Þjóðviljinn - 06.10.1961, Qupperneq 6
þlÓOVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar:
Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. —
Fréttaritstjórar: ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir
Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 lítiur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Háskóli íslands
¥ dag minnist Háskóli íslands hálfrar aldar afmælis.
Stofnun háskólans var veigamikill þáttur í sjálf-
stæðisbaráttu landsmanna, og háskólinn hefur eflzt og
þroskazt á þessari hálfu öld og látið æ fleiri þætti
æðri mennta og rannsókna til sín taka. Margir mikil-
hæfir menn hafa valizt til stárfa við háskólann og
stendur þjóðin öll í mikilli þakkarskuld við þá fyrir
unnin afrek.
T|Æeginverkefni háskólans -hefur að sjálfsögðu orðið
það að þjálfa hverskyns embættismenn og sérfræð-
inga til starfa. En þótt það sé ærið verkefni og miklu
skipti að það sé vel af hendi leyst, er hitt þó aðalatriði
að háskólinn láti æ meira til sín taka í sjálfstæðum
vísindarannsóknum, að þar sé stunduð af kappi hin
eilífa leit að sannleikanum af dirfsku og víðsýni eins
og beztu menn háskólans hafa gert. Þjálfun embættis-
manna má aldrei verða að neinu lokatakmarki í skól-
anum, né heldur mega fjáröflunaraðferðirnar verða
að marki í sjálfu sér, eins og sumum virðist hætta
á þegar það nýmæli er áþreifanlegast á afmæli háskól-
ans, að hann heíur opnað nýtt kvikmyndahús handa
bæjarbúum og varið til þess geysiháum upphæðum
sem stofnanir háskólans þurftu þó mjög á að halda.
¥|að verkefni sem Háskóla íslands ber umíram allt
að rækja er vísindarannsóknir í norrænum fræð-
um. Það er skylda okkar, og þá skyldu eigum við að
geta rækt öllum öðrum betur; á þessu sviði getur Há-
skóli íslands unnið sjálfstæð afrek og verið veitandi
en ekki þiggjandi í menningarsamskiptum þjóðanna.
Mörg stórvirki hafa þegar verið unnin á þessum vett-
vangi, en þó vantar mikið á að Háskóli íslands
sé enn orðin sú miðstöð og háborg norrænna fræða
sem hann þarf að verða. Nærtækasta verkefnið um
þessar mundir er það að sett verði á laggirnar öflug
stofnun, þar sem ynnið verði af kappi að rannsókn-
um og vísindalegum útgáfum á íslenzkum handritum,
hvort sem við fáum þau í hendur fyrr eða síðar. Við
höfum um langt skeið barizt fyrir því að endurheimta
ihandrit þau sem varðveitt hafa verið í Danmörku, en
eina röksemd andstæðinga okkar sem undan hefur
sviðið er sú, að hætta væri á því að vísindaleg starf-
semi setti ofan ef miðstöð hennar yrði í Reykjavík.
Þá röksemd þurfum við að kveða niður í verki án taf-
ar, og þess er að vænta að stjórnarvöld landsins og
ráðamenn háskólans sameinist um að koma slíkri stofn-
un á legg í samræmi við þær hugmyndir sem mynd-
arlegastar eru. Sjálfsagðári áfmælisgjöf gæti háskól-
inn ekki fengið, og mikið væri hægt að gera fyrir .and-
virði svosem eins kvikmyndahúss.
¥afnhliða þeim verkefnum sem tengd eru sögu okkar
" og sjálfstæðri menningu þarf Háskóli íslands að fá
sívaxandi aðstöðu til þess að stunda rannsóknir á
náttúru íslands og náttúruauðæfum; einnig þar eru
verkefni sem við íslendingar verðum sjálfir að vera
menn til þess að glíma við. Einnig þarf hásikólinn að
hafa tök á að fylgjast sem bezt með þeirri gerbyltingu
á sviði raunvísinda og tækni sem einkennir okkar tíma,
sinna sjálfstæðum verkefnum eftir því sem aðstaða okk-
ar leyfir og gera íslendingum kleift að hagnýta með
sem skjótustum hætti uppgötvanir annarra. Ef vel á að
vera hljóta raunvísindi að verða sívaxandi þáttur í
starfsemi háskólans á komandi árum.
