Þjóðviljinn - 27.09.1961, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.09.1961, Blaðsíða 11
Budd Schulberg: U LnJ o o ts (The harder they fall) S>að er eitthvað heilbrigt í fari hennar, já. og öruggt. Það var að vísu undarlegt, en eftir öll þessi ár mín í New York, var gin rummy í eldhúsinu hjá Shirley með kaldan kjúkling og bjórgias við höndina það næsta sem ég hafði komizt heimilis- þrag á Manhattan. Þegar við vorum háifnuð með hæsta spil, sagði Shirley lágt: „Hvað er að hjá ykkur hjóna- leysunum, fyrst þú ert hér síð- ustu nóttina þína í þorginni?" „Það má guð vita. Hún er að verða leið á mér.“ „Þú vilt kannski síður tala um það?“ Að því er virtist hafði Shirley meiri áhuga á spilunum sínum en áhyggjum mínum, en hún hafði sjaldgæfan hæfileika til að hlusta á það sem maður ■ sagði en vera þó áhugalaus á svipinn, og það gerði það að yerkum að auðveldara var að opna hjarta sitt fyrir henni. ,,Ég held að Molina hafi ver- ið dropinn sem fyllti mælinn“, sagði ég. „Hún vill að ég snúi baki við þessu öllu saman. Ég veit vel að það er óþefur af þessu öllu og okkar á milli sagt eru viðskipti Nicks ekki öll í sómanum. En þegar maður er þrjátíu og fimm óra er ekkert 'áhlaupaverk að byrja alveg að uýju, og ég kann vel við að fá aura í hendurnar í hverri viku“. „Þrír," sagði Shirley. ,,Ég er dauður,“ sagði ég. „Tuttugu og niu. Þá ert þú bú- in að fá forskot, finnst þér ekki?“ r úfvarpið Pastir liðir eins og venjulega. 12.55 Við vinnuna: Tónieikar. 18.30 Óperettulög. 20.00 Tónleikar: Annelise Kupper syngur lög eftir Schubert. 20.15 Samfelld dagskrá: Heims- kringla, blað Vestur-lslend- inga 75 ára. (Sveinn Skorri Höskiddsson undirbýr dag- skrána,. 21.15 íslenzk tónlist: a) Strákalag eftir Jón Leifs (Rögnivaldur Sigurjónsson leikur á píanó). b) Þrjú lög fyrir fiðlu og pianó elftir Helga Pálsson — (Björn Ólafsson og Árni Kristj'ánsson leika). 21.35 Gegnum Víðida), frásöguþátt- ur eftir Biörn Daníeisson skó’astjóra (Höf. flytur). 22.10 Kvöldsagan: Smyglarinn. 22.30 Djassþáttur (Jón M. Árnas.) 23.00 Dags’krárlok. „Þetta var símareikningur- inn,“ sagði Shirley. „Nú kemur húsaleigan." Ég hélt að hún hefði alls ekki hlustað a mig, en þegar hún var búin að láta út, vék hún aftur að efninu eins og engin truflun hefði átt sér stað. „Ég skal segja þér eitt, Eddie, ást og hnefaleikar eiga ekki mjög vel saman. Ef stúlkan þín hefur ógeð á hnefaleikum en þér finnst þeir ómissandi, — þá er það kannski ekki svo vit- laust af henni að láta til skar- ar skríða.“ „Það myndir þú ekki gera,“ sagði ég. „Vertu ekki of viss um það. Hnefaleikar geta verið ungri stúlku skelfileg reynsla. Það er ekki auðvelt þegar maðurinn hangir alltaf yfir félögum sín- um. Eiginkonurnar og unnust- urnar hafa ekki mikla ánægju af slíkum manni. Ég hef aldrei sagt það neinum öðrum en þér Eddie, en New York va,r næst- um búin að eyðileggjk alít milli Billa og mín. Ef ég hefði ekki þekkt þrælinn — guð blessi hann — frá því ég var fimmtán ára, þá hefði ég áreiðanlega tekig saman pjönkur mínar og hypjað mig heim til Oklahoma“. Eins og allir aðrir hafði ég heyrt sitt af hverju um ævin- týralega fortíð Shirleyjar og „sjómannsins“, en hún hafði aldrei fyrr talað um hana sjálf og ég hafði