Þjóðviljinn - 13.09.1961, Page 10
| 4$fel&
Framh. a£ 7. s'ðu
3. kapítu'i. Samræming laga.
Að i'engnum tillögum fram-
kvæmdanefndar. skal ráðið
senda leiðbeiningar, samþykktar
með samhljóða atkvæðum um
samræmingu lagaákvæða eða
reglugerðarákvæða, sem bein-
línis snerta stofnun og starf-
rækslu sameiginlega markað-
arins, (að segir í 100. grein).
Ff framkvæmdanefndin tekur
eftir í einhverju aðildarland-
anna misrærri mil’i iagaá-
kvæða og framkvæmdarvenja.
sem spillir aðstöðu til sam-
keppni, skal hún ráðgast við
þau rjki, sem hlut eiga að
máli.
II. KAFLI — STEFNAN í
EFNAHAGSMÁLUM
1. kapituii. Stefnan gagnvart
tilhneigingum í efnahagslegri
þróun.
Stefnu sína gagnvart til-
hneigingum í efnahagslegri þró-
un skulu aðildarríkin líta á
sem sameig'inlegt hagsmuna-
mál. Samráð hvert við annað
og við framkvæmdanefndina
munu þau hafa um viðbrögð
við aðstæðum á líðandi stundu.
Um viðeigandi aðgerðir í ein-
hverju aðildarlandanna getur
ráðð, að fengnum tillögum
framkvæmdanefndarinnar og
að greiddum samhljóða atkvæð-
um, tekið ákvörðun. En um á-
kvörðun einstakra framkvæmd-
aratriða aðgerðanna nægir
skilorðsbundinn meirihluti, (að
segir í 103. grein). Þessi sama
málsmeðferð skal einnig við-
höfð, ef vandkvæði steðja að
sakir skorts á einhverjum vör-
um.
2. kapítu'.i. Greiðslujöfnuður.
Sérhvert aðildarrjkjanna skal
reka þá stefnu í efnahagsmál-
um, sem nauðsynleg er til að
tryggja allsherjarjafnvægi í
greiðslujöfnuði þess og til að
viðhalda trausti á gjaldmiðli
þess og sem tryggir jafnframt
hátt stig atvinnu og stöðugt
verðlag, (að segir í 104. grein).
f því skyni að stuðla að fram-
gangi þessarar stefnu skulu að-
i'.darrikin tengja stefnu sína í
efnaþagsmálum og koma á fót
samvinnu á viðeigandi sviðum
millí stjórnardeilda og milli
seðlabanka. Framkvæmda-
nefndin mun ieggja fyrir ráð-
ið ábendingar um tilhögun
samvinnu þessarar. Peninga-
nefnd skal sett á stofn í því
augnamiði að samræma stefnu
aðildarr.kjanna í peningamál-
um, eins og nauðsynlegt þykir
til starfrækslu sameiginlega
markaðarins. Peninganefndin
hlýtur ráðgefandi stöðu. Verk-
efni peninganefndarinnar verða
í fyrsta lagi að fylgjast með
ástandinu í peningamálum og
fjármálum í aðildarlöndunum
og bandalaginu og jafnframt
í aðildarlöndunum og senda um
tilhögun alþjóðlegra greiðslna
þessi efni reglulega skýrslu til
ráðsins eða framkvæmdanefnd-
arinnar; og í öðru lagi að
semja að beiðni ráðsins .eða
framkvæmdanefndarinnar eða
upp á sitt eindæmi álitsgerðir,
sem lagðar verða fyrir stofn-
anir þessar. Aðildarríkin og
framkvæmdanefndin skulu hver
um sig tilnefna tvo meðlimi í
peninganefndina, (að segir í
105. grein).
Stefnu sína í gengismálum
munu aðildarríkin lfta sem
sameiginlegt hagsmunamál, (að
segir í 107. grein). Ef eitthvert
aðildarríkjanna breytir gengi
sínu þannig. ,að ekki samræm-
ist þeirri stefnu að viðhalda
allsherjarjafnvægi í alþjóðleg-
um greiðslum og raskar að ráði
aðstæðum til samkeppni. getur
i'ramkvæmdanefndin, eftir að
hafa ráðfært sig við peninga-
nefndina, leyft öðrum aðildar-
ríkium að gera gagnráðstafan-
ir. Ef greiðsluörðugleikar ein-
hvers aðildarrikis torvelda
starfrækslu sameiginlega mark-
aðarins eða upotöku sarreigin-
iegrar stefnu i viðsk'p'amál-
um, skal framkvæmd?n°fndin
án tafar athu'"i ástaodið inn-
an þess og aðgerðirnar, sem
það hefur gripið til. Fram-
kvæmdanefndin skal síðan
mæla með aðgerðum til úr-
bóta. Ef bær aðgerðir hrökkva
ekki til. skal framkvæmda-
nefndin mæla við ráðið með,
að aðildarríkin veiti viðkom-
andi landi sameiginlegan stuðn-
ing. Til samþykktar í þessum
efnum þarf skilorðsbundinn
meirihluta atkvæða. Gagn-
kvæmur stuðningur aðildaj--
r.'kjanna verður einkum þessi,
(að segir í 108. grein):
(a) samræmdar aðgerðir með
tilliti til annarra alþjóð-
legra stofnana, sem aðild-
arríkin kunna að eiga að-
gang að;
(b) ráðstafanir, nauðsynlegar
til að forða röskun á far-
vegum viðskiota. hegar
ríki í greiðsluvandræðum.
