Þjóðviljinn - 13.09.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.09.1961, Blaðsíða 4
BIRTA OG LOFT Eins og fvrr hefur verið get- ið hér í blaðinu eru ákvæðin í Heilbrigðissamþykkt Reykia- víkur. sem iiaha um heilbrigð- ishætti vinnustaðanna. ákaflega ioðin og ófullkomin. Heilbrigð- isnefnd bæjarins er það í sjáifsvald sett f flestum tilfell- um. hvaða kröfur hún vill gera um vinnuskilyrði og hollustu- hætti. Er þá mest undir því komið. hvaða menn veljast til þessara starfa, hvernig þau eru rækt og hversu strangar kröfur eru gerðar. Og þannig er það einnig annarsstaðar í landinu. Hér er heilbrigðissam- þykkt Reykjavikur lögð til grundvallar, þar sem engin reglugerð hefur enn verið gef- in út um þessi efni samkvæmt lögum um öryggisráðstafanir á vinnustöðum, sem samþykkt voru á Alþingi 1952. í 44. og 45. gr. heilbrigðis- samþykktarinnar eru ákvæði, sem fialla um birtu og and- rúmsloft vinnustaða í iðju og iðnaði. Þau hljóða svo.: 44. gr. Séft skal fyrir hentugri og nægilcgri birtu lianda hverj- um einstökum starfsmanni eftir því sem heilbrigðis- nefnd telur fullnægjandi, og nægileguni hita, eftir því sem við á um tegund vinn- unraar. i 45. gr. í vinnustöðvum, þar scm rekin er atvinna, sem mikið ryk fylgir, skal vera sér- stakur útbúnaður til að soga burtu rykið, enda get- ur heilbrigðisnefnd þá kraf- izt meira loftrýmis en á- kveðið er í 43. gr. (10 rúm- metrar á mann). Auk þess getur heilbrigðisnefnd fyrir- skipað, að starfsfó'.ki sé séð fyrir sérstökum verjum gegn óvenju miklu eða skað- vænu ryki, eða hættulegum Iofttegundum. Varðandi þessar greinar hljóta fyrst og fremst að vakna þær spurningar, hvað heilbrigðisnefncj teiur nægjan- lega birtu, hita og loft handa hverjum starfsmanni. Eftir hvaða mati fer hún, bar . sem, engin samþykkt Víéglugérð er til að fara eftir í þessu efni nema heilbrigðissamþykktin svo ófullkomin sem hún er. Þegar launamenn i iðju og iðnaði hugleiða ástandið í hin- um ýmsu greinum, renna augu til hinna mörgu og misgóðu vinnustaða, sem þeir þekkja, munu margir telja mikilla breytinga þörf á heilbrigðis- eftirlitinu. Þeir munu lika spyrja: Er það talin nægileg birta á vinnustöðum, sem ein- göngu hafa málaða eða matta glugga. svo ekki verður hjá því komizt að vinna við ljós um hábjartan sumardaginn? Eru svotil gluggalausir bíl- skúrar eða kiallarar með glusrgaborum neðst við jörð taidir uppfylla skilyrði um ..nægjanlega birtu handa hverj- um einstökum starfsmanni“? Og mundi orðalagið um nægj- anlegan ,,hita, eftir því. sem við á um tegund vinnunnar“ merkja það. að hér eigi þörf verkamannsins sem minnstu að ráða, heldur. fyrst og fremst tegund vinnunnar? í 45. gr., er talað um sér- stakan .