/¥11 þjóðin samfagnar háskólanum í dag og þakkar
það sem vel hefur verið unnið í hálfa öld. En
öllu máli skiptir að á þessum tímamótum sé horft
fram á veginn. — m.
I
I
I
I
I
1
I
1
1
I
I
5
I
I
I
s
s
I
a
i
i
i
i
i
g
i
i
6
6
B
I
I
I
I
I
I
B
B
B
5
I
B
1
I
B
a
B
B
I
I
B
I
«
úr Háskólanum
í dag er minnzt hálfrar aldar afmælis æðstu
menntastofnunar landsins, Háskóla íslands. Skól-
inn var sem kunnugt er settur í fyrsta sinni á ald-
arafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1311, en
kennsla hófst 1. október þá um hausíið.
Nýbyrjaöir læknanemar hlýða á fyrirlestur í I. kennslustofu Háskólans.
1 Bóksölu stúdenta er jafnan mikið að gera í byrjun skólaársins.
ur við afgreiðslu þar.
Hér sjást tvær ungar stúdín-
Er að skrifa bók am
Meðal þeirra erlendu vísinda-
manna, sem sæmdir verða dokt-
orsnafnbót í tilefni af hálfrar
aldar afmæli Háskóla íslands
er prófessor G. Turille-Petre
í Oxford, sem mörgum Islend-
ingum er að góðu kunnur, bæði
vegna rita hans um íslenzkar
fornbókmenntir og af veru hans
hér á landi. Prófessor Turville-
Petre kom hingað til Reykja-
víkur í fyrrinótt ásamt konu
sinni Joan og átti fréttamaður
frá Þjóðviljanum stutt tal við
þau í fyrradag að Hótel Borg,
þar sem þau hjón búa meðan
á heimsókn þeirra stendur.
Prófessor Turville-Petre er
hámenntaður maður í norræn-
um fræðum og talar ágæta ís-
lenzku og kona hans talar einn-
ig íslenzku, þótt hún hafi ekki
fengið eins mikla æfingu í mál-
inu og maður hennar.
— Hvað munuð þið dvelja
lengi á íslandi að þessu sinni?
— Við verðum í hæsta lagi
tvær vikur, segir Turville-
Petre. Við erum bæði mjög
tímabundin. Kona mín kennir
einnig við háskólann í Oxford.
Ég fékk leyfi frá háskólanum,
'bæði til þess að fara hingað
og vera við afmælishátíðina og
einnig til að fara til Noregs,
þar sem ég á að halda nokkra
fyrirlestra.
— Heldurðu fyrirlestra hér
við háskólann núna?
— Nei. Ég á • að flytja ræðu
á hátíðinni, en ég flyt ekki
íyrirlestra við háskólann. Ég
gerði það fyrir fjórum árum.
— Hafið þið komið o£t áður
til íslands?
— Ég hef komið hér rnjög oft,
segir prófessorinn. Ég kom
hingað fyrst árið 1928 til þess
að læra málið. Svo dvaldi ég
hér í tvö ár sem kennari í
ensku við háskólann. Það var
1936-1938. Svo hef ég líka ferð-
azt mikið um landið. Frú Tur-
ville-Petre segist einnig hafa
komið nokkrum sinnum til Is-
lands og ferðazt talsvert hér
um. Kom hún fyrst hingað ái’-
ið 1932.
— Hefurðu verið prófessór
lengi við Oxfordháskóla?
Setning háskólans 17. júní
1911 hófst kl. 12 á hádegi og
fcr athöfnin frani í sal neðri
deildar Alþingis. Boðsgestir
sátu í salnum, en almenning-
ur, eftir því seni inn konist,
í Iiiiðarherbergjum. Klemens
Jónsson landritari og Björn
M. Ólsen fyrsti rektor Há-
skóla Islands fluttu ræður og
sungið var kvæði eftir Þor-
stcin Gísiason ritstjóra.