hefur sett höft á viðskipti
við lönd utan bandalags-
ins;
(c) lán frá öðrum aðildarríkj-
um.
Ef veitt gagnkvæm hjálp
dugar ekki, getur fram,
kvæmdanefndin leyft því ríki,
sem í örðugleikunum á,. að
grípa til annarra ráðstafana.
3. kapítuli. Síefnaa í við-
skiptamá'um. Með myndun
tollabandalags hyggjast aðild-
arrikin stuðla að samræmdri
þróun viðskipta heimsins, af-
námi hafta á alþjóðlegum sam-
skiptum smám saman og lækk-
un tollmúra. Við mótun hinn-
ar sameiginlegu stefnu aðild-
arríkjanna í viðskiptamálum
skal tekið tillit til hagstæðra
áhrifa sem afnám tolla milli
aðildarríkjanna kann að hafa
til aukningar á samkeppnis-
styrk fyrirtækja í löndum þess-
um,(að segir í 110 grein). Að-
ildarríkin skulu tengja við-
skiptasambönd hverra annarra
við lönd utan bandalagsins á
þann veg að myndazt hafi.
ekki síðar en í lok millibilsá-
standsins. skilyrði til upptöku
sameiginlegrar stefnu í utan-
r'kisviðskiptum, (að segir í
111. grein).
Framkvæmdanefndin skal
leggja fyrir ráðið tillögur um
tollasamninga við önnur ríki
vegna væntanlegra sameigin-
legra tolla; en ráðið mun heim-
ila framkvæmdanefndinni að
hefja slíka samninga. Fram-
kvæmdanefndinni til ráðuneyt-
is ,í samningagerðum þessum
mun ráðið setja nefnd. í sam-
ráði við framkvæmdanefndina
skulu aðildarrikin gera ráðstaf-
anir til þess að laga tollsamninga
sína við önnur lönd að vænt-
anlegum sameiginlegum to.llum
bandalagsins. Ráðstafanir að-
ildarríkjanna til að örva út-
flutning til Janda utan banda-
lagsins skulu samræmdar fyr-
ir lok millibilsástandsins að því
marki, að þær valdi ekki rösk-
un á samkeppnisaðstöðu fyrir-
tækja innan bandalagsins.
Eftir lok millibilsástandsins,
skal hin sameiginlega stefna í
verzlunarmálum hvi'la á ein-
um og- sömu meginregjum, eink-
um þó með tilliti til tollabreyt-
inga, gerðar tolla- og viðskipta-
sanÁntó’feaV ráðstíffaná tií aukri-
ingar viðskiptalegu frjálsræði.
stefnunnar í útflutningsmálum
og verndarráðstöfunum gagn-
vart undirboðum (dumþing)
eða styrkjástefnu (anriarra
landa).
Frá lokum millibilsástands-
ins skulu aðildarríkin koma
fram sameiginlega innan efna-
hagslegra alþjóðastofnana í
málum, sem mjög varða sam-
eiginlega markaðinn. Fram-
kvæmdanefndin leggur fyrir
ráðið tillögur sínar í þessum
efnum.
III. KAFLI — STEFNAN í
FÉLAGSMÁLUM
1. kapítuli. Ákvæði um fé-
lagsmál. Aðildarríkin telja
nauðsyn bera til að stuðla að
bættum lífskjörum og vinnu-
skilyrðum verkamanna, svo að
þau verði samræmd upp á við.
Það verður stefna fram-
kvæmdanefndarinnar að vinna
að náinni samvinnu aðildar-
ríkjanna i félagsmálum. öðr-
um fremur þessum, (að segir
í 118. grein):
atvinnumálum,
lögum um vinnuskilyrði
og vinnu,
lögum um vinnu og vinnu-
skilyrði,
starfsþjálfun,
félagslegu öryggi,
vinnuvernd,
heilbrigðismálum á vinnu-
stöðum,
vinnulöggjöf og heildar-
samningum milli atvinnu-
rekenda og verkamanna.
