Þjóðviljinn - 23.09.1961, Síða 12
23. september 1961 — 26. árgangur — 217. tölublað
Myndin er tekin á slysstaðnum við Ndola þar se m fiugvél Dags Hammarskjðlds fórst.
Umferðartruflanir víða
MOSKVU 22/9 — Krústjoff, for-
ssetisráðherra Sovétríkjanna, seg-
ir í bréfi til Nehrus, í'orsætisráð-
herra Indlands, að sovétstjórnin
sé i'ús til að taka upp hvers kon-
ar samningaviðræður sem gætu
leitt til lausnar á heimsvanda-
málunum og þó einku.m viðræður
IfJ' íí
C.'.J
STOKKHÓLMI 22 9 — Frestað
hefur verið að senda heim jarð-
neskar leifar Dags Hammar-
skjölds þar til einhvern tímann
í næstu viku. Læknar þeir sem
komnir eru þangað til rannsókn-
ar hafa ekki lokið henni. Útför
Hammarskjölds verður gerð frá
dómkirkjunni í Uppsölum,
stærstu kirkju á Norðurlöndum,
og er nú gert ráð fyrir að hún
verði næsta föstudag.
um friðarsamninga við Þýzkaland
' og framtíðarstöðu Berlínar.
| Sendiherra Sovétríkjanna í
! Nýju Delhi afhenti Nehru bréí'ið
j í gær og TASS-fréttastofan birti
það í dag. Bréfið er svar við
þeim tilmælum sem Nehru flutti
sovétstjórninni frá ráðstefnu
hlutlausu ríkjanna í Belgrad.
Krústjoff segir í bréfi sínu að
það myndi auðvelda lausn deilu-
málanna í Evrópu ef öll ríki sem
enn hefðu ekki viðurkennt bæði
þýzku ríkin gerðu það og tækju
upp eðlilegt samband við þau.
Sama máli myndi gegna um upp-
töku beggja þýzku ríkjanna í SÞ.
Þá segir í bréfinu að sovét-
stjómin líti sömu augum á á-
standið í alþjóðamálum og ráð-
stefna hlutlausu ríkjanna gerði
og hún virði mjög samþykktir
hennar um nýlendustefnuna.
Samhljóða bréf hafa verið send
öðrum stjórnarleiðtogum sem
sátu ráðstefnuna í Belgrad.
af völdum bifreiðasala
Eifreiðasölur spretta nú upp
eins og gorkúlur á haug hér í
Reykjavík og valda víða miklum
umferðatruflunum, sagði Alfreð
Gíslason bæjarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, er bílasölur í bæn-
um komu til umræðu á bæjar-
stjórnarfundi í fyrradag.
Bílasölurnar í bænum urðu um-
ræöuefni á bæjarstjórnarfundin-
um vegna eins töluliðar í fundar-
gerð bæjarins frá 15. september
sl., en á þeim í'undi var lagt
fram bréf umferðarnefndar vegna
umsóknar Ragnars Aðalsteinsson-
ar og. Svans Vilhjólmssonar uih
leyfi til að reka bifreiðasölu við
Lindargötu, þar sem áður var
bifreiðastöðin Bifröst. Umferðar-
nefnd gerði það að tillögu sinni
að veitt yrði bráðabirgðaleyfi til
sölunnar með skilyrðum og var
sú tillaga samþykkt í bæjarráði
með 3 atkvæðum gegn 2.
Á bæjarstjórnarfundinum í
fVrradag benti Alfreð Gíslason á
að við Líndargötuna innst, við
Frakkastíg, væri þegar fyrir bif-
reiðasala og því varhugavert að
leyfa fleiri slík fyrirtæki á þessu
svæði.
Einar Thoroddsen, bæjarfulltrúi
íhaldsins sem sæti ó í umferðar-
nefnd, viðurkenndi að bifreið-
asala sú sem Davíð Sigurðsson
ræki við Frakkastíg og Lindar-
götu væri þar án þess nokkurt
leyfi hefði verið veitt fyrir henni,
en umferðarnefnd hefði séð yfir
þétta leyfisleysi, eins og Einar
orðaði það, ekki talið rétt að
amast við bifreiðasöiu mannsins
þarna meðan hann væri að kom-
ast yfir samastað til frambúðar
annarstaðar.
Tveir íhaldsfulltrúar til viðbót-
ar tóku til máls við umræðurnar,
Björgvin Frederiksen og Páll S.
Pálsson. Björgvin lýsti sig mót-
fallinn því að leyfð yrði staðsetn-
ing nýrrar bifreiðasölu við Vita-
torg eða þar í grennd, enda hefði
annað mótatkvæðanna í bæjar-
ráði verið sitt. Páll taldi orðið
fulla þörf á að sett yrði löggjöf
um bifreiðasölu og þá sem hana
stunduðu. Misjafn sauður virtist
vera í þessari sölumannastétt.
Samþykkt var að loknum um-
ræðum að fresta ákvörðun bæjar-
stjórnar eða staðfestingu á leyf-
inu til bifreiðasölunnar á fyrr-
greindum stað.
NEW YORK 22 9 — Allsherjar-
þing SÞ hóf í dag hinar almennu
umræður sínar um alþjóðamál
og minntust flestir ræðumanna
á tilraunirnar með kjarnavopnin
og lýstu yfir andstöðu sinni við
þau. Fulltrúar Brasilíu, Japans og
Kambodsja kröfðust þess allir að
tilraunirnar væru stöðvaðar og
•samningar teknir þegar í stað
upp aftur um bann við þeim.