Auk rektors áttu þessir
menn sæti í hinu fyrsta há- '
skólaráði: Lárus H. Bjarnason
prófessor, Guðmundur Magn-
ússon prófessor, Jón Iíelgason
prófessor og Ágúst H. Bjarna-
son prófessor.
Saga Háskóla íslands verð-
nr aðeins rakin hér í örstuttu
máli, enda kemur nú á niark-
að þessa dagana rit um sögu
skólans sem dr. Guðni Jóns-
son prófessor hefur samið
samkvæmt ósk háskólaráðs. Er
þetta 19 arka bók með mynd-
um.
Fyrsti vísir að háskóla hér
á landi var Prestaskólinn sem
tók til starfa um 1847. Þá var
seííur upp Iæknaskóli árið
.1876 og lagaskóli var stofn-
aður 1908. Þegar Háskóii ís-
Iands var stofnaður 1911
mynduðu þessir þrír skólar
þrjár deildir hans, guðfræði-
déild, læknadeild og lagadeild
en jafnframt var bætt við
heimspekideild.
Háskólabyggingin á Melun-
um var fyrst tekin í notkun
árið 1940 en þangað til hafði
skólinn samastað í Alþingis-
húsinu. Með háskólabygging-
unni liófst nýtt tímabil í sögu
skólans, hægt var að auka
starfsemi hans og fjölga
kennslugrcinuni. Komið var
npp rannsóknarstofum og
kapellu og bókasafn skólans
fékk þak yfir höfuðið. Nú er
— Ég er búinn að vera próf-
essor í 8 ár, ep áður var ég
ritari við háskólann. Ég kénni
norrænu við enskudeildina.
Stúdentarnir mega taka upp í
þrjár greinar í norrænu eða
píún þriðja alls prófsins, ög
suípir jstúdentárnir skrifa einni g
ritgérðir um þéssi efni. Þeir
byrja á norrænunáminu á öðru
ári og stunda þau fræði í 2—3
ár.
— Hvað er það, sem stúdent-
arnir eru látnir lesa í þessum
fræðum?
— Pyrst er byrjað á málfræði
og svo eru lesnir textar, tals-
vert af íslendingasögum og
Eddukvæðum, einnig Fornaldar-
sögur og svolítið af Biskupa-
sögum. Þeir sem taka þrjár
greinar lesa allar helztu sög-
urnar, Njálu, Eirbyggju, Gísla-
sögu og fíeiri. Þeir sem aðeins
taka tvær greinar lesa auðvitað
minna. Höfuðatriðið er að
kenna þeim málið, og þá geta
þeir auðvitað sjálfir lesið meira
seinna.
— Eru norræn fræði kennd
víða við háskóla í Bretlandi?
— Éitthvað í flestum háskól-
byggingin hins vegar orðin of
lítil og verður hluti kennslu
að fara fram í öðru húsnæði.
Kennsla var hafin í verk-
fræöi við skólann 1940 og
verkfræðideikl varð fimmta
deild Háskólans 1944. Árið
1941 var stofnuð sérstök við-
skiptadeild innan lagadeildar
og 1942 hófst kennsia í ýms-
um greinum undir B.A. próf
innan heimspekideildar. Þá
var stofnuð sérstök tannlækn-
ingadeild innan læknadeildar
1945 og lyfjadeild innan
læknadeildarinnar 1957.
í ' núverandi Háskólaráði
eiga sæti þeir prófessor Ár-
mann Snævarr núverandi
rektor, próf. Þórir Kr. Þórð-
arson forseti guðfræðideildar,
próf. Kristinn Stefánsson for-
seti læknadeildar, próf. Ólaf-
ur Björnsson forseti laga- og
viðskiptadeildar, próf. Matt-
hías Jónasson forscti heim-
spekidéildar og próf. Leifur
Ásgeirsson forseti verkfræði-
deildar.
Alls cru 35 prófessorar viö
Háskóla íslands. Auk þeirra
kenna við skólann 22 lektorar,
8 erlendir sendikennarar og 23
stundakennarar.
Stúdentaráð Háskóla íslands
er kosið af háskólastúdentum.
