Þjóðviljinn - 06.10.1961, Page 9

Þjóðviljinn - 06.10.1961, Page 9
Það vakti ekki ,litla athygli um daginn þegar það fréttist að sundmaður frá Brasilíu hefði blandað sér alvarlega inn í baráttuna um toppárangur í sundi. Þó nefnd hefðu verið nöfn eins og Didi, Pele, Garr- ineha eða Gilmar í sambandi við knattspyrnu, hefði enginn orðið hlessa eða undrandi. Þessi ungi maður sem hsit- ir Manoel dos Santos setti sem sé heimsmet á 100 m skriðsundi og var árangurinn 53,6 sem er frábær árangur. Sportsmanden segir þannig frá afreki þessu og mannin- um: Hinn frábæri sundmaður frá Brasilíu, Manoel dos Santos, Dos Santos setti í gærkvöldi nýtt heimsmet á 100 m skriðsundi á hinum ágæta tíma 53,6. Gamla metið var 54.6 og var sett af Ástralíumanninum John Dewit. Siðan hefur Bandaríkja- maðurinn Steve Clark synt vegalengdina á 54,4, en þessi árangur hefur ekki verið stað- festur sem met. Aðeins 200 menn voru viðstaddir þegar metið var sett. Blaðið segir að þessi tími 53,6 virðiát ótrúleg- ur, en um mann þennan sem stendur á bak við þetta nýja met, er það að segja að hann er ekki nýr sem toppmaður í sundi. f undanrásum í Róm í fyrra svnti Manoel 100 m á 56,3 — Lance Larson synti á 55,7 og John Dewitt á 56,0. í undan- úrslitum var röðin sú sama, og í úrslitunum voru þessir þrír fyrstir lika: 55,2 55,2 — og 55.4. Þá þegar hafði þessi ungi Brasilíumaður sýnt að hann var einn af snjöllustu sund- mönnum heims. Þessu fylgdi hann eftir sama ár með því að komast í fyrsta sæti á meist- aramótinu í Japan. í úrslitunum var dos Santos aðeins 2/10 úr sek. á eftir í keppninni í Róm, en samt sem áður munu það ekki hafa ver- ið margir sem veittu honum at- hygli. Keppnin milli hinna tveggja sem unnu hann varð hin sögulegasta í öllurh leikj- unum. og eru þá allar íþrótta- greinar meðtaldar. Þegar keppninni lauk og storminn kringum sundlaugina hafði læg't. var ekki neinn á- horfandi í vafa um það að Bandaríkjamaðurinn hefði unnið, Dewitt óskaði Larson til hamingju. og hann lá í vatn- inu og synti fram og aftur og beið eftir hinni opinberu til- kynningu um sigurinn. En þá skeði það ótrúlegasta. Dewitt var dsemdur sigurinn; og dómi þessum hefur aldrei verið breytt, þrátt fyrir það að kvikmyndir sem framkallaðar voru síðar sýndu að hann var í öðru sæti. En bak við þessa tvisýnu keppni, maður gegn manni, hafði ungur suðurameríku ■ maður fylgt eftir eins og skuggi, og í dag stendur hann sem sigurvegari, sem hefur stórbætt heimsmetið. Listinn yfir 10 beztu sprett- sundmenn til þessa litur þann- ig út; 1. 53,6 Manoel dos Sandos Brasih'a 1961. 2. 54.4 Steve Clark Banda- ríkin 1961. '3. 54.6 Dewitt Ástralía 1957. 4. 54,3 Jeff Farell Bandarík- in 1960. 5. 55,0 Lance Larson Banda- ríkin 1960. 6. 55,0 Dave Lyons Banda- rikin 1961. 7. 55.1 Joe Alkirk Banda- r’kin 1960. 8. 55.1 Jim Spreizer Banda- ríkin 1961. 9. 55.4 John Henricks Ástr- alía 1956. 10. 