aldrei farið fram ó það. En það var eins og skuldaskil okkar Betu hefðu losað um einhvern hnút hið innra með henni. ,,Þú veizt að Billf vg^ dálítið vílltur. Hanh drakk talsvert áð- ur en hann fór að bo.xa fyrir alvöru. Það gerðum við víst bæði á sínum tíma. Við vorum heldur óskemmtilegt par. í hvert sinn sem ég las í blöðun- um að einhver hjónaleysi hefðu rænt einhvern sem hefði hirt þau upp af götu sinni, þá datt mér í hug að það hefðu getað verið Billi og ég. Billi var sjúk- ur í peninga og ég var svo skot- in í honum ,að ég hefði gert allt sem hann hefði sagt mér. Ef það hefði ekki viljað þannig til af hendingu að hann gat grætt á hnefunum, þá má guð vita hvernig farið hefði fyrir okkur. „En það verð ég að segja Billa : til hfósjs,. ,í þá daga, að F r Maðurinn minn og faðir ÞÓRARINN J. WIUM andaðist á Bæjarsjúkrahúsinu aðfaranótt 26. september. Vilborg Þórólfsdóttir, Jón Freyr hann eltist aldrei við annað kvenfólk. Það byrjaði ekki fyrr en hann kom hingað til bæjar- ins og hitti þessa þorpara sem fóru að draga hann með sér á næturklúbba. í fyrstg skipti-. sem honum varð á í messunni, mún- aði minnstu að ég fleygði mér út um gluggann. Það var kvöld- ið sem hann keppti við Coslow. Allir sögðu að það yrði erfið keppni, en hann sigraði án þess að hárið á honum ýfðist að ráði. Ég horfði aldrei á kappleik með honum, því að ég kærði mig ekki um að sjá hann barinn, en ég hlustaði ó útvarpið og það var næstum eins slæmt. Jæja, en ég heyrði sem sagt að Coslow var sleginn út og þá fór ég að halda mér til, því að mér datt í hug að Billa langaði kannski eitthvað út til að halda sigur- inn hátíðlegan. En það kom í ljós að hann hafði annað álit á því hvernig bæri að halda uppá þetta, og hann kom ekki heim fyrr en klukkan sex um morguninn. Hann lyktaði af whiskýi og ókunnugum kven- manni. Kvöldið eftir þegar hann vaknaði, þá sagði hann svo sem elskan mín, þú verður að fyr- irgefa mér, ég skal aldrei gera það aftur. Sex vikum seinna nær hann meistaratitlinum af Thompson í fimm lotum og sama sagan endurtekur sig. Loks skrifaði hann samning við Hy- ams og hann mátti ekki heyra minnzt á þjálfun — Danni Mc- Keogh sagði honum að fara fjandans til. Hann hélt að hann gæti boxað endalaust. Þú manst sjálfsagt eftir keppninni við Hyams. Hyams liefbraut hann og sprengdi báðar kinnarnar á hon- um rétt undir augunum. Ef dóm- arinn hefði ekki stöðvað leik- inn, hefði hann trúlega gengið i af Billa dauðum. Billi var að tapa sér, því að það var alltaf svo mikið loft í honum. En þetta kvöld kom Billie beint heim eft- ir keppnina. Ég hélt honum í rúminu í heila viku og hann vildi ekki láta nokkurn mann sjá sig, ekki einu sinni Danna. Ég var sú eina sem mátti koma nálægt honum og hann var ljúf- ur og indæll eins og lítið barn. „Eftir það get ég svarið að í rauninni bað ég til guðs í hvert skipti um að hann fengi fyrir ferðina. í hvert skipti sem svo fór, þá leið okkur nefnilega vel, þá kom hann heim og var Lœknar fjarverandi Alma Þórarinsson frá 12. sept. til 15. okt. (Tómas Jónsson). Árni Bjömsson um óákv. tíma (Stefán Bogason). Axel Biöndal til 12. október (Ölafur Jóhannsson). Eggert Steinþórsson óákv. tíma (Kristinn Björnsson). Esra Pétursson óákv. tíma. (Halldór