Þjóðviljinn - 08.10.1961, Page 9
Noregsmeistari 100 sinnum
Þess var getið hér um daginn,
að Norðmaðurinn Torbjörn
Svensen heíði leikið 100. lands-
leik sinn og var það afrek, sem
vakti mikla athygli.
í dag segjum við frá norskri
konu, sem unnið hefur afrek
ekki síður athyglisvert, en það
vann hún í sumar er hún varð
meistari í tennis og vann þar
meö 100. Noregsmeistaratitilinn.
Kona þessi var Laila Schou Nil-
sen. Þeir sem iðkað hafa íþróttir
og komizt það langt að verða
meistarar í grein sinni vita hvað
það kostar að ná slíkum árangri
í hvert eitt sinn. Þetta er mjög
glæsilegt afrek og ekki ólíklegt
að það sé heimsmet, enda kem-
ur hún víða við sem íþrótta-
kona, og hefur lengi haldið út,
og byrjaði raunar snémma. 1
þessu sambandi má líka taka
tillit til þess að hún hafði ekki
tækifæri til að taka þátt í
landsmótum á bernámsárunum
öllum, og gerir það afrekið mun
meira. Þetta voru líka beztu ár
hennar því hún er fa?dd 18.3
1919. Gera má. ráð fyrir, að hún
hefði orðið méistari allt að 120
sinnum.
Talið er að svo kunni að fara,
að hún bæti fleiri titlum við
áður en lýkur.
Laila Schou Nilsen hefur unn-
ið meistaratitla í svo að segja
öilum kvennagreinum i Noregi.
Auk tennis hefur hún náð topp-
árangri í skíðaíþróttinni, skaut-
um og handknattleik.
Laila Schou Nilsen
A ái'unum milli 1930—40 var
ekki mikið um skíðamenn í
svigi og bruni á Norðurlöndum,
sem vöktu athygdi. Það kbrrf þvi
ekki lítið 'á óv'art þegar Laila
S. Nilsen varð í þriðja sæti í
samanlagt bruni og svigi
og í'yrst í bruninu á Olympiu-
leikunum- í Gamisch Pai-ten-
kirchen. Vilji hennar og kraft-
ur komu þar að góðu haldi.
1 hraðhlaupiá skautum var
hún ef svo mætti segja einvöld
meðal kvenna um langt skeið
og á þeim árum á£ti hún heims- ,
metin á cllum vegalengdum
sem konur kepptu í og var oft
heimsmeistari og Evrópu-
meistari.
Hún lék marga leiki í lands-
liði Noregs í handknattleik og
fyrir lið sitt Grefsen lék hún
þar til árið 1958.
Tennis er sú greinin sem hún
leikur ehnþá og eins og f'yrr
segir varð hún meistari í sum-
ar.
Laila hefur sagt í blaðavið-
tali að allstaðar eða í öllum
þeim íþróttagreinum sem hún
hefur iðkað hafi hún fundið
þetta sérstaka andrúmsloft, og
þennan sérstaka tón sem ríkir
milli íþróttafólks.
Hún hefur verið driffjöður í
féíögum sínum . jafnframt því
að vera fremst í íþróttagrein
sinni. Og þótt hún hafi hætt
að taka þátt í hinum ýmsu
íþrótti'.m öðrum en tennis, hef-
ur hún samt verið hinn eggj-
andi og hvetjandi kraftur í
norskum íþróttum.
Hennar. dgglega starf er að
stjórna tveim verksmiðjum og
er önnur þeirm-skíðaverksmiðja
o§ stjórnar hún þár méð mik-
ilh röggsemi. Géngur hún þar
' til. verks með. sama krafti og
■ þegar hún æfði og keppti.
Henni er þetta í blóð borið, og
er sama, hvað hún tekur sér
fyrir -bertdur.. ___.
Laila er að nokkru kunn ís-
lenzk'úm handknattleiksstúlkum.
Hún kom með Gerfen hingað
1955. sem var mjög vel heppn-
um feið, og undanfari stærri
viöburða. og síðar í Noregi mun
hún hafa reynzt þeim góður
haukur í horni. Munu þær og
aðrir, sem afrekum og staríi
unna, óska henni til hamingju
með aírekið: Hundrað sinnum
Noregsmeistari.
Leysa iþróttir kynþátta
málið í Suður-Afríku?
Fyrir stuttu kom í fx-éttum að
aukáþing Alþjóðaknattspyrnu-
sambandsins hefði' útilokað
Knattspyrnusamband Suður-
Afiíku vegna kynþáttaofsókn-
anna þar og að það mismunaði
hvítum og dökkum mönnum
hvað snerti þátttöku í iþróttum
og þá sérstaklega knattspymu.
Það virðist sem ,. þefta hafi
haft sín áhrif á ménh og mál-
efni þar syðfa því i skeyti frá
Suður-Afríku rétt á eftir segir
m.a.:
Það virðist sem útilokun
Knattspyrnusambands Suður-
Afríku úr alþjóðasamtökum
knattspyrnumanna, hafi haft sin
áhrif á stjórn Verwords, og
muni hún nú slaka nokkuð á
í kynþáttaofsóknum sínum inn-
an íþróttanna.