55,4 Fu Ta-Shin Kína 1961. Sundæfingar Í.B.K. í Kefla- vík hefjast fimmtudaginn 5. október. Hinn kunni sundmaður 1R, Guðmundur Gíslason mun verða þjálfari fyrri hluta vetr- ar, og er þess vænzt, að þeir, sem hafa hugsað sér að sækja sundæfingar i vetur, mæti þá strax. Æfingar verða, sem hér segir: Mánudaga kl. 6,30 til 8,00 Fimmtudaga — 6,30 — 8,00 Föstudaga — 6,30 — 8,00 Iþróttabandalág Keflavíkur. Sundæfingar [R Sundæfingar sunddeildar ÍR hefjast mánudaginn 9. október. Þjálfari verður eins og áður, Jónas Halldórsson. Æfingar verða á: Mánudögum kl. 6,45 — 8,15 Miðvikudögum kl. 6,45 — 8,15 Föstudögum kl. 6,45 — 7,30 Mætið vel og stundvíslega. Nýir félagar eru beðnir að mæta til skráningar, ekki seinna en fimmtán mínútum fyrir aug- lýstan tíma. Sunddeild ÍR. Glíma er víðar stunduð en hér á íslandi. Þessi inynd sýnir kór- eyska æskumenn glíma og í skýringum með myndinni er sagt að glíma sé mjög vinsæl íþrótt meðai unga fólksins í Kóreu. j • Moskva 4/10 — Valerij ■ Brumel stökk 2,22 m í há- • stökki á íþróttamóti í Tbilsi > í gaer. Hann hafði litla ■ keppni. Baltusjinkas vann ■ kringlukastið 57,93 og er það : nýtt sovézkt met. Sjelkanova | stökk 6,56 m í langstökki og j er það 8 cm styttra en heims- ; met hennar. ■ ■ ■ ■ ® Listinn yfir hnefaleikarana j í þungavigt í dag: heimsmeist- ■ ari Fioyd Patterson. síðan j koma: 1. Henry Cooper Eng- : land. 2. Ingemar Johannson ■ Sv.'þjóð, 3. Eddie Machen j USA, 4. Lavoranta Argentína, ■ 5. Cleveland Williams USA, : 6. Cleoux Kanada. 7. Folley ■ USA, 8. Erskine England, 9. ■ ■ Chuvalo Kanada og í 10. j sæti er Tom Mcneeley USA ■ en hann á að keppa við Patt- : erson í Toronto 4. desember. Scnny Liston er fallin út af' skránni, þar sem hann er í keppnisbanni. í gær og 1 fyrradag fór fram> tugþrautarkeppEi MÍ og lauk Valbjörn Þor'.áksson einn keppni, hlaut 6670 stig og var 219 stigum frá meti Arnar Clausens. Keppni hófu einnig Itarl Kólni og Einar Frimanns- son en báðir heltust úr lest- inni. Valbjörn lilaut 3639 stig cítir fyrri dag: 100 m hl. 10,9, Iang- stökk 6,37, kúluvarp 12,23, há- stökk 1,80 og 400 m hlaup 51,9. Siðari dagur; 110 m grhl. 16,0, kringlukast 38,40, stangarstökk 4,20, spjótkast 60,79 og 1500 m hl. 5.01,6. Utan keppni kastaði Guðjón Guðmundsson KR kúlu 14,05. ritstjóri: Frímann Helgason Hviða fyrfrmæll fengu bilstjórar Ferrari? Grunur um að gróðasjónarmið eigi sinn þátt í kanpakstursslysinu Ráðgerð stórfelld lækkun á fargjöldum til náms í Ameríku Eins og lesendur minnast varð nýlega hryllilegt slys í ítalska Grand Prix kappakstrinum ’i Monza sem kostaði fimmtán áhorfendur lífið auk þess sem hinn vinsæli kappakstursmaður von Trips greifí fórst. í sambandi við þetta slys hefur nú komið fram spurning sem vakið hefur mikla ólgu í Italíu: Hvað hafði eigandi hinna stóru bílaverksmiðja — Enzio Ferrari skipað faílstjóra sínum áður en keppninn hófst? Tveir bílstjórar Ferrari-bíla- verksmiðjanna, von Trips greifi sem var