Arinbjarnar). Eyþór Gunnarsson frá 17. sept. i 2-3 vikur (Victor Gestsson). Gísli ólafsson óákv. tíma. (Stefán Bogason). Guðjón Guðnason til 10. okt. Í.Tón Hannesson). Hjalti Þórarinsson frá 12. sept til 15. okt. (Ó’afur Jónsson). Hulda Sveinsson frá 1. sept. (Magnús Þorsteinsson). Iíjartan B. Guðmundsson frá 21. sept. til 31. marz 1962. — (Samlagssjúklingar Ölafur Jó- hanngson. taugasjúkdómar Gunriar Guðmundá?on) Kristjana Heigad.. til 30. sept (Ragnar Arinbjarnar). Ólafur Geirsson fram í miðjan nóvember. Páll Sigurðsson til septloka (Stefán Guðnason). Riehard Thors til sept.loka. Sigurður S. Magnússon óákv t. (Tryggvi Þorsteinsson). Snorrl Hallgrímsson til sept- emberloka. Sveinn Pétursson frá 5. sept- ember í 2—3 vikur. Víklngur Amórsson óákv. tíma (Ólafur Jónsson). f dag skulum við athuga stöðu, sem kemur alloft fyrir, þó að mörgum spilaranum sjáist yfir hana. Spilamennsk- an, sem hér um ræðir er not- uð þegar rjúfa þarf samgang varnarspilaranna af einhverj- um ástæðum, eins fljótt égr hægt er. Oft er tilgangur þessarar spilamennsku sá, að koma í veg fyrir að andstæðingarnir nái að trompa: S: A-G-5 H: G-10-8-7 T: D-G-3 L: A-D-7 S: D-8-4-2 H: A-5-4 T: 5 L: K-10-8-6-3 S: K-9-7-6 H: 6 T: A-9-7-4 L: G-9-4-2 S: 10-3 H: K-D-9-3-2 T: K-10-8-6-2 L: 5 Suður spilar þrjú hjörtu eft-~ ir þessar sagnir: Norður Austur 1 lauf pass 2 hjörtu 2 spaðar pass pass Suður 1 hjarta 3 hjörtu Vestur 1 spaði pass Vestur spilar út tígulein- spilinu, austur drepur á ás- inn og spilar meiri tígli. Vest- ur trompar og spilar lágspaða. Vörnin hótar nú annarri trompun. Spili suður á hinn venjulega máta, þ.e. drepi á spaðaásinn og spili síðan trompi, þá drepur vestur á trompásinn, setur austur inn á spaða og trompar tígulinn til baka. Eins og spilin liggja getur sagnhafi komið í veg fyrir þetta, með því að drepa á spaðaásinn, taka laufaás, og síðan laufadrottningu, í hverja hann gefur síðasta spaðann sinn. Þetta sker á einu sam- gönguæð varnarspilaranna. Komi laufakóngurinn frá austri verður sagnhafi að hætta við þessi áform. Hann verður að trompa og spila út trompi í þeirri von að vörnin geti ekki náð annarri tromp- un. Ræða Gromikos Framhald af 7. síðu. tilraunanna. Það væri helber hræsni sem kæmi fram í höf- uðborgum vesturveldanna þegar tilraunir Sovétríkjanna væru gagnrýndar á þeirri forsendu að heilsu mannkynsins stafaði hætta af þeim. Á slíka hættu hefði aldrei verið minnnzt þegar Bandaríkin og Bretland sprengdu hverja sprenginguna af annarri árum saman. Vesturveldin hefðu gert miklu fleiri kjarnaspreng- ingar en Sovétríkin. Eina lausn þessa máls er sú sem Sovétríkin hafa lagt til, sagði Gromiko, al- ger og allsherjar afvopnun. W»UAV]NNUSTOrA OO «DTi€tKSm.A Laufásvegi 41. Sími 13673 i-ifi kó fy Þjóðviljann vantar börn ííl blaðburðar í eftirtalin hveríi: Voga Laugarás Nýbýlaveg Talií við afgreiðsluna. Sími 17-500. V0PNI Regnklæðin sem fyrr á gamSst; hagstæða verðinu, fyrir haust- rigningarnar. Einnig svuntur og ermar í hvítum og gulum lit í sláturhúsin, mjög ódýrt. Gúmmífatagerðin V0PN1 1 Aðalstræti 16. 12000 vinningar á ári! 30 krónur miðinn ~ Miövikudagur 27. seyteruber 1M1 — ÞJd»VILJINN — ]1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.