Jáítnlefli
gerðu Ljungtiuist og Perez,
Szabo og Gragger. Ciric og
Milic.
Eftir sex umferðir cr
staðan þannig; 1. Friðrik
514 vinning,# 2. Filip 5, 3.
Uhlmaius 4. 4—6. Johann-
esen, Szabo og Ghitecu
314, 7.—9. Perez Ciric og
Milic 3, 10.—13. Bobosoff,
Barendrcgt, Blom og Sliwa
2V4, 14.—15. Niemela og
Gragger 1(4, 16. Ljungquist
1 vinning. — Myndin var
tekin, er Friðrik tefldi við
dr. Filip í Mariáuske Láz-
né. Jafntefli varð í skák-
inni.