útþúnað. þar sem mik- ið ryk sé samfara vinnu. Þessi útbúnaður er að sjálfsögðu vél- knúin loftræsting, þar sem sér- fræðingar í þeirri grein hafa rannsakað og ákveðið hvernig haga skuli. Auk þess getur heilbrigðisnefnd gert kröfu tíl að starfsfólkinu sé séð íyrir sérstökum vörnum, þar sem ennþá meiri hætta er á ferð- um. Hér -er það sem fyrr al- gerlega á valdi heilbrigðis- nefndar að ákveða hvort þörf sé á slíkum útbúnaði og hve- nær hann skuli tekinn í notk- un. Það er augljóst á þessum ákvæðum og fleirum að þörf er fullkominnar reglugerðar samkvæmt lögum frá 1952 og það sem f.vrst. Auk þess ná- kvæmrar endurskoðunar á heil- brigðissamþykktum bæjar- stjórna, að þv: er snertir holl ustuhætti vinnustaðanna. Um þetta geta launþegar miklu ráðið. En þar til svo skipast málum, að, reglugerðir þessar hafa verið út gefnar, geta laun- þegar þó miklu orkað til bóta með þv{ að hafa daglegt vak- andi auga með því að þeim ákvæðum, sem til eru sé fylgt, t.d. um að allt, sem að holl- ustuháttum vinnustaðanna lýt- ur sé skoðað „ekki sjaldnar en einu sinni á ári“. Þá fæst úr því skorið hvað heilbrigðisyfir- völdin telja sig bera ábyrgð á í þessum efnum. Siðar munu tekin til athug- unar ákvæði heilbrigðissam- þykktar Reykjavíkur um fata- geymslur, matstofur, ræstingu á vinnustöðum o.fl. st. Keppinautar guðs c AUT A VILJA ÞEIR GLEÐJA „Harðsperrurnar auka á- nægjuna“ heitir grein, sem Morgunblaðið biríi um hús- næðismál í síðustu viku. Með greininni voru myndir af hús- um við Gnoðavog ásamt börn- um og konum, sem voru þar að útivinnu. Þar segir líka í hlakkandi tón: „Karlarnir þurftu ekki að fara úr vinnu- göllunum í kvö!d — og raun- ar ekki sl. mánuð“. í þessum orðum er ein sannasta Iýsing, sem gefin hefur verið á húsnæðismálaá- standi reykvískra launa- manna síðustu árin. Þeir sem af brýnni nauðsyn hafa ráð- izt í að kaupa eða byggja hús, hafa margir hverjir naumast getað farið úr vinru- gallanum ánun saman. Að afloknum fu'Ium vinnudegi hafa þeir orðið að eyða frí- síundum sínum (illum í húsið, auk ríflegs hluta svefntímans oft og tíðum. Þeir hafa svo sannarSega ekki farið var- hluta af ánægjunni, sem Morguisblaðið telur samfara harðsperrunum. Og þessi á- nægja hlýtur að dómi Morg- unblaðsins að fara sívaxandi. því alltaf fjölgar þeim vinnu- stundum, sem launamenn þurfa að vinna fyrir brauði sínu. Og hinum fjölgar ekki síður, sem þeir þurfa til þess að koma húsinu upp eða ha’da því. Aldrei liafa nein stjórnarvöld gefið Iaunafólki tækifæri til slíkrar ofsagleði! © DÓMUR ÍHALDSINS ER — DUGLEYSI í sömu grein segir Morgun- blaðið: „Bærinn hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir“ og liefur það eftir gamalli konu, sem bjó í bragga. Og „það má til sarms vegar færa“ bæt-ir blaðið við. Naumast verða þessi unrmæli skilin öðru vísi en svo að í fyrsta lagi sé Morgunblaðið að líkja bæjarstjómarihaldinu við guð almáttugan og myndi kannski þykja í djarfara Iagi hjá öðr- um. Hinsvegar geta þeir sem búa í bröggum og öðru óhæfu húsnæði, ekki skilið þessi um- mæli blaðsins öðru vísi en svo, að það sé fyrir dug- leysi og skort á sjálfsbjargar- viðleitni, sem bærinn hefur ekki skapað þeim skilyrði til þess að komast undir heil- brigt þak. Þá vita þeir það, og emafremur hitt að ekki hefur í áratugi breytzt sá hugur, sem íha'.dið ber til þeirra, sem lifa á handbjörg sinni. Og hætt er við að mörgum trúmanninum þætti lítill styrkur að guði sínum, hefði hann aldrei fengið þar betri úrlausnir tnála en bæj- arstjórnarihaldið veitir al- menningi. st. ■ ' ■- • *> U*i**v ■' ■■ 'ii'.'coIA * t\'ii í,i- ■ 'Zfi Mfiðloa .. • Eru þeir) ? nienn táiinþess? ■ »!A f'ÓÍKCTh:- ;;. . 