Þjóðviljinn - 27.09.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.09.1961, Blaðsíða 7
JÓÐVIIrJ &t*efandl: Samelnlngarílokkur alþýSu - Sésfallstaflokkurlnn. - Rltstjðrar! líagnús Kfartansson (áb.), Magnús Toríl Ólafsson. Siguröur QuSmundsson. - ^réttarítstfórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýslngastjóri: Guðgeir ^agnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Ekólavörðust. 19. liml 17-500 (5 lfnur). Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja ÞJóðvllJans h.f. Afstýra verður innlimun Islands gnginn sem fylgzt hefur með stjórnmálaþróuninni á ís- landi undanfarna óratugi mun vefengja að utanaðkom- andi áhrif hafa haít mikil og skaðvænleg áhrif á þá þró- un. Þetta verður ijóst, ef menn reyna að gera sér í hugar- lund hvernig stjórnmálaþróunin á íslandi eftir stríð hefði orðið, ef ekki hefði komið til ásælni Bandaríkjanna í her- stöðvar á íslandi og tök bandarísks valds á íslenzka stjórn- málaflokka. Allar líkur eru til, að sú þróun hefði o.rðið miklum mun farsælli og hún hefði áreiðanlega miðazt ólíkt meir við hinar sérstæðu og sérkennilegu aðstæður íslands og ísienzku þjóðarinnar. Vegna þeirra sérstæðna, og þá eink- um fámennis þjóðarinnar miðað við aðrar þjóðir sem standa undir sjálfstæðum ríkjum, hlýtur ísland jafnan að fara að verulegu leyti sínar eigin leiðir, ef vel á að fara. Þær leið- ir verður íslenzka þjóðin sjálf að finna. |L|eð iýðveldisstofnuninni 1944, og raunar að mestu leyti með fullveldinu 1918, hafði íslenzka þjóðin skapað sér stjórnarfarslegar forsendur til að ráða sjálf málum sínum. Auðvald landsins, sem að sjálfsögðu var ekki þjóðlegt hér frekar en annars staðar, hallaði sér í sivaxandi mæli að er- lendu auðvaldi og mataði krókinn á hvers konar lepp- mennsku og misnotaði stjórnmálaflokka landsins til að tengja böndin fastar við erlenda auðhringa. Barátta verka- lýðshreyfingarinnar varð snemma að beinast gegn þessum erlendu áhrifavöldum og innlendum leppum þeirra og sú bar- átta hefur haft mikil áhrif til góðs. En afl verkalýðshreyf- ingaririnar og stjórnmálavald alþýðunnar hefur ekki reynzt nógu mikið til að afstýra þvi að auðvaldið íslenzka hefur selt landið undir bandarískar herstöðvar og rakað að sér hernámsgróða og hvers konar leppagróða frá erlendum auð- hringum á kostnað þjóðarinnar og sjálfstæðis hennar. Og eilenda ásælnin hefur alltaf aukizt, þar til nú að íslenzku stjórnmálaflokkunum, sem létu hafa sig að þvæla íslandi inn í Atlanzhafsbandalagið, er fyrirskipað af erlendum „sam- böndum“ að ganga enn iengra, beinlínis afsaia efnahags- legu sjálfstæði íslands með innlimun landsins í sex velda bandalagið, og opna þar með ísland fyrir yfirgangi ;auð- hringa Vestur-Evrópu. ¥»essi innlimun íslands og afsa.l sjálfstæðis íslenzku þjóð- arinnar hefur þegar verið rækilega undirbúin af erlend- um aðilum og leppum þeirra hér ó landi..,Viðreisn“ Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins er að mestu leyti miðuð við undirbúning slíkrar innlimunar. Erlendir húsbændur þeirra flokka hafa fyrirskipað að stórlækka kaup íslenzks verkalýðs og skapa hér pólitískt „jafnvægi“ en með því er átt við að gerðar séu ráðstafanir til að lama verkalýðs- hreyfinguna, svo hún -fái ekki rönd við reist. Sjáifstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn ganga að þessu landráða- verki eins og