Sérhvert aðildarrikjanna skal
á fyrsta skeiði millibilsástands-
ins koma á og vðhalda sömu
launum handa körlum og kon-
um fyrr sömu vinnu. Sömu
laun fyrir sömu vinnu merkja
(a) að laun f.yrir ákvæðis-:
vinnu skulu vera metin á
grundvelli sama máls, og (b)
að laun { tímavinnu skulu vera
hin sömu við sama starf, (að
segir í 119. grein).
Lœknar
fjarverandi
Alma Þórarinsson frá 12. sept.
til 20. okt. (Tómas Jónsson).
Árni Björnsson um óákv. tima.
(Stefán Bogason).
Axel Blöndal til 12. október
(Óiafur Jóhannsson).
Eggert Steinþórsson óákv. tíma
(Kristinn Björnsson).
Esra Fétursson.
(Halldór Arinbjarnar).
Gísli Ólafsson frá 15. apríl í
óákv. tíma. fStefán Bogason).
Guðjón Guðnason til 10. okt.
(Jón Hannesson).
Guðmundur Benediktsson frá
1. september til 15. september.
(Ragnar Arinbjarnar).
Gunnar Benjainínsson til 17.
sept. (Jónas Sveinsson).
Gunnar Gtiðmundsson óákv.
(Halldór Arinbjarnar).
Hjalti Þórarinsson frá 12. sept
til 20. okt. (Ólafur Jónsson).
Hulda Sveinsson frá 1. sept.
til 1. okt.
(Magnús Þorsteinsson).
Sigurður S. Magnússon óákv. t.
Kristjana Helgad.. til 30. sept
(Ragnar Arinbjarnar).
Fáll Sigurðsson (yngri) til 25.
september (Stefán Guðnason,
Tryggingarstofnun ríkisins,
simi 1-9300. Viðtadst kl. 3—4).
Páll Sigurðsson til septloka.
(Stefán Guðnason).
Riehard Thors til sept.loka.
Sigurður S. Magnússon óákv t.
(Tryggvi Þorsteinsson).
Skúll Thoroddsen til 30. sept.
(Guðmundur Benediktsson).
Snorri Hallgrímsson til sept-
emberioka.
Sveinn Pétursson frá 5. sept-
ember i 2—3 vikur.
(Kristján Sveinsson).
Valtýr Albertsson til 17.. sept.
(Jón Hjaitalín Gunnlaugsson).
Víkihgur Arnórsson óákv. tíma.
(Ólafur Jónsson).
Þórður Möller til 17. sept.
(Óiafur Tryggvason).
(10) — ÞáóÐVILJINN — Miðvikudagur 13. september 1961
Framhald af 7. síðu.
Berlín en vinnur í V-Berlín.
Fólk þetta (Grenzgánger —
sem ég neini nér grensugang-
ara) veldur hér miklum skaða.
Það býr hér í ódýru húsnæði,
kaupir hér klæði og mat, sem
það hefur þó á engan hátt unn-
ið við að framleiða, eyðir frá
verkalýð þessa lands og vinnur
fyrir auðvaldsherrana og spek-
úlantana í V-Berlín. Auk þcss
tekur það upp vinnupláss fyrir
verkamonnum í V-Berlin og
þrýstir launum, þeirra niður.
Segjum að íag.lærður verka-
maður. sem vinnur hér, fái G00
austurmörk. 1 V-Berlín fengi
hann 3C0 v-mörlc og 300 a-rnörk
eða um 1500 a-mörk eftir
svindlgenginu — og auðvalds-
herrann fengi aukreyds rúml.
200 v-mörk í arðránsfé.
Grensugangararnir þrýsta
þannig mjög niður launum
verkamanna í V-Berlín og
neyta þar að auki mikilla verð-
mæta í A-Berlín, njóta þar
allra fríðinda, sem aðrir t. d.
í heilbrigðismálum. Þeir vinna
verkalýðshreyfingunni tvöfalt ó-
gagn í austri sem vestri — og
þó tilheyra þeir henni. Fjöldi
þeirra var um 5 tugir þúsunda
fyrir 13. ágúst sl. — nú eng-
inn.
Q Önnur fyrirbæri
Morgunblaðið hefur undan-
farið verið að tönnlast á því,
að hungur mikið væri í A-
Þýzkalandi.
Þetta er nþkkuð, sem ekki
er hægt að koma auga á hér
og hefði þetta alveg farið fram
hjá mér, ef Morgunblaðið hefði
ekki kcmið til. Ætíð sér maö-
ur betr.r, hversu, virði „frjálsa
pressan“ er,
Staðreynd er hit.t aftur á
móti, að í DDIÍ er neyz'a land-
búnaðarneyzluvara miklu meiri
en í V-Þýzkalandi, svo., að þá
hlýtur nú að vera voðahungur
þar.