Adúla segist^ taka til sinna
ráda móti Tshombe í Katanga
LEOPOLDVILLE 22/9 — Sambandsstjórn Adúla í Leo-
poldville lýsti yfir í dag aS hún teldi sig nauöbeygöa til
jaö taka til sinna eigin ráöa til aö binda endi á skilnaö
Katangafylkis frá öörum hlutum Kongó.
Adúla hefur sent æðsta manni
SÞ í Kongó, Svíanum Sture Linn-
er bréf þar sem hann gagnrýnir
samning SÞ við Tshombe um
vopnahlé í Katanga.
Adúla leggur áherzlu á það í
bréfi sínu til Linner að stjórn
hans hafi skuldbundið sig til að
halda uppi lögum og rétti í land-
inu öllu og því hljóti hún að
taka til sinna eigin róða til að
binda endi á skilnað Katanga-
fylkis frá öðrum hlutum lands-
ins.
Fyrr um daginn hafði Adúla
gefið Kongóher fyrirskipun um
að vera við öllu búinn og væri
stjórn hans staðráðin i að láta
hart mæta hörðu í Katanga.
Kongóþing kom saman á lok-
aðan fund í dag. Adúla forsætis-
ráðherra, Gbenye innanríkisráð-
herra og Bomboko utanríkisráð-
herra gerðu grein fyrir ástand-
inu í Katanga.
Vestrænir heimsvaldasinnar áttu
sölt á dauða Hammarskjölds
Ráðhcrrai^ í Kongóstjórn fara
ekki dult með þá skoðun sína að
ve-strænir heimsvaldasinnar hafi
valdið dauða Hammarskjölds.
Lögreglumenn Tshombe í El-
isabethville beittu kylfum og
öðrum vopnum til að hrinda á-
hlaupi mörg hundruð manna af
Kasaistofni sem leituðu inn í
borgina í leit að mat. Þeir hafa
hafzt við í búðum sem SÞ hafa
komið upp fyrir utan borgina og
hafa þar verið um 30.000 manns.
Hið hungraða fólk réðst á mat-
vöruverzlanir og rændi þær.
Margt af því kvaðst reiðubúið að
borga fyrir matinn.
O’Bricn kvaddur frá Kongó?
Orðrómur gerigur urn það að
fulltrúi SÞ í Katanga, írinn Con-
or O’Brien, sem talinn er hafa
átt mestan þátt í að gæzluliðið
lét til skarar skríða gegn Tshom-
be, hafi verið kallaður tii New
York. Talsmaður framkvæmda-
stjórnar SÞ í New York hefur
Framhald á 3. síðu.
stoina járnið
Manna á milli hefur verið
umtal um það hvér hafi keypt
stolna járnið sem skýrt var
frá í blöðum í gær.
Hefur Þjóðviljinn frétt að
það hafi verið Einar í Sindra
sem keypti stolna járnið, en
vegna þess að lögreglan gaf
það ekki upp gætu fleiri fyrir-
tæki vérið grunuð um það.
Kjarnzsprenging
í Sovétríkjunum
WASHINGTON 22/9 — Banda-
ríska kjarnorkumálanefndin til-
kynnti í dag að Sovétríkin hefðu
•sprengt enn eina kjarnasprengju
við Novaja Semlja, og væri það
15. kjarnasprenging þeirra sfðan
tilraunirnar með kjarnavopn hóf-
ust aftur. Styrkleiki sprengjunnai
var um eitt megatonn.
Afmœlishóf
í tilefni fimmtugsafmælis Egg'-
erts Þorbjarnarsonar hefur
Æskulýðsfylkingin ákveðið að
gangast f.yrir fagnaði í Tjarnar-
café þriðjudaginn 26. septem-
ber. og hefst hann kl. 20.30.
ÁskriítaJistar liggja frammi í
skrifstofum Æsku'lýðsfylkingar-
innar og Sósíalistafélags Reykja-
víkur, s'mar 17513 og 17510, og
í Bókabúð Máls og menningar,
sími 15055.
HÁSKÓU ISLAN0S
UNIVERSITAS fSLANDIAE
f,h' < i c < - ' " i ' ,'
; ; '• i'i.JiMti" ; i:/'///'!;1;/: á.;.i ;
ÞRJÚ HÁSKÓLAFRÍMERKI VERM
GEFIN ÚT 6. OKTÓBER n. k.
I tilefni af því, að 50 ár
eru iiðin frá stofnun Háskóla
Íslands mun póst- og síma-
málastjórnin gefa út þrjú ný
fr'merki hinn 6. október n.k.
Eitt frímerkið er með mynd
af Benedikt Sveinssyni, brúnt
að lit, verðgildi 1 króná.
Upplag er 2 milljónir.
Annað merkið er með
mynd af Birni M. Olsen,
fyrsta rektor Háskóla íslands,
biátt að lit, verðgildi kr. 1,40.
Uppiag þess er 1,5 milljónir.
Þriðja frímerkið er með
mynd af háskólabyggingunni,
grænt að lit, verðgildi 10
krónur. Upplag þess er 750
þúsund.
Sama dag og hin nýju frí-
rnerki koma út. verður gefin
út minningarblokk í 500 þús-
und eintökum. í blokkinni
(sjá mynd) verða ofangreind
frímerki og söluverð hennar
samanlagt verð frímerkjanna,
kr. 12,40.
Nýju frímerkin eru prent-
uð í Sviss.