sjálfsögðum hlut og beita fyrir sig „hagfræð- ingum“ úi' háskólum nazista eins og Gylfa Þ. Gíslasyni og Birgi Kjaran, og manni eins og Gunnari Thoroddsen, þeim íslenzkum stjórnmálamanni, sem einna blygðunarlausast hef- ur krafizt þess að íslendingar höguðu þjóðfélagsmálum sín- um til að þóknast erlendum ríkisstjórnum á borð við Chamb- erlainsstjórnina brezku og Hitlersstjórnina. Þess má enn minnast nú, þegar einmitt þessi stjórnmálamaður afturhalds- ins gangur fram fyrir skjöldu við innlimun Xslands í auð- valdsstórveldi Evrópu, að á valdatímum Hitlers og Chamber- lains ritaði hann í „tímarit Sjálfstæðismanna“ grein, þar sem hann taldi að íslendingar yrðu að ná og halda vin- áttu Englands og Þýzkalands. „En til þess að eiga nokkra von um að ná samúð stórveldanna eru viss skilyrði um stjórnarfar vort innanlands óhjákvæmileg. Það er víst að þýðingarlaust er að ætla sér að fá vináttu tveggja fyrr- nefndra ríkja ef hér ríkir stjómarstefna, sern er fjarlæg og fjandsamleg svjórnmálastefnu þeirra.“ ¥*að eru menn af þessu tagi sem nú fara með völd á ís- * landi. Og þeir virðast ráðnir í að misnota þau völd til að afsala sjálfstæði fslands. Gegn þeim áformum verða ís- lenzkir menn í öllum flokkum ,að rísa og tryggja sjálfstæði íslands okkar kynslóð og komandi kynslóðum íslendinga. — s. GuBmundur Ágústsson: FLÓTTINN SlÐARI HLUTI Hvít þrœlasala Hundruð skrifstofa hafa verið opnaðar síðustu árin í Vestur- Þýzkalandi, sem starfa við að veiða menn og selja áfram til annarra fyrirtækja — fyrir þóknun. Teygja þeir sig vítt til útlanda, þar sem vinnukraftur er ódýr (eins og á Italíu, Jap- an, Grikklandi, Spáni, Portúgal og Tyrklandi). Verkamönnum er boðið þaðan til V-Þýzkalands í vinnu og eru þeir notaðir til að þrýsta niður kaupi v-þýzkra verkamanna. Þáttur Vest- ur-Berllnar Hvergi hafa þó þessar manna- veiðar farið íram í eins miklu magni og með jafn útsmognu kerfi eins og í V-Berlín. Mannaveiðar úr DDR eru að- alverkefni v-þýzku njósnastöðv- anna í Vestur-Berlín (eins og Austurskrifstofu SPD (krata), Rannsóknarnefndar frjálsra lög- íræðinga, Upplýsingaskrifstofu — Vestur. o.fl. sjá nánar I. gr.). Aðalforstöðumaðurinn er ráð- herra Bonnstjórnarinnar fyrir samþýzkt málefni, njósnamála- ráðherrann Lemmer (ein aðal- skrifstofa hans í V-Berlín er við sjálft Kuríúrstendamm — nr. 32). En mannaveiðar úr DDR stunda ekki aðeins v-þýzku njósnastöðvarnar heldur og þær amerísku, ensku og frönsku. Við hverja þessa stofnun starfa hundruð manns (sjá nán- ar II. grein). Yfirleitt hafa þær húsnæði á fleiri en einum stað í Vestur- Berlín. (T.d. MIS (sjá grein I.), sem ekki er þeirra stærst, hef- ur aðsetur m.a. á: Wúrzburg, Eisenmannstrasse 4; Berlín- Dahlem, Clay-Allee og Podbiel- ski-Allee; Berlín-Zehlendorf, — Bogotastrasse 19 og Carstenn- strasse 46a, Kleiststrasse 24; Berlín-Lieherfelde, Fontane- strasse og Willdenowstrasse; Berlín-Lichterfelde-West, Ring- strasse 35). Sérhverri stofnun er skipt í vissar deildir (eftir starfi þeirra veiddu), en þær eru svo í beinu sambandi við „flóttamannabúð- irnar“ í Marienfelde, sem einn- ig eru flokkaðar. (Þessar flótta- mannabúðir eru ekki eiginlegar búðir, þar sem þeim „flúnu“ er einungis veitt húsaskjól og að- hlynning, heldur fer enginn þaðan fyrr en hann hefur gefið upp vissar upplýsingar með góðu eða illu). Sérhver þessara stofiana hefur komið