Á sviði langlífra iðráðar-
neyzluvara (t.d. ísskápa, fólks-
bíla o.s.frv.) stendur V-Þýzka-
land betur að vígi, en landbún-
aðarvörur eru bæði dýrari og
af skornari skammti (miðað við
íbúafjölda). T. d. var neyz'a á
smjöri 1960 13 kg. á mann í
DDR en 8,3 kg. í V-Þýzka-
landi.
En það séikennilega við þessa
smjcrnej’zlu í DDR er, að í A-
Berlín er k.eypt miklu meira
af smjöri en í öðrum hlutum
DDR, sé m.iðað við íbún.fjölda.
Sama er að segia r.m t.d. um
kjöt, egg og ýmis konar feiti.
Ástæðan?
Allar þessar vörur eru ódýr-
ari hér en í V-Berl’n, þótt
reiknað sé 1:1, hv.að þá, sé
reiknað 4:1. Því er það mjög
tíkað af íbúum A-Berlínar að
kaupa fyrrnefndar vörur hér,
svo og postulín og vöi’ur úr
sjónauka- og myndavæiíxíðnaðin-
um o.£14 smygla þeim tjyfir til
V-Beriinar og selja þar 4- jafn-
vel íyrir hálfvtóði í y-iTíprkum.
Fyrír v-mörkin er svqi keypt
í V-Berlín eða þeinx sk£pt í a-
mörk á „skiptistoíúmh ' 1: t. Þá.
er keypt á ný í austri.
Á öðrum -ái'siiói.'öungi 1959'
voru teknir fastir utó 200
manns, sem hðíðu-." það að
beinrti atvinnu ,að, smygla á
þe.nnan hátt.
Þannig veldv.r þetta 'svindl-
gengi tilhncigingu hjá fólki til
að smygla út og inn vörum
sem peningum, forsvarsmönnum
„frelsisins" til mikillar gíeðl.
Við svona ástand vex líka' sú
hugmynd hjá fólki, að ..íyrir
handan“ só al!t betra, þó að
dæmið standi jafnVel eins og ég
sá það sett nýlega fram f
myndabrandai'a einunx í Uglu-
spegli vegna söguburðár „frjálsu
piessunnar“ um hurigur i DDR
og vöntun á matvælum erns og
smjöri: Ein austankönan báhk-
ar á dyr fínu írúarinriáf í V-
Bcrlín og rétlir henni 2-smjör-
pakka og segir: Því miður ekki
meira núna. Allt sm'jör er að
verða búið „hinurn mégin“. Fær
hún þá hrokalegt svar frá þeirri
íínu: Andskotans vólisði • er -
alltaf á ykkur þarna fyrir aust- :
an. Eigum VIÐ nú að fara ad ■
éta magarin?
Fn eitt. hlýtur öllum að véra
ljóst, að volæðið getur ekki
verið nema austan megin' A 1
Moigunblaðsmáli allra ' stétta: •':
Ja, betra er að vanta smjör
og hafa „frelsið", en að öls.frv: •
Sem sagt: vegna hinna gfeiðu
samgangna milli bofgaihlul- :
anna, má s.iá Gunnu :griiimu
bara vel í hold klædd.a halda i
yfir til V-Berlinar.,, Eí' til
eru ekki allir. kantar- ávali.r,
en ekkert við því að segjfi, :
eru ekki allir kantar áyajir,,
Þær feitu taka náttúrlega með
handtöskuna, sem raá stækka og .
minnka eftir vi.ld. Minnkar .þá.
lika hættan á. ,að smjörið
bráðni inn á þeim og eggin
klessist á leiðinni.
Járnbrautarlögreglan te.kur
oft í stikkprufum þessar ólögu- ,
legu til að vita, hvort þær séu
ekki ólöglegar.
Á einni braulastöð borgar-
brautarinnar fundust þannig
einn ársfjórðunginn vcrðmæti
fyrir 204.000 mörk. Voru það
um 6.000 kg. af k.iöti. 14.000 kg.
af feiti og smjöri, 4000. egg,
mvndavélar o.fl.
Þetta voru aðeins stikkpruf-
urnar.
Mánaðarlega eru svo 10—20
V-Berlínarbúar handteknir fýrlr
að ganga með frilskan austur-
ai’.sweis, sem þeir nola tii inn-
kauna hér og eða til 'að kdrriast
út úr Berl'n nn í ATþýðuveld-
ið í ýmsum „tilgangi“.
En lútum fölsunina bíða
næstu greinar.
Blaðamannsstarí
* Þjóðviljinn vill ráða nú þegar 1—2 menn
til starfa við blaðamennsku.
: ' ^ss'-.K •'U :Sv ■
f. < ■ • yfif.:-' • '■'$£- ■*
Umsóknir ásamt upplýsingum sendist skrif-
stofu blaðsins merkt „Bíaðamemiska”, fyr-
ir 20. þ. m.