Þjóðviljinn - 06.10.1961, Page 12

Þjóðviljinn - 06.10.1961, Page 12
I gær kom hinguð til lands mcð Gullfaxa Flugfclags Islands Jörgen Jörgensen, fyrrverandi mennta- inálaráðhcrra Danmerkur, ásamt öðrum geslum sem eru í boði háskólans. Jörgen Jörgensen er hcr í boði ríkisstjórnarinnar og tóku Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og frú á móti honum á Ilugvellinum. Myndin cr tekin af þeim er þau voru aö fara frá ílugvellinum. Meðal mála, sem um var rætt á fundi bæjarstjórnar Reykjavík- ur í gær var úthlutun 108 íbúða í bæjarbyggingunum við Grensás- veg og Skálagerði en bæjarráð samþykkti úthlutunina á fundi •sínum 22. f.m. Flutti Guðmund- ur Vigfússon bæjarfulltrúi Al- Jiýðubandalagsins svohljóðandi 'tiUögu í bæjarstjórninni í sam- tiandi við þetta mál: ..Bæjarstjórnin leggur fyrir heilbrigðisncfnd og borgar- . lækni að gcra, í samræmi við heilbrigðissamþykkt bæjarins og 16. gr. laga nr. 42 1957 um húsnæðismálastofnun o. f 1., ráðstafanir til að þær óhæfar og heilsuspillandi íbúðir verði teknar úr notkun, sem flutt verður úr í bæjaríbúöirnar við Skálagcrði og Grensásveg. Bæjarstjórnin felur heil- brigðisinálanefnd og borgar- 1 lækni að sjá um, að þetta hús- w.æði verði undir engum kring- umstæðum tckið til notkunar að nýju sem íbúðir, nema frainkvæmd hafi verið að dómi heilbrigðiseftirlitsins svo gagngei'ð cndurbót á viðkom- andi íbúð. að hún brjóti ekki í bága við heilbrigðissamþykkt bæjarins að viðgerð lokinni". 1 framsöguræðu sinni fyrir til- lögunni benti Guðmundur á, að íbúðir þessar væru reistar sam- rkvæmt lögunum um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis. f þeim lögum eru hins vegar þau á- 'kvæði að taka skal úr notkun óhæfar íbúðir, sem fólk flytu.r úr. <er það öðlast nýtt húsnæði fyrir Gerið skil fyrir selda miða í atmælishappdrætti Þjóðviljans / Skrifstofan er að Þórsgötu 1. tilstyrk laganna. Guðmundur kvað bæinn hafa gert alltof lít- ið að því að fylgja þessu laga- ákvæði eftir. Nýju fólki væri leyft að flytja inn í óhæfar íbúð- ir, sem losnuðu. Síðan sækti það einnig um íbúðir, sem reistar eru fyrir fé, sem varið er til út- rýmingar heilsuspillandi hús- næði. Þannig væri það fólk úr sömu íbúðunum, sem stöðugt væri að sækja um þetta fé. Með því væri verið að misnota það og ónothæíu íbúðirnar hyrfu ekki úr no.tkun þrátt fyrir laga- setningu og fjárframlög. Bærinn verður að ganga ríkt eftir því að þessu lagaákvæði sé framfylgt og óhæfu íbúðirnar teknar úr notkun, nema þær séu endur- bættar svo mikið, að þær stand- ist heilbrigðiskröfur, sagði Guð- mundur. Hann benti einnig á þá erfiðleika í þessu sambandi, að kjallara. og hanabjálkaíbúðum í gömlum húsum verður ekki út- rýmt með sama hætti og t. d. bröggunum, þ.e. með því að rífa þær. Þessvegna verður bærinn að hafa sterkara eftirlit með því að þær séu ekki teknar aftur í notkun til íbúðar án nokkurra endurbóta. Þær eru oft sízt hollustusamari en braggarnir vegna sagga og raka. Geir Hallgrímsson borgar- stjóri lagði til, að tillögu Guð- mundar yrði vísað til umsagnar heilbrigðis.nefndar og heilbrigð- isfulltrúa bæjarins. Kvaðst Guð- mundur geta fallizt á þá af- greiðslu málsins í því trausti, að málið fengi fljóta afgreiðslu hjá þessum aðilum og spurði borgarstjóra hvort hann vildi gera gangskör að því að svo mætti verða. Færðist Geir und- an að gefa nein loforð um það þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurn- ir Guðmundar. Bendir það ó- neitanlega til þess að bæjar- stjórnarihaldið hugsi sér að tefja eða svæfa málið og halda enn áfram að virða að vettugi lög- in um útrýmingu heilsuspillandi og óhæfra íbúða eins og það hefur gert hingað til. Prófessor Richard Reck mei kveðjur að vesfan Fréttamenn ræddu í gær við! liðin 70 ár frá því fyrst var próíessor Richard Beck og konu hans Margréti Beck, sem er dóttir Einars Brandssonar og Sig- ríðar Einarsdóttur er fluttu úr Mýrdalnum vestur um haf 1886. Frú Margrét hefur lengst af dval- ið í San Fransiskó og stundað þar kennslustöi'f. Þau hjónin eru hér í boði há- skólans, en Richard verður út- nefndur heiöursdoktor í heim- spekideild á afmælishátíð há- skólans. Richard Beck kvað sér það mikið ánægjuefni að fá að koma hingað í þessu tilefni. Hann hefur viku