upp kerfi „sinna manna" í DDR. Þessir erindrekar hafa viss vinnu- svæði: einn í þessari verk- smiðju, annar í einni iðngrein o. s, frv. Við skulum fara eina hring- ferð í gegnum þetta kerfi. Erindrekarnir eiga að semja skapgerðarlýsingu samstarfs- manna sinna og kunningja og lýsa ollum háttum þeirra. Fá erindrekarnir laun fyrir hvern þeirra, sem flýr — upphæðin fer eftir mikilvægi þess flúna. Upplýsingarnar eru sendar þeirri stofnu.n, sem erindrekinn vinnur hjá og er þeim raðað eftir starfsemi þess lýsta. Upplýsingarnar skulu inni- halda allt það, sem gæti verið nothæft við að fá viðíangsefnið til að flýja. T.d. skal veikleik- um hans lýst (alkóhól, eiturlyf), fjölskylduástandi, hvort viðeig- andi hafi fallið á prófi, sé kyn- ferðislega sjúkur, stjórnmála- skoðun, guðstrú, draumlyndi o. s. frv. Síðan eru bréf send til viðfangsefnisins: staða er boðin, íbúð eða eitt og annað eftir því, ílýja, veikleika þeirra o.s.frv. Þá verða þeir flúnu oft að skrifa einhverjum kunningjan- um eða skyldmenninu bréf. Ein- um er sagt að skrifa t.d. móður sinni: mér líður vel, hef íbúð, góð laun, sendi þér 100 mörk, komdu eftir mánuð og hringdu við komuna í símanúmer kunn- ingja míns------Símanúmerið er njósnastofnunarinnar og mörkin lögð fratn af henni. öðrum er sagt, að skrifa sam- starfsmanni: atvinna sé örugg. Komi hann ekki, þá hótun. Sá, sem er ekki reiðubúinn að svara öllu og framkvæma fyrir- skipanir, fær ekki alla þá stimpla, sem nauðsynlegir eru til að komast út úr búðunum. Skal sá haíður í viðeigandi haldi, þar til hann er reiðubú- inn til skrifta. Oft fá njósnastofnanirnar í V- Berlín beiðnir frá v-þýzku fyr- irtæki um vísindamenn og fag- menn úr einhverri ákveðinni grein. Sé t.d. verið að reisa verksmiðju í V-Þýzkalandi eru Frú Bluhme frá Dissen hjá Cottbus ásamt yngri syni sínum Gerd. I byrjun ágústmánaðar var eldri syni hennar, Peter, rænt og hann fiuttur til V-Berlínar. Astæðan? Faðir hans er í Alþýðu- hernum. Engin vopn hafa dugað til að lokka hann til að flýja. Nú heitir það: Sértu faðir þá komdu og endurheimtu son þinn — komdu með alla fjölskylduna. Þannig ætluðu mannsalar V-Berlín- ar að veiða einn enn þá, pressa úr honum upplýsingar, bæta nokkrum flóttamönnum á forsíðurnar og einum „sérfræðingnum“. En ekki aðeins það. Stöðugur flótti veikir DDR pólitískt, efnahagslega, menningarlega og siðferðilega, en styrkir V-Þýzka- land. Það veitir og aukinn gróða að íá fullnuma menn og þurfa ekki að greiða nám Þann 2. ágúst 1961 felldi 1. hegningardómstóll Hæstaréttar IÍDR dóm yfir þessum 5 ákærðu mann- sölum. Tveir hinna ákærðu, Adamo og Bartel, voru auk þess dæmdir fyrir njósnir. — Talið frá vinstri: Gleich hlaut fjögurra og hálfs árs fangclsi, Schumann þriggja og hálfs, Rinke tveggja ára, Bartel 12 ára og Adamo 15 ára. — Myndin er tekin er þau ákærðu hlýða á dómsniður- stöðu. Verjendur standa fyrir framan þau ákærðu. — (Sjá frásögn). hvað bezt þætti við veiðina. njósnastofnanirnar beðnar um Erindrekar sendir á fólkið, ógn- að beina veiðum sínum sérstak- unum beitt, jafnvel börnum rænt o. s. frv. Margir þeirra sem flýja til V- Berlínar, verða að fara í gegn- um „flóttamannabúðir". Við komuna þangað hefst yfir- heyrsla einhverrar njósnastofn- unarinnar. Þar spyrja þriggja manna nefndír. Spurt er um samstarfsmenn, kunningja, hverjir séu líklegir til að vilja lega á