Blöðin í Johannesarborg gera
mjög mikið úr málinu og enska
blaðið ræddi málið í sambandi
við tillögu Ghana innan Sam-
einuðu þjóðanna að Suður-Afr-
íku ætti að útiloka frá samtök-
unurn vegna afstöðunnar til
kynþáttamálanna.
„Suður-Afríka fær, tvö rot-
högg“ segir blaðið með stórri
fyrirsögn.
Fyrsta opinbera umsögnin frá
knattspyrnumönnunum sjálfum
kom frá ritara Knattspyrnu-
sambandsins í Durban, George
Singh, sem vill blanda kyn-
þáttunum saman innan íþrótt-
anna:
„Ákvörðun FIFA kom ekki ó-
vænt. Svo framarlega sem
Knattspyrnusambandið í Jó-
hannesarborg vill viðurkenna að
milljónir dökkra manna í Suð-
ur-Afríku óski að taka þátt í
alþjóðamótum, verður það sjálft
að taka á sig þá sök að það sé
útilokað frá leikjum FIFA, og
við vonum að þetta verði lag-
fært sem fyrst“, sagði Singh.
Hinn sterki múr sem hlaðinn
hefur verið milli hvíti'a og
dökkra manna í íþi'óttum Suð-
ur-Afríku, hefur á þessu sumri
tekið að springa. j
Ástæðurnar til þessa eru tvásrj
bæði þrýstingur utan frá og
eins aðgerðir starfandi íþrótta-';
manna.
Dæmi er til um það að dökk-
ir menn hafi verið valdir í
krikket-lið, og tveir þekktir
tennisleikarar; Mike Franks og
Donald Delí hafa leikið sýning-
arleiki við dökka tennisleikara.
í fyrsta sinn hefur dökkur
maður fengið að taka þátt i
leikum rnóti hvítum. Það hefui'
líka verið samþykkt að svart-
ir hnefaleikamenn eigi að keppa
utan Suður-Afríku í hnefaleik-
um.
Þannig hljóðar fyrsta fréttin
frá Suður-Afríku eftir að úti-
lokun knattspyrnumannanna
varð heyi'in kunn. I Suður-
Afríku hefur raunar oft verið
lcfað öllu fögru varðandi mál
þessi, en ekki er ólíklegt að ráð-
andi menn þar syðra óttist að
1 Suður-Afriku er mikið íþrótta-
líf og þar hafa verið íþrótta-
menn á heimsmælikvarða.
Er ekki ósennilegt að þeim
finnist að þeir og land þeirra
setji mikið niður, ef.þeir eiga
ekki að geta tekið þátt í mót-
urn vegna banna alþjóðasam-
handa.
íþróttahreyfingin í heiniinum
er sterk í dag, hún nær til
æskufólksins, sem ekki hefur
helgað sér „kúnstir" stjórnmála-
mannanna; ef til vill er hún
það sterk að hún geti opnað
augu stjórnarvaldanna í Si'ð-
ur-Afriku fyrir því, að hér verði
um að ræða einangrun verstu
tegundar annarsvegar, eða að
koma í alþjóðlegt samstarf
með fólk sitt, hvoi't sem það
er dökkt eða hvítt.
Takist þetta fyrir atbeina
íþróttanna hafa þær skrifað enn
einn mei'kilegan kapitula í sögu
þjóðanna.
r á ^Ætoxíarici^mbxJ^r 5jngri0i,?fft%#fifar ,ufaná^fg^sk:rteina
arrar alþjóðasamb. í rþróttum.
Stcnley Rous
forsetl FSFA
Á aukaþingi Alþjóðasam-ú
bands knattspj'rnumanna (FIF
A) sem haldið var fyrra
fimmtudag í London var kjör-
inn nýr forseti FIFA og var
kjörinn Englendingurinn Stan-
ley Rous. Landi hans Az’hur
Drewry var forseti áður en
hann lézt fyrr á þessu ári.
Stanley Rous er einn kunn-
asti maður heimsins hvað knatt-
spyrnu snertii', fyrst sem leik-
maðúr og síðan og ekki síður
sem franzúrskarandi knatt-
spyrnudómari, og nú um langt
skeið hefur hann vei'ið fram-
kvæmdastjóri knattspyrnusam-
bandsins. Þetta kjör Rous hef-
ur það í för með sér að hann
verður að segja því starfi lausu.
Hann .er 65- ^ra, ^gároall, .
■; • 1" annari lotu fékk hann til-
skilinn mcii'ihlúta eða 2 3 hluta
atkvæða, en upphaflega voru
fjórir í kjöri.
Sundæfingar KR
hefjast í Sundhöll Reykjavíkur
þriðjudaginn 10. október n.k.
og verða þær sem hér segir:
Þriðjudaga og fimmtudaga
kl. 18,45—20,15 og föstudaga
kl. 19,30—20,15.
Sundknattleikur verður á.
mánudögum og miðvikudögum
kl. 21,50—22,40.
Þjálfari verður áfram Kristj-
án Þórisson.
Félagar frá því í fyrravetur
og nýir i'élagar eru beðnir að
mæta á þriðjudag kl. 18,30 til
fyrir veturinn.
Sunnudagur 8. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (g,