þýzkur og Bandaríkja- máðurinn Phil Hill, höfðu tækni- lega séð möguleika á að fá heimsmeistaratitilinn. ;Af. þejm tveim var Trips sigurstranglegri. íí'ftm' blóSBabið'"-’ víð'’ Vendano beygjuna varð hins vegar kunn- ugt að það væri gróðavænlegra fyrir Ferrari að Bandaríkja- maðurinn bæri sigur úr býtum þar sem það skapaði fyrirtækinu betri aðstöðu til auglýsinga á sclu í Bandaríkjunum. Itölsk blöð þykjast hafa fyr- ir því góðar heimildir að von Trips greifa hafi fyrir keppnina veríð skipað svo fyrir að hann mætti alls. ekki verða til að sigra HilL „Allir geta vottað, að Trips var taugaóstyrkur og æstur- í skapi þegar hánn hóf keppniria“, segir eirin af kunningjum Trips sem hafði talað við hann rétt áð- ur en hann lagði af stað. Þeir fimmtán, þar á meðal nokkur börn, sem fórust í keppn- inni, voru því ekki aðeins fórn- ardýr þeirra samvizkulausu manna sem stóðu fyrir henni heldur að öllum líkindum einn- ig utanríkisverzlunar Ferrari-fyr- irtækisins. Sú staðreynd, að ómögulegt reyndist að fá keppnina stöðvaða þrátt fyrir slysið styður þessa skoðun. Hér var um að ræða heimsmeistaratitilinn og sölu- möguleika í Bandaríkjunum. Phil Hill sigraði í kappakstr- inum. Keppninni um heimsmeist- aratitilinn var haldið áfram af fullum Ivrafti eins og ekkert hefði í skörizt þó að sjúkrabílarnir þytu á slysstaðinn með hvínandi fláutur. Viðskiptin voru tryggð, myndin af ■ Hill var send til blaða um allan heim. Og þá fyrst var til- kynnt hvað gerzt hafði í Vend- ahdbeygjunni. Undanfarin ár hafa flugfélög- in boðið námsmönnum fjórðungs afslátt þeirra íluggjalda, sem gilda á flugleiðunum innan Ev- rópu. Enda þótt námsmönnum hafi orðið að þessu verulegur styrkur þá hafa þessi sérstöku kjör þó verið ýmsum þeim ann- mörkum háð, sem misræmi ollu, og komu þau af þeim sökum ekki að því haldi sem æskilegt hefði verið, auk þess, sem þeir námsmenn, er fara þurftu milli Islands og Bandarikjanna, gátu ekki notið þeirra. Nýlega fóru Loftleiðir. þess á leit við íslenzk stjórnarvöld, að þau heimiluðu fyrir sitt leyti, að félagið byði námsmönnum hag- stæð kjör á flugleiðum félagsins I milli íslands ' og Bandaríkjanna, og að fengnu þessu leyfi var sam- ■ komskonar beiðni komið á fram- færi við bandarísk sljórnarvöld.. Er nú beðið eftir fullnaðarsvari frá Washington; en veröi það já-- kvætt, sem vorár standa til, er? gert ráð fyrir, að reglurnar urri nýju námsmannagjöldin gangi i gildi 4. nóv. n.k. Þar sem reglur þessar eru urri margt frábrugðnar þeim, serri nú gilda um námsmannafargjöld- in innan Evrópu er rétt að rifja upp hinar helztu þeirra: 1. Áður en ívilnunin er veití verður námsmaður að sýna skil- ríki þess, að hann hafi fengið skólavist, þar sem hann hyggst stunda nám a.m.k. eitt kennsluá- misseri (semester). 1 Framhald á 10, síðu- ! Föstudagur 6. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN — {tji

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.