samsvarandi verksmiðj- ur í DDR. Læknar eru í sérlega „háu verði“ núna. Tilgangurinn? „Ekkert dýr getur lifað það af að vera tekið stöðugt blóð“, segja þeir. „Ef unnið er skipu- lega að því, að vísindamenn og fagmenn DDR ílýji í vaxandi mæli, hlýtur hagkerfið að falla sarnan". þeirra. Og eru menn úr DDR að því leyti ákjósanlegri en vinnumenn úr vanþróaðri lönd- unum, enda þótt þeir séu „dýr- ari“, að þá þarf ekki að mennta og þjálfa og þar að auki tala þeir þó þýzku. En til að þessi mannveiði eigi að takast, verður að hafa mjög stórt og vel skipulagt kerfi, því að barizt er um hvern einstakan mann. Mannveiða- og sölukerfið í V- Berlín er vel þekkt. Margir þeirra sem snúa til baka kunna sína sögu að segja. Réttarhöld yfir erindrekum og njósnurum eiga sér hér oft stað. Menn, sem starfað hafa við þessa mannsölustarfsemi (deildir inn- an njósnastofnananna), flýja oft hingað austu.r yfir. Vitni hér í réttarhöldum eru oft menn, sem hafa unnið við þessar stcfnanir í vitorði öryggislög- reglu DDR. Mun ég nefna hér nokkur nýjustu dæmin úr nokkrum réttarhöldum, sem fram fóru í fyrra hluta ágúst- mánaðar. Reyni ég, að velja þau þannig, - að víðfeðmi „starfsem- innar“ megi sjást. Erindrekar Adamo frá Dessau vann 1953 og ’54 í teiknistofu í Dessau sem byggingarverkfx-æðingur og arki- tekt. Siðan hefu.r hann unnið í VEB Farbeníabrik Wolfen. í október 1953 fékk hann það verkefni frá fuiltrúa v-þýzkrar njósnastofnunar í V-Bei'lín að vinna að mannaveiðum í DDR. Verkefnaveitandinn bar leyni- nafnið „Hoffmann". Adamo fékk leyninaínið ,,Hennig“ á- samt leiðbeiningum um „starf“ sitt. Hann tók viljugur við þessu nýja embætti. Það skað- aði ekki að fá aukalega vestur- mörk. „Hennig“ sendi stöðugt upp- lýsingar um þekkta vísinda- menn, verkfræðinga, lækna og aði-a sem voru leiðandi menn á efnahags- og menningarsviðinu. Þannig sendi hann meir en 100 upplýsingar á þessum ár- um, sem svo leiddu til flótta margra viðfangsefnanna. I ársbyrjun fékk Adamo einnig það verkefni að stunda hernaðarnjósnixX Þannig sendi hann reglulega upplýsingar um notkun flugvallarins í Dessau, ílugvélagerðir, flutningafylking- ar Alþýðuhersins og sovézka hersins, æfingar Baráttuhóps verkamanna í VEB Farbenfa- brik Wolfen o.s.frv. Adamo var dæmdur í 15 ára fangelsi. Gleich hafði unnið hjá einka- fyrirtæki Meyers í Rade- beul við Dresden frá árinu 1958 til 1960. En svo flýði Meyer 1960. Þegar Gleich fór í heimsckn til skyldmenna sinna í V-Þýzkalandi 1960, þá náði hann sambandi við vin sinn Meyer, sem fékk Gleich til að reyna að lokka fyrrv. starfsmenn Meyersfyi'irtækisins yfir. Gleich var nú til í það. Hann í'eyndi að tala viðfangs- efnin á að flýja, sagði Meyer bjóða beti'i laun, gott húsnæði o.fl. „Árangur" varð nokkur, en Gleich verður að afplána íjögurra og hálfs árs fangelsi. Saga manns Þá er það sagan um mann- salann Wegner frá Pankow, Trelleborgerstrasse 27 (A-Ber- lín). Hér hefur hann lifað allt sitt líf og alltaf verið sami fas- istinn. Faðir hans var mjög „keisai’atryggur“ og lagði sig fram við að kenna syni sínum að ganga uppi'éttur og mai'séra. Þegar á skólaárum sínum gekk hann í ýmis fasistasambönd og 1932 í NSDAP (flokk Hitl- ei's) og því næst í SA (árásai'- lið flokksins). 