Núverandi stjórn þcss skipa
Hörður Sigurgestsson formað-
ur, Örn Bjarnason ritari og
Jóhannes L. Helgason gjald-
keri. Stúdentaráð vinnur að
liagsmunamálum síúdenfa, rek-
ur bóksölu, kaffistofu, skipu-
Jeggur ferðir og skemmtanir
og sér um vinnumiðlun fyrir
stúdenta.
Fáeinar svipmyndir úr starf-
inu í Háskólanum birtast hér
á síðunni í dag. Ljósmyndari
Þjóðviljans, Ari Kárason tók
myndirnar nú I vikunni.
Prófessor Steingrímur Baldursson útskýrir dæmi í efnafræði.
Prófessor Hreinn Benediktsson kennir ncmendum í íslenzkum fræðum gotneska málfræði.
Prófessor G. Turville-Petre og frú.
um bæði í Bretlandi og eins
í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Ég
hef haft mjög góða nemendur
frá Nýja-Sjálandi.
— Er nútíma íslenzka kennd
við enska háskóla?
— Það er farið að kenna
hana í London. Ég hef stundum
kennt stúdentum nútíma ís-
lenzku í einkatímum, þeim sem
hafa beðið um það. Það eru
einkum þeir, sem ætla að fara
til íslands, annað hvort til náms
eða til þess að ferðast hér um.
Núorðið koma hér um bil á
hverju ári einhverjir enskir
stúdentar til náms við háskól-
ann hér í Reykjavík.
— Er gott safn íslenzkra
bóka til í Oxford?
— Við höfum dálítið íslenzkt
bókasafn, m.a. bækur Guð-
brands Vigfússonar.
— Eigið þið mikið af síðari
tíma bókum íslenzkum?
— Nei, ekki háskólinn. en ég
á sjálfur heilmiltíð. 'Kárinski
fæi' hann það eftir minn dag.
— Hefurðu lagt mikla stund
á síðari tíma íslenzkar bók-
menntir?
— Ég hef að minnsta kosti
lesið mikið, kannski mest mér
til ánægju.
— Þú hefur ritað mikið um
norræn fræði, einkum bók-
menntasögu. Hver eru helztu
verk þín á því sviði?
— Ég hef skrifað nokkrar
bækur og fjölda greina. Helztu
bækurnar eru Oregins of Ice-
landic Titerature, The Heroic
Age of Scandinavia og Víga-
Glúmssaga, sem ég gaf út og
samdi skýringar við. Ég samdi
b'ka og gaf út skýringar við
Hervararsögu. Þá hef ég snúið
nokkrum íslenzkum bókum á
ensku. t.d. Guðmundar sögu
góða og ,bók oftir prófessor Ein-
ar ö'(af Sveinsson,., sem ekki
hefur komið út á ísienzku.
Núna er ég að fásí við hók um
norræna goðafræði.
— Verður það stór bók?
— Jú, þetta á að vera mikil
bók, um 140 þúsund orð. Við
rpiknum al.lt út í orðum í Eng-
lanrii. Bókin á að verá tilbúin
í lok næstá árs. — Ég er einn-
ig búinn að skrifa mikið um
heimildir, heimildagildi forn-
rita, t.d. ver kSnorra Sturluson-
ar, Danasögu Saxa, Eddukvæð-
in o.fl.
— Hvenær fékkstu f.yrst á-
huga fyrir þessum fræðum?
— I sk.óla. Það kom af bví,
að ég fór að lesa sögurnar í
þýðingum eftir William Morris
og fleiri.
— Hefurðu ekki einnig dval-
izt mikið á hinum Norðurlönd-
unum?
— Jú, ég hef ferðazt alimikið
um þau. Hef dvalið í Danmörku
til bess að lesa handrit. í Sví-
þióð var ég fyrir tveim árum
og ferðaðist mikið bar um.
— En hefurðu verið í Fær-
eyiurn?
— .Tó. ég var ti’ma í Færeý.i-
um. Var bar 3 eha fíóra mán-
u5'i T>aö var mjög gaman að
vera bar.
— ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur. 6. október 1961
;.t.
Föstudagur 6. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (JJ