viðdvöl, en hverfur síðan ai'tur til kennslustarfa við ríkisháskólann í Norður Dakota, þar sem hann hefur kennt norræn mál og bók- menntir síðan 1929. f haust eru byrjað að kenna norræn fræði við háskólann og í vetúr eru um 100 nemendur er leggja stund á norræn fræði við háskólann. þar af finim er leggja stund ó ís- lenzk fræ'ði. f háskólanum eru 1400—1500 nemendur við tungu- máladeild skólans og er þá enska ekki meðtalin. Fyrir fimm árurn var byrjað að kenna rússnesku við háskólann, en áhugi á tungu- má.lum fer aimennt vaxandi með- al nemenda í Bandaríkjunum. Richard Beck sækir háskólahá- tíðina einnig sem fulltrúi haskóla síns og heí'ui' meðfylgjandi bréf- lega kveðju forseta háskólans til rektors háskólans hér. Richard Beck er einnig með kveðju frá Guðmundi Grímssyni, fyrrverandi forseta liæstaréltar í Norður Da- kota, en hann hefur nú látið forða borgarastyrjöld KAÍRÓ 5/10 — Nasser forseti sagði í útvarpsræðu í dag að hann myndi sjá til þess að borg- arastríð sigldi ekki í kjölfar at- burðanna í Sýrlantli. Hann sagð- ist einnig hafa gefið fulltrúa Sambandslýðveldis araba hjá SÞ fyrirmæli um að leggjast ekki gegn upptöku Sýrlands í Arababandalagið. Nasser kvaðst ekki myndu f 15. umferð á Evrópúmeistára- mótinu í bridge vann fsland Sví- þjóð með 4 stigum gegn 2 en í 16. umferð tapaði fsland ■ fyrir Libanon með 2 stigum gegn 4. Aðéins ein umferð er eftir á mót- inu; og hefur England þegar t'ryggt sér sigur með 87 stigum. Frákkland er í öðru sæti, Dan- mörk í þriðja og ftalía í fjórða. ísland hefur 63 stig og mun berj- ast um 5. sætið við Noreg og Sviss, sem munu vera með svip- aðan stigafjölda-. f síðustu um- ferðinni spila íslendingarnir við Finna. Sósíalistar Kópavogi Fundur verður haldlnn í Sósí- alistafélagi Kópavogs í kvöld kl. 8.30 í Þinghól, félagsheimili ÆFK. Dagskrá: 1. Stjórnmálavið- horfið, framsögumaður Björgvin Salómonsson. 2. Happdrætti Þjóðviljans. 3. Féiagsmál. 4. Önnur mál. Hafnarfjörður Fyrsta spilakvöld Sósíalistafé- lags Hafnarfjarðar í vetur verð- ur á morgun, laugardag, kl. 8.30 í Góðtemplarahúsinu. Verðlaun — Kaffiveitingar — Kvikmynd. reyna að koma í veg fyrir að önnur lönd viðurkenndu Sýrland sem sjáifstætt ríki, og lagði til að Arababandalagið sendi nefnd til Sýrlands til að leita staðfest- ingar á bví að egypzku fallhlífa- hermennirnir sem þangað voru sendir hefðu haft fyrirmæli um að skjóta ekki á Sýrlendinga. Nasser kvaðst harma það sem gerzt hefði, enda væri sundrung- in aðeins gleðiefni ..fjandmönn- um okkar, heimsvaldasinnum og afturhaldsseggjum". Þeir hefðu vonazt eftir bræðravígum milli araba, en sú von hefði þó brugð- izt, enda hefði hann stöðvað í tæka tíð aliar hernaðaraðgerðir sem undirbúnar hefðu verið. 19. þing INSÍ um heðgina 19. þing Iðnnemasambands ís- lands verður sett í „Tjarnarkaffi á morgun. laugardag kl. 13.30, og er áætlað að því ljúki á sunnu- dagskvöld. Þingið raunu sitja 45 til 50 fulltrúar frá iðnnemafé- lögum víðs vegar af landinu. — Helztu mál þingsins verða: Iðn- fræðslan, kjaramál iðnnema og skipulagsmái Iðnnemasambands- ins. öllum iðnnemum er heimilt að hlýða á umræður, meðan húsrúm leyfir. (Frá Iðnnemasambandi ísiands) Þrjú ný frí- merki í dag Þrjú ný frímerki verða gefin út í dag, 6. október, í tilefni 50 ára afmælis Háskóla íslands. Frímerki þessi eru: 1. kr. 1.40 blátt að lit með mynd af Birni M. Ólsen, fyrsta rektor háskólans, 2. kr. 1.00 brúnt með mynd af Benedikt Sveinssyni. 3. kr. 10.00 grænt með mynd af háskóla- byggingunni. í dag kemur einn- ig út minningarblokk með sömu frímerkjum. af störfum og er 83ja ára gam- all. Margir aðrir einstaklingar báðu í'yrir kveðjur heim. Richai'd Beck mun á háskólahátíðinni i'lytja ávarp af hálfu Þjóðræknis- íélagsins, en hann er forseti þess. Þá minntist Richard Beck á hve Vestur-íslenzkar æviskrár væri merkt rit og vildi hann votta þökk sína þeim aðilum er stóðu að útgáfunni og kvaðst vonast til að fleiri bindi kæmu út. Að lokurn sagði Richard Beck að heimsókn forseta Islands til Kanada heí'ði verið óslitin sigur- íör og hefði t.d. þjóðhöfðingja, öðrum en Bretadrottningu, ekki verið gert jafn hátt undir höfði í blöðum. Richard Beck og kona hans Margrét

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.