1933 var hann í þeirri deild SA-manna sem framkvæmdi húsi'annsóknir — (bókabi'ennur og íkveikjur) og handtóku kommúnista og sósí- aldemókrata, leiddu þá oftsinn- is hér út á heiðamar og skutu. Síðan hækkaði hann í tign og varð eftirlitsmaður í rannsókn- arfangelsinu Moabit, þar til hann fékk snert af hjartaslagi 1945. Frá þessu ævisöguágripi sínu sagði hann stoltur, þar sem hann sat sem ákæi'ður fyrir hæstarétti DDR. Hann er lam- aður á vinsti’i hlið — en með vel starfhæft höfuð, sem h’ann gat beitt. Stríðið kenndi Wegner ekki neitt. Nokki'u eftir lok þess heyrði hann getið um stai'fsemi nýstofnaði'ar „Austurskrifstofu SPD“ (ki'ata). Wegner tilheyrði ekki þeim, sem hefur verið sett- ur undir þrýsting njósnastofn- ana til að vinna fyrir þær. Hann fór sjálfur — bauð sig fram. Síöan 1952 hefur hann farið x-eglulega tvisvar í viku yfir til „Austurskx'ifstofu SPD“ t>- og vann skipulega að blóðtöku DDR. Það var þökk hans til þess ríkis, sem veitti honum 264 mörk á mánuöi í eftirlaun og sjúkrahjálp. 14 ára gamlan syst- urson sinn Dieter Götz, tók hann eitt sirin með á stofuna. Fyrst lekk Dieter verkefni eins og þau að þrýsta i lóía kunn- ingja sinna og skólafélaga að- göngumiðum að Waldbúhne í V-Bei'lín, þar sem haturssam- komur gegn austrinu fax'a aðal- lega fram (sjá girein II). Síðan fór Dieter alveg yfir og vann hjá stoíunni sem erind- reki. Sömu leið fór systir Diet-. ex's, Monika — þá 13 ái'a göm- ul. Wegner hafði safnað miklu af fasískum og hernaðarsinnuð- um bókum að sér, bókum eins og „Volk ohne Raum“. I saíni hans var m.a. „Mein Kampí“ eítir Hitler árituð af einum fyri'v. háttsettum SA-foringja. Böi'n úr nági'enninu drógust að heimili hans. Þau báru traust til mín og ég las þeim úr bók- unum, sagði hann. Þannig gekk það. Hann sendi fleiri og Eleiri yfir og las fyrir börnin. Hjúki’- unarkona frá Werningeroda flýði fyrir hans tilstuðlan, einn- ig bóndi nokkur og frú Koll- bach. Konu sína sendi hann ei'- indrekum skrifstofunnar, sem báðu hann nú fyrir alla muni, að senda ekki svona mikið af gömlu fólki. Hann sendi þá unglingana. Heinz Algner hét einn 1956, Klauz-Dieter Beck annar 1958 o.s.frv. Eitt vitnið gegn Wegner í réttai'höldunum var 13 ára gamall, þegar Wegn- er var að bisast við að reyna að koma honum yfir, en faðir drengsins komst að því í tíma. Oftar en 700 sinnum hefur hann farið til V-Bei'línar síð- ustu 9 ái’in,- Milli .20 til 30 þús- und bi‘éf með hatursáróðri hef- ur hann kómið með áustur ýfir og sent til DDR-borgara. P*ýrir hvert bréf fékk hann 5 vestur píennig (ca. 50 aura). Vélritað handrit eftir hann frá 22. febrúar 1957 fannst í í- búð hans: „Öfgar okkar tíma“. Þar segir m.a. „Þá barðist ég gegn boisévismanum og nú berst ég gegn bolsévismanum með löglegum og ólöglegum vopnum“. Annað handrit hans frá 1958 fannst einnig. Á kvöldin breyttist íbúð hans í sjónvarpsstofu. Þá var horít á „beztu.“ sendingar vestursins. Bezt féllu honum alltaf ræður Brand.ts borgarstjóra í Vestur- Berlín, en sá talar manna mest um „frelsun“ Austur-Evrópu. Þetta var saga þessa manns. Dómstóllinn dærndi hann til 12 ára fangelsisvistar. Reynsla manns Frú Schuster frá Erfurt heim- sótti þ. 21. júlí sl. skyldmenni sín í grennd Berlínar ásamt 4 ára dóttur sinni. Nokkrum dög- um seinna fékk maður hennar bréf um það að hún dveldist í „flóttamannabúðunum“ í Licht- erfelde-West. Brá eiginmannin- um heldur en ekki og hélt strax til Berlínar til að sækja þau eftir þetta dularfulla hvarf. Framhald