1 öllum þeim.y.ej[:ka^ðs£élög- um, -,sem alþý.#ui|lo^j-}ipfin stjórna eða þaft.sewi þejv.,S*fa aðild að stjóvnar£<w.:ii^,ufl.,.sam- þykktu þeir. að segja -upp samningum í vor. og.faotfr^m á þær kauphæWí;aisK,.„.§gm samþykktar voru. Hvergi varð þess vart að’. þeir ‘teFdtr'kaup- kröfurnar of Haar.'“'S'ú’ “h'ála fulltrúar þeilra! [ V' ifk’ílsijörn rofið samninga verkalýosfétág- anna á ný og.sviþf Munþcgana öllum þeim fiækmjnúm' sem naðust og hyggja þo jféimlega á meira. Hvernig ætíalilbýðú- flokksleiðtogar verkaiiianná að ■ ,, , - r:- , verja það fyrir Jaunpegum, að slíkt ofbeldi sé fiamið'a þeim og samtökum . þ^írra?, 'ítða kannski er réttara að . spyrja: Hvenær ætla leiðtogar verka- lýðsfélaganna, s.em eru al- þýðuilokksmenn að ,5þgja við pólitísku leiðtogaiia: Hingað og ekki lengra? Hveuær ætla þeir að stöðva þá geigvsenlegu þróun, sem nú á ser stað vegna stefnu Alþýðuflokksins? Verkalýðsfélagamennirnir hafa valdið til þess. í sínum hönd- um. Og það sem almeqningur spyr um í dag er.þetta: Eru þeir menn til að beita því til hagsmuna fyrir Jaunþegana í landinu? Hörður. ★ • Færeyskir verkamenn fá Iaunahækkun Frá 1. júní sl. fengu fær- eýskir verkamenn 10% launa- hækkun. Þá gekk í gildi ný samþykkt um breytta dýrtíð- arvísitölu. Undanfari þessa voru verkföllin í fyrrasumar, málaferli Verknrnannáféíagsins og barátta Þjóðveldisfíokksins í Lögþinginu. sem lyktáði með því að það samþýkkti launa- hækkunina. » i • Of dýr „s:æði“ Eftir 16 ára íbúðai’not her- bragganna i Reykjavík búa ennþá 220 fjölskyldur í brögg- um. Allan þennan tíma hefur íhaldið lofað útrýmingu bragg- anna. En nú, þégar bærinn býður til sölu íbúðir við Skálagerði og Grensásveg með hagstæðari lánum en áður þá eru innan við 20 af íbúum bragganna. sém sækja. — Það er of dýrt að njóta „gæða'* íhaldsins fyrir þá sem ekkert eiga. • Húsnæðisokrið er þyngsti bagginn í bréfi, sem forseti Alþýðu- sambandsins ritaði norska Al- þýðusambandinu fyrir nokkru, spurði hann m, a. um, hve stór upphæð af launatekjum iðn- verkamanns í Noregi færi að meðaltali í húsaleigu, miðað við þriggjá hérbergja íbúð. Svarið var: „Vér viljum á- ætla að um það bil 15% af tekjunum fari til húsaleigunn- ar.“ Á Islandi ei’ hins vegar al- gengast að 35—50n'o af launa- tekjunum fari til húsaleig- unnar. Það væri því hægt að hækka laun alls þorra laun- þega um allt að 35% með þvl að leysa húsnæðis- og bygg- ingarmálin ipeð hagsmuni al- mennings fyrir augum, líkt og gert hefur verið í nágranna- löndunum. ij) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 13. september 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.