á 10. síðu- Þetta er vitnið Bruno Pioch. Ilann flýði ásamt konu sinn þ. 11. ágúst sl. frá V-Berlín og báðu þau um hæli í DDR sem pólitískir flóttamenn. Hann hafði þá unnið í 9 ár hjá frönsku njósnastofnuninni í V- Berlín. Hér er hann sem vitni fyrir Hæstarétti þ. 12. ágúst, þcgar fjallað var um mál fjög- urra mannsala. Sjá frásögn. Brezku blöðin í kröggum þrátt fyrir mikla útbreiðslu Öllum er í fersku minni að danska blaðið DAGENS NY- HEDER varð að hætta að koma út fyrir skömmu sökum fjár- hagsvandræða. Nýlega birti brezka blaðið THE ECONOM- IST grein um ástand og erfið- leika brezkra blaða, sem virðast miklu meiri en þeirra dönsku. Frjálslynda blaðið News Clironicle í Bretlandi hætti að koma út í fyrra mjög skyndi- lega. Daily Herald, sem styður Verkamannaflokkinn. hefur feng- ið gálgafrest um nokkurn tima. Menn spyrja hvað valdi erf- iðleikum brezkra blaða. Uppgjör sýna að tvö vinsælustu blöðin, Daily Mirror og Daily Express hafa aukið útbreiðslu sína frá 1937 til 1961 úr 3.658.000 eintök- um í 8,9 milljónir eintaka. Blöð- in The Guardian, The Times, Financial Times og Daily Tele- graph hafa aukið upplög s:n á sama tíma úr 828.000 í L88 milljónir eintaka. Þau stórblöð, sem standa á barmi gjaldþrots, eru Daily Her- ald, Daily Mail og Daily Sketch. Upplög þeirra hafa minnkað til muna á sama tíma og hin fyrr- nefndu hafa bætt hag sinn. Ástandið er énn verra hjá sunnudagsblöðunum, þótt ein- stök hinna stærri þeirrar teg- undar hafi haft nokkurn fram- gang. Sjónvarps-hættan Ein aðalástæðan fyrir fjár- hagslegum óförum blaðanna er sú, að auglýsingum í þeim hef- ur stórlega fækkað. Sjónvarpið sem talið er að um 90 prósent brezku þjóðarinnar hafi aðgang að, hefur dregið til sín mest- allan auglýsingastrauminn, enda nær það aimennast út til fjöld- ans. Á þessu ári hafa blöðin aðeins fengið 4Vz% af auglýs- ingum í Bretlandi enda þótt augtýsingar í heild hafi aukizt um 10 prósent. Auglýsingaverð er mjög misjafnt í brezkum blöðum. T.d. er það 5,4 sinnum hærra í The Times en í Daily Express. Reksturskostnaður blaða í Bretlandi er hærri en í öðrum löndum, og veldur íhaldssemi mestu um. Starfskraftar í prentsmiðjum eru miklu fleiri en í samsvarandi fyrirtækjum annars staðar, og verkalýðsfé- lögin hafa lagzt gegn því að tækninýjungar séu Játnar leysa starfsmenn af hólmi. Til dæm- is er hefting stóru sunnudags- blaðanna handunnin þótt fljót- virkar vélar séu fáanlegar. Á þriðjung vikublaðauna Viku- og sunnudagsblöðum hefur ekki fækkað og ekki held- ur biöðum utan stórborganna. En eign blaðanna hefur stöðugt færzt yfir á færri aðila. Þannig á t.d. Mirror-blaðahringurinn nú orðið þriðjung vikublaðanna. Eintakafjöldi Eintakafjöldi stærstu blaðanna í Bretlandi var þessi á fyrra misseri þessa árs: Daily Mirror 4.593.000, Daily Express 4.313.000 Daily Mail 2.681.000, Daily Her- ald 1.419.000, Daily Telegraph 1.251.000, Daily Sketch 1.000.000, The Times 260.000, The Guard- ian 235.000 og Financial Times 131.000. Og eintakafjöldi sunnudags- blaðanna: News of the World 6.734.000, Sunday Pictorial 5.335.000, The People 5.442.000, Sunday Express 3.767.000, Sun- day Times 1.023.000, The Ob- server 728.000. jg) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 27. september 1961 Miðvikudagur 27. september 1961 — ÞJÓÐVILJINN (£

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.